Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Blaðsíða 22
34 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 Afmæli Gunnar Már Hjálmtýsson Gunnar Már Hjálmtýsson, fyrrv. borgarstarfsmaður, Minni-Grund, Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, Blómvallagötu 12, Reykjavík, er átt- ræður i dag. Starfsferill Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp og á Stokkseyri. Nánast allan sinn starfsferil starf- aði Gunnar hjá Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar. Hans starfs- svæði var lengst af miðbær Reykja- víkur og þekkja margir Reykviking- ar hann þaðan. Gunnar lét af störf- um fyrir aldurs sakir 1990. Fjölskylda Systkini Gunnars: María Gyða Hjálmtýsdóttir Heiðdal, f. 29.9. 1913, d. 1.2. 1991, húsmóðir í Reykjavík, var gift Vilhjálmi Sigurðssyni Heið- dal, fyrrv. yfirdeildarstjóra hjá Pósti og síma; Ludvig Leópold Hjálmtýsson, f. 17.10. 1914, d. 24.6. 1990, ferðamálastjóri, var kvæntur Kristjönu Pétursdóttur húsmóður; Ásta Guð- munda Hjálmtýsdóttir, f.. 26.3: 1917, d. 25.11. 1999, matreiðslumeistari, var gift Guðmundi Sigurðssyni jámsmið; Sigurður Örn Hjálmtýsson, f. 28.5. 1918, d. 20.8. 1994, lagerstjóri, var kvæntur Ernu Geir- laugu Mathiesen, húsmóð- ur og skrifstofumanni; Ás- dís Lucinda Hjálmtýsdóttir Callaghan, f. 23.7.1921, hús- móðir, gift John Anthony Callaghan; Jóhanna Hrafnhildur Hjálmtýsdóttir, f. 30.9.1924, húsmóð- ir, ekkja eftir Axel Thorarensen, siglingafræðing hjá Flugleiðum; Hjálmtýr Edward Hjálmtýsson, f. 5.7. 1933, bankafulltrúi og söngvari, var kvæntur Margréti Matthiasdótt- ur sem lést 1995, hjúkrunarfulltrúa og söngvara. Foreldrar Gunnars voru Hjálmtýr Sigurðsson, f. 14.4. 1878, d. 5.7. 1956, kaupmaður og framkvæmdastjóri í Reykjavík, og Lucinde Fransiske Vilhelmine Hansen Sigurðsson, f. 13.3. 1890, d. 17.6. 1966, húsmóðir. Ætt Hjálmtýr var sonur Sig- urðar, þurrabúðar- manns á Stokkseyri, Sigmundssonar, b. á Meiðastöðum, Sigurðs- sonar, b. á Efri-Steins- mýri, Pálssonar. Móðir Sigurðar Sigmundssonar var Ingi- björg Sigurðardóttir, b. í Skarðshlíð undir Eyjafjöllum, Sigurðssonar og k.h., Þórdisar Brandsdóttur. Móðir Hjálmtýs var Gyðríður Hjaltadóttir, b. i Skarðshjáleigu, Hjaltasonar, b. í Skarðshjáleigu, Fil- ippussonar, b. í Skarðshjáleigu, Gunnarssonar, lrm. í Loftsölum í Mýrdal, Jónssonar. Móðir Filippus- ar var Ásdís Jónsdóttir lögsagnara Ólafssonar og k.h., Sesselju Páls- dóttur, systur Sveins, afa Sveins Pálssonar læknis. Móðir Hjalta Hjaltasonar var Gyðríður Sveins- dóttir, b. á Hryggjum, Eyjólfssonar. Móðir Gyðríðar var Guðfmna Árna- dóttir, b. í Garðakoti, Þórðarsonar og k.h., Guðrúnar Þorsteinsdóttur, b. og smiðs í Vatnsskarðshólum, Eyj-ólfssonar, bróður Sveins á Hryggjum. Móðir Guðrúnar var Karítas Jónsdóttir, klausturhaldara á Reynistað, Vigfússonar og k.h., Þórunnar Hannesdóttur Schevings, sýslumanns á Munkaþverá. Lucinda var dóttir Ludvigs Han- sens, dansks verslunarmanns í Reykjavík, og k.h., Marie Vilhelms- dóttur Bernhöft, bakara í Reykjavik, Daníelssonar Bemhöft, bakara í Reykjavík, Joachimssonar Bernhöft í Neustadt í Holtsetalandi. Móðir Vilhelms var Marie Abel frá Helsingjaeyri á Sjálandi. Móðir Marie Bemhöft var Johanne Otharsdóttir Bertelsen, skósmiðs á Helsingjaeyri. Gunnar Már Hjálmtýsson. Páll Hjaltason Páll Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Hugbún- aðar hf„ Lindasmára 