Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 3
Hljómsveitin Botnleðja, öðru nafni Silt á engilsaxneskri tungu, hefur haft nóg að gera í vetur. Sveitín fór í eíns og hálfs mánaðar hljómleikaferð um Bretland í haust og var nýverið að spila á tónlistarhátíð í Hollandi. Snæfríður Ingadóttir hringdi í söngvara sveitarinnar, Heiðar Kristinsson, til þess að forvitnast um það hvað væri fram undan hjá Botnleðjumönnum, e f n i Konur með klámi: „Við erum hlynntar strippi“ h|á Botnleðju Heiöar er hamingjusamur meö þaö aö vera kominn aftur á kaldan klakann eft- ir dvöl í Bretlandi. Hann er að vinna að nýju efni í hinu íslenska skammdegi með hinum strákunum í Botnleðju. „Við erum að vinna að nýju efni hér á íslandi og stefnum að því að koma út með disk síðar á árinu,“ segir Heiðar Kristinsson, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Botnleðju, og bætir við að honum finnist langbest að vinna hér heima. Það er ekki hægt að segja annað en það hafi verið mikill flækingur á sveitinni að undanförnu og ekki er hann að minnka. Sveitin er að endurútgefa plötuna Magnyl sem kom út fyrir næstsíðustu jól í Bret- landi og í Skandinavíu og ætlar að fylgja útgáfunni eftir með tónleika- ferð. Vantar fjórða mann „Okkur var mjög vel tekiö í Bret- landi. Það er enn þá mjög gott að vera frá íslandi og hjálpar til upp á plögg- ið,“ segir Heiðar um tónleikaferðina um Bretland síðastliðið haust en sveit- in er þekkt erlendis undir nafninu Silt. „Það var alveg ómögulegt að fá út- lendinga til að bera fram orðið Botn- leðja svo við flettum upp í orðabók og þýddum orðið bara beint,“ segir Heið- ar og er ánægður með útkomuna. Nú voruö þið að spila í Hollandi um daginn og Biggi i Maus var með ykkur, er hann að ganga til liðs við bandið? „Nei, hann er að gera það gott með sinni eigin hljómsveit. Aftur á móti hætti Kristinn Gunnar, sem hefur spilað á hljómborð hjá okkur, rétt fyr- ir jólin þannig að Biggi hljóp í skarð- ið á þessum tónleikum." Þið eruð sem sagt að leita ykkur að fjóróa manni? „Við erum með augun opin en upp- haflega vorum við bara þrír í bandinu og um leið og einhver af þeim kjama hættir þá er hljómsveitin dauð,“ segir Heiðar og er greinilega alveg rólegur í mannaráðningunum. Sveitin þarf þó að redda sér fjórða manni fyrir lok mars en þá á hún að spila í Bretlandi. Hættur með Elísu Það að Heiðar hefur eytt miklum tíma í Bretlandi að undanfornu hefur ekki bara haft með Botnleðju að gera heldur einnig Elísu í Bellatrix en Bell- atrix hefur verið að gera það gott þar i landi. „Það er orðið mikið að gera hjá báðum sveitunum þannig að stað- an er orðin þannig að við Elísa hitt- umst aldrei,“ segir Heiðar og staðfest- ir að parið sé hætt saman en þess má geta að sveitirnar nota sama umboðs- mann. í síðustu viku var Hivernales-danshátíðin haldin í Avignon í Frakklandi. Þar var dansstuttmyndin Örsögur úr Reykjavík sýnd við góðar undirtektir og kepptust frönsk dagblöð við að hlaða myndina hrósi, hægri og vinstri. Danshöfundar í myndinni eru þær Ragna Sara Jónsdóttir, Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Margrét Sara Guðjóns- dóttir. Auk þess sýndi íslenski dans- flokkurinn verk eftir Ólöfu Ingólfsdóttur. H©itui* dans frá köldu landi „Örsögur úr Reykjavík var frumsýnd 29. janúar í samvinnu við M2000. í gangi er skiptipró- gramm sem kallast Transdance og gengur út á það að menningarborg- irnar skiptast á dansatriðum. Þannig stóð á því að við fórum utan til Avignon," segir Sveinbjörg þegar hún og Ragna eru spurðar um tildrög strandhöggs þeirra í út- löndum. Viðbrögð við stuttmynd- inni voru framar öllum vonum og voru stór lýsingarorð látin falla um þetta framlag íslendinga. „Þetta var rosalega skemmtilegur tími þarna úti. Við fengum mjög mikla umfjöllun og alla góða,“ bæt- ir Sveinbjörg við. Hér eru sum þeirra ummæla sem komu í frönsku blöðunum: Le Marseillaise sagði að „ísland kom mest á óvart“ og Le Dauphiné Libere segir að dansarnir í mynd- inni séu „litlir dýrgripir úr kuld- anum“. Einnig fékk Bergur Bern- burg mikið lof fyrir myndræna út- færslu á verkinu. Lentu í landkynningu Það sem kom þeim stöllum dálít- ið á óvart var hvað fólk vissi í rauninni lítið um ísland. „Fólk var alveg rosalega undrandi þegar það komst að þvi að hér væru ekki bara hverir, jöklar og Björk. Yfir- leitt kemur bara eitt verk frá hverri þjóð á þessa sýningu og fólk var svolítið hissa þegar allt í einu voru mættir fjórir danshöfundar frá litlu þjóðinni i norðri," segir Ragna Sara. Þær segjast þar af leiðandi hafa eytt miklum tíma í það að útskýra fyrir fólki hvernig ísland væri svona nokkrun veginn og lentu þar af leiðandi í hálfgerðu landkynn- ingarstarfi. Nýjar íslenskar stjörnur? Sveinbjörg segh að þær stöllur hafi staðið I viðræðum við ýmsa aðila á meðan dvöl þeirra stóð og séu nú samningar í gangi um sölu á sýningarrétti í sjónvarpi í Frakk- landi. „Okkur voru látin í té nokk- ur stór nöfn i þessum bransa og við hittum þá. Síðan er bara að sjá til hvemig það gengur. Við höldum bara áfram að semja nýtt efni og reynum að nýta okkur meðbyrinn sem við höfum núna,“ segir Svein- björg. Einnig er búið að biðja þær að sýna myndina í Prag, Bologna, Cain, Bergen og fleiri borgum þannig að útlitið er bjart um þess- ar mundir. Nú er það bara spurn- ing hvort við íslendingar séum að bæta í sarpinn með frægt fólk í út- lóndum. Evróputyppið: Passa strákarnir okkarí smokkinn? Ekki fara til Svíþjóðar: jl\ t En á Bretlandi eru til ber- j eru til ber- brjósta hár- greiðsiudömur Hvert fóru: Sandra og Corey Ham? 8 og 9 Leitin að költinu: Er það dautt eða sprelllif- andi? 10-11 Döbbið og hinn ótrúlegi: Lee Perry Stelpurnar í Kittie: Erum við sjálf- ar og spilum þungarokk ^ Ragnar Bragason leikstjóri: Braut haus- kúpu með., a jöxlunum Hvernig fólk fer í ferðir á vegum útvarpsstöðva Ásta a q Hafþórsdóttir: IX Fór til Afríku að læra afró Lífíd eftir vinnu Svertinginn fger uskarifin Hausar fjuka Sónus-Sjeiksi Ást í Buttercup fýja stefnan Blaðauki meðf ókus f ókus fylgir DV á föstudögum Forsíðumyndlna tók Teitur af Ragnari Bragasyni. 3. mars 2000 f Ókus

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.