Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Side 10
10
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 T>V
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON
Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105
RVÍK, SIMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblað 250 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Molar hrjóta ekki af borðum
Ekkert af stórauknum þjóöartekjum Bandaríkja-
manna í fyrra skilaði sér til launafólks, sem sætti örlít-
illi tekjurýrnun upp á 1%. Þetta sýnir misbrest á hag-
fræðikenningunni um, að molar af borðum hinna ríku
hrjóti niður á gólf til hinna fátæku.
Ekkert sjálfvirkt samband þarf að vera milli velmeg-
unar atvinnulífsins og lífskjara launafólks og enn síður
milli almennrar velmegunar og lífskjara þeirra, sem
minnst mega sín. Þetta samband er að nokkru leyti
handvirkt og ræðst af pólitískum sjónarmiðum.
Eins og í Bandaríkjunum hefur bilið milli ríkra og fá-
tækra aukizt hér á landi. Það kemur fram í ýmsum
myndum, svo sem aukinni ásókn í aðstoð félagsmála-
stofnana, auknum kvörtunum frá samtökum aldraðra og
í nýrri skýrslu Rauða krossins um fátækt á íslandi.
Umfang vandans er hins vegar hlutfallslega minna hér
á landi en í mörgum öðrum löndum, að Norðurlöndum
frátöldum. Ekki er dýrt fyrir þjóðfélagið að beita hand-
virkum aðferðum til að gæta þess, að bilið milli ríkra og
fátækra minnki frekar en að það aukist.
Afnám tekjutengingar bóta almannatrygginga er póli-
tískt handafl, sem mundi bæta stöðuna, ef ráðamenn
landsins kærðu sig um. Hækkun bóta almannatrygginga
til jafns við útreiknaðar meðalkjarabætur launafólks er
líka pólitískt handafl, sem mundi halda óbreyttu bili.
Sérstakar ráðstafanir í þágu þeirra, sem hafa lítinn
eða engan lífeyrissjóð og þurfa að lifa á ellilífeyri, eru
handvirk aðgerð, sem hefur þann kost, að hún er ekki til
langframa, af því að sífellt fjölgar þeim, sem njóta lífeyr-
issjóða, og greiðslur sjóðanna batna stöðugt.
Stöðu barna hjá einstæðum mæðrum og í fjölmennum
fjölskyldum láglaunafólks má bæta með því að auka
barnabætur og afnema tekjutengingu þeirra. Slíkar að-
gerðir eru enn eitt pólitíska handaflið, sem mundi efla
velferðarkerfið, ef ráðamenn landsins kærðu sig um.
Kjarni málsins er, að ekki er sjálfvirkt samband milli
góðæris í þjóðfélaginu og velferðar þeirra, sem minnst
mega sín. Kenningin um, að brauðmolum rigni yfir fá-
tæklingana eins og endurnar á Tjörninni, hefur verið
hrakin af hagtölum hér á landi sem og erlendis.
Velferðin er handvirk ákvörðun pólitískra stjórn-
valda. Þau geta að vísu ákveðið að koma upp sjálfvirkni
á einstökum sviðum, svo sem í tengingu bóta við breyt-
ingar á ýmsum hagtölum, en önnur stjórnvöld geta síðar
komið til skjalanna og breytt tengingunum.
Ef forsætisráðherra fer í fýlu út af skýrslu Rauða
krossins um fátækt á íslandi, þýðir það í raun, að hann
hefur ákveðið, að ríkisstjórn hans skuli ekki hafa áhuga
á að beita pólitískum aðferðum við að halda óbreyttu bili
milli ríkra og fátækra, hvað þá að minnka bilið.
Ekki gildir lengur gömul klisja hátíðlegra stunda, að
íslenzkt þjóðfélag sé stéttlaust. Þjóðin er að skiptast í lög
eftir aðstöðu, tekjum og eignum. Bilið milli fólks er að
breikka á öllum þessum sviðum. Það er pólitísk ákvörð-
un, hvort hamla eigi gegn þessu eða ekki.
Hér er ekki verið að tefla um mikla fjármuni í saman-
burði við annað pólitískt handafl stjórnmálanna, svo
sem gríðarlegan áhuga ráðherra og þingmanna á að
verja nokkrum milljörðum króna á hverju ári til að grafa
jarðgöng víða um land og halda uppi kindum.
í samræmi við áhugamál okkar höfum við valið okkur
landsfeður, sem hafa ákveðið, að í lagi sé, að bilið milli
ríkra og fátækra breikki sjálfvirkt í góðærinu.
