Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.2000, Side 10
10
MIÐVTKUDAGUR 23. FEBRÚAR 2000
Spurningin
Áttu gæludýr?
Kristín Harðardóttir nemi: Nei,
ég hef aldrei átt gæludýr.
Steinar Svan, nemi í MK: Ég á 9
ára kött sem heitir Kát. Þetta er
mjög óþekkur köttur, algert villidýr.
Álfrún Tryggvadóttir nemi: Já,
köttinn Zorba. Hann er 15 ára gamall.
Susan Emadeo: Nei, ekkert dýr.
Ragnar Birgisson matreiðslu-
maður: Dóttirin er nýbúin að fá
páfagauk og það er mikil lukka á
heimilinu.
Guðlaugur Víðir Guðlaugsson: Ég
á kött sem hefur ekki enn fengið
nafn. Þetta er bara köttur.
Lesendur
Samþjöppun í
smásöluverslun
- hærra verð hér en í nágrannalöndunum
Eignaraðild á matvörumarkaði hefur færst á færri hendur. -
Hér rfkir óskapnaður i verslunarháttum með nauðsynjavörur,
segir bréfritari m.a.
Karl Sigurðsson skrifar:
Umræðan um verðlags-
hækkanir hér á landi
beinist nú æ meir að sam-
þjöppun í smásöluverslun-
inni. Og staðreynd er að
þrátt fyrir miklar svipt-
ingar á matvörumarkaðin-
um og með þvi að eignar-
aðild færist sífellt á færri
hendur hefur matvara hér
hækkað í verði á meðan
sama vara lækkar eða
stendur í stað í öllum ná-
grannalöndunum. Margir
halda því fram, að sam-
þjöppunin í smásöluversl-
uninni leiði beinlínis til
hækkunar á vöruverði?
Því er haldið á lofti að
aðstandendur stórmarkað-
anna séu orðnir svo frakk-
ir að þeir leyfi sér að
bjóða neytendum upp á
nánast hvað sem er og gefi
þær skýringar sem þeim hentar.
Eins og t.d. þá að varan hafi hækk-
að hjá erlendum birgjum. Eru þá
kannski vörur seldar til íslands á
öðru og hærra verði en þær sem
birgjar selja til verslana í þeirra
landi? Hærra verð hér á landi á
ekki einungis við innfluttar vörur -
innlendar vörur og íslensk merki
eru ekki siður mun dýrari hér en
sambærilegar vörur í útlöndum.
Það er óþarfi að nefna það hér, að
í skjóli fákeppni og einokunar er
afar auðvelt að níðast á neytendum
og það hefur svo sem verið gert ára-
tugum saman eins og kom fram í
ágætum pistli Eiðs Guðnasonar,
fyrrv. alþm., í rabbdálki í Lesbók
Mbl. fyrir stuttu.
Það er bara núna sem umræðan
er í sviðsijósinu vegna þess að
kjarasamningar eru i gangi og það
er auðvelt að benda á dæmi um hve
kaupmáttur launa hér á landi er
slakur ekki síst vegna hins háa
vöruverðs á nauðsynjavörum úr
stórmörkuðunum.
Tímabundin tilboð og ílenniaug-
lýsingar á komflexi, lærissneiðum,
tannkremi, frönskum kartöflum og
kannski 10 öðrum völd-
um vörutegundum í
einni verslun vega ekki
þungt til lækkunar smá-
söluverðs hér, þegar allt
annað í viðkomandi
verslun er selt á þetta 8
til 10% hærra verði en í
samskonar stórmarkaði
í nágrannalöndunum. -
Dæmið um gosdrykkina
er sígilt: hér kostar
tveggja lítra kókflaska
um eða yfir 200 kr. á
meðan hún kostar um
100 kr. eða minna í er-
lendum stórmarkaði.
Eru íslenskir stórmark-
aðir í senn heildsala og
smásala? Blekkja stór-
markaðir hér neytendur
með útskýringum sín-
um um erlendu birgj-
ana?
Þjóðin hugsaði með
hlýhug til stórhuga mannsins í Bón-
usi þegar hann bauð henni lægra
verð en aðrir gerðu. Sameining var
túlkuð sem einfóldun í innkaupum
og að lægra vöruverð fylgdi í kjöl-
farið. Staðreyndin hefur orðið önn-
ur. Eignaraðildin á matvörumark-
aðinum hefur færst á fáar hendur,
og hér ríkir óskapnaður í verslunar-
háttum með nauðsynjavörur þar
sem engin mið eru tekin af því sem
gerist meðal siðaðra nágranna-
þjóða. - Fákeppnin heldur velli og
samstaðan um hana virðist dafna
sem aldrei fyrr.
