Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 13 "V viðtal Hávaðinn er að drepa mig - Guðlaugur Lárusson, íbúi við Miklubraut, ætlar að berjast fyrir bótum til síðasta blóðdropa Guölaugur, sem barist hefur fyrir aðgerðum í umferðarmálum við Miklubraut síðastliðin sjö ár, brá á það ráð fyrir nokkrum árum að setja steinull í alla glugga á svefnherbergi þeirra hjóna vegna hávaöa frá götunni. Miklabrautin hefur lengi veriö til umræöu og skiptar skoöanir um hver framtíö hennar skuli og muni vera. Umferö um götuna hefur far- iö stööugt vaxandi og aukist úr 31.000 bílum á sólarhring áriÖ 1992 upp í 42.000 áriö 1997. Sé litiö til gífurlegrar aukningar á bílaeign lands- manna undanfarin ár lætur nærri aö œtla aö sú tala stefni nú fast aö 50.000 bíl- um á sólarhring. íbúar við götuna hafa lengi mótmœlt því ástandi sem ríkir og kvartaö undan hávaöa og mengun sem af hlýst og er skemmst aö minnast mál- þings á Kjarvalsstööum í maí 1995, þar sem ástandiö við Miklubraut var rœtt og borgarfulltrúum afhentur undirskriftalisti 1172 íbúa vegna kröfu um aögeröir í umferöarmálum viö götuna. Seinni árin hefur lítið borið á breiðfylkingu mótmælenda og aðeins einn maður hefur hald- ið baráttunni á lofti. Guðlaugur Lár- usson, íbúi við Miklubraut 13, ætti að vera einhverjum kunnur en sjö ára óslitin og þrotlaus barátta hans fyrir aðgerðum í umferðarmálum við göt- una hefur vakið mikla athygli undan- farin ár. Nýlega var frávísunarbeiðni á dómsmál sem Guðlaugur hefur höfðað á hendur íslenska rikinu og Reykjavíkurborg hafnað og því ljóst að dæmt verður í málinu fyrir Hér- aðsdómi Reykjavíkur í vor. Guðlaug- ur, sem búið hefur ásamt eiginkonu sinni á Miklubrautinni í tíu ár, segir hins vegar mengunina og hávaðann við götuna hafa gengið svo nærri heilsu þeirra hjóna að hann sé ekki lengur viss um að honum endist ald- ur til að fara með málið alla leið. Hann segist þó hvergi banginn og reiðubúinn að berjast til síðasta blóð- dropa. Blaöamanni lék forvitni á að kynnast manninum, baráttu hans og heimilisaðstæðum. Er með heimasíðu um mengun Guðlaugur tekur á móti gesti sín- um með virktum, vísar til sætis í borðstofu þar sem rjúkandi kaffi hef- ur verið borið á borð og augljóst að komu blaðamanns hefur verið beðið með óþreyju og hún vandlega undir- búin. „Ég tek því alltaf fagnandi þeg- ar fjölmiðlar sýna málinu áhuga og vekja athygli á málstað mínum. Með því móti eignast ég fleiri bandamenn og ekki veitir af,“ segir Guðlaugur og hlær við. Á meðan hann rekur for- sögu þeirrar baráttu sem í dag er orð- in að dómsmáli er hann á sífelldum þönum og þeytingi í og úr skrifstof- unni, sækjandi opinber skjöl og aöra pappíra sem hann sýnir um leið og hann lætur gamminn geisa. Ljóst er að vel er haldið utan um sérhvem pappír og að ekkert hefur farið fram hjá glöggu auga Guðlaugs í þessu máli. Hann þekkir hvem krók og kima í flestum stjómarskrifstofum landsins og segist meira að segja hafa haft samband við stjómarráðið út af málinu. „Ég er með heimasíðu þar sem ég hef komið öllum staöreyndum málsins fyrir á einum stað. Þar geta menn skoðað málið ofan í kjölinn. Fóik hefur meira að segja haft sam- band við mig erlendis frá og spurt hvort hægt sé að nálgast upplýsing- arnar á ensku. Slóðin á heimasíðuna er simnet.is/mengun og ég hvet alla tU að afla sér fróðleiks varðandi mál- ið ef þeir hafa áhuga. í þessu stappi hef ég nefnUega komist að raun um að það er vissara að hafa bókstaf fyr- ir öUu sem maður segir og heldur fram,“ segir Guðlaugur íbygginn á svip og með glampa í augum. Sofið í húsbílnum við Morg- unblaðshús Guðlaugur