Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 Utlönd Stuttar fréttir dv Flokkur Kohls leitar stuðnings vegna sektar Kristilegir demókratar, flokkur Helmuts Kohls, fyrrverandi kansl- ara Þýskalands, óttast að lamast fjárhagslega. Ætlar ílokkurinn að opna reikning sem stuðningsmenn geta lagt fé inn á. Forseti þýska þingsins, Wolfgang Thierse, til- kynnti nefnilega í gær að kristileg- ir demókratar yrðu að greiða rúm- lega 1500 milljónir íslenskra króna í sekt fyrir fyrir að hafa ekki gert grein fyrir um 700 milljónum króna í leynisjóðum flokksins í Hessen. Þetta kann rétt að vera upphafið að fjárhagserfiðleikum flokksins þvi hann hefur enn ekki verið sektaður vegna leynisjóða Kohls frá níunda áratugnum. Kristilegir demókratar héldu neyðarfund í gærkvöld og sam- þykkti flokkurinn tillögu for- mannsins, Wolfgangs Scháubles, um að velja sér nýja forystu í næstu viku. Óvíst er hvort hann sækist eftir endurkjöri sem þing- flokksformaður vegna gagnrýni á neyðarfundinum. Yfirmaður SÞ ræðst á fransk- an ráðherra Bernard Kouchner, yfirmaður málefna Kosovo hjá Sameinuðu þjóðunum, SÞ, sakaði í gær fyrr- verandi samstarfsráðherra sinn í Frakklandi, Jean-Pierre Chevénem- ent innanríkisráðherra, sem er vinstrisinnaður, um að senda ekki nógu marga franska lögreglumenn til Kosovo þar sem hann hefði ver- ið mótfallinn loftárásum NATO á Júgóslavíu i fyrra. IRA hættir viðræðum um afvopnun: Ráðamenn reyna að bjarga friðinum Forsætisráðherrar Bretlands og írlands, þeir Tony Blair og Bertie Ahem, hittast í Lundúnum síðdegis í dag til að reyna að bjarga friðar- ferlinu á Norður-írlandi. írski lýð- veldisherinn (IRA) setti allt á annan endann í gær þegar hann ákvað að draga sig út úr viðræðunum um af- vopnun. Breskir embættismenn gátu þó huggað sig við það að IRA minntist ekkert á að skæruliðar myndu rjúfa vopnahléið sem þeir hafa virt í lang- an tíma. Lýðveldisherinn lét það koma skýrt og greinilega fram í yflrlýs- ingu sinni i gær að liðsmenn hans væru reiðir út í Breta fyrir að hafa leyst upp heimastjóm mótmælenda og kaþólikka á Norður-ír- landi á fóstudag. „Bæði breska ríkis- stjórnin og Sambands- flokkur Ulster hafa greinilega engan áhuga á að takast á við vopnamál- in nema á eigin forsend- um. Þeir sem ætla sér hernaðarsigur á þennan hátt verða að skilja að þetta getur ekki og mun ekki gerast,“ sagði í yfír- lýsingunni. Bresk stjórnvöld ítrek- uðu að þau hefðu ekki átt annarra kosta völ en leysa heima- stjómina upp þar sem IRA hefði ekki gefíö skýr loforð um afvopnun. Skæruliðar gáfu aftur á móti í skyn að þeir hefðu lagt fram sanngjarna til- lögu um afvopnun. „Við höfum alltaf gert ljóst að of mikið er í húfi til að hætta núna,“ sagði einn aðstoðarmaður Tonys Blairs í gær. Bandarísk stjórnvöld, sem hafa oft verið iðin við að hvetja menn til dáða á bak við tjöldin, hvöttu deilendur til að hvika hvergi í friðarvið- leitni sinni. Spenna hefur hlaupið í samskipti Breta og íra vegna alls þessa og hef- ur komið til hvassra orðaskipta. Tony Blair hittir Bertie Ahern í dag. ÍSE Lawsuit Abuse. ! Frambjóöendurnir í forkosningunum í Suöur-Karólínu