Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Blaðsíða 21
V MIÐVIKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000 33 Myndasögur Mér dettur ráö i hug. ... Ert þú með kveikjara?___ ^Já. En til hvers þarft >þú hann?j~ v— y------ Var yfirkennarinn mjög reiður af þvi að ég skrópaði i dag?_________ & 'm' fB Fréttir Leikskólabörnin syngja fyrir Dúrru í bókasafninu. DV-mynd Sigrún Átján bókasöfn á með samræmda skráningu: Fyrirmynd annarra safna Dy Egilsstöðum: Bókasafn Fljótsdalshéraðs bauð til fagnaðar á dögunum. Tilefnið var að fimm ár eru liðin síðan bókasafnið flutti í eigið húsnæði í safnahúsinu á Egilsstöðum og í öðru lagi var form- lega tekin í notkun samræmd tölvu- skráning sem 18 bókasöfn á Austur- landi standa að en reyndar er ekki búið að tengja útlánaþáttinn enn. Af þessum 18 söfnum er Bókasafn Héraðs- búa á Egilsstöðum langstærst. Kristrún Jónsdóttir bókavörður gat þess við þetta tækifæri að í safninu væru nú 83 þúsund bindi. Húsnæðið hefði virst vel við vöxt þegar flutt var inn en nú væri það samt að verða of lítið. „En það stendur til að stækka húsið og við bíðum því vongóö," sagði hún. Laufey Eiríksdóttir, bókasafhsfræðing- ur á Egilsstöðum, hefur mest unnið að því að setja upp samræmda tölvu- skráningu fyrir söfnin öll. Það er stórt samvinnuverkefhi sem fitið er til í öðr- um landshutum sem fyrirmyndar. Fleiri tóku til máls og síðan skemmtu tvær stúlkur með þver- flautuleik ásamt kennara sínum, Jóni Guðmundssyni. Arndís Þor- valdsdóttir las upp og nokkur böm á leikskólanum sungu þrjú lög. Um það sagði Kristrún, sem alltaf er kölluð Dúrra, að þessi börn kæmu til hennar einu sinni í viku í sögu- hornið að hlusta og nú ætluðu þau að syngja fyrir hana. -SB Kambaröstin stopp: Varð vélarvana við bryggjuna DV, Stöðvarfirði: Það óhapp átti sér stað þegar togari Stöðfirðinga, Kambaröst SU 200, var að leggja ífá bryggju á fóstudag að aðalvél skipsins skemmdist Hla, meðal annars bognuðu stimpilstangir og fleiri skemmdir urðu sem ekki hafa enn þá verið metnar en beðið er eftir manni frá tryggingum skipsins til að taka skemmdimar út. Það var lán í óláni að skipið var ekki komið lengra frá bryggjunni er það varð vélarvana en með hjálp vél- bátsins Manna á Stað tókst að koma því aftur að bryggju. Ljóst er þó að Kambaröstin mun verða um töluverð- an tíma frá veiðum af þessum völdum. -GH Minkabogarnir komnir Sportvörugerðin. Mávahlíð 41, 562 8383 Hl BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR I BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Skútuvogur 2 í samræmi við 25 gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst til kynningar tillaga að breyttu skipu- iagi lóöarinnar Skútuvogur 2 með tveggja hæða nýbyggingu. Tillagan liggur frammi í sal Borgarskipulags- og Byggingarfulltrúa, Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10:00 - 16:00 frá 16. febrúar til 15. mars 2000. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en 29. mars 2000. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.