Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Side 36
48 LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 Opel Astra st. 1,6 GL 5/97, ek. 49 þús., 5d., 5g., dráttarkrókur, vökvast. Útsöluverð kr. 890 þús. Istraktor Smiðsbúð 2 Garðabæ Sími 5 400 800 Opið laugardaga 13-17 1899 - 2000 f Á íslandi frá 1925 UTSALA Fiat Bravo 1,6 Abarth 3/98, ek. 32 þús.,3d.,5g., ABS, CD, loftpúðar, 15" álfelgur. Útsöluverð kr. 1.300 þús. Toyota Touring 4x4. '94, ek. 140 þús., 5d., 5g., sumar- og vetrardekk. Útsöluverð kr. 690 þús. Nissan Micra 1,3 LX '94, ek. 98 þús., 5 dyra., sjálfsk, vökvastýri. Útsöluverð kr. 490 bús. Fiat Marea Weekend 5/97, ek. 50 þús., 5 d., 5 g., ABS, loftpúðar, rafdr. rúður. Útsöluverð kr. 990 þús. ifcrðir Litið inn á æskuheimili tónskálds: Mozart er „big business" - menningarborgir í miðri Evrópu leggja áherslu á Mozart sem aldrei fyrr Undirgangurinn sem liggur að útidyrum Getreidesgasse númer 9 í Salzburg i Austurríki boðar hvorki eitt né neitt. Skærgulur litur húss- ins æpir á vegfarandann en hann er grunlaus um hvað það geymir. Af innfæddri íslenskri þrjósku held ég inn í undirganginn og að dyrunum, tosandi betri helminginn eftir mér. Og sjá, allt í einu kemur í ljós að hér er fæðingarheimili Mozarts. Stóra skilið svo hátt uppi á hús- veggnum er lítt sýnilegt frá þröngu strætinu og margir finna þetta góða safn aldrei. Tónskáldið mikla, Wolfgang Ama- deus Mozart, fæddist 27. janúar 1756 á þessum stað og dó 36 ára gamall. Fjölskylda hans bjó á þriðju hæð í Hagenauer-húsinu í 26 ár, Wolfgang hinn ungi í 11 ár, þá var flutt að Markartplatz 8 í rúmgóð húsakynni þar sem fjölskyldan bjó næstu 14 árin. Þar er enn fremur safn í dag sem mér gafst ekki tími til að skoða að þessu sinni. Snilligáfan í þrengslunum íbúðin þar sem snilligáfan blómstraði þegar í bemsku Wolf- gangs er þröng. Hún er eldhús, lítið herbergi, dagstofa, svefnherbergi hjónanna og vinnustofa. Fyrir þá sem hafa hrifist af andagift og náð- argáfu Mozarts er það ekki lítið æv- intýri að skoða sig um í þessari íbúð og þessu húsi sem er allt orðið eitt Mozart-safn. Hér getur að líta örsmáar og fln- legar barnafiðlur Wolfgangs litla og Nannerl stóru systur hans sem líka var undrabam. Þama er konsert- fiðlan, konsertpíanóið, klavíkordið, andlitsmyndir og málverk, auk sendibréfa og ýmissa gagna fjöl- skyldunnar sem hér bjó forðum. Ýmsa þessa muni lét ekkja tón- skáldsins, Constanze Nissen, af hendi, sem og synimir Carl Thomas og Frans Xaver Wolfgang. Alþjóð- legi Mozartsjóðurinn opnaði safnið 1880. Siðan hefur safnið verið end- umýjað og laðar að sér þúsundir feröamanna á ári hverju þrátt fyrir að vera lítt sýnilegt gestum í mið- borg Salzburg. Ekki gáski Mozarts Það er merkilegt og áhrifaríkt að koma inn i litlu íbúðina. Þar ríkir dauðaþögn, ekki gáski Mozarts, úr- svalur raki er í loftinu og það er dimmt og drungalegt en maður ímyndar sér samt að heimilið hafi oftast verið hlýtt og bjart. Engu að síður er eins og snilligáfan og gáskinn liggi í loftinu. Nokkrir gestir eru í heimsókn, fólk á ýmsum aldri, og skoðar vandlega ýmsa hluti sem varða tónskáldið og hans nánustu sem lifðu hér og hrærðust og léku og sömdu fagra tónlist. Tvær ungar manneskjur sitja á gólfinu eins og í leiðslu, þau eru stödd i helgidómi og upplifa stund- ina til fulls. Þetta hefði Amadeusi áreiðanlega likað! Má bjóða þér Mozart? Borgir í miðri Evrópu gera út á tónskáldið Wolfgang Amadeus Moz- art. Það er eins og Mozartæði sé í gangi. Á ferðalagi mínu í haust um rót- grónar menningarborgir Evrópu, Prag, Bratislava, Búdapest, Vín og að maður gleymi ekki fæðingarborg Hinn ungi Wolfgang Amadeus ásamt foreldrum