Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Page 37
LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 n Ókeypis fyrír böm meðís- landsmigi í tilefni af vetraríríum grunnskóla landsins býður ís- landsflug nú öllum landsins böm- um, 6-16 ára, ókeypis flug til allra áfangastaða félagsins tímabilið 16. febrúar til 14. mars. TOboðið gildir í allt flug félagsins, að frátöldu flugi eftir klukkan 14 föstudaga og sunnudaga. Eitt bam fær frítt með hverjum fúllorðnum. Fuilorðinn og bam verða að ferðast saman báðar leiðir. Netkaffihúsin þrædd Tölvupóstur er í æ ríkara mæli að taka við hlutverki póstkorta og' þeim ferðamönnum tjölgar sífellt sem nýta sér þjónustu netkaffíhúsa um víða veröld. Það getur hins veg- ar verið vandi að fmna netkaffihús- in og er þess vegna skynsamlegt að kynna sér staðsetningu þeirra áður en haldiö er utan. Á heimasíðunni netcafeguide.com er að fmna lista yflr 4 þúsund netkafflhús í 131 landi. í Danmörku era til að mynda skráð 36 kafflhús, 21 í Noregi, 29 í Svíþjóð, 120 á Spáni og 208 á Bret- landi, svo dæmi séu tekin. Heimsins umsvifamesti flugvöllur Lengi vel hefur O’Hare- flugvöllur ver- ið sá umsvifa- mesti í Banda- ríkjunum og ekki meiri um- ferð um nokkum annan völl. Það er hins vegar liðin tíð því nýverið bárast fregnir af því að Hartsfield-flugvöll- ur í Atlanta hefði náð toppsætinu skömmu fyrir árslok. AUs töldust flugtök og lendingar á Hartsfield vera 909.840 á síðasta ári sem er töluvert meira en í Chicago þar sem heildartalan reyndist vera 897.290. Fæni ferðamenn til Ítalíu Þvert á spár um stóraukinn ferðamannastraum tii Ítalíu, vegna hins helga árs 2000, hefur dregið mjög úr hótel- og ferðabók- unum. Bjartsýn- ustu menn töldu víst að ekki færri en 30 millj- ónir manna myndu sækja landið heim á árinu og í borgum á borð við Róm, Flórens og Feneyjar þótti ; fyrirsjáanlegt að ekki yrði þverfót- \ að fyrir erlendum ferðamönnum. Enn sem komið er bólar hins vegar ekkert á þessari sprengingu og til marks um það má nefha að í hinu virta UfOzi-safni í Flórens féll aðsókn um þriðjung í janúar frá því á sama tíma fyrir ári. Sannar- lega ekki góð byrjun á ári en ástæð- an fyrir minnkandi áhuga er rakin til þess að spár um milljónir ferða- manna hafi í raun fælt fólk frá því I að ferðast um Ítalíu. Íferðir Go-flugfélagið bjóða ódýr fargjöld í sumar: Fjórar ferðir á viku Enn harðnar samkeppnin í milli- landaflugi og hefur breska lágfar- gjaldaflugfélagið Go nú bæst í hóp- inn. í vikunni mátti lesa á heima- síðu félagsins að í sumar yrði efnt til reglubundins flugs á milli ís- lands og Stansted-flugallar, sem er skammt frá London, fjórum sinnum í viku. Heimaflugvöllur Go er í Stansted en flugfélagið flýgur nú til 16 áfangastaða viðs vegar í Evrópu. Meðal þeirra má nefna Madrid, Milanó, Róm, Feneyjar, Múnchen, Prag, Kaupmannahöfn og Barcelona. Flugfloti félagsins er stór og ein- göngu notast við flugvélar af gerð- inni Boeing 737 - 300 sem taka 148 farþega í einu farrými; fyrsta far- rými er ekki í boði. Fargjald frá íslandi til Stansted, sem nú er í boði hjá félaginu, leggur sig á 59 pund þannig að ferðin fram og baka mun kosta í kringum 14 þúsund krónur. Heimasíðu Go er að finna á slóðinni go-fly.com á Netinu. Skipulagðar 5 daga gönguferðir um Stóra-stíg í sumar: Enn verður gengið í fótspor smalans Síðastliðið sumar veu- opnuð ný gönguleið um Syðra fjallabak frá Rauðfossi að Stokkalæk. Næsta sum- ar ætla Velferðir ehf. að efna til leið- angra um Stóra-stíg á mánudögum og þriðjudögum frá 17. júlí og fram á haust. Ferðin hefst með því að ekið er frá Reykjavík klukkan 8 að Landmanna- helli. Þaðan er gengið með Rauðfossi að Dalakofa sem er fjallakofi á bökk- um Markarfljóts, skammt austan Heklu. Á öðrum degi liggur leiðin með gljúfrum Markarfljóts, suður með Laufafelli og þaðan norðan Faxa að gangnamannaskálanum Hungmflt sem kúrir undir rótum Tindfjallajök- uls. Rangá hin eystri teymir leiðang- ursmenn á þriðja degi. Gengið