Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Qupperneq 50

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Qupperneq 50
62 afmæli Til hamingju með afmælið 19. febrúar 90 ára Gyða Þórðardóttir, Hringbraut 50, Reykjavík. 85 ára_____________________ Ólafía Hjartardóttir, Fremri-Hrafnabjörgum, Búðardal. Sigfinnur Karlsson, Hlíðargötu 23, Neskaupsstað. Þórey Ólafsdóttir, Rauðagerði 58, Reykjavik. 80 ára Karl Kristján Júlíusson, Kirkjustræti 2, Reykjavík. Sigríður Kristjánsdóttir, Háaleitisbraut 20, Reykjavík. 75 ára María Lovísa Eðvarðsdóttir, Ánahlíð 20, Borgamesi. Hún verður með heitt á könnunni í húsi björgunarsveitarinnar Brákar í Borgarnesi á afmælis- daginn kl. 14.00-17.00. Sigurjón Ingólfsson, Skálholtsvík 2a, Brú. 70 ára Bára Bjömsdóttir, Safamýri 50, Reykjavík. Frímann Hauksson, Huldugili 6, Akureyri. Guðrún Jónsdóttir, Hörðalandi 14, Reykjavík. Valgerður J. Jónsdóttir, Bólstaðarhlíð 68, Reykjavík. 60 ára Guðberg Halldórsson, Suðurbraut 2, Hafnarfirði. Guörún Víglimdsdóttir, Hrannarbyggð 10, Ólafsfirði. Sigurveig Sigþórsdóttir, Klébergi 12, Þorlákshöfn. Eigin- maður hennar er Þorgils Georgs- son. Þau taka á móti gestum að heimili sínu í dag frá kl. 15.00. 50 ára Anna Bima Jóhannesdóttir, Nesbala 126, Seltjamamesi. Ástrós Haraldsdóttir, Arahólum 4, Reykjavik. Guðbjörg Jóna Eyjólfsdóttir, Norðurvangi 40, Hafnarfirði. Gunnar Herbertsson, Granaskjóli 6, Reykjavík. Hildur Hrönn Hreiðarsdóttir, Erluhólum 7, Reykjavík. Jóhann Stefánsson, Kleppsvegi 32, Reykjavík. Sigríður Ebba Þórisdóttir, Reykási 2, Reykjavík. Sigurður Geirsson, Mávakletti 8, Borgamesi. Valborg Oddsdóttir, Gnmdarstíg 21, Reykjavík. Þorsteinn Ingólfsson, Framnesvegi 62, Reykjavík. 40 ára Axel Sæmann Guðbjömsson, Skeljagranda 4, Reykjavík. Ásta Sólveig Ólafsdóttir, Grenimel 38, Reykjavík. Berglind Rós Pétursdóttir, Birkigrund 5, Kópavogi. Drífa Hrönn Kristjánsdóttir, Hávallagötu 13, Reykjavík. Eygló Sigmundsdóttir, Meistaravöllum 11, Reykjavík. Jóhann Frímann Valgarðsson, Miðbraut 3, Seltjarnarnesi. Jóna Bjamrún Árnadóttir, Norðurgarði 3, Hvolsvelli. Ólöf Þ Hallgrímsdóttir, Hraunbergi, Reykjahlíð. Þórdís S Guðbjartsdóttir, Silfurgötu 15, Stykkishólmi. LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 JjV Garflar Pétur Jónsson Garðar Pétur Jónsson, fyrrv. læknir, Lyngmóum 6, Garðabæ, er áttræður í dag. Starfsferill Garðar fæddist á Eskifirði og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1942, embættisprófi í læknis- fræði frá HÍ 1950 og stundaði fram- haldsnám í berklalækningum í Tékkaslóvakíu, Danmörku og Sví- þjóð. Garðar var aðstoðarlæknir hér- aðslæknis í Stykkishólmi 1950, að- stoðarlæknir við Vífilsstaöahæliö frá 1952, aðstoðaryfirlæknir þar 1965-75, og aðstoðaryfirlæknir við Heilsuverndarstöð Reykjavíkur 1976-91. Garöar sat í stjóm SÍBS og vinnu- heimilisins að Reykjalundi um ára- bil. Fjölskylda Garðar kvæntist 22.10. 