Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 10
+ Költ. Hvað er það? Költið verður til þegar lítill hópur fólks fer að fíla eitthvað sem aðrir skilja ekki eða finnst skrýtið og költið deyr þegar of margir fara að fíla það. í gegnum árin hefur ýmis költ rekið á fjörur þeirra sem leita að költi. Áður en annar hver maður lét húðflúra sig og gata var það költ að vera með tattú og hring annars staðar en í eyrnasneplinum. Nú er það ekki költ lengur af því fjöldinn hefur tekið við sér og drepið költið, gert það að almenningseign. Þeir sem vilja standa í fararbroddi költsins eru því sísnuðrandi að einhverju góðu költi, sem þeir geta velt sér upp úr áður en fjöldinn fylgir í kjölfarið og breytir költi í almenningseígn. Dr. Gunna langaði að finna nýjasta költið og fór því á stúfana. www.boingboing.net segist vera skrá yfir frábæra hluti og er þaö: Þaðan er beintengt í ýmsan skemmtilegan költfróöleik. Fólkiö á bak við síðuna hefur gefiö út bækur eins og Hand- book for Happy Mutants og tímaritiö bOING bOING, leiðandi afl í költi. Þaö er létt stemning yfir þessu fólki og þaö er aö spá í „jákvæö" költ eins og .—■-------------- teiknimyndir Johns K, bong- ótrommur og geimaldarpipar- sve'natónlisL JmiMbDilia Billboard Liberation Front eru samtök flippaðra költara sem ganga út á þaö að breyta auglýsingaskiltum og hræra með því upp í fólki. Samtökin hófu starfsemi 1977 og eru enn að. Eftir hvern hrekk birta samtökin fréttati I kynni ngu og útskýra sjónarmið sín. Allt um sam- tökin er á www.billboar- dliberation.com. SHIT HAPPENS Það má segja að költið eins og við þekkjum það hafi fæðst þegar farið var að sýna Rocky Horror Picture Show á miðnætursýn- ingum í New York. Church of Subgenius er flipp-trúboð í Kaliforníu meö jafn flókinni sögu og reglum og hver önnur trúarbrögö. Óspart er gert grín aö öðrum trúarbrögðum meö illskiljanlegu rugli, sem er, þegar betur er aö gáö, svipað bulli annarra trúarbragða. „Guð“ samtakanna heitir Bob og reykir pípu. Trúboöiö byrjaði I byrjun 9. áratugarins og stefnir hægt að heimsyfirráöum. Leggið málefninu lið á heimasíð- unni: www.subgenius.com. Þættirnir X-files gerðu út á költ. Þar voru mörg költ hrærð saman og þar brá fyrir geimverum, fjöldamorðingjum og alls kyns yfirnáttúr- legum atburðum. Geðsjúklingurinn Charles Manson stofnaði dópkomm- únu í Death Valley-eyðimörk- inni og fékk dópaðar smapi- ur og sveitalubba til að myrða fyrir sig í tveimur sendiferðum. Þetta vakti ------- mikla skelfingu, hristi ham- insuleitandi hippa niöur á JWIna ogjdrap. i raun draum hippanna um „P7+0+er enn þl síðuna www.atwa.com. Heitustu költin í dag virðast vera þau sem fólk dreifir í tölvupósti; heimasíður, myndir og alls konar djönk sem gengur á milli tölva. Klám er orðið „main- stream" og klámstjörnu- költ er orðið mjög út- breitt. Költ sem slíkt er dautt fyrirbæri því mark- aðsfræðingarnir gera ráð fyrir því í sínum plönum. Leitin hGitasta koltfflu Hægt er að segja að költ geti ver- ið jákvæð eða neikvæð, sak- laus eða suddaleg. Jákvætt költ er með léttum og grínaktugum forsendum, eins og eitt nýjasta költið, sem varð að vísu fljótt að breytast í almenningseign. Það spratt upp með ógnar- hraða í kringum Tyrkjann Mahir Cagri, sem gerði fras- ann „I kiss you“ svo eftir- minnilegan. Hann