Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.2000, Blaðsíða 11
MIÐVKUDAGUR 16. FEBRÚAR 2000
enning „
Bláa lóniö. Mikilúðleg náttúra og manngert umhverfi mætast á listrænan
hátt. DV-mynd PÖK
■
Viöbyggingin viö Melaskóla - í góðri sátt viö eldra skólahúsið.
DV-mynd Teitur
TilnefningaI• til Menningarverðlauna DV fyrir byggingarlist:
Menn flýta sér um of
Ekki fer fram hjá borgar-
búum þenslan í húsbygging-
um um þessar mundir. Þar
sem áður var sakleysislegt
opið svæði er allt í einu ris-
ið stórhýsi - næstum því frá
einum degi til annars! Dóm-
nefnd Menningarverðlauna
DV um byggingarlist skoð-
aði um 20 hús sem tekin
voru í notkun árið 1999 en
ákvað að tilnefna aðeins
fjögur þótt hún hefði leyfi
fyrir fimm. Ekki bendir það
til jafnmikillar grósku í list-
inni að byggja.
„Það er margt spennandi
að gerast í byggingarmálum
en of margt af því ber vott
um að menn séu að flýta
sér,“ segir dr. Maggi Jóns-
son, formaður dómnefndar-
innar. „Okkur fannst við
nána athugun að menn
væru að glata stórum tæki-
færum til að gera raunveru-
lega góð verk. Við tilnefnum
til dæmis hús Málningar hf.
í Kópavogi; þar í kring er að
rísa heill borgarhluti en fátt
reyndist þar um fina
drætti."
Eins sagði dr. Maggi að
væri í nýjum íbúðarhverf-
um - menn væru ekki að
gera eins vel og þeir gætu og
þó ætti að vera nægur
mannskapur til að gera vel
og enginn efast um hæfi-
leika og getu íslenskra hönn-
uða. Nú um stundir færist í
vöxt að verktakar bjóði í
m
.......
—
Islenska sendiráöiö í Berlín - nýtir íslensk byggingarefni með líparítklæöningu
á veggi og grástein á gólf.
hönnun og byggingu húsa fyrir opinbera aðila,
eigi þau svo sjálfir og leigi þau út. Hætta er á
að við þessar aðstæður fari hagsmunir not-
enda og byggingarlistar ekki fyllilega saman
við hagsmuni þess sem hannar og byggir.
Með Magga í nefndinni sitja Guðmundur
Jónsson arkitekt og Júliana Gottskálksdóttir
listfræðingur. Eftirfarandi byggingar hlutu til-
nefningu til Menningarverðlauna DV í bygg-
ingarlist að þessu sinni:
Bláa lónið við Svartsengi
Vinnustofa arkitekta.
Sigríður Sigþórsdóttir arkitekt.
Á síðasta ári var lokið við gerð Bláa lónsins
ásamt þjónustuhúsi og næsta umhverfi. Stað-
arval og skipulag svæðisins hefur tekist með
ágætum. Hið nýja lón og baðstaðir falla mjög
vel að umhverfinu og mynda sterka listræna
heild. Sama má segja um hús og önnur mann-
virki. Mikilúðleg náttúra og manngert um-
hverfi mætast þannig að úr verður áhrifamik-
il samstæða náttúru og bygginga sem mótaðar
eru eftir hugsaðri skipan og reglmn. Form
hússins er einfalt en öflugt. Rými eru skýrt
mótuð, stór, björt og hlýleg. Efnisval er hnit-
miðað. Sérstök árvekni og gætni við vanda-
sama framkvæmd í viðkvæmu, villtu umhverfi
hefur tekist mjög vel.
Stækkun Melaskóla
Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt.
Höfundur velur að stækka skólann með
nýrru byggingu sem tengist eldra húsi með
gangi sem að hluta til er undir yfir-
borði skólalóðar. Með þessu nýtist
takmörkuð skólalóð og visst frelsi
fæst um gerð nýja hússins. Nýbygg-
ingin er sjálfstætt hús bæði að
formi og efnisvali en í góðri sátt við
eldra skólahúsið og umhverfi sitt.
Samgöngurými eru vel formuð og
skýr, og höfundi tekst að fella þau
saman í rúmgott miðrými sem
myndar sannfærandi miðkjarna í
húsinu. Vel er vandað til innrétt-
inga og deililausna.
Islenskt sendiráð í
Berlín
PK hönnun.
Pálmar Kristmundsson arkitekt.
Bygging islenska sendiráðsins í
Berlín er hluti af samstæðu sendi-
ráða fyrir norrænu þjóðirnar.
Sendiráðssvæðið er umlukt fjög-
urra hæða vegg úr hreyfanlegum
koparskermum, samkvæmt tillögu
austurrísks arkitekts. íslenska
byggingin er gerð samkvæmt 1.
verðlaunatillögu Pálmars frá 1996.
Heildarskipulag svæðisins sníður
hverju landi mjög ákveðinn
ramma. Höfundur velur að af-
marka íslenska húsið skýrt frá
hverfinu með lokuðum steinklædd-
um flötum. Skipulag hússins er sér-
lega einfalt og hagkvæmt. Arkitekt-
inn nýtir íslensk byggingarefni
með líparítklæðningu á veggi og
grástein á gólf. Sérstök alúð er lögð
við hlutalausnir sem gerðar eru af
fagmennsku og fágun þar sem hús og búnaður
skapa samofna heild.
