Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 Fréttir Reykjavíkurborg gefur Samtökum iðnaöarins eftir leigu Laugardalshallar: 24 milljóna gjöf - á grundvelli ákvæðis í samningi sem rann út fyrir 28 árum Borgarráð Reykjavíkur hefur sam- þylíkt að gefa Samtökum iðnaðarins 23,7 milljónir króna. Upphæðin er um- samin leiga vegna Laugardalshallar sem samtökin gengust í ábyrgð fyrir Þórhildur dró umsóknina til baka - sjeikspírsk óheilindi „Mér kæmi ekki á óvart þó þetta mál hafl átt sér langan aðdraganda og verið vel undirbúið,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir, leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur, sem í gær dró til baka umsókn sína um að gegna áfram stöðu leikhússtjóra. Vísar Þórhildur með oröum sínum til þeirrar ákvörðunar leikhúsráðs, að henni Qarstaddri, að auglýsa stöðuna lausa til umsóknar og þeirrar ákvörðunar Páls Baldvins Baldvinssonar, formanns leikhúss- ráðs, að sækja sjálfúr um stöðuna. Gagnrýnir hún þau ummæli Páls að eðlilegt væri að skipta um leikhús- stjóra án þess að því fylgdi nokkur gagnrýni á hennar störf. „Það sem veldur því að ég dreg umsókn mína til baka eru þó fyrst og fremst þau sjeik- spírsku óheilindi sem mér flnnst ein- kenna allt þetta ferli,“ segir Þórhildur í tilkynningu. í bréfi sínu gagnrýnir Þórhildur skipan leikhúsráðs L.R. Telur hún óeðlilegt að leikhússtjóri sitji sjálfúr í ráöinu og eins þriggja manna stjóm Leikfélags Reykjavíkur en nú um stundir em þessir þrir menn jafri- framt starfsmenn L.R. „Eðli málsins samkvæmt em þeir þvi í þeirri stöðu að taka mikilvægar ákvarðanir sem varða líf og starf þeirra sjálfra og allra samstarfsmanna." Hvaö varðar skip- un leikhússtjóra, sem líklega verður tilkynnt á fóstudag, segir Þórhildur að varaformaðurinn, sem er leikari í hús- inu, sé tekinn við sæti formanns og fari með sitt atkvæði og leikhússtjóra í afgreiðslu málsins. „Hinir leikfélags- mennimir em annars vegar gamal- reyndur leikari ... og einn af Ijósamönnum hússins. Þessir ágætu menn hafa áþekkt vald til að velja leikhússtjóra L.R. í Borgarleikhúsinu og menntamálaráðherra í skipan þjóð- leikhússtjóra. Er þetta eðlilegt eða verjandi?" spyr Þórhildur. -hdm vegna Sýninga ehf. sem hugð- ust halda sjávarútvegssýningu í höllinni haustið 1999. Ekkert varð af sýningunni þar sem sýnendur kusu að fylgja fyrri sýningarhaldara sjávarútvegs- sýninga hérlendis, Nexus Ltd, í Smárann í Kópavogi. Nexus hafði ávallt haldið sýningar sínar í Laugardalshöll en fyr- irtækið hrökklaðist í Kópavog- inn þegar það varð undir gegn Sýningum ehf. í útboði Reykjavíkur- borgar vegna leigu hallarinnar en bæði fyrirtækin foluðust eftir höllinni á sama tíma. Sýningar ehf., sem er hlutafélag í eigu Jóns Hákonar Magnússonar og Samtaka iðnaðarins, bauð áðumefnd- ar 23,7 milljónir fyrir þriggja vikna leigu á höllinni, u.þ.b. tvöfalt hærri leigu en Nexus bauð. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. móti fram á að fá áður- greidda leigu endurgreidda og seinni helminginn felld- an niður gegn því að upp- hæðin yrði metin sem fram- lag samtakanna í hlutafélag sem reisa mundi íjölnota- hús í Laugardal í samvinnu við borgaryflrvöld. Þessu til viðbótar ætluðu samtökin að leggja fram 6,3 milljónir króna og yrði hlutur þeirra í nýja félaginu því metinn á samtals 23,7 milljónir króna. Borgaryflrvöld hafa nú eftir meira en hálfs árs yffrlegu komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé fært að verða viö þessari beiðni á grundvelli samn- ings sem gerður var fyrir 31 ári þeg- ar borgin keypti eignarhluta Sam- taka atvinnuveganna, sem þá hétu, í Laugardalshöll. Gamall samningur dreginn fram Samtök iðnaðarins höfðu gengist í ábyrgð fyrir leigunni og greiddu helming hennar við gerð samnings- ins en seinni helminginn sem