Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 8
3 h a f Fred Dryer Sást síöast berjandi á óþokkum Los Angeles-borgar ásamt vinkonu sinni, DeeDee McCall, sem tilfinn- ingalega kaldi harðjaxlinn og rannsóknarlöggan Rick Hunter í spennuþáttunum Hunter (‘84-’91). Hvað gerðist? Þættirnir náðu sér aldrei á strik eftir að DeeDee McCall yfirgaf Hunter árið ‘89. Dryer hætti svo framleiöslu þáttanna við upphaf seinasta áratugar. Það fyrsta sem hann gerði eftir það var að kaupa sér planó sem hann kunni ekki á og hafði engan áhuga á að læra á (Mikael, þetta er satt, ég setti þetta bara inn af því þetta er steikt). Lítið merkilegt gerðist hjá Dryer næstu árin. Árið '95 gerði hann til- raun til endurkomu í nýjum sjónvarpsþáttum sem sýndir voru á hinni sálugu Stöð 3, sællar minningar. Þeir entust í jafnvel skemmri tíma en Stöð 3, aðallega vegna þess að áhorfend- ur höfðu álíka mikinn áhuga á þeim og Fred á píanóleik. Fred hefur nú sætt sig við að frægð- arsól hans mun aldrei risa jafn hátt og hún gerði um árið og er hann nú, þrátt fyrir að eiga hvorki konu né börn, heimavinnandi húsmóð- ir. Hann ku þó eiga nokkra doberman-hunda. Nútímaútgáfa: David Caruso. Möguleiki á endurkomu: 1 á móti 10.000. Aldrei má vanmeta gamla harðjaxla. Munlö að James Coburn vann óskarinn á seinasta ári eftir að hafa verið týndur og tröllum gefinn áratugum saman. Þó er óskarsverðlaunatilnefning handa Fred Dryer álíka líkieg og að Ástþór Magnússon komi á heimsfriði. Skuggabar nr. 2? Frægðin er fallvölt. Eina stundina lag á toppi bandaríska vinsældalistans, þá næstu gætu menn allt eins verið að afgreiða á McDonald’s. Það er að sjálfsögðu misjafnt hvað verður um fólk sem fellur af stjörnuhimninum. Sumir sætta sig við þetta sem hluta af lífinu en aðrir reyna í örvæntingu sinni að endurheimta fyrri frægð. Heiðar Sumarliðason skellti sér í rannsóknarleiðangur og reyndi að komast að því hvað varð um nokkrar af stjörnum síðustu tveggja áratuga sem hurfu að því virðist sporlaust af sjónarsviðinu. Horn fýrir hæfileika Sjónvarpsþátturinn Með hausverk um helgar á Sýn ætlar að bjóða upp á nýjan dag- skrárlið í þætti sínum frá og með kvöldinu í kvöld. Þessi dagskrár- liður ber nafnið Hæfi- leikahomið og þar get- ur fólk af götunni kom- ið og sýnt hæfileika sína. Hugmyndina að horninu fengu þátta- stjórnendur þegar þeir fengu hæftleikalausa sálfræðinemann Hann- es Ingvar í heimsókn um síðustu helgi. Hannes benti á það að tækifærin fyrir meðal- menn til að öðlast frægð og frama væru ekki mörg þannig að þátturinn hefur ákveð- ið að koma til móts við þennan hóp fólks. Menn geta sitráð sig til þátttöku í Hæfileikahorninu eða bent á aðra með því að fara inn á heimasíð- una. www.hausverk.is. Það skiptir ekki máli hvaða hæfileika fólk hefur, allt get- ur gengið í þáttinn, en menn verða þó að hafa einhverja hæfileika til að bera. Nýjustu fréttir úr skemmtanabransan- um eru þær að Örn Garðarsson á Brass- eri Borg hefur tekið yfir Kaffi Reykjavík. Sögusagnir segja að Össi ætli að hressa upp á Kaffi Reykjavík svo um munar og