Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Side 4
éttir LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 Nýr leikhússtjóri gengur óhræddur inn í Borgarleikhúsið: Enginn fastráðinn um aldur og ævi - segir Guðjón Pedersen „Það á margt eftir að breytast í Borgarleikhúsinu. Ég ætla að nota helgina til að hugsa um framtíð- ina,“ sagði Guðjón Pedersen leik- stjóri sem í gær var ráðinn leikhús- stjóri Borgarleikhússins. Það var í nógu að snúast hjá Guð- jóni í gær; nýtt starf, frumsýning í Þjóðleikhúsinu i gærkvöldi og svo flaug hann til Genúa á Ítalíu í morg- un til að halda þar fyrirlestur um ís- lenska leiklist fyrir ítalska stúd- enta. Aðspurður sagði Guðjón það Páll Baldvin: Engin flétta af minni hálfu „Það var engin flétta í gangi af minni hálfu til að fá þetta starf. Ég sótti um eins og hver annar um- sækjandi og auðvitað í von um að fá starfíð. Leikhúsráð tók sína ákvörð- un alveg óbundið og stendur við hana,“ sagði Páll Baldvin Baldvins- son, formaður leikhúsráðs Leikfé- lags Reykjavíkur, vegna ráðningar Guðjóns Peder- sens í stöðu leikhússtjóra. Páll Baldvin segist fagna því að Guðjón komi til starfa í Borg- arleikhúsinu. „Ég hef átt gott samstarf við hann, bæði sem leikara og leik- stjóra. Ég hef þekkt Guðjón í mörg ár og hann er afar vænn drengur og fínn leikhús- maður og ég veit að hann mun sinna starfi sínu með miklum sóma.“ - Það var haft eftir þér að þú hefðir náð takmarki þínu í starfi hjá íslenskra útvarpsfélaginu. Verð- ur þú þar áfram eða muntu leita annað nú þegar leikhússtjóramálið er að baki? „Starfsumhverf mitt hefur breyst á síðustu vikum og mánuðum á þann hátt aö aðstoðardagskrárstjóri er kominn til starfa sem þýðir að ég hef fengið næði til að sinna ýmsum hlutum sem ekki hefur verið hægt sökum anna. Það hefúr ekki verið óskað eftir þvi að ég leiti mér að vinnu annars staðar svo ég verð hér áfram.“ -hlh ljóst að sömu reglur varöandi mannaráðningar ættu að gilda í leikhúsum og í samfélaginu: „Það eru núna 25 fastráðnir leikarar í Borgarleikhúsinu og þeir geta ekki gengið að því sem vísu að vera þar fastráðnir um aldur og ævi,“ sagði Guðjón. - Ætlar þú þá að feta í fótspor Viðars Eggertssonar, fyrrum leik- hússtjóra, og hreinsa til í starfs- mannahópnum? „Það vinna fleiri en leikarar í Borgarleikhúsinu og ég endurtek bara að sömu reglur eiga að gilda um starfsmannahald í leikhúsum og annars staðar í þjóðfélaginu." - Þú ert ekki hræddur við að kasta þér út í þá ormagryfju sem varð Viðari forvera þínum ofviða? „Ég hef ekki enn séð neina orma- gryfju í Borgar- leikhúsinu og ég er óhræddur," sagði nýi leikhús- stjórinn. Sem kunnugt er hefur borgar- stjórn fundað sér- staklega um mál- efni Borgarleik- hússins og sett fram kröfur um breytt skipulag á rekstri leikhúss- ins. Um það segir Guðjón Pedersen: „Mér líst bara vel á afskipti stjómmálamanna af leikhúsinu ef eitthvað er þar að. Guðjón Pedersen - óhræddur. DV-mynd Hilmar Þór Þetta skýrist allt þegar ég hef þar störf í næstu viku.