Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Qupperneq 11
]D' V LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 11 Sjálfstæðisflokkurinn hefur alla tíð lagt gríðarlega áherslu á öflugt starf ungs fólks en um leið gefið því nauðsynlegt svigrúm til orðs og æðis. Myndast hefur jarðvegur fyrir nýjar og róttækar hugmynd- ir í þjóðfélagsmálum. Þannig hafa ungir sjálfstæðismenn oft verið hörðustu gagnrýnendur flokksins og forystumanna hans, einmitt eins og ungliðahreyfingar stjóm- málaflokka eiga að vera. Stjóm- málaflokkur sem leggur rækt við ungt fólk þarf ekki að óttast að verða pólitísk nátttröll. Samfylkingin Björgvin G. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri þingflokks Samfylk- ingarinnar, virðist gera sér grein fyrir mikilvægi ungliðahreyfmgar en í kjallaragrein hér í DV síðast- liðinn miðvikudag kemur fram að á næstunni verði slík hreyfing stofnuð innan Samfylkingarinnar. í þeim hrunadansi sem Samfylk- ingin hefur stigið undanfarna mánuði hefur lítið farið fyrir formlegum samtökum ungs fólks innan hennar. Forráðamenn Samfylkingarinn- ar hafa verið uppteknir í vand- ræðagangi líðandi stundar og ekki Fyrir tæpum aldarfjóröungi þóttu hugmyndir ungra sjálfstæðis- manna um aukið efnahagslegt frelsi og minni umsvif ríkisins mjög róttækar. Þessar hugmyndir, sem kynntar voru undir heitinu Bákniö burt, njóta nú almenns stuðnings; aðeins fáeinar pólitísk- ar eftirlegukindur gera við þær ágreining. Fyrir réttum aldarfjórðungi var hið stjómmálalega andrúm ekki hliðhollt hugmyndum af þessu tagi. Ungt fólk hneigðist til vinstri- mennsku en dropinn holar stein- inn. Þeir sem fremstir fóru í flokki ungra sjálfstæðismanna á þessum tíma eru eða hafa á síðustu árum verið í forystusveit flokksins. Á áttunda áratugnum voru þeir ung- ir, róttækir og harðir gagnrýnend- ur Sjálfstæðisflokksins. Friðrik Sophusson, fyrrum varaformaður Sjálfstæðisflokksins og formaður SUS 1973 til 1977, var einn þeirra sem hart deildu á for- ystu flokksins. Áriö 1979, þegar Sjálfstæðisflokkurinn fagnaði 50 ára afmæli og einn mesti kosn- ingaósigur flokksins var að baki, skrifaði Friðrik grein í bókina Uppreisn frjálshyggjunnar og sagði meðal annars: „Það hefur verið veikleiki Sjálfstæðis- flokksins að halla sér fremur að embættismannakerfinu, þegar hann er í stjórn, en að vinna að heilbrigðri stefnumörkun innan flokksins. Árangur Sjálfstæðis- flokksins í framtíðinni veltur m.a. á því, að hann verði hreyfing fólks úr öllum stéttum í landinu, en ekki stofnun, sem sækir allt vit sitt til embættismanna, sem eru umfram allt sérfræðingar í að halda völdum og lifa af stjórnar- skipti." „Kjaftæði" Þessi gagnrýni Friðriks er í takt við skoðanir annars ungs manns sem skrifaði um Sjálfstæðisflokk- inn í umræddri bók: „Þess verður krafist, að forystumenn okkar verði meiri stjómmálamenn og minni embættismenn en þeir hafa verið.“ Hér, eins og endranær, mælir Davíð Oddsson, núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, tæpitungulaust. Og hann bætti við: „Við verðum að skilja, að kenningin um, að Sjálfstæðisflokkurinn verði að sitja í stjórn, hvað sem tautar og raular, er kjaftæði." Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og nánari athugunar á öðrum ákvörðunum, sem flóknari eru.“ Sannleikurinn er sá, að ríkis- stjórninni entist ekki kjörtímabil- ið til þeirrar nánari athugunar á flóknari efnahagsaðgerðum, sem öllum var ljóst að fram þurfti að fara. Afleiðing þessa undirbún- ingsleysis varð, að efnahagsstjórn- in þessi fjögur ár var reist á emb- ættislegum grundvelli, en ekki stj órnmálalegum. “ Án málamiðlana Um leið og það hlýtur að vera erfitt fyrir forystumenn stjórn- málaflokka að þola ungliðum að setja fram jafnharkalega gagnrýni og Davíð, Friðrik og Þorsteinn settu fram er hún vitni um innri styrk flokks að standa ekki aðeins ósundraður heldur einnig sterkari á eftir. Hlutverk ungliðahreyflng- ar er einmitt gagnrýnið aðhald að forystunni um leið og tryggt er að farvegur sé til fyrir nýjar hug- myndir. Það er verulegt áhyggjuefni fyr- ir stjórnmálaflokkana ef ungt fólk verður fráhverft stjórnmálaþátt- töku - verður áhugalítið um stefnu og strauma í stjórnmálum. Slik þróun ber dauðann einn í sér. gefnu að hagvöxtur verði svipaður á næstu árum og