skrifaði lélega ensku á heimasíðu sinni og bauð fólki í heimsókn (“She can stay my home“). Þetta þótti milljónum veflesenda um ailan heim fynd- ið og skemmtilegt. Önnur já- kvæð költ eru t.d. þau að safna og spekúlera í dóti eins og göml- um leikfongum, Pez-körlum, lava- lömpum eða forneskjulegum tölvu- leikjum. Dæmi um költ sem sumum gæti fundist neikvæð, en eru það þó varla, eru t.d. þau költ sem eru í kringum gömlu nektardansdísina Betty Page, það að spá í fljúgandi furðuhluti eða að sökkva sér í fróð- leik um sirkusfrík fortíðar; síamst- víbura, vanskapaða dverga og risa- vaxna ístrubelgi. Einnig er hægt að segja að allt í kringum Herbalife sé nokkurs konar költ á jaðri góðs og ills, góðs smekks og smekkleysu. Svo eru sum költ sem enginn get- ur neitað að tilheyri dökku hliðum tilverunnar. Á tímabili voru allir sem költvettlingi gátu valdið á kafi í fræðum um fjöldamorðingja. Ed Gein, Charles Manson og John Wayne Gacy þóttu svalir költkapp- ar og eins trúargeðsjúklingar eins og Jim Jones og David Koresh, sem drápu fjölda manns með buil- inu i sér. Norskt svartmetal, satan- ismi, svartigaldm-, Ku Klux Klan og Hell’s Angels eru enn fleiri dæmi um myrk költ. Þessi költ taka oft Páll Öskar: „Költið er komið í tölvurnar.“ Jólin geta verið költ ef þú heldur þau allan ársins hring. Slðan 1994 hefur hópur flipp- aðra költara í jólasveinabúningum gert usla í stórmörkuðum og á götum stórborga með ójólalegu athæfi og oftar en ekki hafa fang- elsin fyllst af jólasveinum. Þetta er Santan- arcy költið og það er engin tilviljun að sömu stafirnir eru í Satan og Santa! Allt um þetta árstíðabundna költ á: www.sant- anarcy.com. yfir líf költarans, verða hans lífs- stíll. Dökku költin hafa tilhneig- ingu til að verða að lífsstíl á meðan saklausu költin eru lik venjulegu áhugamáli. Þó er ekki að neita að t.d. Star Trek-dýrkun I sinni verstu mynd getur nánast tekið yfir lif költarans þegar hann fer að ganga um í búningi og heimta að aðrir kalli hann einhverjum asnalegum nöfnum. Hirm nýi farvegur költsins Hluti af költinu eru költ-bíómynd- ir. Það má segja að költið eins og við þekkjum það best hafi fæðst þegar farið var að sýna Rocky Horror Pict- ure Show á miðnætursýningum í New York. Þá mætti sama gengið aftur og aftur, kunni myndina ut- anbókar og söng með. Siðan hefur sú mynd og leik- ritið orðið of vinsælt til að teljast költ. Dæmi um költleikstjóra eru Russ Mayer, sem gerði léttbláar grínmyndir með risatúttur í aðal- hlútverkum, Hers- hell Gordon Lew- is, sem gerði fyrstu splatter- myndirnar, og Ed Wood Jr., sem gerði alls konar myndir af vanefnum en miklum sannfæringarkrafti. Dæmi um teg- undir költbíómynda eru hallærisleg- ar geimmyndir frá 6. áratugnum („ha ha, sjáiði vírinn sem fljúgandi furðuhluturinn hangir í“) og ódýrar og ofbeldisfullar hryllingsmyndir um mannakjötsétandi uppvakninga og morðóða sveitapilta. Súperstjam- an Páll Óskar, sem sjálfur er örtvaxandi költfigúra í Evrópu,' er költmyndafikill af hæsta stigi. Því er eðlilegt að athuga hvaða glænýja költ er að grassera í vídeómynda- safninu hans. „Það er nú engu líkara en maður sé alveg hættur að uppgötva nýja Gísli: „Ég vildi gjarnan taka þátt í rússíbana-költinu." Margir költarar finna sig T nýjum þjóðsögum eöa „Urban Legends". Sígilt