1955 Elínu S.H. Jónsdóttur, f. 17.5. 1934, geðhjúkrunarfræð- ingi. Hún er dóttir Jóns Kristins Falck Þórðar- sonar, f. 4.8. 1901, d. 3.4. 1950, farmanns frá Hága- sundi í Noregi, og Bjargeyjar Hólmfríðar Eyjólfsdóttur, f. 11.6. 1891, d. 5.5.1990, húsmóð- ur. Börn Garðars og Elín- ar era Garðar Agnar, f. 19.1. 1956, kvæntur Báru Sigurjónsdóttur, f. 3.12. 1956, og eru böm þeirra Elín Hrund, f. 4.2.1974, en maður hennar er Raf- ael Gomez De Julian og er sonur þeirra Emanuel Birkir, Sigurjón Friðrik, f. 10.9.1976, Garðar Bjöm, f. 23.5. 1981, Sverrir bigi, f. 30.8. 1983, og ísak Einir, f. 15.4. 1988; Herdís, f. 3.8. 1957; Elín Hrefna, f. 14.11. 1958, en maður hennar er Kristján Þórar- inn Davíðsson, f. 16.11. 1960, og eru böm þeirra Davíð Halldór, f. 13.3. 1984, Gunnar Ingi, f. 5.4. 1988, og Margrét Auður, f. 6.7. 1993. Systkini Garðars: Valdimar Ragnar, f. 28.2. 1922; Guðbjörg, f. 15.5. 1924; Hannes Guðni, f. 4.9. 1927; Sigmar Grétar, f. 20.2. 1929. Foreldrar Garðars voru Jón Valdimarsson, f. 4.5. 1891, d. 11.9. 1946, skólastjóri og hrepp- stjóri á Eskifirði og sið- ar kennari í Reykjavík, og Herdis Kristín Pét- ursdóttir, f. 18.12. 1892, d. 4.2. 1946, húsmóðir. Ætt Jón var sonur Valdimars Bjama, b. á Hamri í Kollafirði, Jónssonar, b. í Hlíðarseli, Bjamasonar. Móðir Valdimars var Margrét Jónsdóttir, pr. í Tröllatungu, Björnssonar, pr. í Tröllatungu, Hjálmarssonar, ættfoð- ur Tröllatunguættar, Þorsteinsson- ar. Móðir Bjöms var Margrét Jóns- dóttir, pr. á Stað í Reykjanesi, Ólafs- sonar. Móðir Jóns í Tröllatungu var Valgerður Björnsdóttir. Móðir Mar- grétar var Guðrún Jónsdóttir. Móðir Jóns skólastjóra var Guð- björg Jónsdóttir, b. í Bæ og á Hamri í Kollafirði, Jónssonar og Kristínar Ámadóttur. Herdís Kristín var dóttir Péturs, b. á Hlaðhamri og síðar sölustjóra hjá Kaupfélagi Hrútafjarðar, Jóns- sonar, hálfbróður, samfeðra, Guð- bjargar á Hamri. Móðir Herdísar Kristínar var Valgerður Guðný Jónsdóttir, b. á Kaðalstöðum í Stafholtstungum, Tómassonar, á Smáhömrum og á Kirkjubóli á Ströndum, Jónssonar. Móðir Jóns á Kaðalstöðum var Her- dís, systir Jóns, pr. í Tröllatungu. Móðir Valgerðar Guðnýjar var Gróa Jóhannsdóttir. Garðar og Elín bjóða ættingjum og vinum til kaffisamsætis i safnað- arheimili Vídalinskirkju, Garðabæ laugard. 