Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 12
vikuna 02.3-09.32000 9. vika Litla Ijóskan íris fer á kostum með Sálinni í laginu Original. Þar velta hún og Stebbi vöngum yfirþví hver sé alvöru og hver spegilmynd. íris var einmitt tvífari Elmu Lísu hér í Fókus. Þá er bara spurningin: Er kannski Elma að syngja eða er þetta original? 1. Topp 20 01 Orginal (órafmagnað) Sálin hans Jóns míns (02) Hann („Ben“ úrThriller) Védís Hervör Árnadóttir (Versló) (03 ) The Dolphins Cry Live 04; OtherSide fíed Hot Chilli Peppers (05) Freistingar Land & synir 06 Mana Maria Santana '07) Sexbomb (fíemix) Tom Jones (08) Cartoon Heroes Aqua (09) Caught out there Kelis (l0) Kiss (When the Sun Don’s Shine) Vengaboys (71) Americanpie Madonna (72) The Great Beyond fí.E.M. (73) Show Me the Meaning ofBeing Lonely Backstreet Boys 14 ; GoLetltOut Oasis (75) IHaveaDream Westlife (76) The GroundBeneath Her U2 (The Million Dollar Hotel) (77) Re-Arranged Limp Bizkit (78) SexxLaws Beck (19) Backinmylife Alice Deejay (20) What a girl Wants Christina Aquilera Sætin 21 til 40 0 foppiag vikunnar 21. Under Pressure (Rah Mix) i Queen & David Bowie . 22. Only God Knows Why Kid Rock J hástökkvari „„ „ 4 vikunnar 23. Feelm so good Jennifer Lopez r 24. 1 Learned from the Best Whitney Houston X nýttáiistanun, 25 Pure Shores All Saints Jo| stendurlstaö 26. Miseratjte Lit „ hækkar sig írá 27 Hryllir (Thirller) Védis Hervör Árnadóttir siiistuviku 28. Rainbow Country Marley & Funkstar De Luxe lækkarsigfrá 29. Saymyname siðjstu viku 30 Whatever You Need Destiny 's Child Tina Turner faiivikunnar 31. If / Could Turn Back the Hands ofTime R. Kelly 32. Byebyebye N'syne 33. / Regret It Selma 34. Better Be Good Páll Óskar 35. Take a picture Filter 36. Off the wall (enjoy yourself) Wisdome 37. viltu hitta mig í kvöld Greifarnir og EinarÁgúst 38. Private Emotions Ricky Martin & Meja 39. Girl with the Sparkling Eyes Bellatrix 40. My Beautiful Friend Charlatans Vikur á lista 0 4 t 5 4- u 4- w 3 -Þ 10 t 10 1“ 4 1" 4 'l' 4 42 -Þ 9 4, 7 5 4, 5 X 1 4. 3 4, 9 4, 4 4, n 4 t t 4- t X X X 4. 4- t X 4- 4- t 4 X 4- X 10 3 2 12 3 1 1 8 1 3 12 2 1 7 2 2 8 1 5 1 ^ijpÍ JlXFT' Tt Ifókus Nostalgíuþurfandi músíkpælarar hafa löngum grafið í plöturekkum fortíðar og dregið fram rykfallnar tónlistarstefnur. Klámmyndatónlist, svalt fönk og kokkteilapopp hefur gengið í endurnýjun lífdaga en nú er komið að döbbinu. Dr. Gunni tékkaði á þessari áhrifamiklu stefnu og mesta furðufugli hennar. Döbbið og hinn M i i * w Perry Döbbið - raggea dub eða „version“ - varð til í litlum hljóðverum í Kingston á Jamaíku þegar nokkrir eldklárir tækni- menn fóru að gera tilraunir í lok 7. ára- tugarins. Döbb varð útkoman þegar menn hristu upp í raggea-lögum, tóku sönglínurnar úr þeim og hrærðu í ryt- manum og hljóðfæraleiknum. Rafrænu bergmáli, töfum og endurtekningum var sturtað í lögin og niðurstaðan var frum- stæð og framandleg, dáleiðandi og djörf. Um leið og þessi nýja tónlist var kynnt skók hún diskótekin á Jamaíku. Ferðahljóðkerfi - tveir plötuspilarar og risahátalarar - sköffuðu fullkomið um- hverfl fyrir flippaða karaktera sem fóru á kostum, oftast útúrskakkir af innlendu grasi. Plötusnúðamir voru kallaðir rist- arar (“toasters") og fremstir í flokki í döbbinu fóru King Tubby og Lee Perry. Tubby er oftast talinn frumkvöðull döbbsins en þar sem framleiðsla Lees var útúrsýrð hefur hann verið kallaður fyrsti súrrealisti döbbsins. Breska plötumerkið Blood and Fire hefur verið duglegt við að endurútgefa þessa tæru snilld fortíðar og nýlega fór plötubúðin 12 tónar að flytja þessar plöt- ur inn. Það er ekki seinna vænna að ís- lendingar fari í döbbgírinn og kynnist tóniistinni sem flest danstónlist samtím- ans er byggð á, bæði tekknó og drum ‘n’ bass og ekki síst tripp-hoppið. Bönd eins og Massive Attack og Portishead óiust upp við döbbtónlist og söngvarinn Horace Andy, sem er fastagestur á plöt- um Massive Attack, er ein af goðsögnum döbbsins. Af öðrum snillingum má nefna I-Roy, Prince Jammy og Scientist og hljómsveitirnar Isreal Vibration og The Congos. Fyrsta skrefið í að tékka á döbb- inu eru nokkrar stórgóðar safnplötur sem Blood and Fire hefur gefið út. En setjum nú fókusinn á Lee Perry, enda vandfundinn annar eins fúrðufugl. Snillingur eða brjálæðingur? Margir kalla hann sniliing, aðrir segja hann geðveikan bijálæðing, og í raun er Lee Perry hvort tveggja. Síðast en ekki síst er hann