Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 4
Fatahönnuðirnir Linda Björg Árnadóttir, Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir og Bára Hólmgeirsdóttir eru þeirrar skoðunar að það sé ekkert athugavert við strippdans. Hins vegar þykir þeim umræðan um strippara vera fáránleg. Tísku- spekúlantarnir útskýrðu sjónarmið sín og féllust á að lýsa skoðun sinni á tíu atriðum sem viðkoma kynlífi, nokkru sem mörg pempían veigrar sér við að tala um en ætti ekkí að vera feimnismál fyrir neina nútímakonu. Daginn eftir pilla Linda: „Þessi pilla er mjög heppileg í tilfell- um eins og nauðgunum. Það er ekkert að henni.“ Hrafnhildur: „Ég hef alveg misst af umræðunni en samanber útskýringar ykkar þá finnst mér daginn eftir pillan hið besta mál.“ Bára: „Já, þessi pilla er hið best mál ef hún kemur í veg fyrir að stúlkur þurfl að ganga i gegnum eitthvað eins hræðilegt og fóstur- eyðing hlýtur að vera.“ Strippari Linda: „Mér finnst nakið fólk fallegt og það ætti að vera óhrætt við að sýna líkama sinn.“ Hrafnhildur: „Sjá komment í viðtali." Bára: „Eg ber jafn mikla virð- ingu fyrir strippurum og öðrum starfsstéttum." „Víð erum hlynntar strippdansi" Klámmyndir Linda: „Mér finnst ekkert að því að það séu til myndir með fólki að stunda kynlíf meðan allir eru því samþykkir og ekki verið að misbjóða neinum. Enda er kynlíf eðlilegt.“ Hrafnhildur: „Ég er sammála Lindu. Klámmyndir eiga rétt á sér svo lengi sem ekki er verið að mis- bjóða neinum.“ Bára: „Lífið á bara aö vera gam- an og það er fint ef fólk getur skemmt sér yfir klámmyndum.“ Samkynhneigð Linda: „Mér finnst bæði sam- kynhneigð og gagnkynhneigð vera eðlilegar hneigðir." Hrafnhildur: „Af hverju spyrðu ekki um gagnkynhneigð?" Bára: „Mér finnst þetta allt frá- bært.“ Trúboðastellingin Linda: „Ég er á móti henni og finnst að það eigi að banna hana.“ Hrafnhildur: „Mér ftnnst að allt megi.“ Bára: „Mér finnst trúboðastell- ingin góð og gild ásamt öllum öðr- um stellingum. Vændi Linda: „Ég held að vændi sé bara eðlilegur hluti af mannlíftnu og við losnum aldrei við það. Mér finnst að það ætti að lögleiða vændi svo vændiskonur geti stofnað stétt- arfélög og fengið viðeigandi læknis- þjónustu. Þá er líka hægt að fylgj- ast með þessu og koma í veg fyrir alls konar misnotkun á fólki í þeirri starfsgrein." Hrafnhildur: „Ég vildi að eng- inn þyrfti ósjálfviljugur að selja lík- ama sinn.“ Bára: „Ég virði það ef fólk er al- gjörlega sjálfviljugt í þess- ari starfsgrein en öll misnotkim og þving- un í þessu finnst mér ógeðsleg." „Já, við erum hlynntar stripp- dansi,“ segir Bára og lítur á hinar tvær. Linda kinkar kolli og útskýr- ir skoðun þeirra frekar: „Okkur finnst ekkert að því að vera nakin uppi á sviði. Þetta er bara vinna og fólk fær ágætlega borgað fyrir þetta.“ Hrafnhildur: „Umræðan um þetta hefur líka verið svo skrýtin. Einhverjar kerlingar úti í bæ halda því fram að við eigum að skamm- ast okkar ef einhverjar konur séu að dansa naktar. Eða þá að við eig- um að vorkenna þeim. Þessar kerl- ingar reyna að ákveða álit allra hinna.