Hlægileg upphlaup læknastéttar
Guðjón Sigurðsson skrifar:
Er ekki með ólíkindum að ein há-
menntastétt landsins skuli gera sig
að flflum með því að ólmast yfir
gagnagrunninum hans Kára og
krefjast þess að þeir sjálfir hafi
hönd í bagga með því að spyrja
sjúklinga sína hvort þeir veiti sam-
þykki sitt til þess. Auðvitað sjá
læknar þama búbót veiti sjúklingar
samþykki sitt til að skrá nöfn sín
gagnagrunninn. En þetta upphlaup
margra lækna er með ólíkindum.
Og skammt er stórra högga á
milli. Nú þykjast hjón ein vilja
lækna sjúka gegnum framliðna og
þekkta lækna, jafnvel látna lista-
menn, ef mér skjátlast ekki. Og það
er ekki að sökum að spyrja; læknar
vOja láta landlæknisembættið
kanna málið, segja þetta skottu-
lækningar og gera kröfu um að
stöðva „aðgerðirnar". Er þetta ekki
hlægilegt? Hvað ætli margir hér á
landi hafi oröið uppvísir að svipuð-
um handayfirlagningum eða sam-
bandi við látna menn? Þeir eru
margir. Finnst íslenskum læknum
þaö sæmandi að æsa sig yfir þess-
um fáránlegheitum?
Reykjavíkurflugvöllur til trafala
- borgarstjóri snýr viö blaðinu
Reykvíkingur sendi þennan pistil:
Nokkurs kvíöa hefur gætt hjá
mörgum borgarbúum eftir að ljóst
varð að stjórnvöld ásamt borgar-
stjórn ætluöu ekki að verða viö
þeirri sjálfsögðu beiðni að leggja
Reykjavíkurflugvöll niður heldur
eyða í hann milljörðum króna
vegna endurbóta. Flugvöll sem nú
þegar er ónýtur og mætir ekki kröf-
um sem gerðar eru til alþjóðaflug-
vallar þótt þar lendi margar erlend-
ar flugvélar, oft með háttsetta er-
lenda gesti.
Siðustu samgönguráðherrar sem
hafa verið þingmenn landsbyggðar-
kjördæma hafa ýtt undir að nota
Reykjavíkurflugvöll áfram fyrir
innanlandsflugið og kært sig koll-
ótta þótt gífurleg slysahætta sé af
þessu flugi öllu yfir miðri höfuð-
borginni.
Samhliða lokun flugvallarins í
Reykjavík yrði að gera viðunandi
[LH©HÖ\Q@Æ\ þjónusta
allan sólarhringinn
■: mynd af
im sinum sem
blrt verða á lesendasíðu
„Þaö er auövitaö ekki þolandi aö einn ráöherra, sem auk þess er þingmaöur
dreifbýliskjördæmis, geti ákveöiö framtíðarskipulag fyrir íbúa Reykjavíkur.
Þannig á ekki aö vinna.“ - Frá Reykjavíkurflugvelli.
samgöngubætur til Suðurnesja og
til þess eru fjármunir fyrir hendi
þar sem er féð fyrir endurbætur á
Reykjavíkurflugvelli. Reykjanes-
brautina á að framlengja til norðurs
eins og bent hefur verið á. Þá næði
Reykjanesbraut allt til Hvalfjarðar-
ganga, og auðveldaði fólki ferð frá
Vestur- og Norðurlandi til höfuð-
borgarinnar eða Keflavíkúr, er það
fer utan með flugvél.
Nú hefur borgarstjóri tekið nýjan
pól í hæðina varðandi Reykjavikur-
flugvöll og vill skipa nefnd sem
kanni gaumgæfilega allar breyting-
ar með tilliti til nýs skipulags
Reykjavíkur, svo og flutning Reykja-
víkurflugvallar og hugsanlega leyfa
borgarbúum að kjósa um málið í
heild. Þetta er góð stefnubreyting
borgarstjóra. Það er auðvitað ekki
þolandi, að einn ráðherra, sem auk
þess er þingmaður dreifbýliskjör-
dæmis, geti ákveðið framtíðarskipu-
lag fyrir íbúa Reykjavíkur. Þannig á
ekki að vinna.