er fæddur á Sauðár- króki og fluttist 15 ára gamaU tU Reykjavikur. Þegar suður var komið gerðist hann skipstjóri og stundaði sjómennsku í aUs 37 ár. Þegar aldur- inn færðist yfir fór hann aö versla með tölvur í eigin tölvufyrirtæki fram til ársins 1996 þegar hann gat ekki sinnt starfanum lengur sökum heUsubrests. „Ég er öryrki í dag og það er ekki síst því að kenna hvað mengunin og hávaðinn er mikdl viö Miklubrautina. Það sem bjargar okk- ur er húsbUlinn. Við fórum upp í sveit eða höldum tU fjaUa á hverju sumri og þá kemur sér vel að hafa húsbíl. Úti í náttúrunni fáum við góð- an skerf af hreinu lofti, ekki þessu ógeði sem hér er. Þegar við höfum verið heima hjá okkur og ekki getaö fest svefn höfum við meira að segja þurft að fara á húsbílnum um miðja nótt, leggja honum í bUastæði við Morgunblaðshúsið og sofa þar. Vellur blóð og gröftur út úr mér Þegar talið berst að umferðinni við Miklubraut er hann ómyrkur í máli. „Þetta er náttúrlega brot á mannrétt- indum og varðar við hegningarlög að pynta menn með þeim hætti sem menn eru pyntaöir við Miklubraut- ina,“ segir Guðlaugur og á þá við pyntingartól á borð við útblástur bUa og hávaða frá þeim. „Stundum sefur maður ekki heUu og hálfu nætumar. Undanfarin ár hef ég verið að bryðja svefntöUur tU aö geta sofið á nóttunni en ástandið er orðið svo hrikalegt að ég vakna jafnvel upp um miðjar næt- ur og gleypi aðra svefntöflu tU að sofna aftur.“ Guðlaugur segist vera Ula farinn af svefntöUuáti en auk þess sé hann plagaður af ýmsum öðrum kvUlum.“ Það er einhver sýking í hausbeininu sem læknar rekja beint til mengunarinnar. Á morgnana, þeg- ar ég vakna, liggur mér stundum við köfnun, það veUur svoleiðis blóðið og gröfturinn út úr nefinu á mér og það tekur óratíma að hreinsa það á hverj- um morgni. Þeir segja að þetta sé ein- hver sýking í öndunarfærum. Fyrir nokkrum árum greindist ég með húð- krabbamein og í kjölfarið hafa lækn- ar verið að skrapa einhverja bletti af mér með reglulegu mUlibUi. En það er ekki aUt. Sjónin hefur daprast, sömuleiðis heymin og ég fékk hjarta- áfaU hér um árið og hef farið í tvær þræðingar síðan,“ segir Guðlaugur brúnaþungur og bendir á að kona hans hafi sömuleiðis fengið sinn skerf af veikindum og læknar þurft að fjarlægja úr henni æxli í nefi. „Við hjónin erum orðin algjörar piUuætur. Það er ekki nóg með að viö þurfum að taka svefhtöflur á hverju kvöldi, ég þarf líka að éta róandi taugatöflur á hverjum degi tU að halda mér gangandi." Rafmagnslaus og með stein- ull í gluggum Guðlaugur vísar tU svefnherbergis sins en fyrir nokkrum áram brá hann á það ráð að setja fjögurra tommu þykka steinuU í aUa glugga þar og þekja með öðram fjóram tommum af hvítu einangranarplasti. Loftið í svefnherbergi þeirra hjóna er eftir því en Guðlaugur segir að þrátt fyrir þessar aðgerðir þurfi meira tU að komast í ró á kvöldin og bendir á piUuboxin. Þegar Guðlaugur er inntur eftir því hvers vegna þau hafi keypt fasteign- ina tU að byrja með í stað þess að leita sér að friðsæUi stað segir hann fasteignasalann hafa tjáð sér á sínum tíma að búið væri að taka ákvörðun um að loka Miklubraut við Snorra- braut og leggja þess í stað húsagötu fyrir framan Rauðarárstíg og inn Gunnarsbraut. Með því móti hefði Miklabraut 13 orðið hluti af friðsælu íbúðahverfi og með öUu ólík því sem hún er í dag. Guðlaugur segir Félags- íbúðir hafa boðið í ibúðina, þær hafi þegar keypt íbúðimar í kjaUaranum og á hæðinni fyrir neðan og séu með bolabrögðum að reyna að koma hon- um út. „Það hefur gengið á ýmsu hér niðri. Það er verið að brjóta hér aUt og bramla, skítur uppi um