Skrifstofu- og verksmiðjuhús
Málningar hf.
Ingimundur Sveinsson arkitekt.
Skrifstofu- og verksmiðjuhús Málningar hf.
við Dalveg í Kópavogi er gott dæmi um hverju
góð byggingarlist fær áorkað við gerð húsa fyr-
ir sérhæfða atvinnustarfsemi og verksmiðjur.
Skipulag hússins er rökrétt, einfalt og í sann-
færandi samhengi við starfsemina. Höfundur
leggur áherslu á tiltölulega fá atriði sem hann
skilar með ferskum og afgerandi hætti. Létt-
leiki útfærslu á ljósabrunni og samgöngurým-
um í skrifstofuhluta ásamt litavali utanhúss
bera vitni um áræðni og öryggi.
Skrifstofu- og verksmiöjuhús Málningar hf. ber vitni um áræöi og öryggi.
DV-mynd Teitur
Tónlistardeildin kynnt
í kvöld kl. 20.30 verður síðasti kynn-
ingarfundur Félags um Listaháskóla ís-
lands að sinni um framtíðarskipulag
Listaháskólans. Þá munu Ámi Harðar-
son og Mist Þorkelsdóttir kynna tillög-
ur sínar að uppbyggingu tónlistardeild-
ar skólans. Allt áhugafólk um list-
menntun á háskólastigi er hvatt til þess
að koma, einkum er þess vænst að tón-
listarmenn láti sig málið varða og taki
þátt í umræðum. Fundurinn fer fram í
fyrirlestrasal Listaháskólans í Laugar-
nesi.
Hláturgas til Akraness
Farandsýningin Hláturgas, sem sett
verður upp á tíu sjúkrahúsum viðs veg-
Iar um landið á árinu 2000, verður opn-
uð á Sjúkrahúsi Akraness á fóstudag-
inn kl. 15.
Skrýtlur um lækna og skopmyndir
frá sjúkrahúsum hafa löngum skemmt
fólki en það er fyrst nú á siðustu árum
að skilningur hefur vaknað á því að
skop og gamanmál geta átt raunveru-
legan þátt í lækningum, létt lund sjúk-
linga og virkjað þann líkningarmátt
sem í líkamanum býr. Hláturinn lengir
lífið í raun og veru og er viðbúið að
þáttur skopsins muni aukast á sjúkra-
Shúsum og læknastofum í framtíðinni.
Hláturgas er unnið 1 samstarfi við ís-
landsdeild Norrænna samtaka um
læknaskop (Nordisk Selskap for Medis-
insk Humor) sem voru nýlega stofnuð,
Iþau fyrstu sinnar tegundar. Á sýning-
unni er að finna fjölda skopteikninga
eftir innlenda og erlenda höfunda; af ís-
lenskum teiknurum má nefna Þorra
Hringsson, Hallgrím Helgason, Brian
Pilkington, Gísla Ástþórsson og Halldór
Baldursson. Efniö er ýmist gamalt eða
unnið sérstaklega fyrir Hláturgasið.
Jafnframt hefur verið gefin út 80 síðna
bók með skopteikningum, bröndurum,
íslensku rímnaskopi og spaugilegum
læknaskýrslum sem dreift verður
ókeypis á viðkomandi skjúkrahúsum.
IiLíf í alheimi
Á morgun kl. 13-17 verður fræðslu-
stefnan Lif í alheimi í Norræna húsinu
í tilefni af 400 ára ártíð ítalska heim-
spekingsins Giordanos Bruno (f. 1548 -
d. 17. febrúar 1600).
Vilhjálmsson eðl-
isfræðingur (sjá
mynd) erindið
„Hvenær var sól-
miðjukenningin
„sönnuð“?“ Gunn-
laugur Björnsson
stjarneðlisfræð-
ingur talar um
reikistjörnur í
öðrum sólkerfum.
Þorsteinn Þor-
steinsson jarðeðl-
isíræðingur segir
frá kenningum um lif á Mars - fyrr og
nú. Trausti Jónsson veðurfræðingur
; | segir brot úr loftslagssögu jarðar. Guð-
mundur Eggertsson líffræðingur talar
um hugmyndir um upphaf lífsins á
jörðinni. Þorsteinn Þorsteinsson lif-
efnafræðingur flytur erindið „Samstill-
ing efnis í alheimi" en erindi Kristjáns
Jónassonar stærðfræðings heitir „Loft-
I steinar og lífið í fbrtíð og framtíð; rot-
högg við árekstur?" Loks flytur Viðar
Víkingsson kvikmyndagerðarmaður er-
indið „Alheimur, líf og list“.
Vinsæll vísindavefur
í beinu framhaldi af frétt um Lif í al-
heimi er gaman að geta þess að Vís-
indavefur Háskóla íslands, sem Þor-
steinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur rit-
stýrir og opnaður var menningarborg-
ardaginn 29. janúar sl., hefur reynst
ótrúlega vinsæll. Tugir spuminga
koma inn á hann daglega frá almenn-
ingi, börnum og fullorðnum og ekki all-
ar auðveldar. Verða menn að bíða ró-
legir eftir svörum við þeim sumum.
Slóðin er www.opinnhaskoli2000.hi.is
og aðstandendur vefsins lýsa sérstak-
lega eftir spurningum um hugvísindi.
Umsjón
----------
Siija Aðalsteinsddttir