Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.2000, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 2000 9 Utlönd Xanana Gusmao, frelsisleiötogi A-Tímor, fékk hlýjar kveöjur er hann var á ferð í fátækrahverfi Bangkok í Taílandi í gær. Gusmao, sem er í fjögurra daga heimsókn í Taílandi, þakkaði Bangkokbúum fyrir aöstoð þeirra viö íbúa A-Tímor í hörmungum þeirra í kjölfar þjóðaratkvæöagreiöslunnar i fyrra. Simamynd Reuter Neyðarfundir um afvopnun IRA Leiðtogar frá Bretlandi, írlandi og Bandaríkjunum funda I dag með n-írskum stjórnmálamönnum til að leita nýrra leiða til að binda enda á deiluna um afvopnun IRA, írska lýðveldishersins. í gær sagði ír- landsmálaráðherra bresku stjómar- innar, Peter Mandelson, að hann myndi verja 1 eða 2 dögum til að gera lokatilraun til að bjarga n- írsku stjórninni. Ástæða stjómarkreppunnar á N- írlandi er innihald skýrslu afvopn- unarnefndarinnar sem breskum og írskum yfirvöldum var afhent á mánudagskvöld. Samkvæmt skýrsl- unni hefur IRA, sem kveðst standa við friðarsamkomulagið, ekki hafið afvopnun. David Trimble, fyrsti ráðherra n- írsku stjórnarinnar, kvaðst í gær telja að stjórnin yrði leyst upp eftir nokkra daga. David Trimble á fundi með frétta- mönnum í gær. Símamynd Reuter Ömmur Elians segja hann hafa verið bældan ömmur kúbverska drengsins Elians Gonzalez greindu í gær frá fundi sínum með honum i Miami á Flórída í síðustu viku. Sögðu þær drenginn hafa verið dapran og bældan í upphafi en svo hafi hann orðið hressari. Ömmurnar sögðu það hafa verið erfitt að dylja eigin sorg til að koma ekki drengnum í uppnám. „Við þjáðumst. Það var hræði- legt,“ sagði Mariela Quintana, fóðuramma Elians. Ömmunum var fagnað eins og hetjum á Kúbu er þær sneru heim síðastliðinn sunnudag eftir 9 daga dvöl í Bandaríkjunum. í sjónvarpsviðtali á Kúbu í gær réðust ömmur Elians á nunnuna, Jeanne O’Laughlin, sem var gest- gjafi er þær fengu að hitta litla drenginn. Eftir fund Elians með ömmum sínum sagðist nunnan ekki lengur vera hlutlaus. Það væri skoðun sín að Elian ætti að dvelja áfram hjá ættingjum sínum í Bandaríkjunum. UNESCO vill fá konur í fréttirnar Visinda- og menningarmálastofn- un SÞ (UNESCO) hvatti karlkynsrit- stjóra í fjölmiðlum um heim allan að vikja fyrir konum í einn dag, á kvennadaginn 8. mars, og leyfa þeim að skrifa allar fréttir. Ef það gerist yrði það í fyrsta sinn sem konur skrifa allar fréttir í fjölmiðlum heimsins, sagði fram- kvæmdastjóri UNESCO. Stjórnarsáttmálinn tilbúinn í Austurríki: Austurrískir ráðamenn Jörg Haider aö baki Wolfgangs Schussels. Peir gera sér vonir um að mynda nýja stjórn í Austurríki. pöntuðu viðbrögð ESB Viktor Klima, fráfaransi kanslari Austurríkis, og Thomas Klestil for- seti áttu stóran þátt i því að við- brögð hinna fjórtán aðildarlanda Evrópusambandsins urðu jafnhörð og raun bar vitni við hugsanlegri þátttöku hægriöfgamannsins Jörgs Haiders og flokks hans í nýrri sam- steypustjórn Austurríkis. Evrópu- ríkin hótuðu að setja Austurríki í pólitíska einangrun ef Haider færi í stjóm. Danska blaðið Jyllands-Posten greinir frá þessu í gærkvöld og hef- ur eftir fjölda heimildarmanna. Heimildarmenn blaðsins segja að Klima og Lionel Jospin, forsætisráð- herra Frakklands, hefðu rætt við aðra jafnaðarmenn á helfararráð- stefnunni í Stokkhólmi í síðustu viku þegar ljóst var að austurrískir kratar gætu ekki haldið lengur um stjórnartaumana. íhaldsflokkurinn í Austurríki og Frelsisflokkur Haiders ætla að leita formlegS' samþykkis Klestils forseta fyrir samsteypustjórn flokkanna í dag. Hætta er á Austurríki einangr- ist á alþjóðavettvangi