Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2000, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000
7
I>V
Fréttir
Horft fram á veginn og litið til baka:
Listahátíö 2000
Listahátíð 2000 sem hefst 20. maí í
vor hefur yfirskriftina Stefnumót við
tímann. Óvenjumikið verður um ís-
lenska frumsköpun - þetta verður ís-
lenskari listahátíð en oft áður - enda
aldamótin góð ástæða til að líta til
baka og horfa fram á veg og íhuga á
hvaða leið menningin er.
Sveinn Einarsson, formaður stjóm-
ar Listahátíðar í Reykjavík, kynnti
dagskrána fyrir fréttamönnum í gær
og var sérstaklega hreykinn af því
hvað hún höfðar til breiðs hóps. Mikið
efhi verður fyrir yngstu listimnend-
uma, unnið upp úr sagnaarfinum; ís-
lenski dansflokkurinn frumsýnir dans-
verk Nönnu Ólafsdóttur eftir íslend-
ingaþættinum um Auðun og isbjöm-
inn, Leikbrúðuland frumsýnir
Prinsessuna í hörpunni eftir Böðvar
Guðmundsson og Möguleikhúsið frum-
sýnir Völuspá eftir Þórarin Eldjám.
Auk þess verða ýmis atriði fyrir alla
fjölskylduna eins og sýning látbragðs-
leikarans Paolo Nani og brúðuleiksýn-
ingin Don Giovanni frá Prag.
Forsala á Svanavatnið
Langmestur áhugi er nú þegar á
sýningu San Francisco-ballettsins á
Svanavatninu, útfærslu Helga Tómas-
sonar, dansara og listræns stjómanda
flokksins, á þessum sígilda ballett. Svo
margar fyrirspumir hafa borist um
miða á sýningamar fimm að ákveðið
hefur verið að hafa sérstaka forsölu að-
göngumiða á ballettinn vikuna 1.-7.
mars í Upplýsingamiðstöð ferðamála í
Bankastræti. Sveinn sagðist sjálfur
hafa séð nokkrar uppfærslur á þessu
fræga verki, en enga jafngóða og þessa.
Þetta er viðamesta erlenda atriðið sem
boðið hefur verið á Listahátíð frá upp-
hafi; afls koma 60 dansarar fram í sýn-
ingunni og hópurinn allur telur upp
undir hundrað manns. Atriðið er þar
af leiðandi afar kostnaðarsamt en
miðaverði verður samt stillt í hóf svo
sjálfsagt verður löngu uppselt á sýn-
ingamar áður en forsöluvikunni lýk-
ur. Almenn miðasala hefst svo strax
eftir páska eða 25. apríl.
Gjörbreytt viöhorf
Bubbi Morthens verður í fyrsta
skipti með sjálfstætt atriði á Listahátíð
þegar hann leikur sér að sígildum lög-
um Bellmans í íslensku óperanni 22.
maí. Leikhústónlist verður á opnunar-
hátíðinni og era þeir tónleikar liður í
öðram hluta tónlistarhátiðar Tón-
skáldafélags íslands á árinu sem verð-
ur einmitt á Listahátíð. Þar verða líka
einsöngstónleikar með yngstu kynslóð
söngvara ásamt Jónasi Ingimundar-
syni, CAPUT-tónleikar og tónleikar
Kammersveitar Reykjavíkur. Spenn-
andi verður að hlusta á „tónlistar-
Trúðurinn og látbragðsleikarinn
heimsfrægi Paolo Nani skemmtir
allri fjölskyldunni.
menn 21. aldarinnar" í Safnum í Kópa-
vogi þegar þrir afburðanemendur
halda þar tónleika.
Af erlendum gestum er fyrsta fræga
að telja Cesariu Evora, berfættu syngj-
andi ömmuna frá Grænhöfðaeyjum,
sem reynt hefur verið að lokka til ís-
lands í mörg ár. Nú kemur hún! Líka
sönghópurinn Ladysmith Black
Mambazo frá Suður-Afríku, Olli Must-
onen pianóleikari og Judith Ingólfs-
son.