þurfa aö kljást viö alls kyns skepnur á atkvæöaveiöum sín- um. John McCain, sem keppir aö því aö veröa forsetaefni repúblikana, þurfti til dæmis aö svara hákarii. Sprenging í íbúðarhúsi Fimm manns slösuðust, þar af einn alvarlega, er sprenging varð vegna gasleka í íbúðarhúsi í London í gær. Robertson í Moskvu Framkvæmdastjóri NATO, Ge- orge Robertson, mun í dag ræða við rússneska ráðamenn í Moskvu. Sam- kvæmt rúss- neskum frétta- stofum kvaðst Robertson von- ast til að við- ræðumar yrðu upphaf nýs kafla í samstarfi Rússa og NATO varðandi gagn- kvæm hagsmunamál. Stríðsglæpamaður Slobodan Milosevic, forseti Júgóslavíu, skipaði í gær Dragoljub Ojdanic í embætti nýs varnarmálaráðherra. Alþjóða- stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur ákært Ojdanic fyrir'stríðs- glæpi. Þungmálmar í ánni Tisa Serbneska landbúnaðarráöu- neytið varaði í gær við miklu af blýi, kopar og jámi í ánni Tisa sem mengaðist af blásýru. Cresson svipt friðhelgi Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefur svipt Edith Cresson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra sambandsins, frið- helgi. Cresson er meðal annars gefið að sök að hafa ráðið vin sinn, sem er tannlæknir, á háum launum sem alnæmisráðgjafa án þess að hann innti nokkurt starf afhendi. Pútin ver vodkadrykkju Vladimir Pútin, starfandi for- seti Rússlands, varði í gær vodka- drykkju landa sinna þar sem þeir hefðu hvorki efni á koníaki né viskíi. Sagði Pútín að ekki hefði verið tekin ákvörðun um hækkun á vodka en í siðustu viku fyrir- skipaði fjárhagsráöuneytið 40 pró- senta hækkun. Þórshöfn sogar til sín Færeyingum fjölgaði um 583 i fyrra og þar tók höfuöstaðurinn Þórshöfn til sín 63 prósent þeirra. Nærri þriðjungur landsmanna býr í höfuöstaðnum. TOLVUBOKfl 25-70 % afsláttur af öllum tolvstef‘iU>'! erlendum tölvubókum Nú eru hinir árlegu tölvubókadagar Bóksölu stúdenta í fullum gangi. Mörg þúsund bókatitlar!^ Ef þú átt ekki heimangengt er www.boksala.is einföld og örugg leið tiL að nálgast bækurnar. Einnig má náLgast þær á www.visir.is. Nú er leikur einn að versla á Netinu Eftir gagngerar endurbætur getum við fullyrt að netverelun Bóksölu stúdenta só ein sú fullkomnasta á landinu. Nýtt viðmót og nýjar lausnir svara auknum kröfum notenda um aðgengi og öryggi og síðast en ekki síst lágt vöruverð. Birgðastaða Þeir 6em versla á vefnum sjá strax hvorl varan er til ( versluninni eða hvort þarf að útvega hana frá útgefanda. Öryofli Bóksalan notar SSL dulkóðunarkerfið, hið sama og bankar og sparisjóðir nota. :fV 1 bók/4.1*. /túdarvt*. taassau- 1 '•r&aSSSZ jfl zgzzizsx: : era OSöaSí ! mmm «««*«* p=“~' 2S&L. JH?H' 'ILt.L-t- ^ PÓSTURINN bók/aJi. /túdervti. @ yisir.is Ertu f tímaþröng? „F0R BUSY PE0PLE" eru handbækur fyrir þá sem hafa Lítinn tíma en þurfa að læra hlutina hratt og örugglega. Við bjóðum eftirtaldar bækur á einstöku verði: The Internet, Access 2000, Excel 2000, Word 2000, Office 2000, og FrontPage 2000. 14. -19. febrúar n «3 B BS - . ■> £.'"*• . . • M m ‘V Stúdentaheimilinu við Hringhraut • Sírai 5700 777

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.