19.2., milli kl. 15.00 og 18.00. Garðar Pétur Jónsson. Hafdís Hannesdóttir Hafdís Hannesdóttir félagsráðgjafi, Furu- grund 70, Kópavogi, er fimmtug í dag. Starfsferill Hafdís fæddist í Reykjavík og sleit barnsskónum i vestur- bænum við Öldugötuna en átti síðan heima í Vogunum að mestu, öll bemsku- og unglingsár- in. Hafdís lauk gagnfræðaprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1967, tók próf utanskóla í annan bekk KÍ og lauk kennaraprófi 1970, lauk stúdentsprófi frá KÍ 1971, stundaði nám í félagsráðgjöf við Det Norske Diakonhjem, sosialskolen og lauk félagsráðgjafaprófi þar 1976 og prófi sem djáknakandidat frá sömu stofn- un 1977. Hafdís var aðstoðarmaður félags- ráðgjafa á Kleppsspítalanum eftir stúdentspróf, var félagsráðgjafi aö námi loknu á eftirmeðferðarheimili fyrir geðsjúka í Ósló í tvö og hálft ár en heimilið var rekið af kirkjulegri stofnun sem nú kallast Oslo Bymis- jon og leggur áherslu á félagsþjón- ustu fyrir þá sem falla utangarðs í samfélaginu. Hafdís flutti heim um áramótin 1979-80 og hóf störf sem félagsráð- gjafi við Öskjuhlíðarskóla. Við skól- ann var rekin athugun- ar- og greiningardeild fyrir fotluð böm í Kjar- valshúsi og unnu sér- fræðingar skólans þar einnig. Deildin er nú Greiningar- og ráðgjafa- stöð ríkisins í Kópavogi og starfaði Hafdís þar í fullu starfi frá 1988 en hætti störfum af heilsu- farsástæðum í maí 1998. Hafdís sat í stjórn Stéttarfélags íslenskra félagsráðgjafa, var síðan endurskoðandi félagsins, sat í fræðslunefnd og síðar í siðanefnd fé- lagsins til starfsloka. Hún sat í stjórn Öryrkjabandalags íslands 1987-95 og allan tíma í fram- kvæmdastjórn, var tilnefnd í stjóm- arnefnd um málefni fatlaðra og sat í henni 1988-93. Hafdís hefur skrifað greinar í Fréttabréf Öryrkjabandalagsins og blað MS-félags á Islandi og hefur sinnt ýmsum öðrum félags- og fræðslustörfum hjá hagsmunasam- tökum fatlaðra. Hafdís vann frá unga aldri sem leiðtogi í barna- og unglingastarfi. Hún starfaði fjögur sumur í sumar- búðum drengja í Vatnaskógi, situr nú í stjórn KFUK í Reykjavík og einnig í stjórn Landsambands KFUM og KFUK. Hafdís Hannesdóttir. * Oskum eftir að ráða prentara og aðstoðarmann við blaðaprentun. Vaktavinna. Góð laun í boði fyrir gott starfsfólk. Upplýsingar í síma 550 5986. Kjartan. Fjölskylda Systir Hafdísar er Þórey Hannes- dóttir, f. 4.2. 1952, framhaldsskóla- kennari og hjúkrunarfræðingur á Egilsstöðum, gift Baldri Pálssyni frá Aðalbóli, slökkviliðsstjóra á Egils- stöðum, og eru böm þeirra Nína Guðrún, f. 10.5. 1989, Hrafnhildur, f. 22.1.1991, og Hannes Kjartan, f. 29.8. 1996. Foreldrar Hafdísar: Hannes Þór- ólfsson, f. 8.12. 1922, d. 24.11. 1990, lögregluþjónn í Reykjavík, og Guð- rún Kjartansdóttir, f. 19.11. 