Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 15
Ragnar Bragason kvikmyndageröarmaöur er náttúrubarn fram í fingurgóma enda er hann alinn upp viö sjóinn í Súðavík. ævi. Það að búa í svona litlu sam- félagi vakti fljótt áhugann á fólki og sögum þess. Maður kynnist líka fólki á öllum aldri í svona litlu þorpi, alls konar týpum og umgengst miklu breiðari aldurs- hóp en krakkar í Reykjavík. Mín- ir vinir voru til dæmis allir þrem- ur eða fjórum árum eldri en ég. Við vorum aðeins þrjú í mínum árgangi og í bekk rneð eldri krökk- um. Þorrablótin eru líka ágætis dæmi. Þar mættu þriggja ára krakkar jafnt sem nírætt fólk.“ Bjóstu aö þessu þégar þú skrifaöir handritiö? „Já. Fíaskó er rammíslensk mynd sem segir sögu þriggja kynslóða innan sömu fjölskyldunnar. Allar fást þær við ástina á sinn hátt svo úr verður eitt „Fiaskó“. Yngsta aðalpersónan er átján ára og sú elsta áttræð. Ég held nefnilega að íslendingar vilji sjá myndir um raunverulegt fólk.“ Haqlabyssurnar í roðum „Ég var mikið inni á heimili hjá besta vini mínum á þessum árum og pabbi hans var hrefnu- skytta. Þegar við kynntumst, 5-6 ára, þá bjó afi hans heima hjá þeim. Þetta var svona fólk sem er með minkabúrin fyrir aftan hús hjá sér, það hangir siginn fiskur í öllum rjáfrum og haglabyssurnar eru bara i röðum. Ég var eitt sum- ar með þeim á Galtarvita. Þá var faðir vinar míns vitavörður þar og maður var bara að skjóta svartfugl og var látinn liggja kjur í gúmmíbát - kannski í klukku- tíma. Síðan stóð karlinn upp og plaffaði fuglana í kring niður og maður pikkaði þá upp sem voru enn þá lifandi. Það var ekki tími til að snúa þá alla úr hálsliðnum því þeir sukku svo maður þurfti að brjóta á þeim hauskúpuna -með þvi að bita...“ Beistu fuglana í hausinn? „Já, maður setti bara hausinn upp í sig, beit með jöxlunum og - köhkkk - var með þá í báðum höndum og beit í annan meðan maður hélt á hinum. Maður ólst upp í aðeins öðruvísi umhverfi en krakkar í bænum.“ Hvernig er aö vera fyrir vestan í dag, eru þessir lífshœttir enn þá ríkjahdi? „Ja, ég meina, þetta fólk býr þama enn þá. Það var til dæmis afskaplega lítill fólksflótti frá Súðavík eftir snjóflóðið, allt ann- að en á Flateyri þar sem megnið af bænum flutti í burtu. í Súðavík var bara eitthvað allt annað í gangi,“ segir Ragnar hugsandi. Skíthræddur við sjóinn Ragnar er á þeirri skoðun að vestfirsku fjöllin séu fallegustu fjöll í heimi og haldi fólki fyrir vestan þrátt fyrir snjóflóðin. „Maður finnur ekki til hræðslu gagnvart fjallinu sem slíku, þetta var slys. Rétt eins og sjóslys. Ég held að flest- ir í Reykjavík hafi hugsað: „Hvað er þetta fólk að búa þarna, af hverju er það ekki löngu komið í bæinn? En það er eitthvað sem heldur í fólk- ið - og það em einmitt fjöllin. Ég meina, þetta er algjör töfrastaður og þarna er galdraloft ... það em galdrar á öllum Vestfjörðum. Sem betur fer er mamma mín af hún- vetnsku skynsemisfólki sem er mótvægi við þessa vestfirsku ... tja, klikkun," segir hann og kímir við tilhugsunina. Líöur þér vel á sjónum? „Sko, þér