aUa veggi og um daginn tóku þeir rafmagnið af í ganginum án nokkurra skýringa. Þeir hafa boðið mér 12 miUjónir fyrir húsið en ég hef rætt við nokkrar fast- eignasölur sem segja eignina metna á 16-18 miUjónir." Guðlaugur segir að í fyrstu hafi hjónin unað sátt við sitt en árið ‘94 hafi stórfelld aukning bUaumferðar um Miklubraut farið að gera þeim líf- ið leitt og í kjölfarið hafi þau byijað að leita réttar síns í þessu máli. „Okk- ar krafa gagnvart stjómvöldum er skýr. Við forum fram á skaðabætur fyrir það heUsutap sem við höfum mátt þola og eins fórum við fram á að tafarlausar úrbætur verði gerðar við götuna, eUa að við verðum keypt út fyrir viðunandi verð.“ Fer Guðlaugur offari? Blaðamaður hafði samband við ná- granna Guðlaugs út af þessu máli og spurði þá hvemig þeim gengi aUa jafhan að sofa á nóttunni, hvort vart hefði orðið heUsubrests í fjölskyld- unni vegna mengunar og hávaða af völdum bUa og eins hvaða augum þeir litu baráttu Guðlaugs við yfir- völd. Flestir sem rætt var við kusu að láta nafns sins ógetið en greinUegt er að menn skiptast í tvær fylkingar, þó svo að aUir séu á einu máli um að mengunin sé mikU og óþrifnaður í kringum hús þ.a.l. mikiU. Annars vegar era þeir sem telja Guðlaug fara offari, ibúum gangi ágætlega að sofa og ýmislegt megi gera áður en göt- unni yrði lokað. Hilmar A. Kristjáns- son, framkvæmdastjóri og íbúi við Miklubraut, segist sofa ljómandi vel á nætumar. Hann hafi reyndar brugðið á það ráð að setja fjórfalt gler i svefn- herbergin en eftir þá framkvæmd hafi aUt dottið í dúnalogn. Um Guð- laug og hans baráttu segir hann Guð- laug gera of mikið úr hlutunum og meiri tíma fara í rövl og ragn en eðli- legt sé. Margt sé hægt að gera tU að forðast hávaðann annað en að troða steinuU í svefnherbergisgluggana. Sjálfur hafi hann verið búsettur er- lendis um árabU og bUaumferð um Miklubrautina sé hátíð samanborið við þær götur sem hann hefur búið við ytra. Hins vegar er það sá hópur sem tel- ur baráttu Guðlaugs af hinu góða. Þetta fólk kannast við vandamálið, á erfitt með að festa svefn á nætumar og notast jafnvel við eymatappa. Grétar Erlingsson hótelstjóri er einn i þeim hópi en hann segist verða fyr- ir ýmsum truflunum vegna umferðar við götuna. Grétar bendir á að hann þurfi oft að hækka í sjónvarpinu um- fram það sem eðlUegt er tU að yfir- gnæfa bUaniðinn, auk þess sem hann segir það lifshættulegt að nota inn- keyrsluna fyrir framan bUskúrinn vegna hættu á aftanákeyrslu. Grétar bætir við að garðurinn sé næstum ónothæfur sökum mengunar og druUu og vUl að lokum lýsa yfir stuðningi sínum við baráttu Guð- laugs. Hávaðinn eins og frá loft- pressu eða keðjusög Árið 1997 var gerð hávaðamæling í húsinu en í þeirri mælingu fór hávað- inn mest yfir 100 dB. Þess má geta að eðlUegur hávaði í íbúðahverfi telst vera 55 dB og skal jafnframt reynt að ná honum niður í 45 dB ef aðstæður era fyrir hendi. TU að menn átti sig á hversu mikinn hávaða þarf tU að hann mælist um og yfir 100 dB má benda á að loftpressa og keðjusög gefa frá sér hávaða sem mælist á því bUi. Þess ber þó að gæta að hér er vísað í efri mörkin í mælingunni sem fram fór í íbúð þeirra hjóna. „Ég er nú ekk- ert sérstaklega viðkvæmur fyrir há- vaða og hef yfirleitt verið talinn hæg- látur og dagfarsprúður maöur. Há- vaðinn og mengunin er hins vegar að drepa mig og það fer í skapið á mér. Ég er reiður út í stjórnvöld fyrir framtaks- og sinnuleysi i þessu máli og þá sérstaklega út í borgarstjóra," segir Guölaugur um leið og hann fylg- ir blaðamanni tU dyra. -KGP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.