dæmi: „Barnapía á sýru steikir barn í örbylgjuofni“ eöa þessi hér sem nú gengurí Reykjavík: „íslensk stelpa var aö koma heim frá Majorka og í tollinum varö hasshundurinn alveg óöur utan í henni. Ekk- ert fannst fyrr en tékkaö var á hælunum á skónum hennar. Þeir voru fullir af dópi en skóna haföi hún keypt í frægri tískubúð í Reykjavík." Heimasíðan www.urban- legends.com er troðfull af svona sögum. hluti, eitthvað djúsí og byltingar- kennt,“ segir hann og dæsir. „Þó það séu kannski gamlar lummur fyrir fólk eins og okkur sem er komið á grafarbakkann er hollt fyrir ungt fólk að uppgötva snilld eins og myndir Alexandro Jodorowsky (E1 Topo), William Castle (The Tingler) og Doris Wishman (Double Agent 73). Svo má maður ekki gleyma að gefa bömunum „Pink Flamingos" eftir John Waters í fermingargjöf.“ Páll segir költið hafa skipt um far- veg: „Það virðist sem öndergránd stöffið sé farið úr vídeóspólunum og komið yfir í tölvurnar. Sem dæmi Bókaútgáfan Re/Search í San f s ' Francisco hefur ávallt hitt naglann á böfuöiö og gefið út bækur um költ á uppleið. Hægt er aö þakka v I , \ útgáfunni óbeint fýrir húöflúr/göt- unar-æðiö (bókin Modern Primiti- * ■ ves), áhuga á költmyndum (bók- in Incredible Strange Films) og költtónlist (Incredible Strange Music I & II). Út- gáfan virðist eitthvaö vera að missa tökin á költinu og gaf síðast út bók um swing-tónlist og -tísku. En samt, allir sem vilja bergja á bikar költsins ættu að drífa sig beint á heimasíöu útgáfunnar: www.vsearchmedia.com. rv-j l; MOSCRN tAKCH PR/Mln V£S %. I um það hefur ekki verið gerð góð splattermynd í bíó síðan ‘92 þegar Peter Jackson gerði Braindead, á meðan að tölvuleikir eins og Silent Hill eru virkilega skerí og blóðugir." Páll heldur áfram: „Heitustu költ- in í dag virðast vera þau sem fólk dreifir í tölvupósti; heimasíður, myndir og alls konar djönk sem gengur á milli tölva. Það er stemn- ingin í dag. Fólk er að fá sama kikk út úr þessu og maður fékk t.d. út úr myndum Hershell Gordon Lewis í gamla daga. Mér finnst þessi þróun jákvæð." Markaðssetningin drepur költið Eina meðvitaða költbúðin í bæn- um er Nexus VI á Hverfisgötu. Þar er teiknimyndakölt í hávegum haft og allt yfirfullt af dóti til að seðja Star Trek- og Star Wars-aðdáendur. Vinsældir þeirra stjörnumynda eru þó slíkar að erfitt er að segja þær költ, nema þá kannski að aðdáend- ur Star Trek og Wars séu stærstu költhópar í heimi. Gísli Einarsson rekur Nexus VI og er með puttann á slagæð költsins. Hann var einn af fyrstu Star Wars-költistunum á landinu og safnaði ofurhetjuteikni- myndablöðum á unglingsárum þeg- ar slík blöð voru vandfundin hér. „Ég held að nútíma markaðssetn- ing sé að ganga af költinu dauðu," segir hann. „Um leið og lítill hópur tekur sig saman og fer að hafa gam- an af einhverju er reynt að mark- aðssetja það fyr- ir stærri hóp.