1925, í Sveinatungu í Norðurárdal, lengi verslunarmaður, búsett í Reykjavík Ætt Hannes var sonur Þórólfs, b. í Litlu-Ávík í Víkursveit á Ströndum, Jónssonar, lausamanns í Kjós, Björnssonar. Móðir Þórólfs var Pálína Guðmundsdóttir, b. í Kjós, Pálssonar. Móðir Hannesar var Jóhanna Guðbjörg, systir Ólafar rithöfundar, móður Sveinbjargar Alexanders balletdansara. Jóhanna var dóttir Jóns, b. í Litlu-Ávík, Magnússonar og Sígríðar Ágústu Jónsdóttur smiðs Jónssonar sem smíðaði há- karlaskipið Ófeig. Guðrún er dóttir Kjartans, b. í Sveinatungu í Norðurárdal, Klem- enssonar, b. í Fremri-Hundadal og á Hvassafelli, Baldvinssonar. Móðir Kjartans var Dómhildur Gísladóttir. Móðir Guðrúnar var Sesselja Þor- björg Gunnlaugsdóttir, b. í Snóksdal og í Neðri-Vífilsdal í Hörðudal, Baldvinssonar, b. i Snóksdal og á Bugðustöðum, Haraldssonar. Móðir Gunnlaugs var Sæunn Jónsdóttir. Móðir Sesselju var Halldóra Gísla- dóttir, smiðs í Fróðhúsum í Borgar- hreppi, Þórðarsonar og Arndísar Þorsteinsdóttur. Frændfólki og vinum er boðið í veislukaffi í aöalstöðvum KFUM og K að Holtavegi 28, á afmælisdaginn, 19.2. milli kl. 15.00 og 18.00. Róbert Kristjánsson Róbert Kristjánsson múrarameistari, Hörgs- holti 25, Hafnarfirði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Róbert fæddist í Reykjavík en ílutti ung- ur til Kanada og síðan til Bandaríkjanna þar sem hann ólst upp. Róbert flutti aftur til íslands á unglingsárun- um, fór ungur til sjós og var þá bæði á farskipum og fiskibát- um. Róbert stundaði nám við Iðnskól- ann í Reykjavík, lauk sveinsprófi í múraraiðn 1974 og öðlaðist meist- araréttindi 1980. Þá lærði hann steinsmíði. Róbert hefur lengst af stundað múrverk frá því hann lauk prófum. Hann hefur auk þess staðið fyrir fjalla- og kajakferðum. Hann er áhugamaður um tónlist og lék með hljómsveitum á árunum áður, s.s. með blúshljómsveitum. Þá stundar Róbert málaralist. Fjölskyida Róbert Kristjánsson. Börn Róberts frá fyrra hjónabandi eru Andrea Róbertsdóttir, f. 3.2.1975, dagskrárgerðarmaður og fyrirsæta, búsett í Reykjavík, en maður hennar er Friðrik Weiss- happel smiður; Kristján Róbertsson, f. 16.5. 1981, búsettur hjá föður sínum í Hafnafirði. Systkini Róberts eru Gunnlaugur Kristjáns- son, f. 3.6. 1955, búsettur á Sauðárkróki; Sigrún Kristjáns- dóttir, f. 15.6. 1963, búsett í Reykja- vík; Ragnhildur Kristjánsdóttir, f. 18.7.1966, búsett i Hafnarfirði. Foreldrar Róberts eru Kristján Mikaelsson, f. 4.6. 1920, flugmaður og múrarameistari, og Inga H. Sig- urðardóttir, f. 3.2. 1932, húsmóðir. Þau voru í Garðabæ en eru nú á Hrafnistu í Hafharfirði. Róbert verður með afmælissýn- ingu á verkum sínum á Galleri Horni, Hafnarstræti 15, dagana 20.2.-6.3. Hann verður með einka- samkvæmi á Gallerí Horni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.