Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 Fréttir i>v sandkorn Sofa í 15 metra fjarlægð frá hljómsveitarpalli Grand Rokk Partíhald og pissirí - segir svefnvana íbúi sem biður um vernd borgaryfirvalda íbúarnir á Smiðjustíg 4 segjast ekki geta sofið því bassaleikurinn á Grand Rokk sé oft mælanleg- ur á Richter í rúmum þeirra. Eliefu manns búa í húsinu við hliðina á Grand Rokk. DV-mynd ÞÖK „Ég hef ekkert á móti eigendum Grand Rokk né því fólki sem sækir stað- inn. Ég vil bara fá svefn- frið á nóttunni," segir Sverrir Agnarsson, íbúi að Smiðjustíg 4 í Reykjavík. Skemmtistaðurinn Grand Rokk er til húsa að Smiðjustíg 6. Eigendur staðarins hafa verið áminntir af bæjaryfirvöld- um vegna ónæðis, svo og afskipta lögreglu vegna kvartana. Eigendurnir hafa aftur sagt lögregluna leggja sig í einelti. Þá hafa þeir dregið í efa hávaða- mælingar Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur. Þeir hafa kært áminninguna. Hún verður tekin til endur- skoðunar hjá borgaryfir- völdum á næstunni Á Smiðjustigi 4, í næsta húsi við Grand Rokk, búa ellefu manns. Að sögn Sverris hafa fimm ættliðir búið í húsinu, sá sjötti er raunar væntanlegur í sumar, og er fjöl- skyldan ekki á því að láta hávaða af völdum skemmtanahalds fæla sig í burtu. Sverrir hefur því skrifað borgaryfirvöldum bréf þar sem hann vill koma sjónarmiðum íbú- anna á framfæri vegna endurskoð- unar áminningarinnar og umsókn- ar staðarins um að hafa lengur opið. í bréfinu segir m.a. að Grand Rokk hafl ekki verið kært tæplega 40 sinnum til lögreglu, eins og fram hafi komið, heldur hafi íbúar Smiðjustígs 4 kært „miklu oftar en hundrað sinnum". í kærum til lög- reglu hafi íbúamir ekki bara kvart- að yfir hávaða gesta, sem eru á ferli til staðarins og frá honum, heldur einnig vegna hávaða frá hljómsveit- arpalli staðarins „sem er í minna en 15 metra fjarlægð í beinni loftlínu frá tveimur af svefnherbergjunum í húsinu á Smiðjustíg 4. Fyrir utan hávaðann eru hljóðbylgjur bassans, sem oft fylgir, mælanlegur á Richterkvarða uppi í rúmum íbú- anna. Það nægja hvorki eyrnatapp- ar né sterk svefnlyf til að geta sofið í þessu nábýli,“ segir m.a. i bréfinu. Ibúamir benda á að Grand Rokk sé inni í porti. Sú staðsetning valdi því að hávaðasamir hópar fólks safnist fremur saman þar en annars staðar eftir lokun og þá undir glugg- um þeirra. „Við erum ekki að tala um i næsta nágrenni heldur beint undir gluggunum," segir í bréfinu. Fáránlegur sælusvipur „Sóðaskapurinn ... er ótrúlegur og lóðin fyrir utan Grand Rokk var í sumar og haust oftar en ekki þak- in glerbrotum og viðbjóði fram í miðja viku. Ég ætla ekki að svo komnu máli að reyna rekja uppruna þessara glerbrota eða hvaðan gesturinn kem- ur sem æpir hæst undir gluggum okkar að Smiðju- stíg 4. Það er bara einfald- lega staðreynd að eftir að Grand Rokk kom á svæðið hafa öskmr, óp og glerbrot þúsundfaldast í okkar nán- asta umhverfi. Slikjan á veggjunum, sem skilja lóð- ir okkar að, og sam- anstendur af lifrænum þvagefnum er líka marg- falt grænni og þykkari en áður, aðallega þó á minni veggnum inni í sundinu á milli húsanna," skrifar Sverrir sem segir nú sjást í „fjóra eða fimm hausa samtímis í röð hinum meg- in við vegginn og alla með þennan fáránlega sælusvip sem einkennir drukkinn mann við þvaglát. Þetta er undir eldhúsgluggum okk- ar.