Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 16
e g e Þorsteinn Guömundsson menntaskóla- kennari ... ... i ónefndum menntaskóla á Reykja- víkursvæðinu. Ég kenni stærðfræði eða reyni það öllu heldur. Ég er ekki gamall, ekki ungur heldur, býst ég við, milli fertugs og fimmtugs og of ungur til þess að vera kominn með gráa fiðr- inginn. Samt sem áður á ég við það vandamál að stríða að ég er alveg að farast úr ... ... greddu í tímum. Ég er ekkert fifl. Það er engin ástæða til þess að skammast sín fyr- ir sínar eðlilegu hvatir og þetta hef- ur ekki verið í þeim mæli að það hái mér á neinn hátt. Ég læt að sjálf- sögðu ekki á neinu bera, kem fram við nemendur mína (stúlkur ekki síður en stráka) af fyllstu kurteisi og þetta hefur ekki komið nið- ur á kennslunni. Þangað til í vetur. Ég byrjaði að kenna nýjum bekk, ég horfði yfir hópinn og mér til skelfingar sá ég að ein stelpan er lifandi eft- irmynd ... ... Selmu Björnsdóttur söngkonu. Það lá við að ég fengi hjartaáfall. Ég hef lengi verið aðdáandi Selmu, ég á allar plöturnar og ég sendi henni sextán rósir þegar hún lenti í öðru sæti í Eurovision. Þessi stelpa er hrikalega lík henni, aðeins búttaðri, með aðeins stærri brjóst en andlitið er mjög líkt og hún greiðir sér meira að segja eins. Ég sá strax að þetta gæti orðið vandamál. Það er eitt að kenna tíu-fimmtán kynþroska stúlk- um stærðfræði, það er öllu erfiðara að einbeita sér að kennslu þegar yndislegasta konan í heiminum sit- ur fyrir ... ... framan þig og nagar blýant. Ég óska þess að ég gæti verið þessi blýantur í einn dag ... nei, guð minn góður, nú er ég að missa mig. Ég er ekki klikkaður, ég hef stjórn á mér. Auðvitað hefur þetta vissar afleiðingar sem ég ræð ekki við. Ég er hættur aö skrifa á töfluna og neyð- ist til þess aö sitja við skrifborðið all- an tímann (ég ætla ekki aö útskýra af hverju). Ég svitna meira og ég ruglast meira. Ég þarf að nota vasatölvuna miklu meira, um daginn gleymdi ég meira að segja hvað ... ... pí stendur fyrir. En ég reddaði mér alveg. Þangað til einn daginn að ég tók eftir því að einn drengurinn i bekknum var far- inn að daðra við Selmu (sem er auð- vitað ekki hennar rétta nafn). Hann var blygðunarlaust byrjaður að blikka til hennar og senda henni fingurkossa beint fyrir framan mig. Ég brjálaðist, öskraði og barði í borðið. Nemendur mínir skildu ekkert í hvað hafði gerst, ég sat bara þama, eldrauður í framan og baulaði á þau. Þau héldu að ég væri að ... ... fá hjartaáfall. En ég lifði það af og gaf þeim svo fri. Ég var fullur af ást og hatri og það er ekki þægUegt fyrir stærðfræði- kennara. En eins og sæmir góðum stærðfræðikennara þá fann ég lausn. Ég hringdi í frænda minn sem er glæpamaður og fauti og fékk hann tU þess að lemja strákinn fyrir mig. Hann braust inn tU hans, dró hann upp úr rúminu, sagði honum að hann skyldi hætta í skólanum og barði hann svo í klessu. Ég hef ekki séð hann í skólanum síðan. Núna eru tímarnir eins og draumur, ég roðna og svitna og flissa mikið en ég nýt þess ... ... að kenna stærðfræði. Utvarpsstöðvarnar bjóða hlustendum sínum reglulega að taka þátt í alls konar ferðum og uppákomum. Þessir atburðir eru yfirleitt sponseraðir til andskotans og hljóta mikið hæp. Snæfríður Ingadóttir skellti sér með í eina svona ferð um síðustu helgi og komst að því hvers konar fólk það er sem hringir inn á útvarpsstöðvarnar. Heklugos í boði Mono Það er svo týpískt íslenskt að geta ekki druUað sér af stað á réttum tíma. Ég er þó mætt þokkalega tímanlega enda var það að fá að fara út úr bæn- um eina helgi einum of gott tilboð tU þess að missa af, sérstaklega þegar í boði er jeppaferð með frírri gistingu, mat, víni og skemmtilegum uppákom- um. Ég