Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Síða 6
6
FÖSTUDAGUR 3. MARS 2000
1>V
Fréttir
Sjómenn óánægöir meö verðið fyrir loönuna:
Hrodalega lágt verð í gangi
- segir formaður Farmanna- og fiskimannasambandsins
DV Akureyri:
„Þaö er alveg hroðalega lágt verð
í gangi, og lægsta verð sem ég hef
séð er ekki um 4 þúsund krónur fyr-
ir tonnið heldur 3600 krónur, þetta
nær engri átt,“ segir Grétar Mar
Jónsson, formaður Farmanna- og
fiskimannasam-
bandsins, en mik-
il óánægja er
meðal sjómanna
vegna þess verðs
sem þeir fá fyrir
loðnuna um þess-
ar mundir.
Grétar Mar
segir að „leið-
beinandi verð“
sem Farmanna-
og flskimanna-
sambandið hefur
gefið út og er
reiknað út frá upplýsingum frá
Þjóðhagsstofnun, sé á bilinu 4060 til
4200 krónur sé um að ræða „stand-
ard“mjöl, en 5130 til 5320 krónur fyr-
ir hágæðamjöl. Grétar bendir á að
samkvæmt þessu sé verið að greiða
verulegra lægra verð því það sé
mikill munur fyrir sjómenn á skipi
sem kemur með 1000 tonna afla að
landi hvort þeir fá 3,6 milljónir
króna fyrir aflann eða 5.320 milljón-
ir.
Loðnan:
Sama mokið
áfram
DV, Akureyri:
Undanfarið hefur verið landað
um 20 þúsund tonnum af loðnu á
degi hverjum og samkvæmt upp-
lýsingum frá Samtökum fiski-
mjölsframleiðenda í gær var búið
að landa aUs 592 þúsund tonnum á
vertíðinni.
Af þessum afla hafa 509 þúsund
tonn veiðst eftir áramót, sem er
geysilega gott, og í gær voru eftir
rétt innan við 300 þúsund tonn af
heildarkvótanum. Mestu hafði
verið landað á Eskifiröi, eða
60.653 tonnum, í Vestmannaeyjum
57.908 tonnum, á Seyðisfirði 54.905
tonnum og í Neskaupsstað 52.166
tonnum. -gk
Sjómenn eru margir einnig mjög
óánægðir með að þeim sé skammtað
hvað þeir megi taka mikinn afla í
hverri veiðiferð, en sumar útgerð-
imar hafa brugðið á það ráð til að
tryggja að ekki berist meiri afli á
land en svo að hægt sé að vinna
Gísli Jónsson, bóndi á Ytri-Húsa-
bakka í Skagafirði, segist hafa
greinilega orðið var við drunur um
það leyti sem gos hófst í Heklu.
Hann getur á engan hátt annað en
rakið það til gossins, en hélt fyrst að
um jarðskjálfta væri að ræða eða
flugvél í erfíðleikum.
„Þetta voru þungir dynkir, mis-
stórir en greinilegir og ég heyrði þá
hann í hágæðamjöl. Bæði þetta, og
að ekki er greitt sérstakt verð fyrir
hráefnið sem fer í hágæðamjöl, fer
mjög illa í sjómenn.
Þá er bent á að olíuverðshækkun-
in sem skall á nú í vikunni bitni
mjög illa á sjómönnum. „Þetta verð-
best þegar ég kom inn í bogaskemm-
una en ég var við gegningar úti við
húsin. Hundurinn heyrði þetta
greinilega líka og varð hálfhrædd-
ur. Ég hraðaði mér heim áður en ég
var búinn í húsunum og sá þá í
sjónvarpsfréttunum hvernig í þessu
lá og tíminn passaði alveg og það
var eins og þetta kæmi úr suðaustri.