Opið og ókeypis
sjónvarp
'Gunnhildur Óskarsdóttir hringdi:
Ég las ágæta blaðagrein nýlega
eftir Hólmgeir Baldursson, sem
bráðlega ætlar að opna nýja sjón-
varpsstöð. Hann lofar áhorfendum
nýjungum í sjónvarpi, góðri dagskrá
sem höfðar til flestra. Ég fagna
þessu. Eftir að Skjár einn fór í gang,
áhorfendum að kostnaðarlausu,
horfl ég og mitt heimilisfólk á ftest
sem til okkar höfðar þar. Og það er
æðimargt. Ég sé líka að auglýsingar
hafa aukist hjá þessari nýju stöð. í
Sjónvarpinu er bókstaflega fátt eitt
eftir sem eftirsóknarvert er.
Kannski þátturinn Þetta helst... og
bíómynd og bíómynd á stangli.
Fréttirnar eru fátæklegar og hlut-
drægar og höfða helst til embættis-
manna. Opið og ókeypis sjónvarp er
framtíðin héðan af, stutt af kostun
og auglýsingum. Skylduáskrift er úr-
elt og líklega ólögleg ef tekið er mið
af stjórnarskránni.
Þjóðminjavörður
heilög kýr?
Sigurður Einarsson skrifar:
Þjóðminjasafnið er að þrotum
komið, ef svo má að orði komast.
Þar á bæ er fjárskortur og stoöiunin
sjálf á faraldsfæti. Starfsmenn eru
að gefast upp á ofríki, skilst manni,
eftir að ijármálastjóra var sagt upp
störfum. En þjóðminjavörður er
ekki margorður, ýmist næst ekki í
hann til að halda uppi vömum eða
hann þykist lítið vita, bíður vemdar
og varðveislu menntamálaráðherra
og er þar með úr sögunni í fjölmiðla-
umræðunni. Satt að segja hélt ég að
framkvæmdastjóri á opinbera stig-
inu ætti að vera í forsvari fyrir sinni
stofnun, m.a. með því að koma fram
í fjölmiðlum þegar stofnun hans sæt-
ir ámæli og er í fjármálaógöngum.
Þjóðminjavörður minnir einna helst
á heilaga kú sem bíður átekta og
ráðalaus og því er stofnunin sem
höfulaus þegar kemur að umræðu á
opinberum vettvangi. Þetta er ótækt.
Sjómenn eiga
ekki að kvarta
Sigurjón Ólafsson skrifar:
Manni er ekki rótt þegar maður
heyrir i sjómönnum á loðnuskipun-
um nú á síðustu dögum. Þeir koma
að landi með fullfermi dag eftir dag
og varla pláss fyrir aflann í landi.
En sjómenn eru ekki ánægðir, þeir
kvarta sáran í viðtölum yfir því að
verðið hefur dottið niður frá því í
fyrra. Ekki er þó um tiltakanlega
lækkun að ræða og mega sjómenn
una vel við sinn hlut, að viðbættum
sjómannaafslætti og öðrum hlunn-
indum. Sjómenn ættu að minnast
þéss að þeir eru enn ein tekjuhæsta
stéttin og þeir eiga enga kröfu á því
að vaða i peningum. Margar aðrar
stéttir í landi eru að vænta ein-
hverrar hungurlúsar til kjarabóta
þessa dagana. Kvartanir sjómanna
eru marklausar og falla í grýttan
jarðveg.
Lennon sami
lubbinn?
Amór skrifar:
Hingað til hefur hver tónlistar-
gúrúinn eftir annan verið tilbeðinn
af milljónum manna, og eftir að Bitl-
arnir komu fyrst fram hefur sérhver
þeirra notið hylli löngu eftir að þeir
hættu að leika saman sem hljóm-
sveit. Einn þeirra sem mestrar hylli
naut fyrir leik og tónsmíðar var
John heitinn Lennon. Hann var frið-
arsinni að sögn og fór fyrir hópum
sem börðust gegn vopnaskaki víða
um heim. Nú virðist sem hann hafi
veitt ríflegan fjárstuðning til að við-
halda vopnaviðskiptum hinna írsku
hryðjuverkasamtaka IRA, sem
drápu fjöldann allan af saklausum
borgurum bæði í heimalandinu og í
föðurlandi Lennons, Englandi. Mað-
ur getur því ekki varist þeirri hugs-
un að Bítillinn Lennon hafi verið
sami lubbinn og aðrir þeir sem
styrkja vopnakaup og hryðjuverk.
Þaö er sama hvaðan vont kemur á
sama hátt og hið góða. Gefum þessu
nánar gaum.