Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.2000, Síða 54
66 myndbönd LAUGARDAGUR 19. FEBRÚAR 2000 33 V Myndbanda GAGNRÝNI The General’s Daughter Morðmál íhemum ★ ★e Þetta er alvöru Hollywood-mynd með helling af gæðaleikurum og hermennskubrag. Hún fjailar um sakamál innan bandaríska hersins, gerir þannig út á sömu mið og A Few Good Men, og ber sig að mörgu leyti svipað að. John Travolta leikur rannsóknarmann í glæpadeild hersins sem fær það verkefni að fmna morðingja dóttur hershöfðingja. í fyrstu virðist um ein- faldan kynferðisglæp að ræða en ýmislegt kemur í ljós sem flækir málið. Sögufléttan hefúr sína kosti og galfa. Hún er nokkuð flókin og umfangsmik- il og þess er gætt að brotin raðist saman smátt og smátt. Hins vegar eru sum- ar vísbendingar of augljósar, þannig að t.d. geta glöggir áhorfendur nánast strax í upphafi fundið út hver morðinginn er þótt flest annað vanti í fléttuna enn þá. Það eru margir góðir leikarar í myndinni, en persónusköpunin er heldur flöt og stöðluð til að þeir nái að láta ljós sitt skína. James Woods nær þó að hefja sitt hlutverk yfir meðalmennskuna og sýnir góðan leik. Travolta sjálfur ofleikur á köflum, en er annars nokkuð traustur. Myndin er svolítið skárri en flestar aðrar afþreyingarmyndir en nær þó varla í hóp þeirra sem teljast góðar. Utgefandi: ClC-myndbönd. Leikstjóri: Simon West. Aðalhlutverk: John Travolta, Madeleine Stowe, James Cromwell, Timothy Hutton, Clarence Williams III og James Woods. Bandarisk, 1999. Lengd: 112 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Limbo Skemmtisigling í fllaska 'Pi ★★i Farandsöngkonan Donna (Mary Elizabeth Mastrantonio) er komin alla leið til Alaska í leit sinni að frægð eða a.m.k. nokkrum frama. Með í fór er dótt- ir hennar á táningsaldri, Noelle (Vanessa Martinez) sem er orðin langþreytt á eilifum ferðalögum og makaskiptum móðurinnar. Ekki bætir það samskipti mæðgnanna þegar þær falla báðar fyrir sama manninum, Joe (David Strathaim) sem hefur mátt reyna margt misjafnt um dagana. Hann býður þeim í stutta skemmtisiglingu sem tengir þau sterkari böndum en nokkurt þeirra gat órað fyrir. Limbo fer vel af stað og leikstjórinn John Sayles skapar áhugaverða og íróníska mynd af fiskiþorpi í Alaska sem er að gefa sig á vald yfirborðskennd- um ferðamannaiðnaði. (Áhugavert þema sem kannski hefði verið eðlilegra að fmna í íslenskri en bandarískri kvikmyndagerð.) Um miðbik Limbo verður þó algjör kúvending á innihaldi myndarinnar en þá breytist hún í reyfarakennda óbyggðasögu. Kannski er þetta úthugsað bragð frá hendi leikstjórans en mik- ið saknaði ég frekari úrvinnslu á samfélagsuppbyggingu myndarinnar. í Lone Star sameinaði Sayles á snilldarlegan máta samfélagsgreiningu og reyfara- þrungna frásögn en í Limbo verða þetta tveir aðskildir þættir - og kemur það óneitanlega nokkuð niður á myndinni. Útgefandi: Skrfan. Leikstjóri: John Sayles. Aðalhlutverk: Mary Elizabeth Mastrant- onio, David Strathairn og Vanessa Martinez. Bandarísk, 1999. Lengd: 127 mín. Ekki við hæfi mjög ungra barna. -bæn Detroit Rock City Keðjur, leður og hvítur farði ★★ Ég vissi svo sem fyrirfram að þetta væri ekkert kvikmyndaverk af neinu viti, en var kannski að von- ast eftir svolítið skemmtilegri dellu i anda Rock and Roll High School, sem eins og Detroit Rock City