Jónas Kristjánsson
NATO og Kosovo
Engin lausn á framtíðarskipan Kosovo er í sjón-
máli. Samkvæmt ályktun Sameinuðu þjóðanna um
endalok Kosovo-strlðsins heyrir Kosovo Sambands-
lýðveldinu Júgóslavíu til þótt gert sé ráð fyrir víð-
tækri sjálfstjórn héraðsins. NATO og Rússar túlka
ályktunina svo að Kosovo verði ekki sjálfstætt ríki.
Kosovo-Albanar kreíjast hins vegar sjálfstæðis og
segja að það komi ekki til greina að Serbar taki aftur
við stjórn héraðsins - og gildi þá einu hvort Slobod-
an Milosevic, forseti Júgóslavíu, hverfi frá völdum
eða ekki. Fullyrða má, að herlið
frá NATO-ríkjum verði til
margra ára i Kosovo. Bandarikja-
menn hafa komið sér upp herstöð
í suðurhluta Kosovo með aðstöðu
fyrir um fimm þúsund hermenn.
Það á greinilega ekki að láta sög-
una frá því í Bosníu árið 1995
endurtaka sig: Þá var slegið upp
tjöldum fyrir bandaríska her-
menn á þeirri forsendu að þeir
yrðu komnir heim aftur innan
árs. Enn eru um 4500 bandarísk-
ir hermenn staddir þar. Þótt
bandarískir þingmenn þrýsti nú
á um áætlun um brottkvaðningu
herliðsins frá Bosníu og Kosovo
bendir ekkert til þess að það
verði gert.
Þjóðernishreinsanir
Síðan Slobodan Milosevic gafst
upp og kallaði herlið sitt frá
Kosovo í júní hefur um 44 þúsund
manna gæslulið, KFOR, verið í héraðinu undir stjórn
Sameinuðu þjóðanna í orði en NATO á borði. Þessu
herliði var ætlað að binda enda á þjóðemishreinsan-
ir og morðtilræði í Kosovo. En þrátt fyrir það hafa
um 250 þúsund Serbar og fleiri af öðrum þjóðarbrot-
um ílúið Kosovo vegna þjóðernishreinsana eða ótta
um öryggi sitt. Nú búa i mesta lagi 800 Serbar í Prist-
ínu, héraðshöfuðborg Kosovo, en voru áður 20 þús-
und. Alþjóðlegt gæslulið Sameinuðu þjóðanna og
NATO hefur það hlutverk aö vemda þá fáu Serba,
sem eftir eru í bæjunum Orahovac og Gnjilane og
nokkrum öðrum stöðum, en gera má ráð fyrir því að
þeir muni hverfa þaðan á brott. í Norður-Kosovo, við
landamæri Serbíu, horfir málið öðruvísi við: Þar býr
meirihluti þeirra 100 þúsund Serba sem enn eru í
Kosovo. Hugsanlegt er að þetta hérað verði klofið frá
Kosovo og sameinað
Serbíu í framtíðinni.
NATO er þó gjörsamlega
mótfallið því. Eitt helsta
markmið Milosevics var
að innlima þetta svæði í
Serbíu eftir að NATO hóf
loftárásir sínar á
Júgóslavíu. Þar hefur
komið til blóðugra þjóð-
emisátaka undanfarið,
einkum í bænum
Mitrovica. í norðurhluta
Mitrovica hafa Serbar,
sem eru í meirihluta, grip-
ið til ofbeldisaðgerða gagn-
vart Albönum, en í suður-
hlutanum hafa Serbar
mátt þola ofsóknir al-
banska meirihlutans.
Hefndarhugur og
ósætti
Eitt helsta vandamálið,
sem KFOR þarf að glíma
við, er morðtilræði og
þjóðernishreinsanir sem
beinast gegn Serbum. Að
forminu til var Frelsisher
Kosovo-Albana leystur upp í september í samræmi
við ályktun Sameinuðu þjóðanna. í staðinn var kom-
ið á fót „verndarsveitum Kosovo“ undir borgaralegri
stjórn. Þetta er þó engin frambúðarlausn því að yfir-
stjórn Frelsishersins fer fyrir „verndarsveitunum" og
fáum dettur í hug að þær hafi ekki vopn undir hönd-
um. Aðeins einn leiðtogi Albana, Veton Surri, hefur
fordæmt árásimar á Serba enda má gera ráð fyrir því
að foringjar Frelsishersins hafi átt þátt í þeim. Það er
ekki einungis að Kosovo-Albanar vilji hefna sín á
Serbum fyrir áralangar ofsóknir og
mannréttindabrot. Engin samstaða er
meðal þeirra um stjórn héraðsins. Mik-
il spenna er milli flokks Ibrahims
Rugovas, fyrrverandi „forseta lýðveld-
isins Kosovo", sem var áhrifamesta
stjórnmálaaflið fram til ársins 1998, og
flokks Hashims Thacis, fyrrverandi
leiðtoga Frelsishers Kosovo. Tilraunir
Sameinuðu þjóðanna til að koma á
bráðabirgðastjórn í Kosovo mistókust
vegna innbyrðis deilna Kosovo-Albana
og vegna þess, að fulltrúar Serba neit-
uðu að eiga aðild að henni. í desember
var komist að samkomulagi um að
koma á nýju stjórnarfyrirkomulagi
sem gerir ráð fyrir því að Sameinuðu
þjóðimar og leiðtogar Kosovo-Albana
fari með völdin í sameiningu (Samein-
uðu þjóðirnar hafa þó úrslitavald).
