Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Síða 33
JL>V LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 trimm, Maraþonhlaup eru ekki fyrir konur Það hlýtur flesta að reka í rogastans þegar þeir sjá staðlausar yf- irlýsingar á borð við þessa. Það dytti engum heilvita manni í hug að taka Fram undan... Febrúar: 29. Hlaupárshlaup Hreyfingar Hefst kl. 18.30 við gatnamót Miklubrautar og Réttarholtsveg- ar. Hlaupið fer fram i 3. sinn (fyrst 1992). Vegalengdir: 4,5 km og 9 km með tímatöku. Flokka- skipting ákveðin síðar. Allir sem ljúka hlaupunum fá verðlauna- pening. Verðlaun fyrir 1. sæti ; karla og kvenna í báðum vega- lengdum. Útdráttarverðlaun. Skráning í Hreyfmgu frá kl. 112.00. Upplýsingar á skrifstofu Hreyfmgar í sima 568 9915. Mars: 25. Marsmaraþon Hefst kl. 09.30 við Ægisíðu, Reykjavík (forgjafarhlaup, skrán- ing þarf að berast viku fyrir hlaup). Vegalengd: maraþon með tímatöku. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Úpplýsingar: ■ Pétur I. Frantzson i síma 551 4096, símboða 846 1756 og hlaupa- síðu Félags maraþonhlaupara. mark á þessari yfirlýsingu og hlegið yrði dátt að þeim sem héldi fram við- líka skoðunum. Öðru máli gegndi ef þessi staðhæfmg hefði verið sett fram fyrir þremur áratugum. Fyrir árið 1970 var lengsta vegalengdin sem kon- ur kepptu í á Ólympíuleikunum 5.000 metrá hlaup! Fyrir þann tíma var það ekki talið á líkama kvenna leggjandi að keppa í lengri hlaupum en 5 km. Ástæðuna má meðal annars rekja til þess að í stjórnum Ólympíuleik- anna sátu nær eingöngu karlmenn fram til 1970 og það voru þeir sem tóku ákvarðanir um keppnisgreinar á leikunum. Röksemdir þeirra fólust aðallega í þeirri yfirlýsingu að konur hefðu allt of viðkvæma líkamsbygg- ingu tU að þola áreiti sem hlýst af löngum hlaupum. Þessir herramenn virtust hafa gleymt þeirri staðreynd að maðurinn er aðeins einn meiður af spendýrategundinni sem hefur fætur sérstaklega skapaða tU gangs eða hlaups. í kringum jörðina Það er ekkert sem bendir tU þess að hlaup fari iUa með líkamann, þvert á móti. Konur sem lagt hafa stund á keppni í maraþoni eða ofur- maraþonhlaupum hafa margar hverj- ar lagt að baki kUómetra sem duga langleiðina í kringum jarðarkringl- una. Það hníga engin rök i þá átt að slík átök skaði heUsu þeirra eða lík- amsbyggingu á nokkurn hátt. Á síðustu áratugum hafa lengri hlaupin smám saman einnig orðin keppnisgreinar fyrir konur og þær keppa nú orðið í öUum sömu greinum og karlar. Því tU viðbótar má nefna að tUtölulega stutt er síðan aðrar „dæmigerðar" karlagreinar urðu einnig að keppnisgreinum fyrir kon- urnar. Þar má nefna tU dæmis stang- arstökkið eins og íslendingum er vel kunnugt um. Þrístökkið og hindrun- arhlaupið eru einnig nýlegar greinar í kvennailokki. Árangurinn sem konur hafa náð í þessum nýju greinum sýnir svo ekki verður um viUst að þær eiga fuUt er- indi. Maraþonhlaupin sérstaklega virðast vera sérlega hentug konum. Því lengri hlaup, þeim mun minni munur er á árangri karla og kvenna. Þar má tU dæmis nefna að banda- ríska hlaupakonan Ann Trason, sem margsinnis hefur keppt í ofur-mara- Berglind Bjarnadóttir og Óli Vern- harður Ævarsson, sem tóku þátt í skemmtiskokkinu síðastliðið sum- ar, prufukeyra nýtt hlaupabretti sem Bónus gaf Barnaspítala Hringsins. Jóhannes Jónsson í Bónusi og starfsfólk Barnaspítalans fylgjast áhugasöm með. Konur sem lagt hafa stund á keppni í maraþoni eða ofurmaraþonhlaupum hafa margar hverjar lagt að baki kílómetra sem duga langleiðina í kringum jarðarkringluna. Það er ekkert sem bendir til þess að slík átök skaði heilsu þeirra eða líkamsbyggingu á nokkurn hátt. þoni, þykir einhver fremsti afreks- maðurinn á sinu sviði, bæði í karla- og kvennaflokki. Hún á að baki mörg eftirminnileg afrek. Þar má til dæmis nefna sigur í blönduðum flokki (karl- ar og konur) í hinni þekktu 24 klst „Mixed USA Track & Field National Championships", auk þeirrar viður- kenningar er hún hlaut er hún var kosin hlaupari ársins árið 1995 í Bandaríkjunum. í ofurmaraþonkeppnum, þar sem oft er keppt án nokkurrar kyngreining- ar, er kona iðulega ein af 10 fremstu og reyndar oft ein af 5 fyrstu sem koma I mark. Það þekkjum við íslendingar meðal annars af góðum árangri Bryn- dísar Emstsdóttur í Laugavegshlaup- unum, en hún er þar iðulega meðal fyrstu manna í mark. Maraþonhlaup og lengri hlaup hafa náð miklum vin- sældum á síðasta áratug. Meginástæða þess er sá mikli ijöldi kvenna sem legg- ur stund á greinarnar. -ÍS Vegleg gjöf til Barnaspitala Hringsins: Hlaupabretti með öryggisbúnaði Síðastliðið sumar var Reykjavíkur maraþon haldið í 16. skipti. Reykjavíkur maraþon er orðinn árviss við- burður og nýtur stöðugt vaxandi vin- sælda. Á síðastliðnu ári var Bónus einn af styrktaraðilum Reykja- víkur maraþons. Bónus ákvað að fyrir hvert barn, yngra en 12 ára, sem þátt tæki í mara- þoninu eða skemmtiskokkinu, gæfi fyrirtækið eitt þúsund krónur til Barnaspítala Hringsins. Sex hundmð börn tóku og var styrk- ur Bónuss því 600 þús- und krónur til Barna- spítala Hringsins. í samráði við Bama- spítala Hringsins, Reykjavíkur maraþon og Bónus var ákveðið að nota féð til að efla endurhæfingu á Barna- spítalanum. Það var því ákveðið að festa kaup á hlaupabretti með nauð- synlegum öryggisbún- aði fyrir böm. Þannig tóku 600 íslensk börn þátt í að efla endurhæf- Gói itiltckt Dagana 1926. febrúar Lagersala á lítilsháttar gölluðum vörum ásamt dýnum, höfðagöflum, náttborðum og hvfldarsfcólum. aUt að /1 / afsL 70% Stólar AUar dýnur með 15-30% afshetti Rúmteppi Heilsukoddar o.fl. o.fl... •»|t" I3ne 1 Mörkinni 4 • 108 Reykjavík Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510 • www.marco.is styðjum við bakið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.