“ Vændi hefur alltaf verið til í Reykjavík Linda: „Karlmenn myndu aldrei segja að eitthvað væri niðurlægj- andi fyrir aðra karlmenn. Konur hugsa meira um sig sem hóp en karlar hugsa meira um sig sem ein- staklinga,“ fullyrðir Linda. Bára og Hrafnhilur hlæja og sú síðarnefnda tekur næst til máls: „Þegar umræðan stóð sem hæst var voða mikið talað um „okkur“ konur. Við viljum ekkert vera „við“ eða „okkur“ konur.“ Linda: „Nektardans misbýður að sjálfsögðu siðferðiskennd ein- hverra. En ber ökkli þykir til dæm- is vera hneyksli í sumum arabalöndum og ef dansinn mis- býður siðferðiskennd fólks þá á það hreinlega ekki að horfa á hann og svo er alltaf veriö að tengja umræð- una við vændi - en vændi hefur alltaf verið til í Reykjavík!“ Genasamsetning líkamans Bára er ekki alveg sammála síð- asta ræðumanni og segir: „Auðvit- að getur vændi fylgt þessari at- vinnugrein. Mér finnst ekki hægt að útiloka að vændi fyrirfinnist þar. Fólk er alltaf að selja sig á ein- hvem hátt til að komast áfram og í hávegum haft.“ Hrafnhildur: „Ég er mjög sam- mála Lindu.“ Bára: „Mér finnast víbratorar æðislegir." Fóstureyðing Linda: „Ég er fylgjandi fóstur- eyðingu en mér finnst að hún eigi að vera neyðarúr- ræði.“ Hrafnhildur: „Fóstureyðing er í lagi svo lengi sem hún er notuð sem neyðarúrræði en ekki getnað- arvöm.“ Bára: „Ég hef engu við þetta að bæta.“ Playboy Linda: „Ég styð frelsi einstaklings- ins til að tjá sig á prenti.“ Hrafnhildur: „Sammála." Bára: „Já, ég er sammála Lindu.“ eflaust í þessu starfi sem öðrum.“ Mynduö þiö sjálfar dansa til aö redda ykkur pening? Linda svarar fyrir þær vinkon- umar: „Ég er í annarri vinnu og auk þess hefur þetta ekkert að gera með okkur. Hins vegar er þetta bara starf og ég á til dæmis vin- konu sem hefur unnið við þetta. Staðreyndin er bara sú að það er alltaf til fólk sem vill banna eitt- hvað, eins og Bríetstelpumar sem vilja banna fegurðarsamkeppni. Hvers vegna að banna fegurðar- samkeppni frekar en stærðfræði- keppni? í báöum tilfellum ræður genasamsetning líkamans hver sig- urvegari keppninnar er. Ég vil ekki banna fóstureyðingar þótt ég færi ekki í slíka aðgerð sjálf.“ Klám Linda: „Mér finnst þátturinn Bold and Beautiful vera klám því hann misbýður mér. Kynfæri eru bara eðlilegur hlutur og kynlíf er ekki klám. Til dæmis má nefna Rómverja, þeim var kynlíf ekkert feimnismál. Kynlífsdýrkunin var svo mikil að þegar Pompei var graf- in upp voru kynlífsmyndir á veggj- unum og Falusartákn á hverju götuhomi." Hrafnhildur: „Hvað er klám?“ Bára: „Ég veit ekki alveg hvað klám er!“ atiíií Víbrator Linda: „Mér finnst að fólk eigi að gera það sem þvi finnst gott og skemmtilegt. Frelsi einstaklingsins r.jr ' “ r Hrafnhildur: „Ég vildi aö jW1 engínn þyrfti ósjálfviljug- ur að selja líkama sinn.“ , jfr- Bara: „Eg ber jafn mikla virðingu fyrir strippurum og öðrum starfsstéttum.“ v Lindr „Mér finnst -w þátturinn Bold and Beautiful vera klám því' hann misbýöur mér.“ - • • • H^TTU AO REYkOA.! HALTTU AO REYIOA! 7/ / HAÍ.TTU AÐ REYIOA ! H/“LTTU AO REYKJA! *TIA AO SKIUA fESSUM REYKS KY N3A6A, MÉR FINNST HANN PUU FANAT íSRUR... 5IUX Y-3F1 T2I J 4 f Ó k U S 3. mars 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.