Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Blaðsíða 53
dagsönn & DV LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 Verk eftir Svövu Hrafnkelsdóttur. Svava sýnir í Bílum og list Önnur einkasýning Svövu Hrafn- kelsdóttur veröur opnuð í Bílum og list, Vegamótastíg 3, í dag. Svava lauk námi í MHÍ ári.ð 1997 og auk þess stundaði hún nám í listaaka- demíunni í Helsinki 1998. Sýningin opnar kl. 16. Allir velkomnir. Níu í dag kl. 16 verður opnuð sýning 9 grafíklistamanna í Gallerí Reykjavík, Skólavörðustíg 16. Sýningin ber yfirskriftina Níu og listamennirnir eru þau Birna Matthí- asdóttir, Guðmundur Ármann, Jó- '- ,—;----------hanna Sveinsdótt- Sýnmgar ir, Helgi Snær ----------------Sigurðsson, Mari- lyn Herdís Mellk, Sigurveig Knúts- dóttir, Valgerður Bjömsdóttir, Val- gerður Hauksdóttir og Þorgerður Sig- urðardóttir. Sýningin stendur til 4. mars og er opin virka daga frá 10 til 18, laugardaga 11 til 16 og sunnudaga 14 til 17. Páll Óskar verö- ur aðalsprautan á dragkvöldi á Spotlight. Drag-hátíð I kvöld verður drag-hátíð á skemmtistaðnum Spotlight á Hverfis- götu. Dragið hefur verið í lægð að und- anfómu eftir mikla uppsveiflu síðast- liðin ár og kominn tími til að vekja glamorinn upp af væmm blundi og trylla lýðinn á ný með glimmeri og pallíettum. „Paui Oscar and His Super Duper Team of Drag Queens“ munu sjá um að setja á svið sjónarspil sem mun seint gleymast. Gestir kvöldsins em hvattir til að mæta í sínu finasta dragpússi þar sem ætlunin er að slá Is- landsmet í fjölda dragdrottninga á ein- um stað. Þeir sem mæta í dragi þurfa að sjálfsögðu ekki að bíða úti í kuldan- ~------------— um í röð eða Skemmtamr borga sig mn ---------------og fá auk þess smáglaðning fyrir viðvikið. Páll Óskar mun sjá gestum fyrir gómsætri tónlist- arveislu milli atriða og þangað til lok- að verður einhvem tímann undir morgun. Starfsfólk staðarins mun nú sem endranær taka þátt í þema kvölds- ins af heilum hug enda opið fyrir nýj- ungum. Dragið lifir, á Spotlight. Disney-dagur í Kringlunni I tilefni af sýningu á Toy Story 2 verður haldinn Disney-dagur í Kringl- unni, hjá Kringlubíóinu, á morgun, kl. 13-17. Sambíóin bjóða í Kringlubíói kr. 100 á Guffagrín. Aðgangseyrir rennur til Umhyggju. KK syngur Toy Story 2 lögin. Kynntur verður Toy Story 2 tölvuleikurinn og Disney-tón- list verðrn' kynnt. Stuttmyndir fyrir börn Á morgun, kl. 14, verða sýndar þijár norskar stuttmyndir í fundarsal Nor- ræna hússins. Aðgangur er ókeypis. Myndimar eru allar meö norsku tali. Fyrsta myndin er teiknimynd og heitir Fyrsta skíðaferð Ólafs. Þar segir frá ævintýrum Ólafs litla þegar hann fer i fyrsta sinn á skíði. Næsta mynd segir frá kettinum Mons sem er mesti mat- — --------------hákur en vill Samkomur samt ekki éta — _____________upp fiskskammt- inn sinn. Þriðja myndin er leikin mynd og heitir Ég æfi mig og er spaugileg bamamynd, séð frá sjónarhóli lítils bams. Myndin fjallar um kunnuglegar aðstæður og atvik úr daglega líftnu sem lítil böm botna ekkert í. Snjókoma sunnan- og vestanlands Vaxandi suðaustanátt og þykknar upp, 15-20 m/s og snjókoma sunnan- og vestanlands síðdegis en skýjað og þurrt norðaustan til, frost víða 3 til 8 stig en hlánar við suðurströndina. Sólarlag í Reykjavlk: 18.10 Sólarupprás á morgun: 09.12 Síðdegisflóð í Reykjavík: 17.53 Árdegisflóð á morgun: 06.1 Veðrið kl. 12 í gær: Akureyri alskýjaó ■5 Bergstaöir skýjaö -6 Bolungarvík alskýjaö -6 Egilsstaöir -7 Kirkjubœjarkl. léttskýjaö -5 Keflavíkurflv. léttskýjaó -4 Raufarhöfn alskýjað -6 Reykjavík léttskýjaö -6 Stórhöföi hálfskýjaö -1 Bergen léttskýjaö -2 Helsinki skýjaö -5 Kaupmhöfn skýjaö 0 Ósló skýjaó -4 Stokkhólmur -8 Þórshöfn íshagl 2 Þrándheimur snjóél á síó. klst. 0 Algarve heiskírt 12 Amsterdam rigning 1 Barcelona skýjaö 13 Berlín þokumóða 0 Chicago alskýjaö 0 Dublin skúr á síö. klst. 6 Halifax heiöskírt -13 Frankfurt heiöskírt -13 Hamborg skýjað 1 Jan Mayen skafrenningur -5 London skýjað 9 Lúxemborg snjókoma -1 Mallorca hálfskýjaö 13 Montreal heiöskírt -18 Narssarssuaq skýjað 0 New York alskýjað -1 Orlando heióskírt 16 Veðríð í dag Leikhópurinn Norðanljós: Skækjan Rósa Leikhópurinn Norðanljós frum- sýnir í