risanúmer í raggea- bransanum - hljóðstjórnandi, mixari og lagasmiður sem hefur gert raggea-tónlist að áhrifamiklum hluta af popptónlist samtímans. Lee fæddist 1936 og var farinn að vinna með ska-körlum eins og Prince Buster seint á 6. áratugnum. Lee lætur illa að vinna með öörum og brennir yfir- leitt allar brýr að baki sér þegar sam- starfi lýkur. Árið 1968 gafst hann upp á að vinna fyrir aðra og stofnaði eigin út- gáfu sem hann kallaði Upsetter. Fyrsta lagið sem hann gaf út var People Funny Boy og í því gerði hann grín að síðasta starfsfélaga, útgefandanum Joe Giggs. Lagið var geysivinsælt á Jamaíku og fer í sögubækumar fyrir að vera fyrsta pop- platan á Jamaíku með hægum og letileg- um takti. Með laginu sagði Lee skilið við hröðu ska-tónlistina sem hafði verið allsráð- andi á Jamaíku og steig fyrsta skrefið í átt að hinni seiðandi raggea-tónlist sem allir þekkja. Satan stelur súperbolta Upp frá þessu hefur tónlistin runnið frá meistaranum í stríðum straumum og hann hefur notaö tugi nafna á sjáifan sig: m.a. Jah Lion, Pipecock Jakxon, Super Ape, the Upsetter, en Scratch er frægasta gælunafnið. Þegar Lee heyrði döbbtilraunir Kings Tubby var hann snöggur að hoppa á vagninn, setti á fót eigið hljóðver, Black Ark, og tók þar döbbið á annað og sýrðara plan en öðr- um haföi tekist. í Black Ark tók Lee upp fyrstu meist- araverk Bobs Marleys og The Wailers en kom sér í ónáð þegar hann seldi teip- in án þess að spyrja Marley og félaga og stakk greiðslunni í eigin vasa. Þá kom Englendingurinn Chris Blackwell hjá Island-plötum til sögunnar og gerði samning við Marley en Lee sat eftir með sárt ennið. Lee kallar Chris enn í dag vampíru og hefur ekki mikið álit á Bob Marley. Lee steypti sér í vinnu, vann m.a. með The Clash, miklum aðdáendum. Geð- heilsa hans fór versnandi og alls konar sögur um hrikalega eiturlyfjaneyslu fengu byr undir báða vængi þegar Black Ark brann tU kaldra kola 1979. Sagan segir að Lee hafi kveikt í sjálfur í LSD- æði þegar hann var fullviss um að Satan sjálfur hafði gert stúdíóið að heimUi sínu. Þegar blaðamenn komu í rústir hljóðversins sat Lee þar, tUbað banana og át peningaseðla. Hann sagðist hafa kveikt í af því Satan hefði stolið uppá- haldssúperboltanum hans sem hann geymdi ofan á mixemum. Skömmu síð- ar flutti Lee frá Jamaíku, enda búinn að gera flesta heima fyrir að óvinum með athöfnum sínum og kjaftagangi. Hann benti sjálfur á að spiUingin hefði verið slík í tónlistarheimi Jamaíku að þar væri ekki verandi lengur. Hann fór tU Evrópu og bjó um tíma í Amsterdam. Fljótlega var hann þó kom- inn tU Jamaíku aftur og endurreisti Black Ark-hljóðverið. Sett voru upp tæki en þá skar Lee á aUar rafmagnsleiðsl- umar og gróf andapoU i miðju hljóðver- inu. Þegar engar endur höfðu komið í pollinn þrem vikum síðar gafst Lee upp í annað sinn og flaug til Ameriku þar sem hann spilaði raggea með hvítingjum í nokkur ár en sú tónlist þykir ekki merkUeg. Árið 1986 gerði Lee ágæta plötu, enda tók hann hana upp með raf- magnsofn bundinn á hausinn á sér og drakk kokkteU úr beijasafa og bensíni. Ári síðar dró tU tíðinda þegar Lee gerði plötu með Adrian Sherwood og bandi hans, The Dub Syndicate. Þeir hafa gert nokkrar plötur saman síðan þó Lee hafi eftir hverja plötu svarið að vinna aldrei með Adrian aftur. Safnar góðum heilum I Sviss I dag býr Lee í Sviss með þriðju kon- unni sinni, fyrrverandi hórumömmu, sem er líka umboösmaður hans. Hann hefur sett upp stúdíó í kjaUaranum og kaUar það White Ark; „leynileg tilrauna- stöð þar sem enginn hefur komið áður“, nema þvottavél konunnar hans auðvit- að. Enn er karlinn að þróast þó hann sé kominn á gamalsaldur. Hann á marga aðdáendur, m.a. strákana í Beastie Boys sem fengu hann tU að rappa á plötunni IU Communication og koma fram á Tí- bet-tónleikunum sínum. Eftir meistarann liggja þúsundir laga en aUt það besta er að finna á þriggja diska settinu „Arkology" sem kom út 1997. Leyfum Lee sjálfúm að hafa síðasta orðið: „Ég er geimvera frá öðrum heimi, utan úr geimi. Ég á ekkert land, engar eignir, ekkert hús. Ekki í þessum heimi. Ég bý í geimnum og er hér bara í heim- sókn. Sumir eru héma bara tU að safna eignum. Ég er hér með ferðatöskuna mína til að safna góðum heUum." Og heilamir verða varla betri en eftir að Lee „Scratch" Perry er búinn að hræra í þeim með sínu útúrspeisaða döbbi. * 12 f Ó k U S 3. mars 2000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.