28, Kópavogi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Páll fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp og í Kópavoginum. Hann gekk í bama- og ung- lingaskóla í Kópavogi, lauk stúdentsprófi frá MH 1971, las líffræði við Hl í tvö ár og hefur sótt fjölda nám- skeið, hér á landi og erlendis, á sviði tölva og viðskipta. Páll hóf störf hjá SKÝRR 1976 og var þar forritari og kerfis- fræðingur og var kerfís- fræðingur og gagna- grunnsstjóri hjá Flugleið- um 1980-84. Páll stofnaði, ásamt fimm öðrum aðilum, fyrirtækið Hugbúnað hf, 1984 og hef- ur starfað þar síðan sem framkvæmdastjóri. Páll situr í stjórn RSC í Bretlandi og HBI Gbmlt í Þýskalandi. Hann hefur tekið virkan þátt í stjóm- un ýmissa samtaka og fé- laga, s.s. bridgefélaga, Samtaka iðn- aðarins og starfað i Samtökum hug- búnaðarhúsa. Páll spilaði keppnisbridge um nokkurra ára skeið, tók m.a. þátt í fyrsta móti sem yngri spilarar sóttu frá íslandi, í Álaborg 1973, og varð Islandsmeistari í einmenningi 1975. Páll hefur haldið fjölda fyrirlestra um tölvutengd mál og um útflutn- ing á hugbúnaði. Fjölskylda Páll kvæntist 1973 Sigríði Björgu Sigurjónsdóttur, f. 17.7. 1955, skrif- stofustjóra Klæðningar ehf. Hún er dóttir Sigurjóns Kristinssonar, um- sjónarmanns Toyota í Biskupstung- um, og Sigríðar Sigurðardóttur, kennara í Biskupstungum. Synir Páls og Sigríðar Bjargar eru Sæþór, f. 9.11. 1974, þjónustu- stjóri hjá Raflögnum íslands; Hjalti, f. 2.8.1978, verkfræðinemi. Bræður Páls eru Pjetur G. Hjalta- son, f. 6.12. 1956, kerflsfræðingur, búsettur á Seltjamamesi; Sigurður Elías, f. 18.1. 1958, verkfræðingur í Reykjavík; Eirikur, f. 20.11. 1964, rafvirki í Kópavogi. Foreldrar Páls eru Hjalti Elías- son, f. 6.5. 1929, rafvirkjameistari, búsettur í Kópavogi, og Guðný Mál- fríður Pálsdóttir, f. 2.7. 1929, hús- móðir í Kópavogi. Páll og Sigríður Björg taka á móti gestum í Oddfellowsalnum, Staðar- bergi 2-4, Hafnarflrði, laugard. 19.2. frá kl. 20.00. Páll Hjaltason. Lovísa Hannesdóttir Lovísa Hannesdóttir rekstrar- stjóri, Bræðratungu 19, Kópavogi, er sjötug í dag. Starfsferill Lovísa fæddist í Hvammkoti í Laxárdal í Skagafirði, ólst upp í Hvammi i sömu sveit en flutti síðar tO Sauðárkróks þar sem hún bjó til 1957. Þá flutti hún til Kópavogs og hefur búið þar síðan. Lovísa gekk í barna- og unglinga- skóla og stundaði síðan nám við Húsmæðraskólann á Löngumýri í Skagafirði 1948-49. Lovísa var heimavinnandi til 1970 en frá 1972 hefur hún verið rekstr- arstjóri Þinghóls í Kópavogi, eða frá því fyrirtækið hóf starfsemi í Hamraborg 11, og gegnir því starfi enn. Lovísa hefur tekið mikinn þátt í félagsstörfum. Hún hefur verið virk- ur félagi í Skagflrðingafélaginu í Reykjavík og situr nú í stjóm þess á nýjan leik. Hún er stofnfélagi Skag- firsku söngsveitarinnar og söngsveitarinnar Drangey og söng Ókeypis töivupóstur fyrir þ|g... _ Notaðu vísifin með þeim í um tuttugu og flmm ár. Enn fremur tók hún þátt í starfi nemendafélags Löngu- mýrarskóla. Fyrst og fremst hefur Lovísa verið meðal helstu drifkrafta Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi frá stofnun þess. Fyrir Alþýðubandalagið heftn- Lovísa gegnt ótal trúnað- arstörfum, bæði innan félagsins sem og í nefnd- um og ráðum bæjarins. Fjölskylda Lovísa giftist 7.8. 1955 Bimi Aðils Kristjánssyni, f. 15.2. 