Erlendu atriðin era of dýr til að
miðaverð geti staðið undir kostnaði af
þeim og styrkur opinberra aðila,
menntamálaráðuneytis og Reykjavík-
urborgar er heldur ekki hár. Því er
Listahátíð nauðsyn á kostrmaraðilum,
og sagði Sveinn að viðhorf hefðu ger-
breyst til kostunar á skömmum tíma.
Nú kæmi iðulega fyrir að fjársterkir
aðilar byðust til að styrkja
athyglisverð atriði á hátíðinni. Menn
vildu vera með.
Stafrænar sýnir
Enn er fátt talið af atriðum hátíðar-
innar. Meðal myndlistarsýninga má
nefna Nýjan heim - stafrænar sýnir í
Listasafni íslands þar sem Steina Va-
sulka verður meðal þátttakenda; nor-
rænir samtímalistamenn verða í Nor-
ræna húsinu og breskir í Nýlistasafn-
inu og gallerí i8. Bókmenntir verða í
hávegum hafðar á sýningunni íslands
þúsund ljóð í Þjóðmenningarhúsinu
Svanavatniö hans Helga Tómassonar. Um það veröur slegist.
LÍÚ ræðst á hugmyndir um auðlindagjald og byggðakvóta:
Upptaka úr starf-
andi fyrirtækjum
- á landsbyggðinni, segir Bjarni Hafþór Helgason
„Þetta yrði upptaka úr starfandi
fyrirtækjum á landsbyggðinni sem
eru með 90% af aflaheimildunum.
Þar yrði skorið niður til að mæta
þessu, fjármunimir fluttir suður og
þeir notaðir
þar. Menn geta
auðvitað sett
fram draum-
kenndar hug-
myndir um eitt-
hvað annað en
veruleikinn er
bara ekki
þannig,“ segir
Bjarni Hafþór
Helgason, rit-
stjóri Útvegsins,
fréttabréfs LÍÚ,
sem kom út á dögunum. I blaðinu er
nokkuð rætt um hugmyndir um
veiðileyfagjald og hvemig það muni
leggjast á landsbyggðina þar sem
um 90% aflaheimilda séu utan höf-
uðborgarsvæðisins. „Þessar afla-
heimildir yrðu gjaldstofn auðlinda-
skatts. Veiðigjaldssinnar tjá sig lítið
um hvemig ráðstafa eigi þessum
fiármunum, enda vandséð hvernig
það yrði gert, svo öllum líkaði," seg-
ir í blaðinu. „Þeir stjómmálamenn
sem vilja taka upp byggðakvóta
hljóta því að horfa til þeirra rúm-
lega 10% aflaheimilda sem úthlutað
er á höfuðborgarsvæðinu. Nema
markmiðið sé að styrkja bara sum-
ar byggðir úti á landi, á kostnað
annarra byggða þar,“ segir í enn-
fremur. Bjarni Hafþór telur hug-
myndir um byggðakvóta frekar und-
arlegar: „Það sem þessir þingmenn
eru að tala um er að komast með
puttana í þetta sjálfir, að fara í fom-
eskjuútdeilingar fyrir sig og sína.“
Kallar á niðurskurö í sjávar-
útvegsfyrirtækjum
Bjarni Hafþór telur að ef auð-
lindagjald yrði lagt á myndi það um-
svifalaust kalla á aðhaldsaðgerðir
og niðurskurð í fyrirtækjum í sjáv-
arútvegi sem kæmi niður á starfs-
fólki og byggðum landsins. Hann
tekur Útgerðarfélag Akureyringa
sem dæmi. „Það má raunar segja að
þetta gjald sé að nokkru leyti til í
dag í formi veiðieftirlitsgjalds og
þróunarsjóðsgjalds sem er yfir 700
milljónir á ári og er lagt á kvóta
eins og veiðigjaldssinnar hafa verið
að tala um. Ef lagður yrði 50 millj-
óna auðlindaskattur á ÚA yrði fyr-
irtækið að bregðast við því. Það get-
ur ekki breytt afurðaverði sínu þvi
það selur vörur sinar á erlendum
mörkuðum í hefðbundinni sam-
keppni. Fyrirtækið er hins vegar á
verðbréfamarkaði og það er ætlast
til þess að það skili arði til hluthafa.