fjallar um uppreisnargjarna skóiakrakka sem leggja allt í söl- umar til að komast á tónleika hjá átrúnaðargoðum sínum sem þar voru The Ramones. Hér er það hins vegar leðurklædda og ofúrfarðaða þungarokksveitin Kiss sem tryllir krakkana. f Detroit Rock City vantar hins vegar þetta léttruglaða B-mynda-andrúmsloft og hún fetar í raun bara leiðir hefðbund- inna unglingamynda. Það gengur ekki einu sinni að skapa álmennilegt þung- arokksandrúmsloft og eina skiptið sem tónlist er tvinnuð vel saman við myndefnið er þegar þungir tónar Black Sabbath fylgja strákunum þar sem þeir snúa vöm í sókn gegn ofbeldisfúllum diskóbullum á þjóðveginum. Per- sónumar em lítið áhugaverðar og fyrir utan Edward Furlong í aðalhlutverk- inu em leikaramir ekki mjög burðugir. James DeBello á þó ágæta spretti. Þungarokksgelgjur og gamlir Kiss-aðdáendur gætu haft eitthvert gaman af myndinni. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Adam Rifkin. Aðalhlutverk: Edward Furlong, Guiseppe Andrews, James DeBello og Sam Huntington. Bandarísk, 1999. Lengd: 91 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ TwentyFourSeven Boxað til betra Kfs! ★★★ Alan Darcy (Bob Hoskins) býr í fátækum verkamannabæ á Englandi. Hann óttast um velferð klíkupOta bæjarins og stofnar hnefaleikaklúbb sem á að gera þá að betri mönnum. Framan af gengur hon- um allt í haginn en ekki em allir á eitt sáttir um framgang hans. TwentyFourSeven er um margt dæmigert breskt samfélagsdrama. Rétt er þó að nefna að myndin gerir sér far um nokkuð listræna tilburði, ekki síst hvað varðar ljóðræna frásögn sögumanns og svarthvíta myndatöku. Þetta lukkast ágætlega en engu að síð- ur fellur myndin í sömu gryfju og mörg önnur samfélagsdrömu. Hún er dídaktísk og reynir að kenna ungum piltum rétt frá röngu. Til að kóróna þau mistök gerir hún hnefaleika að gullnu uppeldismeðali og á því við sömu hug- myndafræðilegu blindu að stríða og sú hersveit þingmanna og annarra sem berst nú fyrir „rétti“ hnefaleika hérlendis. (Hversu hættulaus, listræn eða ólympísk sem „iþróttin" kann að vera gengur hún út á það að berja andstæð- inginn - meðan „stórhættulegar" hópiþróttir sem knattspyma ganga út á sam- vinnu). Hvað sem þessu liður er um ágæta mynd að ræða þar sem Bob Hoskins leiðir stórgóðan leikarahóp í á köflum heillandi drama. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Shane Meadows. Aðalhlutverk: Bob Hoskins, Danny Nussbaum og Bruce Jones. Ensk, 1997. Lengd: 92 mín. Bönnuð innan 16. -bæn Who Framed Roger Rabbit. Bob Hoskins fyrir miöri mynd ásamt Stubby Kaye og teiknimyndapersónunni Jessicu Rabbit. Bob Hoskins: Engum öðrum líkur Ósjaldan er farið niðrandi orðum um Hollywood-leikara. Allir eiga þeir að vera einfaldar stereotýpur: heillandi ljóskur og uppbyggileg vöðva- búnt. En auðvitað er þetta kolrangt líkt og flest annað er menn finna Hollywood til foráttu. Það eru ekki síður þeir sem eru sér- stakir sem komast að. Við tökum jú einmitt eftir þeim vegna þess að þeir eru öðruvísi. Bob Hoskins er einn þeirra fjölmörgu sem í krafti sérkennileika, og auðvitað góðs leiks, hefur náð að magna ímyndunarafl áhorf- enda í fantasíum hvíta tjaldsins. Upphafsár Bob Hoskins fæddist 26. október árið 1942 í Suffolk á Englandi. Faðir hans var bókhaldari en móðirin hjúkrunarkona og fluttust þau á yngri árum