Vegna þess hve fáir Serbar eru eftir í
Kosovo þurfa Sameinuðu þjóðirnar
ekki að leggja eins mikla áherslu á að
sætta þá og Kosovo-Albana. Það hefði
hvort sem er verið vonlaust verk eftir það sem á und-
an var gengið. Helsta verkefni stjórnarinnar verður
að binda enda á þá glæpaöldu sem riðið hefur yfir
Kosovo. Enn er mikill skortur á lögreglumönnum og
starfsemi dómstóla vart hafin. Er ástandið orðið svo
slæmt að KFOR hefur verið falið að berjast gegn
glæpum þótt almenn löggæsla hafi ekki verið á verk-
sviði þess. Ekki er búst við því að þingkosningar fari
fram í Kosovo fyrr en árið 2001. Sumir telja að unnt
verði að koma á árangursríkum samningaviðræðum
milli Serba og Kosovo-Albana ef Milosevic hverfur af
sjónarsviðinu. En það er mikil bjartsýni: Ekkert
bendir til þess, að Serbar séu fáanlegir til afsala sér
yfirráðarétti Júgóslaviu yfir Kosovo eða Kosovo-Al-
banar sætti sig við minna en fullt sjálfstæði.
Fátt bendir til þess aö unnt veröi aö leysa þann hnút sem Kosovo-deilan er í. Enn
er mikil spenna og þjóöernisátök í héraöinu og ganga má út frá því vísu aö her-
liö NATO-ríkja veröi í Kosovo til margra ára.
Erlend tíðindi
Valur Ingimundarson
skoðanir annarra
Að eiga von á því versta
„Hvað á að gera við Kosovo? Ef þessari spurningu
verður ekki svarað skýrt og greinilega mega Evr-
ópuríkin og Bandaríkin eiga von á hinu versta í
þessu héraði sem að nafninu til heyrir undir Serba
en er undir stjórn Sameinuðu þjóðanna frá sigri
hersveita NATO í júní. Óljós merking ályktunar Ör-
yggisráðsins númer 1244, þar sem kveðið er á um al-
þjóðlega stjórn en þar sem vandlega er sneitt hjá því
að draga upp pólitíska framtið héraðsins, hefur
dregið dilk á eftir sér. Þetta óljósa orðalag gerði að
vísu kleift að koma í veg fyrir að Rússar og/eða
Kínverjar beittu neitunarvaldi á sínum tíma.
Stjórnvöld í Moskvu og Peking voru jú ávallt á móti
íhlutun Vesturveldanna."
Úr forystugrein Libération 15. febrúar.
Suharto rannsakaður
„Rannsókn á Suharto (fyrrum Indónesíuforseta)
sem eftirmaður hans og vinur, B.J. Habibie, stóð
fyrir var gerð með hálfum huga og var að lokum
hætt. Ákvörðun um að láta málið niður falla leiddi
til ósigurs Habibies í kosningunum í fyrra. Nýi
dómsmálaráðherrann rannsakar nú hvort Suharto
hefur staðið fyrir þvætti á milljónum dollara í gegn
um góðgerðarstofnanir sem hann átti.“
Úr forystugrein New York Times 15. febrúar.
Félaus og ærulaus
„Kristilegir demókratar eru stimplaðir svikarar
og taparar. Hinn stóri Kristilegi demókrataflokkur-
inn er á brún hengiflugsins. Flokkurinn mun tapa í
tveimur sambandsríkjakosningunum innan
skamms og hann hefur ófrægt lýðræðisleg stjóm-
mál í Þýskalandi. Flokkurinn, sem eitt sinn leit á
sig sem burðarstólpa Þýskalands, þarf að endur-
greiða yfir 1500 milljónir króna vegna ólöglegra
gjafa í flokkssjóði. Hvaða leiðtoga getur flokkurinn
fúndið sem er reiðubúinn að endurreisa þetta bú
sem er gjaldþrota, bæði efnahagslega, stjórnmála-
lega og siðferðislega?"
Úr forystugrein Aftonbladet 17. febrúar.