Ég hef nú verið að reyna að hlera
ur til þess að lækka skiptaprósent-
una og það er broslegt að sjá og
heyra útgerðarmenn vera að barma
sér opinberlega vegna olíuhækkun-
arinnar því það eru sjómenn sem
taka þessa hækkun á sig að lang-
mestu leyti,“ segir Grétar Mar. -gk
hvort aðrir hafa heyrt gosdrunur og
veigrað mér við að segja frá þessu,
því það er hætt við að manni verði
ekki trúað“, sagði Gísli.
Veður var hið besta í Skagafirði
um það leyti er gosið hófst, en ekki
hefur heyrst af fleirum sem heyrðu
goshljóðin, enda hafa trúlega fáir
verið úti við á þeim tíma.
ÞÁ
Gosdrunurnar heyrðust
norður í Skagafjörð
6. bekkur Mýrarhúsaskóla fLytji í Valhúsaskóla:
Mýrarhúsaskóli í gjörgæslu
- segir foreldri. Viljum fullt samráð við foreldra, segir bæjarstjóri
„Ég er bara að hugsa um barnið
mitt. Ég hef lengi haft þá reynslu að
best sé að þegja en nú er mælirinn
fullur og ekki eingöngu hjá mér
sjálfri. Það var svo mikil reiði á
fundi sem haldinn var um daginn
um að flytja ætti 6. bekk frá Mýrar-
húsaskóla yfir i Valhúsaskóla að ég
varð hálfhrædd en Mýrarhúsaskóli
er í algerri gjörgæslu vegna titrings-
ins sem var nú síðastliðið vor,“ seg-
ir óánægt og áhyggjufullt foreldri á
Seltjamarnesi.
Til stendur aö flytja 6. bekk Mýr-
arhúsaskóla yfir í Valhúsaskóla á
Seltjarnarnesi til að sporna við
plássleysi í Mýrarhúsaskóla. Sam-
kvæmt upplýsingum DV var mikil
ólga meðal foreldra á fundi sem
haldinn var í síðustu viku þar sem
rætt var um að til stæði að af flutn-
ingnum yrði nú í haust en þá yrði 6.
og 7. bekkir að flytjast yfir.
Unglingamenning
“Þetta á að vera tilraun en hvorki
ég né aðrir kærum okkur um aö
bömiii okkar séu notuð í tilrauna-
skyni. Það er ekkert leikpláss við
Valhúsaskóla fyrir 11-12 ára gömul
böm og við viljum að bömin fái að
vera böm. Við höfum ekki góða
reynslu af eldra bami okkar sem
var í Valhúsaskóla vegna mikils
eineltis en viö ætluðum að þrauka
þar til yngra barnið kláraði Mýrar-
húsaskólann en nú stendur til að
það fari næsta haust í Valhúsa-
skóla,“ sagði foreldrið en fram kom
á fundinum að einelti í Valhúsa-
skóla væri með því mesta sem þekk-
ist í sveitafélögum.
Á umræddum fundi sagði skóla-
stjóri Mýrarhúsaskóla, Regína
Höskuldsdóttir, að elstu nemendur
Mýrarhúsaskóla væru ávallt vel
undirbúnir fyrir skólaskiptin en ef
þessi breyting gengur í gegn nú í
haust verður tæpast um slíkt að
ræða. „Ég óttast mjög unglinga-
menningu Valhúsaskóla og áhrif
hennar á litla bamið mitt ef af þess-
ari breytingu verður og óttinn nær
til allra foreldra eins og greinilega
kom fram á fundinum," sagði for-
eldrið.
Engin ákvörðun tekin
“Það er ekki búið að ákveða neitt.
Bæjarstjórn hefur ekki viljað taka
af skarið fyrr en skýrsla liggur fyr-
ir frá skólastjórn Valhúsaskóla en
hún á að vera tilbúin öðru hvorum
megin helgarinnar. Við reiknum
fastlega með þvf að af þessu verði
en hvort það verður í haust eða
næsta haust er ekki ákveðið," sagði
Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri á
Seltjarnamesi.
