Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 Fréttir Ragnheiður Skúladóttir, leikkona og leiklistarkennari Listaháskóla íslands: Deildarstjóri erlendis frá Rektor ListaMskóla íslands, Hjálm- ar H. Ragnarsson, hefur ráðið í stöðu deildarforseta leiklistardeildar. Um- sækjendur voru sex og allir dæmdir hæfir, en sá sem fyrir valinu varð er Ragnheiður Skúladóttir, leikkona og leiklistarkennari. Ragnheiður lauk stúdentsprófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík 1986. Hún stundaði leiklistamám við leiklist- ardeild Háskólans í Iowa og lauk þaðan BA-prófi 1991. Haustið 1993 hóf hún framhaldsnám við Háskólann í Minnesota, Minneapolis, og lauk þaðan meistaraprófi (MFA) vorið 1996. Ragn- heiður hefur starfað sem leikari, bæði í New York og í Minneapolis, auk þess sem hún hefur unnið með nemendum í grunn- óg framhaldsskólum að ýmsum ieiklistar- og kvikmyndaverkefnum. Þá hefur hún víðtæka reynslu af kennslu á háskólastigi með áherslu á raddbeit- ingu og túlkun á Shakespeare-hlutverk- um. Ragnheiður starfar nú sem kenn- ari við kvikmyndadeild Háskólans í Syracuse í New York-fylki þar sem hún kennir námskeið í kvikmyndaleik og kvikmyndaleikstjóm. Ragnheiður kenndi á námskeiðum sl. haust við Leiklistarskóla íslands og kynntist núverandi skipulagi leiklistar- náms. Hún hefur störf þann Í5. mars við að móta og byggja upp leiklistar- deild Listaháskóla íslands sem tekur til starfa 1. ágúst næstkomandi. -SA Austurstræti 8-10: Þúsund manna skemmtihús Mosfellingar mótmæla bruöli í vegagerð: Vilja ekki kristnitökubrölt - fulltrúi Vegagerðar kallaður á teppi bæjarráðs Frá Mosfeilsbæ. Ætlunin er m.a. aö rífa upp nýleg hringtorg og breyta þeim vegna kristnihátíöar á Þingvöllum sem stendur í tvo daga í sumar. Á fundi skipulagsnefndar Mosfells- bæjar, sem haldinn var þriðjudaginn 22. febrúar sl., var samþykkt að beina því til bæjarstjórnar að mótmæla fyr- irhuguðum vegaframkvæmdum tengdum kristnitökuhátíðinni á Þing- völlum í sumar. Bæjarstjórn hefur þegar kallað eftir fulltrúa Vegagerð- arinnar á teppi bæjarráðs. Á dagskrá fundar skipulagsnefndar voru m.a. ræddar breytingar á um- ferð og tengingum vegna kristnitöku- hátíðar. Samþykkti skipulagsnefnd að beina þvi td bæjarstjórnar að mót- mælt verði þeirri ráðstöfun fjármuna sem verja á til vegaframkvæmda tengdra kristnitökuhátíðinni. Skipu- lagsnefnd telur að þessum fjármun- um sé betur varið í varanlegar vega- bætur i og að bæjarfélaginu. Bæjarstjórn tók málið fyrir á fundi í gærmorgun. Þar var bókað með 7 at- kvæðum að þess verði farið á leit við Vegagerðina að fulltrúi hennar mæti á fund bæjarráðs til að fara yflr áætl- anir um vegaframkvæmdir í Mos- fellsbæ. Ásbjörn Þorvarðarson byggingar- fulltrúi segir fyrirhugaðar fram- kvæmdir engan veginn vera í takt við vegaáætlun. Hann segir að þarna sé um stjómvaldsákvörðun að ræða og Vegagerðinni sé því nauðugur einn kostur að ganga í málið sem þeim sé gert að leysa. Segir Ásbjörn að þetta sé alltaf spuming um hvernig pening- um til vegagerðar sé ráðstafað. „Skipulagsnefndin er með þessu líka aö ítreka að varðandi hringtorg við Langatanga, þá var hluti fram- kvæmda skorinn niður vegna fjár- skorts, en svo eru til peningar í þetta.“ Málið snýst um nýleg hringtorg í Mosfellsbæ sem ætlunin er að rífa upp og breyta til notkunar í tvo daga í sumar. Á það að auka flutningsgetu vegarins, m.a. til að koma í veg fyrir að öngþveiti skapist líkt og á síðustu Þingvallahátíð. Þá snýst þetta líka um aðkomuleiðir að Hliðartúns- hverfi, Reykjahverfi og aðkomu frá Mosfellsdal um Skammadal og Reykjalund. Þarna er um að ræða vega- og slóðagerð ásamt vegstýring- um. Samkvæmt heimildum DV munu fyrirhugaðar breytingar á vegakerf- inu í Mosfellsbæ kosta um 200 millj- ónir króna. -HKr. og alþingismenn á efri hæðunum „Ég myndi kjósa að kalla þetta skemmtihús með listræni ívafi,“ sagði Garðar Kjartansson sem hyggst opna skemmtistað fyrir 950 manns í nýbygg- ingunni í Austurstræti 8-10. Skemmtistaðurinn verður á tveimur hæðum en aðrar fjórar hæðir hússins hafa verið leigðar Alþingi og þar munu al- þingismenn hafa aðsetur. „Ég