“ Gisli viður- kennir að flest það sem Nexus VI býður sé of „mainstream" til að geta talist költ, „nema kannski hlut- verkaleikurinn Dungeons og Dragons, sem er gjörsamlega óskiljanlegur öllum nema þeim sem eru á kafi i honum“. Gísli nefnir einnig til sög- unnar tindáta- leikinn War- hammer. „Breskt fyrirtæki setti hann á markaðinn fyrir 20 árum og hann er hálfgert hobbíkölt sem kemur í staðinn fyrir gömlu flug- vélamódelin. Warhammer er hern- aðarleikur sem er spilaður með tindátum á stóru borði eftir stífum reglum. Svo safna fullorðnir menn tindátum, mála þá og kynna sér söguna á bak við hvern karakter." Gísli nefnir einnig Manga-teikni- myndir og Hong Kong-spennu- myndir sem eru vinsæll afþreying- ariðnaður í Asíu, en hafa verið költ á íslandi um nokkurn tíma. Uppá- haldskölt Gísla sjálfs í augnablik- inu er að spá í nútímapopp frá Mið- jarðarhafslöndum eins og Alsír og Egyptalandi. „Ég veit ekki um neinn annan hérna sem hefur gam- an af þessu svo þetta er mitt einka- költ!“ segir hann. „Svo kíki ég oft á heimasíður Rússíbanakölts á Net- inu. Það er hópur fólks sem ferðast um heiminn og prófar rússíbana og gefur þeim einkunnir. Ég vildi gjarnann taka þátt i þessu költi en get það bara ekki vegna legu lands- ins.“ Költ hefur ekkert listrænt gildi Sumir rithöfundar eru meira költ en aðrir. Steven King er t.d. of vin- sæll til að vera költ á meðan að menn eins og Charles Bukowski, Iain Banks og Harry Crews sleppa. í tónlist er allt vaðandi af költi. 1 fáum listgreinum er jafn mikið framboð af efni sem fáir þekkja eða hafa gaman að. Költ- hetjur í músík skipta hundruð- um og nægir að nefna menn eins og Syd Barrett og Roky Erikson, sem urðu geðveikir og eru költ þess vegna og hljóm- sveitir eins og Kraftwerk og Velvet Und- erground sem voru á undan sinni samtíð og teljast költ út af því. Tónlist- arstefnur eins og lyftutónlist krautrokk og blaxplotion-fönk hafa fengið upp reisn æru og teljast nú költ. Ekki má svo gleyma tónlistarflokkn- um „svo lélegt að það er gott“. Af íslenskum költplöt- um má nefna sólóplötu Rósu Ingólfs frá byrjun 8. áratugarins, Hamfarir Gunnars Jökuls og jóla- smáskífu Alla Rúts frá 8. áratugn- um. Ef plata slær ekki strax í gegn er alltaf von til þess að hún verði költ í áranna rás. Jóhann Jóhannsson í Tilrauna- eldhúsinu segist engan áhuga hafa á költinu. „Eins og það snýr að mér skiptir költið engu máli. í dag er það bara markaðsfræðilegt fyrir- bæri og hefur því ekkert listrænt gildi sem skilgreining eða flokkun. Það breytist þó ekkert að fólk er alltaf að leita aö einhverju nýju og spennandi og sú leit hættir aldrei. Með þeirri sprengingu af endurút- gáfum sem orðið hefur hafa verk P* Tf 1; ÍÆ Adam Parfrey er rannsóknar- blaöamaöur og rithöfundur og rekur Feral House-útgáfuna. Hann er höfundur tveggja bóka - Apocalypse Culture og Cult Rapture - sem allir áhugasamir um költ ættu aö fá sér. Þar skrifar hann um költhluti eins og sam- særiskenningar, geimtrúar- brögö og kristilegar ofbeldishreyfingar. Adam býr yfir óvenjulegri kaldhæðni verandi Ameríkani og þessar bækur eru glimrandi skemmtilegar. www.feralhouse.com. Margir sjónvarpsþættirnir eru költ. Augljóslega ekki Friends, sem 70% landsmanna horfa á og heldur ekki South Park. Það er séns að það hafi verið költ að vita hvað South Park var áður en allir hinir föttuðu þætt- ina. Þættirnir X- files gerðu út á költ. Þar voru mörg költ hrærð Franski söngvarinn og laga- höfundurinn Serge Gainsbo- urg var költ á meðan hann lifði og er sívaxandi költ nú, 9 árum eftir dauða sinn. Frægastur er hann fýrir „Je t’aime ... moi non plus“ (“stunulagiö"), en einnig fyr- ir aðrar frábærar tónsmíðar, stórkostlega texta, mikið sukk og hneykslanlega framkomu (m.a. tyrir