undanfarin ár og að viðunandi verð fáist fyrir þrjú stór ríkisfyrirtæki, Búnaðar- banka, Landsbanka og Landssím- ann. Ekki er hins vegar víst að það sé eftirsóknarvert í sjálfu sér að allar skuldir rikisins séu greiddar að fullu - skuldlaus rikissjóöur er engin trygging fyrir því aö vel sé farið með sameiginlega fjármuni. Mörg rök er hægt að færa fyrir því að skynsamlegt sé að skuldsetja rikissjóð vegna arðbærra fjárfest- inga. Þetta á ekki síst við um fjár- festingar sem standa undir sér með beinum hætti. En það eru einnig rök fyrir þvi að ríkissjóður stofni til skulda, einmitt til að fresta skattlagningu þangað til þeir sem fjárfestingarinnar njóta byrja að greiða skatta. Fjárfesting og tilheyrandi skuldir vegna menntakerfisins eru dæmi um þetta. Þó ekki sé hér tekiö undir hug- myndir ungra sjálfstæðismanna eru þær allrar athygli verðar og gott innlegg í pólitiska umræðu. En fyrst og fremst eru þær dæmi um það hvernig ungliðahreyfing stjórnmálaflokks á stöðugt að leita nýrra leiða og hugmynda til að halda hinum eldri við efnið. Ungliðar og Stjórnmálaflokkar sem horfa til framtíðar þurfa að leggja rækt við ungt fólk, laða það til sín og sann- færa um ágæti þess að taka þátt i pólitísku starfl og mótun stjóm- málaflokks. Takist stjórnmála- flokkum að byggja upp öfluga starfsemi ungs fólks er staða þeirra sterkari í nútíð og framtíð. Andstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins hafa átt erfitt með að skilja þann kraft sem býr í þessum stærsta stjórnmálaflokki landsins. Og fyrir marga hefur reynst úti- lokað að flnna skýringar á ástæð- um þess hve Sjálfstæðisflokknum vegnar yfirleitt vel - „stærð“ flokksins veldur þeim sem ekki skilja heilabrotum og áhyggjum. Eins og svo oft þegar fræðimenn eða sjálfskipaðir stjórnmála- skýrendur leita logandi ljósi að flóknum og viðamiklum skýring- um er leyndardómur Sjálfstæðis- flokksins fremur einfaldur. haft tima til að líta til framtíðar og huga að skipulegu starfi þeirra sem yngri eru. Ef til vill er of djúpt tekið í árinni að halda því fram að það skipti litlu fyrir fram- tíð Samfylkingarinnar þó að takist að kjósa henni formann á formleg- um stofnfundi (hvenær svo sem það verður) ef það gleymist að mynda vettvang fyrir ungt fólk. En flokkur sem hefur ekki öfluga hreyfingu ungs fólks innan sinna raða verður í besta falli steingeld- ur, hugmyndalaus og leiðinlegur. Ungt fólk sem telur sig eiga sam- leið með Samfylkingunni mun leita annað. Veikleiki Því hefur stundum verið haldið fram að Samband ungra sjálfstæð- ismanna (SUS) sé samviska flokks- ins og ýmislegt í sögunni rennir stoðum undir þessa fullyrðingu. stjórnmálaflokkar Laugardagspistill Óli Björn Kárason rítstjórí ráðherra, var ekki myrkur i máli þegar hann fjallaði um ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks 1974 til 1978 i margnefndri bók. Sjálfstæðisflokkurinn hafði lofað festu i stjórn efnahagsmála eftir þriggja ára setu vinstristjórn- ar en Þorsteinn skrifaði: „Vonbrigðin hlutu þvi að verða mun meiri en ella, þegar á daginn kom, að flokkurinn hafði ekki búið sig undir það verkefni, sem ríkisstjórninni var ætlað. Þetta undirbúningsleysi kom þegar fram í stefnuyfirlýsingu ríkis- stjómarinnar, sem birt var í lok ágúst 1974. Um efnahagsmálin var hún að mestu marklaus. Hún var fleytifull af óljósum ákvæðum um ýmis verkefni, sem stjómin ætlaði að láta til sin taka. Þar sagöi m.a.: „Samkomulag er um að fram- kvæma þegar í stað þær ráðstafan- ir, sem ekki þola bið, en tekinn verði nokkurra vikna tími til Einmitt þess vegna er gleðilegt þegar ungt fólk kemur fram með nýjar hugmyndir. Það er því áhugavert að fylgjast með þjóð- félagsumræðu ungs fólks sem tek- ið hefur Netið í sína þjónustu: Gróska.is, Múrinn.is, Frelsi.is og Vefþjóðviljinn. Þar fer fólk sem segir skoðanir sínar umbúðalaust og án málamiðlana þeirra sem eldri eru. Skuldlaust Island Ungir sjálfstæðismenn kynntu i vikunni hugmyndir sínar um skuldlaust ísland fyrir lok kjör- tímabils ríkisstjórnarinnar. Með því að stöðva útgjaldaaukningu ríkisins og selja ríkisfyrirtæki er þetta markmið raunhæft að mati forráðamanna SUS. Við fyrstu sýn virðast þessar hugmyndir ungra sjálfstæðis- manna vera raunhæfar, að því

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.