átti að greiða í lok sýningarinnar greiddu þau aldrei. Samtökin fóru þvert á Leigan að gatnagerðargjaldi Ákvæði í þeim samningum frá 1969 kvað á um að borgarráð héti því að „ráðstafa ekki fyrst um sinn“ svæði austur af Laugardalshöll og að aðilar væru ásáttir um að skuli vera sýning- arsvæði og að Samtökum atvinnuveg- anna skyldi gefln kostur á að reisa þar sýningarskála án gatnagerðargjalds. Þrátt fyrir að þetta ákvæði hafl fallið úr gildi fáum árum eftir að samningur- inn var gerður, eða árið 1972, telja borgaryfirvöld sig nú geta nýtt það til að gefa Samtökum iðnaðarins eftir 23,7 milljónir króna til að greiða fyrir sam- komulagi við samtökin um uppbygg- ingu fjölnotahúss í Laugardal. Liður í því samkomulagi er að „end- umýja fyrirheit" frá 1969 og verði „fyr- irheitið um niðurfellingu gatnagerðar- gjaidanna metið sem hluti af hlutafjár- framlagi Samtaka iðnaðarins. Sam- komulag er um að fyrirheitið verði metið sem 23,7 milljóna króna greiðsla og munu því Samtök iðnaðarins greiða 6,3 miiljónir króna til þess að uppfylla hlutafjárframlag sitt“, eins og segir í samkomulagi sem Hjörleifur Kvaran borgarlögmaður, fyrir hönd borgar- stjóra, og Sveinn Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, gerðu og borgarráð hefur samþykkt. Samtök iðnaðarins munu eiga 30 milljónir af 75 milljóna króna hlutafé nýja hlutafélagsins á móti Reykjavík- urborg og íþróttabandalagi Reykja- víkur. -GAR Ragnheiöur Traustadóttir, formaöur starfsmannafélags Þjóöminjasafnsins, viö upphaf fundarins í gær ásamt Þór Magnússyni þjóöminjaveröi, en til þess var mælst aö hann sæti ekki fundinn. DV-mynd Hilmar Þór Starfsmannafélag Þjóðminjasafns skorar á Þór Magnússon að segja af sér: Aragömul uppsöfnuð reiði í garð yfirmanna safnsins - ákvörðun Þórs vitni um bráðræði og örvæntingu. Þjóðminjavörður tjáir sig ekki „Þetta virðist vera margra ára upp- söfnuð vonbrigði og reiði í garð yflr- manna safhsins," sagði heimildarmað- ur DV eftir fund starfsmannafélags Þjóðminjasafrisins í gærdag þar sem skorað var á Þór Magnússon þjóð- minjavörð að gangast við ábyrgð sinni á fjármálastjóm saflisins og segja af sér. Fundurinn stóð lengi, eða næstum í fjóra tíma. Samkvæmt heimildum blaðsins var Þór í upphafi fúndar en það var búið að mælast til þess við hann að hann sæti ekki fúndinn og ekki aðrir í framkvæmdaráðinu. Þór óskaði eftir því að fá að sitja í upphafi og gefa nánari upplýsingar um mál sem snerta fjármál saflisins sem höfðu ekki verið lögð skýrt fyrir á fúndi með starfsmönnum í fyrradag. Hann gerði aðeins nánari grein fyrir þeim málum og svaraði spumingum en vék síðan af fúndi. Nokkuð heitar umræður vom á fúndinum en góð samstaða var meðal starfsfólks enda hafa flestir unnið þar um árabil. „Við tókum þama fyrst og fremst móralska afstöðu til þess sem gerst hefur, annars vegar í fiármálun- um og hins vegar viðbrögð Þórs Magn- ússonar við þeim,“ sagði heimildar- maður DV. Ákvöröun þjóöminjavaröar ber vitni bráöræöi og órvæntingu Eins og áður sagði lýsti fundurinn ábyrgð á fiármálunum á hendur Þór Magnússyni en ffamkvæmdaráð safiis- ins fær einnig ákúrur. „öll yfirstjóm safnsins ... hefúr um margra mánaða skeið haft vitneskju um að ekki yrði staðið við fiárhagsáætlun safnsins fyr- ir áriö 1999, enda tekur framkvæmda- ráðið ákvarðanir um fiármál þess. En þjóðminjavörður átti öðrum ffernur að vita hvert stefiidi, því að honum ber skv. stjómskipulagi safnsins að hafa forystu um gerð fiárhagsáætlunar og að bera ábyrgð á að starfsemin sé í samræmi við þann ramma sem áætl- anir setja,“ segir í ályktun fúndarins. Starfsmannafélagið telur einnig að for- maður Þjóðminjaráðs, Gunnar Jóhann Birgisson, sem einnig er formaður byggingamefndar safnsins, beri mikla ábyrgð á fiármálunum því vandinn sé mikið til vegna