“ Loks biður bréfritari borgaryfir- völd að vernda íbúana fyrir að þurfa að lifa við „arg, þras, partí- hald og pissirí fram undir morgun". Þrátt fyrir allar skilgreiningar og nútímaleg viðhorf í uppbyggingu miðbæjarins hljóti það að hljóma falskt að elstu og grónustu íbúar hans séu hraktir burt af öskrandi og pissandi gestum staðar sem i grenndarkynningu sé lýst sem frið- sælum matsölustað og áhersluatriði teikninganna, sem fylgdu, hafi verið tré og gosbrunnar á lóðinni fyrir utan. -JSS RÚV rukkar einstæða móður í Breiðholtinu: Þeir verða að gefa mér sjónvarp - ef ég á að borga afnotagjöldin Ríkisútvarpið hefur sent 27 ára gamalli einstæðri móður í Breið- holti ábyrgðarbréf þar sem hún er krafin um greiðslu afnotagjalda fyr- ir útvarp og sjónvarp. Gallinn er sá að konan á hvorki útvarp né sjón- varp: „Ef þeir vilja að ég greiði afnota- gjöldin verða þeir að gefa mér sjón- varpstæki. Mig langar mikið í tæki en hef ekki haft efni á því vegna þess að ég var að flytja í nýja íbúð og hún gleypir allt,“ sagði einstæða móðirin sem býr við sjónvarpsleysi í Breiðholtinu ásamt tveimur ung- um börnum sínum. „Ég flutti hing- að 18. júli síðastliðinn en fram að þeim tíma bjó ég hjá systur minni sem var bæði með útvarp og sjón- varp en hún greiddi að sjálfsögðu fyrir það sjálf. Nú er Rikisútvarpið að hóta mér í ábygðarpósti og geng- ur út frá því sem vísu að ég hafi ver- ið með tæki frá því að ég flutti hing- aö inn. Það er bara ekki rétt,“ sagði móðirin sem er með blómavasa þar sem sjónvarpið ætti að vera i stof- unni heima hjá henni: „Ég fer ekki að borga Ríkisút- varpinu stórfé fyrir að horfa á blóm- in mín,“ sagði einstæða móðirin í Breiðholtinu. -EIR Bílnum blótað leitt gætu til meiri jafnaðar í samanburðinum hér að framan. En ráðamenn hafa ekki miklar áhyggjur af því hve slakir íslendingar eru að búa til böm, sam- anborið við dugnaðinn í bUakaupum. Áhyggjur þeirra snúa að hátíðahöldum í tilefni af 1000 ára afmæli kristnitöku á ÞingvöUum á sumri kom- anda. Minnugir þjóðvegahátiðarinnar 1994 blóta skipuleggjendur kristnihátíðar bílnum og krossa sig í bak og fyrir yfir fréttum af bUaeign landans. Að öUu óbreyttu þykir stefna í aðra þjóðvegahá- tíð. íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa aukið bUa- eign sína úr 76.500 bUum í 111.000 bíla og lands- byggðin fylgir fast á eftir. Það er stuðari við stuð- ara. En kristnihátíðarforsprakkar þurfa kannski ekki að örvænta né blóta bílnum þó tölurnar stuði. Hugmyndin um að blóta Bakkus í tjöldum á ÞingvöUum var kæfð með samstiUtu átaki landsfeöra sem losnuðu þar við áhyggjur af Halló ÞingvöUum. Og um leið fækkaði væntanlegum mótsgestum nokkuð enda margir sem ekki sjá tU- ganginn í að þeysa út í sveit og hanga þar þurr- brjósta yfir hátimbraðri hátíðardagskrá. Þeir vUja vera í stuði með guði. Og við bætist að þjóð- in virðist orðin svo fráhverf trúarlífi en um leið upptekin af skurðgoðadýrkun af ýmsu tagi að Dagfara er tU efs að menn sjái tUgang í samkom- unni. Jafnvel þótt dvelja þurfi dágóða stund í bU og blóta þannig eftirlætisskurðgoð, að mammoni frátöldum. Það verður ekkert á henni að græða. Dagfari íslendingar hafa meiri áhuga á að eignast bíla en börn ef marka má tölur um fjölgun bíla hér á landi síð- astliðin ár. í Reykjavík er ástandið sérstak- lega slæmt þar sem fólksbílum hefur fjölgað þrefalt meira en fólki frá 1995. Og það þrátt fyrir að fjölgun