Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 9 DV Jack Straw verður að afhenda læknaskýrslur Pinochets: Mannréttindafrömuðir fagna niðurstöðunni Manréttindafrömuðir í Chile fögnuðu mjög í gær úrskurði dóm- stóls í Lundúnum um að Jack Straw, innanrikisráðherra Bret- lands, bæri að láta af hendi lækna- skýrslur um Augusto Pinochet, fyrr- um einræðisherra í Chile. Skýrsl- umar verður að afhenda fulltrúum þeirra landa sem hafa óskað eftir framsali Pinochets frá Englandi svo hægt sé að rétta yfir honum fyrir glæpi á valdatíma hans. Jack Straw hefur sagt að lækna- skýrslumar sýni að Pinochet sé of lasburða til að hægt sé að rétta yfir honum. Löndin hafa frest til 22. febrúar til að gera athugasemdir og lokaákvörðun Straws verður kunn- gjörð skömmu síðar. „Við emm ánægð, við emm skref- inu nær því að fá Pinochet fram- Grímuklædd kona í Santiago í Chile heldur á spjaldi með mynd af fórnar- lambi ógnarstjórnar Augustos Pin- ochets einræðisherra. seldan til Spánar til að koma fyrir dóm þar,“ sagði Viviana Diaz, for- seti samtaka fjölskyldna þeirra sem stjóm Pinochets hneppti í varðhald og þeirra sem hurfu á stjómartíð einræðisherrans. Um hundrað reiðir stuðnings- menn Pinochets efndu til mótmæla- aðgerða í Santiago, höfuðborg Chile. Þeir skeyttu meðal annars skapi sinu á breska sendiráðinu og hentu i það eggjum. Sjónarvottar sögðu að komið hefði til átaka miUi stuðnings- manna og andstæðinga Pinochets á götum Santiago. Meðal annars sást til þriggja stuðningsmanna Pin- ochets sparka ítrekað í ungling sem lá á götunni. Lögreglan sagði að þrír menn hefðu verið handteknir. Stjómvöld í Chile sögðu að úr- skurður breska dómstólsins þýddi að lausn á framsalsmálinu, sem hef- ur dregist svo mánuðum skiptir, væri innan seilingar. „Það á ekki eftir að ræða mikið. Við erum á lokasprettinum," sagði Mariano Fernandez aðstoðarutanríkisráð- herra við fréttamenn. Niðurstaðan þykir mikill sigur fyrir Evrópulöndin fjögur og mann- réttindahópana sem vilja að Pin- ochet verði látinn svara til saka fyr- ir pyntingar á valdatíma sínum frá 1973 til 1990. Meira en þrjú þúsimd manns létu lfflð eða hurfu á meðan Pinochet sat við völd. Tugir þúsunda tóku þann kostinn að fara í útlegð. Pinochet rændi völdum af löglega kjömum forseta landsins, sósíalistanum Salvador Allende, árið 1973. ______________Útlönd 650 bresk börn misnotuð á fósturheimilum I skýrslu, sem kynnt var á breska þinginu í gær, kemur fram að um 650 böm hafa verið misnot- uð kynferðislega á stofnunum og fósturheimilum i norðurhluta Wales. í skýrslunni eru skelíileg- ar lýsingar nær 600 fórnarlamba um kerfisbundið kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi gagn- vart bömum, sem sum voru bara 7 ára, frá miðjum áttunda ára- tugnum til miðs tíunda áratugar- ins. Að minnsta kosti 12 fómar- lambanna sviptu sig lífi eftir að hafa yfirgefið heimilin. Eitt fórnarlambanna, Steven Messham, sem nú er 37 ára, var settur á stofnun 1976 þegar hann var 13 ára. Ástæðan var sú að hann var beittur líkamlegu of- beldi heima. En ástandið á stofnuninni var ekki betra. „Ég var beittur líkam- legu og kynferðislegu ofbeldi, ekki bara af starfsfólki heldur einnig öðrum sem komu þangað,“ segir hann. Hann dvaldi á þremur öðrum stofnunum. Á einni þeirra var hann misnotaður af 89 manns. Kvartanir Messhams báru ekki árangur. ER EITT AF MÖRGU SEM SKILUR S0NATA FRÁ KEPPINAUTUNUM ...1.948.000 Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1280 Staðalbúnaður: Skynvædd sjálfskipting (HIVEC) sem lagar sig að aðstæðum og þínu aksturslagi, 2.01136 hestafla vél, TCS spólvörn og stöðugleikastýring, ABS hemlalæsivörn, 4 líknarbelgir, hæðarstillanleg öryggisbelti, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn, hljómflutningskerfi með 6 hátölurum, stillanlegir höfuðpúðar, rafknúnir hliðarspeglar, litað gler, rafknúnar rúður, samlitir stuðarar, innbyggt barnasæti með 4 punkta öryggisbelti og margt margt fleira. HYunoni meira afollu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.