Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Page 13
aldur
Fleiri horfa á fréttir Stöövar 2
Áhorf á fréttir Stöðvar 2 er 43,8% eða 2% hærra en áhorf á fréttir
Ríkissjónvarpsins sem er 41,8%.*
Gengi þeirra sem segja hálfan
sannleikann er fljótt að falla!
í nýlegri dagblaðsauglýsingu RÚV er því haldið fram að meira
áhorf sé á fréttir þeirra en á fréttir Stöðvar2. Gengið á RÚV
fellur þarna í þá gryfju að bera saman epli og appelsínur.
RÚV ber saman áhorf á allan fréttatíma sinn við áhorf á
seinni hluta frétta Stöðvar2.
Frá því í janúar er fréttatími Stöðvar2 tvískiptur.
Fyrri hluti fréttanna er klukkan 18.55 °g er sá hluti um 15
mínútur að lengd. Að því búnu tekur við ísland í dag en
klukkan 19.30 halda fréttirnar áfram þar sem frá var horfið í
um 20 mínútur. Það er frétt út af fyrir sig ef RÚV hefur ekki
tekið eftir breytingum á fréttatíma helsta samkeppnisaðila
síns, en það er Ijóst að þjóðin hefur tileinkað sér þessar
breytingar.
mm
Fréttir
19:10
fsland I dag
Sé rétt mælt er uppsafnað áhorf á fréttir Stöðvar2 43,8%, en
uppsafnað áhorf á fréttatíma RÚV er 41,8%. Þessi 2% munur
samsvarar því að rúmlega 4000 fleiri íslendingar horfa á
fréttir Stöðvar 2.*
Sannleikurinn er sá að þad eru fleiri
sem horfa á fréttir Stöðvar2
en á fréttir Ríkissjónvarpsins!
19:30
V
* Samkvæmt símakönnun Gallup sem framkvæmd var dagana 14.-31.
janúar 2000. Úrtakiö var fólk á aldrinum 12-80 ára af öllu landinu.
Góða skemmtun
HVfTA HÚSIÐ / SÍA