er að Fossi, gömlu eyðibýli efst á Rangár- völlum. Síðasta dagleiðin liggur síðan um hlaðið á Þorleifsstöðum þar sem hellirinn er skoðaður. Að síðustu eru farvegir fljóta og lækja þræddir til byggða að Stokkalæk þar sem haldin er allsnægtahátíð að gömlum og þjóð- legum sið. Leiðangursmenn gista á Stokkalæk eina nótt og haldið er til Reykjavíkur miðjan næsta dag með viðkomu á byggðasafninu á Keldum. Velferðir annast allan mat á meðan á ferðinni stendur og einnig flutning á fólki og farangri á milli staða. Á Stokkalæk er einnig að finna tjaldstæði. Hægt er að senda fyrir- spumir á netfangið velferdir@vel.is. Ilmvatnsfýla bönnuð með lögum Það kemur vist fáum á óvart að í mörgum borgum heims hafa menn skor- ið upp herör gegn reykingum og bannað slikan ósóma á almannafæri. Sumir ganga þó skreflnu lengra og banna ilmvatnsfylu sem telst þó vart jafnslæm og reyk- ingafnykurinn. I Nova Scotia líta menn á máhð út frá sjónarmiðum þeirra sem hafa oöiæmi fyrir snyrti- / og ilmefnavörum. Þar hef- ur ilmefnanotkun verið bönnuð víða í opinberum byggingum. Landar þeirra í Ottawa hafa hins vegar gefist upp í baráttuni gegn ilmvatnsnotk- un í samgöngutækjum borgarinnar,- Egyptar hafa llka skoðun á ilmvötnum og ferðamenn era varaðir við að úða of miklu á sig áður en þeir heimsækja moskur. Þá era andfætlingar okkar, Ástralar, með harðar reglur í Monkey Mia á vesturströndinni en þar er með öllu óheimilt að stinga sér í sjó ef menn hafa borið á sig sólvöm. Hún þykir nefnilega hafa slæm áhrif á augu höfrunga sem svamla um á svæðinu. Útsalca á meðan birgðir endast Ekta síSir peisar frá kr. 95.000 Síðir leðurfrakkar Handunnin húsaögn, 20% afsi. Árshátíðar- og fermingardress Handunnar gjafavörur Sigurstjarnán Opi& ö * virka daáa 11-18, í bláu húsi við Fákafen. laugard. 11-15 Sími 588 4545. OZONE útsölustaðir:Apótekið, Lyfog heilsa, Lyfja og apótek landsins. verðlaunatannburstinn Hreinlega flottastur... Hönnun 0Z0NE tannburstans er byltingar- kennd. Burstanum er beint meö 45 gráðu halla að tannfletinum og þétt að tann- holdinu. Þannig næst best að bursta burt tannsteinsmyndandi óhreinindi. Ozone burstinn er svo haganlega gerður að tannkremi og óhreinindum ásamt bakteríum er auðvelt að skola burt með því að beina vatnskraftinum í gatið á miðjum hausnum. Ozone burstinn hlaut MILLENIUM PR0DUCTS hönnunarviðurkenninguna í Bretlandi 1999 og er í safni hluta sem þykja bera af hvað varðar hönnun og notagildi á nýju árþúsundi. I I 1° Pakki af ryksugupokum fylgir með i kaupbæti Vamperino SX 1.300 W Hmmfalt filterkerfi Tveir fylgihlutir Pakki af ryksugupokum fylgir með í kaupbæti CE-P0WER • Ný, kraftmikil ryksuga í sportlegri tösku Sogkraftur 1.600 W» Lengjanlegt sogrör Hmmfalt filterkerfi • Tveir fylgihlutir $£S> Pakki af ryksugupokum fylgir með í kaupbæti Vampyr 5020 Ný, orkusparandi vél Sogkraftur 1.300 W Hmmfalt filterkerfi Tveir fylgihlutir Pakki af ryksugupokum fylgir með í kaupbæti Vamperino 920 • 1.300 W Lengjanlegt sogrör Hmmfalt filterkerfi Þrír fylgihlutir BRÆÐURNIR UMBOÐSMENN Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is Vesturiand: Hljómsýn, Akranesi. Kf. Borgfiröinga, Borgamesi. Blómsturvellir, Hellissandi. Guöni Hallgrímsson, Grundarfirði. Ásubúð, Búðardal. Vestfírðir: Geirseyrarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, ísafirði. Pokahomið, Tálknafirði. Norðuriand: Radionaust, Akureyri. Kf. Steingrímsfjarðai; Hólmavík. Kf. V-Hún., Hvammstanga. Kf. Húnvetninga, Blönduósi. Skagfiröingabúð, Sauðárkróki. Urð, Raufarhöfn. Austuriand: Sveinn Guðmundsson, Egilsstöðum. Kf. Vopnafiröinga, Vopnafirði. Kf. Stöðfirðinga. Verslunin Vík, Neskaupstað. Kf. Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðsfirði. KASK, Höfn, KASK Djúpavogi. Suðuriand: Mosfell, Hellu. Án/irkinn, Selfossi. Rás, Þoriákshöfn. Brimnes, Vestmannaeyjum. Klakkur, Vík. Reykjanes: Ljósbogin Keflavík. Rafborg, Grindavík. «

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.