“ Þórhildur Þor- leifsdóttir, fráfar- andi leikhús- stjóri, mun starfa með arftaka sín- um samkvæmt samningi fram í ágústmánuð en Þórhildur æfir nú og leikstýrir af kappi söngleikn- um „Kysstu mig Kata“ sem settir verður upp í Borgarleikhúsinu innan skamms. -EIR Páll Baldvin Baldvinsson, Búast má við miklum tilþrifum á bikarmótinu um helgina ef marka má þessa léttu æfingu hjá Magnúsi Jónssyni en myndin var tekin uppi á Tungnahryggsjökli. DV-myndir hiá Bikarmót í snjókrossi um helgina: Söfnuðu snjó af götunum í brautina - en þá tók að snjóa og það svo um munaði DV, Dalvík: Mótshaldarar bikarmótsins í snjó- krossi, sem hefst í dag, laugardag, á Dalvik, voru orðnir uggandi í vikunni. Snjóleysið plagaði þá og var gripið til þess ráðs að safna snjó af götum bæjar- ins og sturta honum á svæðið við Stór- hól en þangað var mótið flutt vegna snjóleysis. Á miðvikudag var hins veg- ar búið að snjóa og ljóst að of mikill snjór yrði ef til vill vandamálið en ekki öfugt. Að sögn Jóns Emils Gylfasonar er þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem vélsleðamót er haldið hér en fyrir all- mörgum árum var haldið vélsleðamót norðan við Hól. Jón segir að mikil vinna hafi farið í undirbúning móts- ins, skipulag og brautarlagningu og um 30 starfsmenn þurfi á mótið sjálft, eftirlitsmenn, dómara og tímaverði og þá verður Björgunarsveitin á Dalvík með vakt á svæðinu ef eitthvað kemur upp á. Vélsleðafélag Ólafsfjarðar er mótshaldari og hefúr undirbúningur Borgarstjómarflokkur Sjálfstæðisflokksins: Skoða Grand Rokk - eigendur svara bréfi svefnvana íbúa Skemmtistaðir í nágrenni GRAND ROKK GRAND ROKK C 22 . AriíÖgri (liBlál barinn „Ef rétt er að ekki hafi verið rétt að áminningunni staðið þá verður að at- huga þaö mál betur,“ sagöi Júlíus Víf- Ul Ingvarsson, borgarfúlltrúi Sjálfstæð- isflokksins, við DV um áminningu þá sem borgaryfirvöld hafa veitt veitinga- staðnum Grand Rokk. Málefni Grand Rokk komu tU um- ræðu á fundi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins í fyrradag. Ekki var tekin nein ákvörðun í málinu, enda beðið eftir upplýsingum sem leitað hefur verið eftir hjá lögreglu og heilbrigðiseftirliti. Rekstraraðilar Grand Rokk hafa gert athugasemdir við skýrslugjöf lög- reglu og hávaðamælingar heilbrigðis- eftirlits. „Þeir hafa haldið því fram að þarna hafi ekki verið rétt að verki staðið. Það er eðlilegt og sjálfsagt að hlusta á það ef menn telja að svo hafi ekki verið gert. Við erum að bíða eft- ir upplýsingum um hvort það sé hugsanlega staðreyndin. Ef svo er verða menn auðvitað að endurskoða ákvörðun sína.“ Július Vífill sagði einnig hafa komið fram frekari mótmæli og ábendingar íbúa Smiðjustigs 4, sem er við hliðina á Grand Rokk. DV birti útdrátt úr því bréfi fyrr í vikunni en þar kvað svefn- vana fbúi m.a. hægt að mæla bassann frá Grand Rokk á Richter í rúminu hjá sér. Sigurður Hjaltested, einn eigenda Grand Rokk, sagði við DV að hann mundi senda svör við þeim atriðum sem koma fram í bréfmu til borgarstjómar. Málið verður tekið fýrir í borgarr- ráði þegar umbeðnar upplýsingar liggja fýrir. -JSS ?