Bobs til London. Hann kunni lítt við sig i skólastofum og yfirgaf þær flmmtán ára gamall. Næstu árin reyndi hann fyrir sér á æði ólíkan máta; m.a. varði hann dyr skemmtistaða og gleypti eld í sirkusum. Síðar fetaði hann í fót- spor föður síns og gerðist endur- skoðandi. Honum leiddist þó starfíð ákaflega og flúði fljótlega á náðir listarinnar; gerði skúlptúra, málaði myndir og orti ljóð. Það var því með nokkrum ólíkindum að framabraut hans skyldi á endanum liggja um leiklistina. Án nokkurs undirbún- ings, hvað þá reynslu, fór hann í áheyrnarpróf. Slíkar voru undir- tektimar að ekki leið á löngu þar til hann tók orðið reglulega þátt í upp- færslum virtustu leikhúsa Englands með leikjöfrum á borð við John Gielgud. Það hlaut svo að koma að því að Hoskins léti sjá sig á hvíta tjaldinu. Kvikmyndaferill Á áttunda áratugnum lék Hoskins i fjölda sjónvarpsmynda og nokkrum lítt eftirminnilegum kvik- myndum. Snemma á níunda ára- tugnum varð á því stór breyting en þá lék hann í myndum sem The Wall (1982), Beyond the Limit (1983), The Cotton Club (1984), Brazil (1985) og Sweet Liberty (1986). Þótt ekki hafl hann verið í aðalhlutverki var um veigamikil aukahlutverk að ræða sem hann útfærði af mikilli kostgæfni. Ennfremur er rétt að vara við þeirri ríkjandi hneigð að Secret Agent. Bob Hoskins lék titilhlutverkiö í myndinni sem byggð var á sögu eftir Joseph Conrad. gera of lítið úr vægi aukahlutverka, en Bob Hoskins er einn þeirra leik- ara sem geta kveikt í atburðarásum mynda með stuttum innákomum. Hann er þó einnig fullfær um að vera þungamiðja kvikmynda, líkt og hann sannaði í mynd Neils Jordans, Mona Lisa (1986), en fyrir leik sinn í henni fékk hann sína einu ósk- arsverðlaunatilnefningu. Kó- miska hæfileika sína nýtti hann síðan til fullnustu í hlutverki hins kostulega Eddie Valiant í Who Framed Roger Rabbitt (1988). Níunda áratugnum lauk hann svo með hinni vanmetnu Mermaids (1990) þar sem hann, Cher og Winona Ryder, sýndu afbragðssam- leik. Þótt Hoskins hafi leikið í fjölda mynda á tíunda ára- tugnum komast fæstar þeirra í líkingu við gæða- myndir hans á níunda ára- tugnum. Hlutverkavalið hef- ur þó verið fjölbreytt sem fyrr: Hook (1991), Super Mario Bros. (1993), Nixon (1995), Michael (1996) og TwentyFourSeven (1997). Þá fær Hoskins alltaf prik fyrir að vera - Hoskins. -Bjöm Æ. Norðfjörð Vikan 8. - 14. febrúar SÆTI FVRRI VIXA IVIXUR i LISTA ■ ] TITILL | IÍTGEF. TEG. | 1 1 1 3 TheMuimny CIC Myndböod Spenu 2 2 ! 4 i Analyze this Wamer Myndr Gaman 3 NV i i i Never been kissed ) Skifan Caman 4 4 5 J ðffice space j Skðan Gaman 5 NV 1 J Election CIC Myndbönd Gaman 6 NV 1 Run Lola run j Stjömubió j • Sptnu 7 11 2 Virhial sexuaEiy j SJofan Gaman 8 5 5 Instinct j Mjwtfonn Spemu 9 3 3 Tbe Blair witcfa project | SAM Mjndbönd Spema 19 15 2 Infnran irrremo MjMnonn Speou 11 8 7 1 The out-of-towners ] dCMyndbiod Gaman 12 7 8 Entrapment Skifan Spena 13 9 8 1 Notting hill 1 Hárhtílabtf l Ganun 14 6 J 1 4 Universal soldien The retum j j Slufan Spenu 15 12 4 Allt um móður mina J , Berprik Draraa 16 13 11 EtfTv CIC Myndbood Gaman 17 14 9 1 10 things 1 hate about you 1 SAM Myndbönd Caman 18 NV 1 Breakup j Myndform Spenu 19 16 2 Storm of the century SAMMyndbönd Spenna 20 10 6 Go ) Siufan Gaman

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.