hef þó smásamviskubit þar sem hinir þátttakendumir sem mætt- ir eru upp í íslenska útvarpsfélag kl. 9 á laugardagsmorgni hafa Uestir áunn- ið sér miða í ferðina með því að taka þátt í rímkeppni í morgunþætti Mono. Samviska mín friðast þó þegar ég sé annað tjölmiðlafólk í hópnum, fólk sem hefur öragglega ekki heldur þurft að leggja mikið rím á sig tU þess að fá að fara með. Hópurinn sem er mættur telur um 45 manns og flestir eru að hittast I fyrsta sinn. Þetta er frekar blandaður hópur: ungar átján ára geUur, ástfangin pör og kúl félagar sem berja í axlimar hverjir á öðr- um. Menn eru feimnir og segja ekki margt, ekki fyrr en búið að raða nið- ur í bílana og fólk neyðist tU þess að sitja þétt saman. Sú hugsun flýgur þó ósjálfrátt í gegnum hugann að það sé frekar asnalegt að starfsmenn út- varpsstöðvarinnar hrúgi sér allir í einn bíl í staðinn fyrir að dreifa sér meðal hlustendanna og kýla stemning- una upp. Sjoppustopp og reykingarpasur Loksins eru bílarnir sex að tölu ræstir og fyrsti áfangastaðurinn er Select-sjoppan uppi á Höfða. Liðið þýt- ur út eins og það sé búið að vera inni- lokað upp á öræfum í marga daga en í rauninni erum við aðeins búin að Sendibílstjórinn Guðmundur „Mummi“ og leikskólastarfsmaðurinn Guðrún eru búin að vera gift í hálfan annan mánuð og óvissuferðin var eig- inlega brúðkaupsferð þeirra. Mummi tryggði sér pláss í ferðina með því að finna rímorð við orðið „bíða“. Orðið sem hann fann var „srníða". Jóhannesar. Hann hafði gert sönghefti með 70 stuölögum sem reyndar voru heft saman í vit- lausri röð en það kom þó alls ekki að sök. Ingó og Anna létu sér ekki leiðast á meöan jepparnir þæfðust í sköflunum og geröu engla í snjóinn. keyra í tæpar 5 mínútur. Eftir að hafa birgt sig upp af nammi er haldið áfram. Nammibirgðirnar endast þó ekki lengur en að Litlu kafflstofunni en þar er stoppað og önnur umferð í sjoppuhillurnar tekin. Þá eru líka reykingamennirnir orðnir sárþjáðir af nikótínskorti. Veðrið er alveg yndis- legt, sól og blíða, og þeim sem ekki reykja finnst heldur illa farið með daginn, sérstaklega þegar einnig er stoppað í Fossnesti á Selfossi. Nettur taugatitringur fer um mannskapinn enda tilkynnt að þetta sé síðasta sjopp- an sem stoppað verði í. Enn meira nammi er keypt og smókurinn er dreginn djúpt. Reykingamenn hefðu þó ekki þurft að púa svona hart því ekki er búið að keyra lengi þegar aft- ur er stoppað og menn fá að teygja úr sér og taka aðra rettu. „Stopp, myndataka," gellur í tal- stöðinni. Það á að festa þessa æðis- legu og viðburðaríku ferð á filmu. Bflarnir bakka og Óskar myndatöku- maður frá þættinum Með hausverk um helgar stekkur út með vídeóvél- ina. I einhverjum ■ bílnum heyrist hvort ekki sé ráð að bíða með myndatökumar þar til eitthvað hafi virkilega gerst en eins og þessir fyrstu fjórir tímar hafa verið virðast ekki miklar líkur á þvi að eitthvað eigi eftir að gerast, ekki nema kannski það að einhver fái vont í magann af nammiátinu þannig að það er kannski eins gott að mynda strax. Gummi Gonzales sá um að opna orkudrykkina fyrir mannskapinn með tönnunum einum saman. herbergislyklum er deilt út. Eftir heita súpu er aftur farið í bílana með loforð um sundferð í Land- mannalaugum, klettasig í Hraun- eyjafossvirkjun og eitthvað fleira óvænt. Tuttugu og flmm kílómetrar í Landmannalaugar segir skilti við veginn en bílstjórinn segir strax að það taki allavega um 2-3 tíma að komast þangað. Því trúir enginn fyrr en klukkutíma seinna en þá eru allir bílarnir búnir að festa sig Hent úr bílunum Um tvöleytið er loks rennt i hlaðið í Hrauneyjum, skál- anum sem á að gista í, og 16 f Ó k U S 3. mars 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.