# fg fÉ®S ff Meöfylgjandi graf sýnir skemmtistaöi í næsta nágrenni viö Grand Rokk. Þeir eru ýmist opnir til kl. 3 eftir miðnætti eöa lengur. Eins og sjá má ber þessi borgarhluti meiri svip skemmti- staöahverfis heldur en íbúöa- hverfis. riklö (JjRauö vín lon íslandus Sþotllght Byrjar vel mótsins að mestu verið í höndum heimamanna. Keppt verður í tveimur flokkum, vanir og óvanir, og hefst mótið kl. 13. Einnig verður keppt í GPS-ratleik og ef áhugi verður fyrir hendi verður létt Tröllaskagaferð í boði. Keppendur munu mæta við ESSO kl. 11 þar sem sleðamir verða skoðaðir og kannað hvort þeir séu löglegir, sem og hvort ökumenn hafi tilskilin réttindi. -hiá |;(JjTres locos m 0Vegam6t TO A meðal sjálfstæðismanna er um það talað að Valgerður Sverrisdótt- ; ir byrji vel sem ráðherra þótt ekki | hafi þótt sérlega gáfuleg kommentin í Deiglunni um að olíu- birgðir heimsins væru á þrotum innan tíðar. Því er haldið fram að hún sýni með fram- göngu sinni að hún sé frambærilegri en bæði Ingibjörg Pálmadóttir og Siv Friðleifsdóttir þótt báðar hafi verið framar í goggunarröðinni þegar kom að ráðherradómi. Óvænt uppákoma Og meira af uppákomum í stríðinu milli Islenska sjónvarpsfélagsins og íslenska útvarpsfélagsins, Norður- ; ljósa og Suðurljósa. Á dögunum bauð ÍÚ forsvarsmönnum allra helstu auglýs- ingastofanna til j Englands. Tilgang- || ur ferðarinnar var j að fylgjast með j heimaleik l.iver- jpool gbgn l.eeds jog, eins og geng- ur, að krækja í fleiri auglýsing- ar. Var búið að fá inni fyrir hóp- inn í heiðursstúku Carlsberg, sem er aðalstyrktaraöili Liverpool. Hins veg- ar vildi ekki betur tU en svo að í stúkunni voru staddir Ámi Þór Vig- fússon og Kristján Ra Kristjánsson, framkvæmdastjóri og fjármálastjóri íslenska sjónvarpsfélagsins/Skjás I eins. Munu þeir ekki hafa látið þetta :tækifæri sér úr greipum ganga og spjölluðu við auglýsingaforkólfana. j Mun árangur þeirra ekki hafa verið | miklu lakari en hinna. Kórónuðu þeir síðan þessa óvæntu uppákomu með | því að gefa hópnum Liverpooi-treyjur, j rækilega merktar Skjá einum... Ekki með þessum manni Hrafn Gunnlaugsson er umdeild- ur maður enda læðist hann sjaldan með veggjum, hvorki í orði né æði. I ákveðnum kreðsum er viðhorfið gagnvart Hrafni hins , vegar svo eitrað að ‘ 1 þar virðist þegjandi samkomulag um að Hrafn megi ekki ná árangri á sínu sviöi og blessun lögð yfir öll ráð sem notuð eru til að gera á hlut hans. Þetta kom upp í hug- ann þegar fréttir bárust á öldum Ijós- vakans um að fólk hefði gengið út af Myrkrahöfðingjanum í Berlín vegna ofbeldis og hrottaskapar í myndinni. Sandkorn selur það ekki dýrar en það keypti en þegar Ingimundur Sigfiis- son sendiherra efndi til fjölmennrar móttöku í tilefni af frumsýningu Hrafns ytra mætti heimildamaður ■ljósvakans ekki og viðhafði þau orð að samvisku sinnar vegna gæti hann ekki mætt í boð sem haldið væri til heiðurs þessum manni. Spyrja menn eðlilega hvort þetta viðhorf hafi haft einhver áhrif á fréttaflutninginn... Hrekkjalómur Gagnagrunnshrekkirinn Valdimar Jóhannesson er mjög til umræðu nú um stundir. Einhver lét þau orð falla ! aö hann vantaði nægilega lýðhylli til að styðja sig við í átaksmálum eins og | þessu. Gárungar taka | svo djúpt í árinni að : segja að það gæti I orðið forseta vorum skeinuhætt ef Valdimar byðist til aö vinna fyrir 1 hann að endur- kjöri, þ.e. ef einhver leggur í i Ólaf. Þá varð til þessi vísa: Jafnvel þótt hann sé fyllturfiöri ogflestir vilji svo traustan mann, Ólafur missir af endurkjöri ef aö Valdimar styöur hann. n Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is wmmmmmmmm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.