Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Blaðsíða 28
Hópferðir á Eyjabakka: 'Til höfuðs „orkubófum" „Ef Landsvirkj- un gæfi hálfri þjóðinni spamað- arperu þá myndi afgangsorkan sem myndaðist við þann sparnað nægja fyrir orku í álver í hvaða fjarðarkytru sem væri,“ sagði Birg- ir Brynjólfsson, einn þekktasti jeppamaður Þjóöminjasafnið: Hrafn þegir „Ég tjái mig ekki um brottrekstur minn að svo komnu máli en geri það ef til vill síðar,“ sagði Hrafh Sigurðsson viðskiptafræðingur sem Þór Magnússon þjóðminjavörður rak fyrirvaralaust úr starii fjármálastjóra Þjóðminja- safnsins á dögunum. Hrafh er 52 ára og hafði starfað við Þjóðminjasafnið í rúmt ár þegar hann var rekinn vegna bágrar fjárhagsstöðu safnsins. Hrafti starfaði áður sjálfstætt við ráðgjöf og ýmis verkefhi tengd fjármálum og rekstri. Sjá nánar á bls. 2. -EIR vildi að öðru leyti ekki tjá sig um frekari aðgerðir jeppamanna á Eyja- bökkum. Þá hefur jeppaklúbburinn 4x4 skipulagt aldamótaferð sina á Eyja- bakka 28. mars. í för verða 220 jepp- ar með 500 félagsmenn en sú ferð mun ekki vera farin til höfuðs „orkubófum“. Að sögn þeirra sem best til þekkja hefur viðlíka umferð aldrei áður verið um Eyjabakka og eru líkur á að framhald verði á hóp- ferðum sem þessum - og þá sérstak- lega þegar sumar gengur í garð. „Það mætti segja mér að Eyja- bakkar yrðu vinsælasti ferða- mannastaður innanlands næsta sumar," sagði einn jeppamannanna sem nú búa sig og sína undir Eyja- bakkaferðina. -EIR Birgir Brynjólfsson gerir Bronco- jeppann sinn kláran fyrir Eyja- bakkaferöina. DV-mynd Pjetur landsins sem er orðinn svo víðforull um hálendið að hann gengur undir nafninu Fjalla-Eyvindur. Birgir hyggur á jeppaferð ásamt félögum sínum á Eyjabakka til höfuðs virkj- unarsinnum „sem eru ekkert annað en orkubófar", eins og Birgir kýs aö nefna þá. Fjórtán manns verða í ferð með Birgi þegar hann leggur upp á best búna jeppa landsins, Bronco 2 á túttudekkjum, um miðjan næsta mánuð. „Við ætlum að aka eftir landinu endilöngu og leggja upp frá Látra- bjargi, með stefnu á Eyjabakka og enda í Vaðlavík," sagði Birgir og Valdimar Jóhannesson f prentsmiöjunni í gær þar sem tugir þúsunda eyðu- blaöa og merktra umslaga runnu út úr vélunum. Sé miö tekið af því aö full- orönir segi ósjálfráöa börn sín úr miðlægum gagnagrunni og gefi lögmanni umboö til aö selja sjúkraskrár fyrir þeirra hönd segir Valdimar Ijóst aö marg- ar kennitölur muni berast á hverju eyðublaöi. DV-mynd ÞÖK Leitað áfram Leit verður haldið áfram í dag að skip- verjanum sem saknað er af bátnum Gunna RE-51 sem fórst út af Akranesi sl. mánudag. Víðtæk stóð yfir í gærdag en hún bar engan árangur. Að sögn lögreglunnar á Akranesi munu björgunarsveitir af Akranesi og úr Borgamesi fara yflr svæðið í dag. Beri leit- in ekki árangur verður henni haldið áfram næstu daga. -JSS/DV-mynd DVÓ Nýr 7 manna bíll Opel Zafira FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 Kennitölusöluherferð Valdimars Jóhannessonar og Jóns Magnússonar gagnvart ÍE: Stefnum á 50 þúsund úrsagnir Um hádegisbilið á morgun, fimmtudag, munu fyrstu umslögin koma inn um bréfalúgur lands- manna þar sem fólki verður boðin aöstoð við að segja sig úr miðlæg- um gagnagrunni - bréf frá Valdi- mar Jóhannessyni og lögmanns- stofu Jóns Magnússonar hrl. sem fyrir hönd hóps fólks býður al- menningi einnig aðstoð við að ná 1 fram „réttlátri greiðslu" fyrir að- gengi íslenskrar erfðagreiningar aö sjúkraskrám einstaklinga. Þegar DV hitti Valdimar Jó- hannesson inni á Langholtsvegi í gær, þar sem verið var áð prenta eyðublöð og umslög sem send verða landsmönnum, sagðist hann stefna að því að 50 þúsund íslend- ingar muni sýna samstöðu gagn- vart verkefninu - að selja ÍE að- gang að sjúkraskrám sínum. „Það þurfa ekki að vera nema um 20 þúsund bréf,“ sagði einn stuðn- ingsmanna Valdimars. Valdimar sagði t.a.m. að hann mundi sjálfur skrifa eigið nafn og tveggja dætra, sem eru undir 18 ára aldri, á sama bréfið. „Mér finnst skelfilegast að ef nöfn bama eru ekki tekin mjög fljótlega út úr gagnagrunninum munu þeir ungu einstaklingar ekki geta tekið sjálfa sig út fyrr en þeir ná lögaldri, 18 ára,“ sagði Valdimar - þá liggi eins til jafn- vel átján ára upplýsingar þegar fyrir um viðkomandi einstakling. Valdi- mar bendir því á að skynsamlegast sé hjá foreldrum að taka nöfn bama sinna út úr gagnagrunninum. Hann benti jafhframt á að margir vissu það hreinlega ekki að þeir verða sjálfir að taka sig út úr gagna- grunninum. Valdimar sagði að sonur sinn, sem starfar í Danmörku eftir nám, hefði t.d. ekki haft hugmynd um að hann væri í gagnagrunninum; hann hefði, eins og margir aðrir, haldið að fólk yrði að „segja sig í hann“ ef viðkomandi ætlaði að gefa um sig sjúkraupplýsingar. Valdimar segir að þeir sem þegar hafi sagt sig úr gagnagrunninum, 15-20 þúsund manns, geti engu að síð- ur veitt framangreindri lögmanns- stofu umboð til að semja við ÍE fyrir sína hönd gegn því að fara aftur í gagnagrunninn. Allir landsmenn geta nálgast eyðublöðin strax á heimasíð- unni www.rg.is. -Ótt MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 Veörið á morgun: Skýjað vestanlands en léttskýjað norðaustan til Spáð er austanátt, 15-20 m/s, og snjókomu með suðurströndinni, 10-15 m/s og skýjað á Vesturlandi en 8-13 og léttskýjað norðaustan til. Frost verður 0 til 8 stig, mildast allra syðst. Veðrið í dag er á bls. 37. SYLVANIA Cirnilegur 115 g Áningarborgari, franskar, súperdós, Piramidelle-súkkul., kr. 590. Bæjarlind 18 - 200 Kopavogi sími 564 2100 Netfang: midjan@mmedia.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.