ætli hreinlega að breyta staðnum í Skuggabarinn nr. 2, enda væri það ör- ugglega ekki vitlaus hugmynd þar sem Skugginn hefur gjörsamlega verið yfirfullur síðustu mánuði. Þessum breytingum neitar reyndar rekstrar- stjóri staðarins, Sig- þór Samúelsson, og þvi tipsum við á það að Öm sé með þessum kaupum að tryggja það að Skuggabarsgengið geti djammað fram í rauðan dauðann. Þegar aldurinn fær- ist yflr verður liðið einfaldlega flutt yfir á Kaffi Reykjavík þar sem höslið heldur áfram og yngra lið tekið inn á Skugg- ann. Þetta kallar maður bisnessvit f lagi. Gunnar Hansen sem Leatherface. Eitt helsta meik þjóðarinnar fyrr og síðar var þegar Islend- ingurinn Gunnar Hansen lék brjálæðinginn Leatherface í The Texas Chainsaw Massacre. Annað helsta meik þjóðarinnar var þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra stóð rétt hjá Bill Clint- on á fundi helstu leiðtoga heims hér um árið. Þeir eiga því margt sameiginlegt, þessir tveir menn, fyrir utan að vera báðir hlynntir niðurskurði. Hárgreiðslan þeirra er líka keimlík og þó að Leatherface sé með grímu er engu að síður svipur með þeim. Svo eru þeir báðir með mjög sérstakt andlitslag og stórt og stæðilegt höfuð. Davíð Oddsson og Gunnar Hansen sem Le- atherface eru tvífaramir þessa vikuna. Mark Hamili Sást síóast þegar hann, sem Logi geimgengill, fleygöi fööur sínum, blámanninum Svarthöföa, á báliö í Re- turn of the Jedi (‘83). Hvað gerðist? Hann hvarf af sjónarsviðinu og heyrðist ekkert frá honum fyrr en árið ‘89. Lék hann þá í kvikmyndinni Slipstream sem ekki þótti merkileg- ur pappír. Þurftu svo aðdáendur hans að bfða í 4 ár þar til hann iét aftur á sér kræla. Þá rak á strendur okkar japanska hryllingsmynd sem gekk undir hinum ýmsu nöfnum en hér á landi var hún gefin út undir nafninu Mutronics. Aðdáendur hans þustu auðvitað út á leigu en urðu fljótlega fyrir vonþrigðum þvf ekki þurfti að horfa nema I kort- er áður en menn föttuðu að þetta var hreinræktað rusl. Seinast sást tii hans í ríkiskassanum f sænsku framhaldsþáttunum Hamilton, þar sem hann svæfði jafnvel ofvirkustu menn. Nútímaútgáfa: Leonardo DiCaþrio. Möguleiki á endurkomu: 1 á móti 1000. Aðdáendur hans ættu ekki að biða i með öndina f hálsinum. Fyrst hann hefur ekki enn náð sér á strik eru líkurnar á endurkomu hans hverfandi. Mr. T Sást síöast þegar hann baröi Sly Stallone í klessu í Rocky 3 (‘82). Hvað gerðist? Herra T náði að halda vinsældum sínum um skeið með A Team-þáttunum (‘83) og Mister T teiknimyndunum (‘83) sem sýndár voru I barnatfmanum á Stöð 2 um árið en Mr T var ekki lengi f paradís, fremur en forfaðir hans, Adam. Fljótlega varð hann brandari í skemmtana- bransanum og fór huldu höfði um árabil - reyndi svo 1yr- ir sér í fjölbragðaglímu án mikillar velgengni. I dag reyn- ir hann að skrimta á fornri frægð en hann ætti ekki að láta slfkt á sig fá þar sem hann var alinn upp f sárri fá- tækt og sagan segir aö einstæð móðir hans hafi þurft að framfleyta honum og 11 systkinum hans með að- eins 87 dollara á mánuöi sem hún fékk f styrk frá