Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Síða 5
5 FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000 30 V Fréttir íslendingur einn aöalstjórnenda 230 milljarða gosdrykkjasamsteypu Coca-Cola Ein kókflaska á viku - er dagskammturinn í Rúmeníu hvar Bæring Ólafsson stýrir átta verksmiðjum „Hver Rúmeni drekkur í dag á bilinu 50 til 60 kóflöskur á ári. Þetta er mjög indælt fólk og sam- vinnuþýtt og mjög auðvelt að þjálfa það og hvetja,“ segir Bæring Ólafsson, nýbakaður fram- kvæmdastjóri Coca-Cola Bevera- ges í Rúmeníu og yfirmaður 3500 þarlendra starfsmanna. Bæring er þar með orðinn einn af höfuð- stjórnendum Coca-Cola í Evrópu. Coca Cola Beverages (CCB) á og Konungur kóksins í Rúmeníu. Bæring Ólafsson: „ Viö erum á tíunda árinu núna og neyslan vex stööugt. “ rekur átta verksmiðjur í Rúmeníu og nemur velta þeirra samtals um sex milljörðum króna og hefur far- ið stöðugt vaxandi frá því fyrh- tækið hóf starfsemi í Rúmeníu árið 1991. „Þetta fór í gang eftir byltinguna. Við erum á tíunda árinu núna og neyslan vex stöðugt,“ segir Bæring, en hans sögn framleiðir CCB i Rúmeníu nærri fimmtánfalt meira af drykkjum Coca-Cola en gert er á íslandi. Hver Rúmeni drekkur að meðaltali eina kók- flösku á viku en hún kostar sem svarar til 14 íslenskra króna og þykir það nokkuð dýrt í Rúmeníu þar sem algeng mánaðarlaun eru innan við sex þúsund krónur. „Þetta er tiltölulega dýrt á þeirra mælikvarða enda eru tekjur hér miklu minni en víðast annars staðar í Evrópu," segir Bæring í símann frá Búkarest. Áralangt í Hong Kong og Indlandi Coca Cola á 51% i CCB en ýmsir alþjóðlegir fjárfestar afganginn. Fyrirtækið rekur verksmiðjur í tólf löndum auk Rúmeníu en verið er að ganga frá samruna móðurfyrir- tækisins við gosdrykkjarisann Hellenic Bottling, sem hefur höfuð- stöðvar i Grikklandi. Nýja fyrir- tækið er metið á um 230 milljarða króna og er, að sögn Bærings, næststærsta gosdrykkjasamsteypa heims, mun starfa að framleiðslu Verð frá kr 2.990,- gosdrykkja frá Coca-Cola í 23 lönd- um, undir nafninu Coca-Cola Hellenic Bottling Company. Þræðir Coca Cola og Bærings hafa legið saman í fimmtán ár. Hann var sölustjóri hjá Vifilfelli frá 1986 til 1992 en þá fluttist hann til Atlanta í Bandaríkjunum þar sem hann var í hálft annað ár líkt og í Hong Kong þar sem hann bar næst niður. Eftir þá dvöl lagði Bær- ing leið sína til Indlands þar sem hann rak 16 gosverksmiðjur í suð- urhluta landsins í þrjú og hálft ár. Þá fór hann til höfuðstöðva CCB í Vín í Austurríki í sex mánuði áður en flutti sig til Rúmeníu í síðustu viku. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Ekki um annað að ræða Bæring segir ástand mála í Rúm- eníu vera tiltölulega gott þótt menn glími við erfiðleika í efnahagslífi. Hann segir Rúmena sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu og að í því skyni sé nú unnið markvisst að bættri stöðu efnahagsmála, m.a. með því að ná tökum á miklu geng- issigi gjaldmiðilsins og hárri verð- bólgu, en hún var t.d. 150% á árinu 1997. „Það eru góðar vonir um það takist að ná verðbólgunni undir a.m.k.10% eftir tvö til þrjú ár,“ seg- h hann en óstöðugleikinn hefur haft sín áhrif á Coca Cola Bevera- ges. „Það gekk illa í fyrra en landið skilað fyrirtækinu töluvert góðum hagnaði fram að þeim tíma og þó staðan sé enn erfið vonumst við til að snúa dæminu aftur til betri veg- ar í ár,“ segir Bæring. Bæring er tvíkvæntur og á fimm börn og munu tvö þau yngstu ásamt móður sinni flytjast til Búkarest þegar skólum lýkur í Austurríki í sumarbyrjun en eldri börnin búa heima á Islandi. “Þetta leggst ágætlega í fjölskyld- una enda verður þetta bara að vera svona, það er ekki um annað að ræða,“ segir Bæring sem er þessa dagana að leita sér að húsi i Búkarest. -GAR (JTSOLULOK! Opiö Föstudag 9-18.30 Laugardag 10-17 10% aukaafsláttur af útsöluverði Allt að 70% afsláttur SPAR SPORT TOPPMERKI A LAGMARKSVERÐI Vs- 511 4747

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.