Yfirmenn verða því að skera niður
til að mæta þessu og það er gert þar
sem ÚA starfar, hér á Akureyri.
Mönnum tekst það kannski og
standa eftir með svipaðan rekstur
en 50 mifljónimar eru farnar suður
í rikissjóð. Síðast þegar ég vissi
urðu 8 af hverjum 10 nýjum störfum
hjá ríkinu til á höfuðborgarsvæðinu
og leyfi ég mér að fullyrða að
stærstum hluta þessara fiármuna
yrði varið í þenslu hins opinbera á
höfuðborgarsvæðinu. Þannig að
maður spyr sig: með hvaða rökum
ætla menn að verja svona aðgerð yf-
irleitt?" segir Bjarni Hafþór Helga-
son.
-hdm
Bjarni Hafþór
Helgason.
Cesaria Evora. Aðdáendur hennar hafa lengi beðið eftir tækifæri til að sjá
hana berfætta á sviöi syngjandi sinn töfrafulla seiö. Pað kemur í lok maí.
við Hverfisgötu þar sem ljóðin koma í
trúlegustu og ótrúlegustu formum til
gesta. Byggingarlistin fær sinn skerf á
sýningunni „Öndvegishús og merkileg
mannvirki" þar sem bæði fagmenn og
almenningur velja mannvirki eftir sín-
um smekk. Alþjóðlega arkitektasýn-
ingin Garðhúsabærinn verður á Kjar-
valsstöðum og málþing verður haldið
um arkitektúr. Meira að segja tískan
verður með - frönsk hátíska verður
sýnd á Hótel Sögu 31. mai. Danskir
Englar alheimsins verða í boði og há-
tíðinni lýkur á stórsöngvaraveislu með
Kristjáni, Kristni, Rannveigu Fríðu og
Diddú. Verður það tignarlegur endir á
þessari miklu þrítugsafmælisveislu
Listahátíðar í Reykjavík. -SA
www.brimborg.is
brimborgar
Nissan Micra, Verð 650.000.
1,3 Rauður, ek. 58 þús. km,
framdr., f. skrd. 10/97.
Huyndai Accent, Verð 570.000.
1,3 Grænn, ek. 63 þús. km,
framdr., f. skrd. 06/96..
Ford Mondeo, Verð 1.250.000.
2,0 Hvítur, ek. 94 þús. km,
framdr., f. skrd. 12/97.
Daewo Nubira, Verð 1.130.000.
1,6 Grænn, ek. 10 þús. km,
framdr., f. skrd. 03/99.
Volvo 460, Verð 690.000.
2,0 Grænn, ek. 105 þús. km,
framdr., f. skrd. 10/95.
Renault Leguna, Verð 950.000.
2,0 sjálfsk., Blár, ek. 58 þús. km,
framdr., f. skrd. 02/96.
Isuzu crew cab, Verð 850.000.
2,3 Brúnn, ek. 91 þús. km,
4x4, f. skrd. 10/92
Nissan Pathfinder, V. 830.000.
3,0, sjálfsk., Hvítur, ek. 144 þús. km,
4x4, f. skrd. 02/92.
Opið laugardaga 11-16
<Sr
brímborg
Reykjavlk • Akureyrl
Brimborg Reykjavík, Bíldshöföa 6, sími: 51 5 7000
Brimborg Akureyri, Tryggvabraut 5, sími. 462 2700