ef af verður. Bandarísk stjórnvöld hafa hótað svipuðum aðgerður og Evrópuríkin. Haider reyndi í gær að afneita fyrri umdeildum ummælum sínum sem skilja mátti sem svo að hann gerði lítið úr glæpum nasista. „Frelsisflokkurinn og leiðtogar hans eru lýðræðissinnar. Það er langt frá því að þeir séu hallir und- ir alræðisstjómir, langt frá því að þeir séu hallir undir nasisma," sagði Haider á blaðamannafundi sem hann hélt með Wolfgang Schús- sel, leiðtoga Þjóðarflokksins. Haider hélt áfram og sagðist ekki geta ímyndað sér hvernig nokkur maður sem bæri ábyrgð á landinu gæti samsamað sig mestu glæpum gegn mannkyninu á 20. öldinni. Schússel verður kanslari hinnar nýju ríkisstjórnar, ef Klestil fellst á stjórnarsamstarfið. Haider mun hins vegar ekki taka sæti í stjórn- inni, heldur gegna áfram embætti fylkisstjóra í Carinthiu. Schússel, sem hefur verið utan- ríkisráðherra síðustu fimm árin, sagði að Austurríkismenn yrðu að leggja hart að sér að eyða ótta þjóða heimsins. Hann sagði aftur á móti að landið gæti ekki leyft sér að verða einangrað á alþjóðavettvangi. „Við tökum þessa gagnrýni alvar- lega,“ sagði Schússel. Suzuki Vitara JLX, skr. 7/95, ek. 58 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 990 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 4/96, ek. 67 þús. km, ssk., 3 dyra. Verð 1160 þús. Suzuki Vitara JLX, skr. 11/94, ek. 113 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 1070 þús. Suzuki Swift GL, skr. 3/92, ek. 80 þús. km, ssk., 5 dyra. Verð 360 þús. Suzuki Samurai, skr. 7/91, ek. 116 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 450 þús. Suzuki Jimny, skr. 2/99, ek. 13 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 1320 þús. Toyota Ccorolla, skr. 4/98, ek. 8 þús. km, ssk., 3 dyra. Verð 1125 þús. Ford KA, skr. 12/97, ek. 14 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 825 þús. Toyota Corolla XL, skr. 4/97, ek. 28 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1120 þús. Nissan Almera, skr. 11/98, ek. 10 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1370 þús. Hyundai Coupé, skr. 11/97, ek. 34 þús. km, bsk., 2 dyra. Verð 970 þús. MMC Carisma, skr. 1/98, ek. 42 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 1560 þús. Suzuki Swift GLS, skr. 9/98, ek. 28 þús. km, bsk., 3 dyra. Verð 830 þús. Daihatsu Applause, skr. 12/91, ek. 107 þús. km, bsk., 4 dyra. Verð 470 þús. Plymouth Neon Sport, skr. 1/99, ek. 98 þús. km, ssk., 4 dyra. Verð 780 þús. Nissan Almera, skr. 10/99, ek. 2 þús. km, bsk., 5 dyra. Verð 1220 þús. Suzuki Baleno GLX, skr. 11/96, ek. 36 þús. km, 4 dyra. bsk. Verð 830 þús. Lykilatriði al- heimsvæðingar- innar ekki rædd Forystumenn frjálsra félaga- samtaka frá Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu voru sammála um það í gær að lykilatriöi al- heimsvæðingarinnar og alþjóða- viðskipta hefðu ekki verið rædd á fundi þjóðarleiðtoga og viðskipta- jöfra í skíðabænum Davos í Sviss. Þeir voru hins vegar sammála um fátt annað. Vestrænir verkalýðsleiðtogar lýstu yflr áhyggjum sínum að þró- unarlönd hefðu ekki hlýtt kalli Clintons Bandaríkjaforseta og Blairs, forsætisráðherra Bret- lands, um að ræða vinnuskilyrði um leið og samið er um viðskipti. Lýðsleiðtogarnir vilja meðal ann- ars koma í veg fyrir barnaþrælk- un. Virt stofnun í málefnum þriðja heimsins sagði að ekki hefði verið rætt um raunveruleg vandamál sem fátækari þjóðir glímdu við ef þær færu of geyst í að opna markaði sína. $ SUZUKI —✓/4*------ SUZUKIBÍLAR HF. Skeifunni 17 • Sfmi 568 5100 www.suzukibilar.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.