kostnaðar sem hlaust af flutnmgum saflisins i bráðabirgða- húsnæði meðan ffamkvæmdir standa yfir í safhhúsinu við Suðurgötu. Því er það talið undarlegt að Hraflii Sig- urðssyni fiármálasfióra, sem einung- is hefur unnið í ár hjá safhinu, skuli kennt um hvemig komið er. „Ákvöröun þjóöminjavarðar að segja fiármálastjóranum upp á sama tíma og þjóðminjaráö hefur fiármál safns- ins til sérstakrar athugunar ber vitni um bráðræði og örvæntingu, því að upplýst er að fiármálasfióri hefur ekki brotið af sér í starfi,“ segir aö lokum í ályktuninni. Leynileg at- kvæðagreiðsla fór fram um ályktun- ina og greiddu 20 af 25 fundarmönn- um atkvæði með, þrír vora á móti en tveir sátu hjá. Ekki náðist í Ragn- heiði Traustadóttur, formann starfs- mannafélagsins, vegna málsins í gær. „Nei, ég ætla ekkert að tjá mig um þessa ályktun," sagði Þór Magnússon þjóðmúijavörður viö DV í gærkvöld. „Þessi mál era öll til skoðunar og fyrr en það er búið vil ég ekki tjá mig neitt um þau,“ sagði Þór. -hdm Stuttar fréttir dv Óskynsamlegt Forstjóri Landssímans segir það afar óskynsamlegt að skipta fyrirtæk- inu áður en það verður einka- vætt en Fram- sóknarflokkur- inn hefúr viðrað hugmyndir þess efhis að ríkið eigi og reki flutnings- net Landssímans áfram. RÚV greindi ffá. Sigldi viljandi á Breta Þorskastríðshetjan Guðmundur Kæmested viðurkennir að hann hafi siglt varðskipinu Tý viljandi á breskt herskip í átökunum um 200 mílna landhelgi íslands. Stöð 2 greindi frá. ÍE vinsælast Islensk erföagreming er vin- sælasta fyrirtæki landsins sam- kvæmt nýrri könnun Frjálsrar verslunar. Vinsældir Bónuss og ann- arra fyrirtækja í eigu Baugs era töluvert mfrini en þær hafa áður verið. Viöræöur hafnar Sjómenn og útvegsmenn hafa byrjað að ræða saman en kjara- samningaf þeirra runnu út í gær. Sjómenn leggja áherslu á breytingar á verðmyndunarkerfi sjávarfangs og lífeyrismál. RÚV greindi frá. Tilboöi ístaks tekiö Forsvarsmenn Norðuráls ákváðu í gær að taka tilboði ístaks í bygg- ingu á kerskála vegna stækkunar ál- versins á Grundartanga upp í 90.000 tonn. Tilboðið, sem tekur bæði til jarðvégsframkvæmda og byggingar kerskálans, án tæknibúnaöar, er að upphæð 800 milljónir króna. Ein á móti Katrín Fjeld- sted mælti ein gegn framvarpi um lögleiðingu ólympískra hnefaleika við fyrstu umræðu um ffumvarpið á Alþingi í gær. Katrín sagði að með þeim rökum sem fylgdu ffumvarp- inu mætti lögleiða nánast hvað sem væri. Vetnisknúnir Borgarstjórnin í Reykjavík sam- þykkti á fúndi sínum í gær að taka til notkunar þrjá vetnisknúna stræt- isvagna í tilraunaskyni. Verður það samvinnuverkefni Reykjavíkurborg- ar og Strætisvagna Reykjavíkur. Skýrsla væntanleg Vegagerðin hefúr að undanfómu unnið að athugunum á fiórum kost- um á nýjum vegi eða þverun Kolgrafarfiarðar að sögn Birgis Guð- mundssonar, umdæmissfióra Vega- gerðarinnar í Borgamesi, og er skýrsla um frumdrög að hagkvæmn- isathugunum á leiðunum væntanleg. Veita aðgang Úrskurðamefiid um upplýsinga- mál kvað upp þann úrskurð í lok janúar að veita aögang að gögnum sem tilgreina þau fyrirtæki sem at- huguð vora í könnunum Hollustu- vemdar á þrifúm í matvælafyrir- tækjum og hitastigi kælivara í versl- unum. Útsölur framlengdar Kaupmenn í Kringlunni hafa ákveðið að lengja útsölulokin um eina viku í kjölfar óska viðskipta- vina sem ekki komust um síðustu helgi vegna veðurs. Byggja við HÍ íslensk erfða- greining hyggst reisa 10.000 fer- metra byggingu undir starfsemi fyrirtækisins á háskólasvæðinu, á lóð sem borg- arráð ákvað að úthluta fyrirtækinu. GO til íslands Flugfélag í eigu British Ainvays, GO, hyggst halda uppi reglulegu áætlunarflugi til fslands frá Stansted flugvelli í nágrenni London. -hdm/hlh 14 a J -i lí íiu/t- 'ixLitíisiH . I. ti'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.