1924, múrara- meistara. Foreldrar hans: Kristján Sigurðsson og Unnur Björnsdóttir. Börn Lovísu og Bjöms Aðils em Unnur Sólveig; f. 23.8.1953, en henn- ar sonur er Hlynur Aðils Vilmars- son, f. 2.8. 1976, og er kona hans Nanna Karolína Pétursdóttir en þeirra sonur er Nikulás Tumi, f. 7.1. 1999; Hannes, f. 21.1. 1956. en kona hans er Hafdís Ólafsdóttir og þeirra böm eru Lovísa, f. 4.5. 1978, og á hún dóttur, f. 28.1. 2000, Gunnar, f. 16.8. 1982, og Guðríður, f. 4.10. 1985; Kristján, f. 5.12. 1957, en kona hans er Helga Haraldsdóttir og eru þeirra böm Bjöm Aðils, f. 1.6.1994, og Har- aldur Gísli, f. 1.6. 1994, en dætur Helgu frá þvi áður eru Nína Björg Steinarsdóttir og er maður hennar Kristinn Valgeirsson en þau eiga tvö böm, og Að- alheiður Þórarinsdóttir, en hennar maður er Ingv- ar Þrándarson; Sigríður, f. 28.7. 1960, en maður henn- ar er Brynjar Guðmunds- son og eru böm þeirra Hlynur Gauti, f. 27.10. 1981, Björn, f. 22.6.1984, og Birta ísey, f. 24.5. 1995; 111- ugi Öm f. 25.7. 1962, en kona hans er Fanný María Ágústsdóttir og eru börn þeirra Ágúst Öm, f. 5.10. 1978, Tinna María, f. 8.8. 1983, og Viktor Unnar, f. 25.1. 1990. Systkini Lovísu: Hafsteinn f. 20.7. 1919, d. 22.3. 1927; Lilja, f. 25.8. 1920, búsett á Dalvík, en maður hennar var Pálmi Jóhannsson, sem er lát- inn; Garðar, f. 14.1. 1922, búsettur á Hvammstanga, en kona hans er Fjóla Eggertsdóttir; Sigurður f. 8.12. 1923, búsettur á Akueyri, en kona hans er Soffia Georgsdóttir; Helga, f. 1.2. 1934, lengst af búsett á Sauðár- króki en nú búsett í Reykjavík, og var maður hennar Haukur Þor- steinsson sem er látinn; Hafsteinn f. 6.5.1936, búsettur á Sauðárkróki, en kona hans er Elsa Valdimarsdóttir. Foreldrar Lovísu voru Hannes Benediktsson, f. 19.1. 1896, d. 1977, bóndi, landpóstur og síðar iðnverka- maður, og Sigríður Bjömsdóttir f. 24.2. 1895, d. 1975, húsfreyja og verkakona. Lovísa Hannesdóttir. Til hamingju með afmælið 16. febrúar 95 ára Hinrik Jóhannsson, Skólastíg 14a, Stykkishólmi. 90 ára Ásgeir Magnússon, Hrafnistu, Hafnarfirði. 80 ára Ólafur Eysteinsson, Vesturgötu 17, Keflavík. Hann verður að heiman. Ólafur Samúelsson, Fannborg 8, Kópavogi. Þóra Sigurðardóttir, Amarvatni 1, Mývatnssv. 70 ára Aðalheiður Aðalsteinsdóttir, Hlíðargötu la, Neskaupstað. Geir Örn Ingimarsson, Breiðuvik 18, Reykjavík. Jóna Guðlaug Óskarsdóttir, Illugagötu 14, Vestmannaeyjum. Kristín Þórðardóttir, Miðvangi 133, Hafnarfirði. 60 ára Elín Guðrún Þorsteinsdóttir, Yrsufelli 5, Reykjavík. Þorkell Kjartansson, Fellsenda, Akranesi. 50 ára Svandís Ingibjartsdóttir, Hólabergi 20, Reykjavík, varð fimmtug í gær. Eiginmaður hennar er Rafn Eyfell Gestsson. Þau taka á móti gestum í Catalinu, Hamraborg 11, Kópavogi, föstud. 18.2. milli kl. 20.00 og 23.00. Elín Lára Sigurðardóttir, Bjamastöðum, Ámess. Jörundur Hilmar Ragnarsson, Selási 10, Egilsstöðum. Kristján E Kristjánsson, Birkigrund 41, Kópavogi. Sigurður Hafsteinn Pálsson, Hléskógum 21, Egilsstöðum. Sveinbjörn Ragnarsson, Holtastíg 4, Bolungarvík. Viðar Eiríksson, Túngötu 18, Húsavík. Þorgils Þorgilsson, Holtsbúð 19, Garðabæ. Þorsteinn Kjartansson, Fífuhvammi 31, Kópavogi. 40 ára Ari Guðni Hannesson, Hólabrekku 1, Höfn. Brynjar Jónsson, Starengi 11, Selfossi. Esther Eygló Ingibergsdóttir, Suðurvangi 19a, Hafnarfirði. Guðgeir Gunnarsson, Eyjaseli 8, Stokkseyri. Hafsteinn Jónsson, Lambhaga 34, Selfossi. / {Jrval - í stuttu máli sagt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.