fé- lagsmálastofnun. Hann hefur nýlega komið fram sem hann sjálfur í nokkrum bíómyndum og sjónvarpsþátt- um, seinast í kvikmyndinni Insþector Gadget (‘99). Nútímaútgáfa: Það er aðeins einn Mr T en Mike Tyson er góður kandfdat. Möguleiki á endurkomu: 1 á móti 1000. Það er aldrei að vita. John Travolta tókst það auðvitað og Mr T er goðsögn f lifanda lífi. Andrew Ridgeley Sást síöast hoppandi um á sviöi meö George Michael sem verri helmingur dúetts- ins Wham. Þar þóttist hann spila á kassagítar sem hann kunni ekkert á. Hvað gerðist? George Michael leysti Wham upp þar sem hann var ekki ánægður með framlag Ridgeleys. Ridgeley haföi meiri áhuga á kappakstursbílum og kvenfólki en tónlistarsköpun ogvegna iftils áhuga George Michaels á kven- þjóöinni er þetta nú allt saman skilj- anlegt. Ridgeley tók sig seinna sam- an í andlitinu og gaf út plötu sem eng- inn keypti og er nú öðrum vfti til varn- aðar f tónlistarheiminum. Hann er f dag giftur einni af gellunum sem voru í Bananarama, vinnur við góðgerðar- starfsemi og þeysist um á brimbrett- um. Nútíma- útgáfa: Mark Owen, litli gaur- inn I Take That sem gat ekki sungið. Möguleiki á endurkomu: 1 á móti 500.000.000. Hann hefur sjálfur jafn lítinn áhuga á að láta í sér heyra og við að heyra f honum. Paul Hogan Sást síöast þrammandi um óbyggðir Ástralíu og mannmergö New York- borgar í hlutverki hins óviðjafana- lega Crocodile Dundee (‘86). Hvað gerðist? Hogan segist sjálfur hafa verið svo latur að hann hafi ekki nennt að leika f neinum mynd- um eftir Crocodile Dundee II (‘88). Hann pfndi sig þó til að fara með aðalhlutverkin í hinum óminnisstæöu Almost an Angel ('90), Lightn- ing Jack (‘94) og Flipper ('96). Hann gerði einnig garðinn frægan fyrir aö giftast mót- leikkonu sinni úr Dundee-myndunum, Lindu Kozlowski, og skilja við hana nokkrum árum sfðar. Nútímaútgáfa: Steve Irwin, brjálæðingurinn úr Crocodile Hunter-þáttun- um á Animal Planet. Möguleiki á endurkomu: 1 á móti 100. Hann á nokkuð góðan séns á að ná fyrri frama. Á næsta ári kemur út þriðja myndin um Crocodile Dundee sem heitir þvf skemmtilega nafni Crocodile Dundee Goes to Hollywood. ? ■ Richard Grieco Sást síöast í þáttunum 21 Jump Street (88-89), í kvikmyndinni Teen Agent (‘91) og á herbergisveggjum milljóna unglingsstelpna. Hvað gerðist? Grieco náði einfaldlega ekki að fylgja eftir vin- sældum sfnum í sjónvarpi, Ifkt og mótleikari hans úr 21 Jump Street, Johnny Depp. Árið ‘95 fékk hann annað tækifæri í sjónvarpi þeg- ar hann lék aðalhlutverkið f þáttunum Marker. Þeir þættir áttu stutt æviskeið og var kippt af dagskrá eftir að hafa hvað eftir annað verið þeir þættir sem höfðu minnst áhorf af öllum þáttum á dagskrá f Bandaríkjunum. Nú leikur hann í ódýrri þriðja flokks vídeóframleiðslu sem vonandi nær aldrei þessum ströndum. Nútímaútgáfa: Ricky Martin. Möguleiki á endurkomu: 1 á móti 300.000.000. Á álfka mikinn möguleika á þvf að ná fyrri vinsældum og Halim Al á að vinna árlega kosningu Rásar 2 á manni árs- ins. 8 f Ó k U S 3. mars 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.