ætla að opna staðinn i sumar með pomp og prakt en á þessu stigi get Garöar Kjartansson. leiki sem Jón ég ekki upplýst með hvaða hætti. Þama verður svið og möguleiki á að setja upp stórsýn- ingar af ýmsu tagi,“ sagði Garðar sem hefur fengið tónlistarmanninn Jón Ólafsson til að sjá um alla tónlist, sýningar og söng- fyrir nýja skemmtistaðinn enn hefur ekki hlotið nafn. Ólafsson hefur sem kunnugt Jón Olafsson er staðið að flest- um nemendasýn- ingum Verslunar- skólans sem hafa verið árviss við- burður í höfuð- borginni. Jón er meðeigandi Garð- ars að staðnum og þriðji eigandinn er Fjölnir Þor- geirsson, kenndur við Mel B, en hann mun gegna starfi markaðs- og skemmtana- stjóra. Fjölnir Þorgeirsson. „Viö verðum með diskó- tek í kjallaranum og hljómsveit á jarðhæðinni en á daginn verður staður- inn opinn eins og hvert annað kaffihús," sagði Garðar sem lítur framtíð- ina björtum augum enda linnir ekki fyrirspumum til hans frá fólki sem ann- að tveggja vill fá að vinna á nýja staðnum eða bara fá að skemmta sér sem fyrst. -EIR Gullna hliðið á Búnaðar- þingi Leikarar Þjóðleikhússins munu flytja brot úr Gullna hliðinu við setningarathöfn Búnaðarþings sem fram fer í Súlnasal Hótel Sögu á sunnudaginn. Að auki ávarpar Guðni Ágústsson landbúnaðarráð- herra samkomuna og landsliö hesta- manna fylkir liði við Bændahöllina. Þá verða Landbúnaðarverðlaunin 2000 afhent og boðið upp á kaffi og ljúfengar bollur. -EIR Veöriö í kvöld | Sólargangu i £)JÍJyií/-&JJ Vííj'Il/ íi jjjuj'iíiljj Z 'eöriö kl. 6 Sölarlag í kvöld Sólarupprás á morgun Si&degjsflóð Árdegisflóö á morgun REYKJAVIK 18.53 8.24 17.27 5.44 AKUREYRI 18.38 8.12 22.00 10.17 Skýringar ♦'-.VINDÁTT iurtaknum 10°4—n'n -10° VINDSTYRKUR N-n í ruetrum á sckúndu n HEIDSKÝRT Norðan og síðar norövestan 8-13 m/s, en lægir vestalands í dag. Dálítil él á Noröur- og Austur- landi, en annars léttskýjaö. Frost 2 til 12 stig. Þykknar upp meö vaxandi sunnan- og suðvestanátt í nótt. Sunnarv og suövestan 13-18 m/s meö slyddu eöa rigningu sunnan- og vestanlands á morgun og hita 0 til 5 stig. Norðan og austanlands 10-13 m/s úrkomulítiö og vægt frost. o e> O ALSKÝJAÐ Ö LETTSKYJAD HALF- SKÝJAÐ SKYJAÐ W RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓK0MA Ú 'Ú ' £ I í s ÉUAGANGUR ÞRUMU- VEÐUR SKAF- RENNINGUR P0KA Þungfært og hált Unniö er aö mokstri á helstu [eiöum og veröa þær færar innan tíðar. Ófært er um Bröttubrekku. Flestar heiðar á Vestfjöröum eru ófærar og þungfært og skafrenningur á flestum vegum í fjóröungnum. Annars staöar er víöa hált og er fólki bent á aö kanna vel aöstæöur áöur en lagt er í hann. Sunnanáttir með úrkomu Sunnan og vestanátt um allt land. Snjókoma, slydda eöa rigning um sunnan- og vestanvert landið en úrkomulítið á Noröausturlandi og austjöröum. Sunnrida Vindur: 10-13 3TT> Manudagi 'LJ O Hiti 2“ til 6’ Su&vestan áttlr um land allt. Rlgnlng e&a skúrlr um sunnan og vestanvert landlð, en þurrt a& mestu á Nor&austurlandl. Hltl 2 tll 6 stlg- • % I m/9 \ Þriöjuda V5&, Vindur: 15-20 Hiti 0“ tii -4“ Nor&anátt, sennllega nokkuft hvöss me& snjókomu um nor&anvert landlö og skafrennlngl ví&a. Kólnandl ve&ur. Vindun 5-10 m/s Hiti 2° til *2' ,.o Fremur hægur austlægur vlndur. Dálítll él vlð nor&ur- og austurströndlna, en annars úrkomulaust. AKUREYRI BERGSTAÐIR B0LUNGARVÍK EGILSSTAÐIR KIRKJUBÆJARKL. KEFLAVÍK RAUFARHÓFN REYKJAVÍK STÓRHÖFÐI BERGEN HELSINKI KAUPMANNAHÖFN OSLÓ STOKKHÓLMUR ÞÓRSHÖFN ÞRÁNDHEIMUR ALGARVE AMSTERDAM BARCELONA BERLÍN CHICAGO DUBLIN HAUFAX FRANKFURT HAMBORG JAN MAYEN LONDON LÚXEMBORG MALLORCA MONTREAL NARSSARSSUAQ NEW YORK ORLANDO PARÍS VÍN WASHINGTON WINNIPEG Úrkoma Snjóél Snjókoma LéttskýjaB Skýjaö Alskýjaö Léttskýjaö Léttskýjaö Skúrir Alskýjaö Rigning Alskýjaö Snjókoma Snjóél Úrkoma Heiöskýrt Rigning Heiðskírt Rigning Léttskýjaö Léttskýjaö Súld Alskýjaö Rigning Snjókoma Rigning Rigning Léttskýjaö Þoka Alskýjaö Skýjaö Alskýjaö Skýjaö Heiöskírt Léttskýjaö l4,H4«JllJ>,milHll.'JJ:M'ir».ni:LtHillBEE. -6 -7 -8 -6 -5 -6 -5 -6 1 0 5 0 0 -1 -1 11 9 7 3 -1 3 1 6 8 -8 10 5 1 -1 -7 -3 8 -1 3 1

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.