kvöld leikritið Skækjan Rósa eftir José Luis Martin Des- galzo. Leikritið hefur undirtitilinn ....Skækjur verða á undan yður inn í guðsríki. (Matt. 21-31). Upp- setningin er unnin í samvinnu við Leikfélag Akureyrar. Höfundur- inn var kaþólskur prestur, heim- spekingur og ritstjóri stærsta blaðsins í Madrid í mörg ár. Leikritið fjallar um hóruna Rósu sem býr ein í felum í risher- bergi á hóruhúsi sem búið er að loka. Bisnessinn gengur ekki vel enda hún komin af léttasta skeiði, hún er ein og einmana en samt er leiftrandi kímni í verkinu. Stór stytta af Jesú Kristi er í herberg- inu, hún talar við þessa styttu og —— ----segir henni frá lffi Leikhus Sínu, stóru ástinni --------------og daglegu amstri. Leikstjóri er Helga E. Jónsdóttir, þýðandi Ömólfur Ámason og leik- ari Saga Jónsdóttir. Leikmynd og búninga gerir Ed- ward Fuglö frá Færeyjum. Edward er mjög mikils metinn listamaður og er með myndlistarsýningu í febrúar í Listaskálanum í Þórs- höfn, síðan aðra í Norðurlanda- húsinu í Þórshöfti í sumar. Ljósa- hönnun annast Ingvar Bjömsson og hljóðmynd Kristján Edelstein. Saga Jónsdóttir er eini leikarinn í Skækjunni Rósu Kammersveit Reykjavíkur leikur í Langholtskirkju annaö kvöld. Tónlist eftir Górecki Annað kvöld, kl. 20.30, heldur Kammersveit Reykjavíkur tón- leika í Langholtskirkju þar sem eingöngu verða leikin verk eftir Henryk Mikolaj Górecki. Á efnis- skránni verða fjögur verk: Þrjú lög í gömlum stíl fyrir strengja- sveit (1963), Konsert op. 40 fyrir sembal og strengjasveit (1980), Góða nótt op. 63 fyrir altflautu, píanó, sópran og tam-tam (1990), LítO sálumessa op. 66 fyrir pianó og 13 hljóðfæri (1993). Einleikari í sembalkonsertinum verður Þóra Kristin Johansen sem búsett er í Hollandi og er komin tft landsins til að taka þátt í tónleikunum. Ein- söngvari í Góða nótt er Marta Guðrún HaOdórsdóttir en textinn er tekinn úr Hamleti Shakespe- ares. Stjórnandi á tónleikunum er Bemharður Wilkinson. KK og Magnús Eiríksson í Kaffileikhúsinu Félagarnir góðkunnu, KK og Magnús Eiríksson, verða með tón- leika í Kafiihúsinu í kvöld, kl. 21. Málsverður er reiddur fram frá kl. 19.30. Þeir félagar hafa ekki látið mikið fyrir sér fara á nýju ári. Munu þeir flytja lög af tveim- ur plötum ——7———------------- þeirra sem TÓllleÍkðr báðar hafa------------------- fengið góðar viðtökur. Nýlega var þeirra félaga getið í velska tónlist- artímaritinu Old Folkies and Fermented Pharts sem sérhæfir sig í þjóðlagatónlist. Var farið fal- legum orðum um nýju plötuna þeirra, Kóngur einn dag. Samkór Kópavogs Samkór Kópavogs heldur ung- versk-íslenska tónleika í Digra- neskirkju í dag, kl. 17. Þetta ung- verska yfirbragð tónleikanna er í tOefni ferðar Samkórsins tO Ung- verjalands í lok maí í vor. Stjómandi Samkórsins, Dagrún Hjartardóttir, nam söng við Franz Liszt-akademíuna í Búdapest á ár- unum 1990 tO 1992. Það eru kemi- arar við þann skóla sem munu undirbúa dvöl og konserta kórs- ins í Ungverjalandi. Dagrún var einnig í einkatímum hjá söngvur- um við Ríkisóperuna i Búdapest um 2ja ára skeið. Á tónleikunum munu einsöngvararnir Stefán Helgi Stefánsson og HrafnhOdur Björnsdóttir syngja með kórnum. Djass á Nauthóli í kvöld, kl. 20.30, leika þau Þóra Gréta söngkona og Andrés Þór gítarleikari á Kaffi Nauthóli, Nauthólsvík. Á efnisskránni veröa ýmsar þekktar jassperlur í skemmtilegum búningi. Gengið Almennt gengi LÍ18. 02. 2000 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollaenpi Dollar 72,200 72,560 73,520 Pund 116,030 116,620 119,580 Kan. dollar 49,800 50,110 51,200 Dönsk kr. 9,5710 9,6230 9,7310 Norsk kr 8,7530 8,8010 8,9900 Sænsk kr. 8,3530 8,3990 8,5020 Fi. mark 11,9859 12,0579 12,1826 Fra. franki 10,8643 10,9296 11,0425 Belg. franki 1,7666 1,7772 1,7956 Sviss. franki 44,4200 44,6600 44,8900 Holl. gyllini 32,3387 32,5330 32,8692 Þýskt mark 36,4373 36,6562 37,0350 it. lira 0,036810 0,03703 0,037410 Aust. sch. 5,1790 5,2102 5,2640 Port. escudo 0,3555 0,3576 0,3613 Spá. peseti 0,4283 0,4309 0,4353 Jap. yen 0,651000 0,65490 0,702000 írskt pund 90,488 91,031 91,972 SDR 96,970000 97,55000 99,940000 ECU 71,2651 71,6933 72,4300 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.