að lýsa yfir „I Wanna Fuck You“ við Whitney Houston í beinni sjónvarpsútsendingu). Költ- útvarpsstööin WFMU í New York er með skemmtilegan fróðleik um karlinn á www.wfmu.org/~bart/sg.h_ tml. komið á yfirborðið sem valda því að reglulega þarf að endurskrifa tón- listarsöguna. Það er t.d. að koma fram núna að Raymond Scott er faðir tekknósins, ekki Kraftwerk." Jóhann segir markaðsöflin sífellt verða örvæntingarfyllri í leit sinni að költi til að markaðssetja: „Klám er t.d orðið „mainstream" og klám- stjömukölt er orðið mjög útbreitt. Að minu mati er því költ sem slíkt dautt fyrirbæri því markaðsfræð- ingamir gera ráð fyrir því í sínum plönum." Að leita að költi er mótsögn Er snjóbretta- og hjólabrettaiðk- un költ? Er graffití költ? Jóga? Mormónatrú eða það að hlusta með andakt á þáttinn Ólaf á Radíó? Hvar eru línurnar dregnar? Er það költ þegar menn hittast og grínast sam- an, eins og hjá Hrekkjalómafélaginu í Vestmannaeyjum eða i aðdáenda- félagi Sigurðar Pálssonar í Reykjavík? í því félagi klæðast menn alpahúfum, síðum frökkum og stórum treflum og lesa upp úr verkum Sigurðar heilu kvöldin og drekka rauðvín. Er það költ eða er það kannski frekar flipp? Er flipp költ? Mann fer fljótlega að svima þegar költ ber á góma. Aldrei hefur aðgengi að költi ver- ið jafn mikið. Netið er fullt af þvi og kannski er költið ekki það sem það var áður. Þeir sem fremst stóðu í költinu gefast upp á þvi og snúa sér að einhverju viðurkenndara. Er hið viðurkennda kannski að verða hið sanna költ? Enn magnast sviminn og ég er ekki einu sinni farinn að tala um „post-modemisma!“ saman og þar brá fyrir geim- v e r u m , fjöldamorðingj- um og alls kyns yfirnáttúrleg- um atburðum. Áhorf á þættina varð svo mikið að ekki er hægt að segja þá sjálfa hafa orðið költ og eftir að þeir döluðu í vinsældum skildu þeir eftir sig tómarúm í hugum þeirra sem alltaf leita að nýjasta költ- inu. Þættirnir gerðu ýmis költ vinsæl og þá gátu alvöru költarar ekki verið þekktir lengur fyrir það að fíla þau. Alvöru költar- ar verða nefnilega alltaf að passa sig á því að vera frumlegir í költvið- leitni sinni því ekkert er eins dap- urt í huga költarans og að fíla sama költ og „fjöldinn". Þvf er mikil mót- sögn fólgin í því að leita að heitasta költinu því heitasta költið er í raun það sem nánast engir annar er að spá í. Ég gæti t.d. farið að safna gömlum klósettpappírsrúllum og opnað heimasíðu á Netinu með alls kyns fróðleik um klósettpappírsrúll- ur í fortíð og nútíð. Þá gæti ég sagst vera algjör költkóngur því senni- lega myndu örfáir - eða jafnvel eng- inn - nenna að pæla í þessu. Költið er dautt - lifi költið! Jóhann: „Hef engan áhuga á költi.“ John Waters er leikstjóri mynda eins og Pink Flamingos og Female Trouble - glerfínar költræmur sem kynntu til sögunnar hinn búttaða klæðskipting Divine - og nýrri og meira „mainstream" mynda eins og Serial Mum og Pecker. Karlinn er algjör költfræöingur og frábær penni eins og sjá má í bókum hans, Shock Value og Crackpot (skyldulesning” költara). John kom til íslands á vegum Listahátíð- ar og lét Hrafn Gunnlaugsson mata sig á sviðum, en Divine kom síðar og tróð upp í Klúbbnum. www.johnwaters.net. f Ó k U S 3. mars 2000 4* 3. mars 2000 f ó k u s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.