Sigurgeir sagði foreldra hafa haft
áhyggjur af naumum tíma og að fyr-
irhugaðar breytingar við Valhúsa-
skóla yrðu ekki tilbúnar ef af þessu
yrði nú í haust. „Ákvörðunin verð-
ur ekki unnin nema í fullu samráði
við foreldra og við viljum endilega
að allir verði sammála þegar af
þessu verður," sagði Sigurgeir. -hól
Sandkorn
_______ m Umsjðn:
Haukur L. Hauksson
netfang: sandkom@ff.ls
Leikaratölt
Lögbirtinga-
blaðið er eilíf
uppspretta
sagna um ná-
ungann, enda
lesið í tætlur af
fjölmörgum. í
tilkynningum
til hlutafélaga-
skrár mátti ný-
lega lesa rnn
stofnun fyrirtækis sem heitir Tölt
ehf. Eins og nafnið gefur til kynna
er tilgangur þess rekstur hesthúss,
kaup og sala á hestum og fleira
tengt hestastússi. Tveir stofnendur
þess eru hins vegar þekktari af
öðrum vettvangi en hesta-
mennsku. Það eru leikaramir
Hilmir Snær Guðnason og Jó-
hann Sigurðarson sem einnig er
formaður stjórnar...
Gjörningur Bjarna
Bjami Þórar-
insson, mynd-
listarmaður með
meiru, er þekkt-
ur fyrir ýmsa
listgjöminga.
Hann hefur nú
boðað mikla
uppákomu á
skemmtistaðn-
um Grandrokk
viö Smiðjustíg. Tilefnið er auðvit-
að að Reykjavík er menningar-
borg Evrópu 2000. Eftir því sem
Sandkom kemst næst ætlar
Bjarni að framkvæma gjöming
hinum megin við barborðið á
Grandrokk. En tímasetningin er
óljós og Bjami mun enn fremur
vera tregur til að láta uppi hvað
hann hyggst nákvæmlega gera.
Biða grandrokkarar spenntir eftir
því sem verða vill og er starsýnt á
barinn...
Hárið undir
Sandkorn selur
það ekki dýrar
en það keypti en
sú saga gengur
að Valsstúlkur í
handbolta hafi
lagt hárið undir
fyrir úrslita-
! leikinn gegn
Gróttu/KR á
dögunum.
Ynnu þær fyki hárið. Til að gera
langa sögu stutta þá unnu Vals-
stúlkur bikarinn og þóttu afskap-
lega vel að þeim sigri komnar.
Þeir sem heyrðu söguna um heit
hinna fræknu stúlkna hafa verið
að gjóa á þær augum undanfarið.
Þeir hinir sömu hafa hins vegar
ekki séð neina umtalsverða útlits-
breytingu. Hefur það leitt til
vangaveltna um hvort heitið hafi
verið rofið eða þá að það hafi ver-
ið haldið en árangurinn ekki sýni-
legur...
Leitið og þér...
Og loks einn
um vopnfirsku
hjónin sem
brugðu sér á ball.
karlinn var orð-
inn heldur fram-
lágur þegar leið I
á skemmtunina |
og útlit fyrir að I
hann mundi
sofna við borðið.
Eiginkonan sá að tími væri kom-
inn til að hypja sig heim með karl-
inn og dröslaði honum út. Á leið
heim varð karli mál eins og geng-
ur, gekk út af stígnum og kastaði
af sér vatni. Konan sneri sér und-
an, svona rétt á meðan en heyrir
þá hvar karl dettur framyfir sig.
Hún lítur við, sér karl skríða um á
fjórum fótum og spyr í hæðnistón
hvort hann hafi týnt einhveiju.
Karlinn umlar eitthvað en segir
svo: Það hlýtur aö vera því ég var
með eitthvað í höndunum þegar ég
datt...