sínum á heimili þeirra upp úr 1770. Mozarthljómsveitin í Vínarborg - allir með parruk og í silkiklæöum fína fólks- ins á 18. öldinni. Hljómsveitin slær sannarlega í gegn. Hljóöfæri hins unga snillings vekja mikia andakt hjá þeim sem safnið skoöa. undravert hvað tónskáldsins, Salzburg, voru menn minntir ítrekað á þetta löngu liðna tónskáld. Gestum borganna er boðið upp á konserta á hverju kvöldi í ýmsum tónleikasölum og allar telja borgimar sig afar Mozart-vinsam- legar. Um allar trissur er boðið upp á Mozart-kúlur, áfengi, skyrtuboli og hvaðeina - allt er þetta tengt tón- skáldinu. Mozart er „big bissness". Á ferðalaginu góða, hópferð, stór- borgaveislu, sem stóð vel undir nafni, mátti sjá ungt fólk í skraut- legum búning- um forfeðra sinna bjóða fólki upp á miða á konserta af ýmsu tagi, ekki síst á Mozart. Á stóru torgunum var fólk blessun- arlega laust við amerískan dæg- urlagahroða og þjóðlagagutl. Hér voru frekar hópar tónlistar- mana sem fluttu góða, klassíska tónlist. Það er ungu tónlistar- mennirnir eru duglegir að fylla tón- leikasalina. Oftast nær munu þessir tónleikar ágætir og stundum af- bragðs góðir. í Bratislava var víða minnt á tónskáldið frá Austurríki - og í Ungverjalandi ekki síður. Eftirminnilegur konsert Vínarborg er háborg tónlistar í Evrópu, enginn ágreiningur um það. Og þar átti Mozart sinn tíma. í þessari vingjarnlegu borg tókst hin- um úrræðagóða fararstjóra hóps- ins, Friðriki G. Friðrikssyni, sál- fræðingi og fyrr- verandi kaup- manni, að fara ei- lítiö fram hjá og upp fyrir áður auglýsta dagskrá. Friðrik er góður með það að gera alltaf eilítið bet- ur en lofað var. Honum tókst með herkjum að ■T Æskuheimiliö í miðborg Salzburgar. afla hópnum miða á „uppseldan" konsert Wiener Mozart Orchester sem stofnuð var fyrir nokkrum árum og nýtur gífurlegra vinsælda. Öll þau viðskipti voru afar „mystísk" og umboðsmaðurinn, sem seldi miðana, var ekki í rónni fyrr en tónleikamir hófust. Þá var ljóst að ekki hafði verið selt tvisvar í sömu sætin! tfljómsveitin er skip- uð liðlega 30 tónlistarmönnum, hálf sinfóníuhljómsveit eða svo, og þeir helga sig eingöngu tónlist Mozarts. Þessir tónleikar hrifu salinn á eftirminnilegan hátt og verður vart meö orðum lýst. Salarkynnin þekkja menn frá Nýárstónleikunum í sjónvarpinu, glæsileg um- gjörð, og tón- listarfólkið var í fremstu röð. Auðvitað var það við hæfi að hljómsveitin léki nokkur aukalög á þess- um Mozart-tón- leikum - og það var löng og spretthörð Strauss-syrpa. Hvað annað í Vínarborg? JBP Geimstöð fær nýtt hlutverk: Mír verði lúxushótel Það yrði flottasti áfangastaður ferðamanna en jafnframt sá dýr- asti ef hugmyndir nokkurra efna- manna um að breyta Mír-geimstöð- inni í lúxushótel verða að veru- leika. Hópurinn hefur þegar reitt fram 20 milljónir dala í leigugjald fyrir stöðina. „Við aetlum aö senda leiðangurshóp í mars til að kanna aðstæður. Þetta er áhættusamt verkefni en við erum vongóðir um árangur," sagði Jeffrey Manber, forvígismaður verðandi hóteleig- enda. Hótelrekstur sem þessi verður fok- dýr og því er spáð að heimsókn i geimstöðina muni ekki kosta undir 20 milljónum króna á mann. Geimstöðin er orðin fjórtán ára gömul og var aldrei ætlað að endast í meira en fimm ár. Málmþreyta og Geimstööinni Mír veröur kannski breytt í hótel. tæring er talin mikO og af þeim sök- um munu endurbætur og viðhald kosta mikið fé. Þá er stöðin ekki öllu stærri en fimm strætisvagnar og mun því ekki hýsa marga gesti í einu. Hins vegar hefur Jeffrey Man- ber líklega rétt fyrir sér þegar hann segir að útsýnið úr þessu framtíðar- hóteli verði engu líkt. -Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.