borgarbúa sé að miklu leyti aðUuttu landsbyggðarfólki að kenna sem nátt- úrlega hefur tekiö bUinn með og jafn- vel keypt sér Úeiri bila eftir að kömið var í hjarta góðær- isins. En þeir sem fyrir voru hafa verið drjúgir við bUakaupin. Um 110 þúsund borgarbúar áttu rúmlega 62 þúsund bíla um áramótin sem þýðir að einungis 1,77 borgarbúar eru um hvern bU. Bilum fjölgar hrað- ar en fólki í höfuðborginni og bílum fjölgar með- an íbúunum fækkar úti á landi. íslendingar hafa löngum þótt með frjósamari þjóðum og barnelsk- ir með afbrigðum en sú frjósemismynd er heldur farin að folna. Það hefur löngum verið talið aö böm og hundar ýttu öðru fremur undir samskipti ókunnugs fólks en nú hefur bUlinn tekið við og samskiptin felast öðru fremur í illkvittnu augna- ráði, flautukór og látbragði sem á lítið skylt viö náungakærleika eða önnur innileg samskipti sem Þrenningin Sandkorn hefur fregnað að vegna tíðra utanferða Ólafs Ragnars Grímssonar hafi verið ákveðið að taka upp önnur vinnu- brögö varðandi fylgd handhafa forsetavaldsins suður í Leifsstöð enda menn þreyttir á þess- um eUífa þeyt- ingi suður eftir. Handhafar for- setavaldsins eru forsætis- ráðherra, forseti Alþingis og for- seti Hæstaréttar og hafa þeir jafn- an fylgt forseta úr hlaði. Nú munu reglumar hafa verið endurskoð- aðar sem þýðir að þegar Ólafur fer í opinberar heimsóknir fylgja handhafarnir þrír honum úr hlaði. Þegar hann fer í opnberum erindagjörðum fylgir einungis einn. En þegar hann fer í einkaer- eindum fylgir honum enginn. FuUyrða gárungar að það sé vegna þess að þegar þrenningin mætti á staðinn við þau tilefni hafi menn suður frá haft í flimt- ingum að þar færi „trekanten“... Samfyíkingarhjálp Þegar Árni Mathiesen gekk af fundi um tvövöldun Reykjanes- brautar í Svartsengi haföi það ófyrirséðar afleið- ingar fyrir tvö flokkssystkini hans sem mætt höfðu með honum á fundinn, Sigríði Önnu Þórðar- dóttur og Gunn- ar Birgisson. Þau fengu nefni- lega far með Áma suður eftir og stóluðu á að fá far aftur í bæinn. Ámi fór en þau völdu að hlusta á vitnisburð fórn- arlamba umferðarslysa. Skyndi- lega voru þau komin í hlutverk strandaglópa og þá voru góð ráð dýr með að fá far. Kom það loks í hlut samfylkingarmannsins Guð- mundar Árna Stefánssonar að bjarga málum og flytja stranda- glópa og pólitíska andstæðinga aftur á heimaslóðir... Sundur og saman Tveir yfirmanna Norðuráls, þeir Kristján Sturlusson, fram- kvæmdastjóri starfsmannasviðs, og Tómas Sigurðs- son, framkvæmda- stjóri tækni- og um- hverfissviðs, em í þeirri sérkenni- legu aðstöðu að vinna i sama húsi en vera i hvor í i sínum hreppn- um. Tómas Sig- urðsson er í Hvalfjaröarstrand- arhreppi en Kristján í Skilmanna- hreppi. Ástæðan er að lóð Norður- áls er á mörkum Hvalfjarðar- strandarhrepps og Skilmanna- hrepps og hefur fasteignasköttum verið skipt til helminga... Vilja bryðja og naga Kári Stefánsson, forstjóri ís- lenskrar erfðagreiningar, var ekki par hrifinn af hugmyndum sem fram komu fyrir helgi um að einstaklingar mundu fá greiðsl- ur frá ÍE fyrir upplýsingar úr sjúkraskrám þeirra. Kallaði hann aðstand- endur slikra hugmynda hælbita og hýenur. Það varð Sigmundi á Akranesi til- efni til vísugerðar: Meistarinn Kári þar myrkvaðist vió mannverndarýlfur aó klaga, hœlbítaflokkar og hýenuliö hann vilja bryöja og naga. Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.