líður alveg hryllilega illa í fyrsta skipti sem þú ferð á sjó. Það er hræðileg lífsreynsla, sérstaklega ef þú ert sjóveik(ur) eða eitthvað slikt. Svo er það svo merkilegt að eftir afskaplega stuttan tíma verður það bara þægilegt. Þetta er dáldið eins og að vera á leikskóla. Þú ert vakinn á ákveðnum tímum, það er búið að elda handa þér og svo vinn- urðu í ákveðinn tíma og þegar þú kemur af vakt bíður matur eftir þér. Þú þarft ekki einu sinni að tala við bankann eða neitt slíkt. Einu áhyggjumar sem þú þarft að hafa er hvort konan þín haldi fram hjá þér. Þetta er verndaður vinnustaður." Kanntu vel við víöáttuna? „Jú, jú, ég kann vel við víðátt- una en ég er alveg skíthræddur við sjóinn. Hann skelfir mig alltaf. Ég er voða lítið fyrir að vera úti á rúmsjó og standa við borðstokkinn. Mig hefur dreymt sama drauminn frá því að ég man eftir mér og þá dreymir mig drukknun og fyrir vikið veit ég nákvæmlega hvernig tilfinning það er að drukkna.- Ég hlýt að hafa drukknað einhver tímann í sjó og líklega er það skýringin á hræðslunni," segir Ragnar sem lætur sjóhræðsluna ekki aftra því að hann skrifi kvikmyndahandrit í Smugunni og frestar fæðingu barna sinna líkt og sannur galdra- maður. „Langafi minn var sjómaður og rammgöldróttur, hann gat gert ýmislegt sem er ekki til frásagnar. “ Prumphljóð í símanum heimasíöa vikunnar Ert þú einn af þeim sem eru orðnir leiðir á að hafa sömu tölvu- gerðu hringinguna á símanum þínum og allir aðrir? Ekki ör- vænta því væntanlegur er nýr sími á markaðinn þar sem maður getur hljóðritað sjálfur þá hring- ingu sem maður vill hafa á síman- um. Sími þessi heitir Panasonic GD92 og inniheldur hann tvö hljóðspor sem hvort um sig getur tekið upp 15 sekúndur af hljóði. Þetta þýðir að þú gætir t.d. tekið upp söng, prump, tónlist, eldhús- hljóð eða hvað annað sem þér dettur í hug. Það er bara ímynd- unaraflið sem setur mörkin hér. Væri t.d. ekki sætt að hafa rödd kærasta síns sem hringingu eða jafnvel mjálmið í kettinum þín- um? Sími þessi er einnig með tal- stýringu en það þýðir að þú þarft ekki að slá inn númerið sem þú ætlar að hringja í heldur bara segja það. Fljótlega getur þú slegið alla vini þína út þegar kemur að frumlegum farsímahringingum. www. klebsr. net Kleber.net eru heimastöðvar Kleber-fyrirtækisins en það sér- hæfir sig í því að búa til vefsíður. Það er kannski ekkert einsdæmi en Kleber má samt eiga það að margar af síðunum sem það hefur gert eru mjög flottar og skemmtilegar. Þetta eru mestallt heima- síður hljómsveita eins og Jamiroquai, Leftfield, Suede og Lightning Seeds. Plötufyr- irtækin Warp og Ninja Tune eru líka með síður frá Kleber, sem og Kylie Minogue. Það besta við hljómsveitasíðurnar er að maður getur fengið endalaust af lögum. Þar standa Ninja Tune-félag- ar þó framar en margir aðrir. Þeir leyfa manni að fá heilu hálftímana af tónleikaupptökum þegar t.d. Jamiroquai býður manni einung- is tíu sekúndur af hverju lagi (hvað þykjast þeir eiginlega vera?). Það er mjög gaman að liggja yfir öllum þessum síðum og hlusta á alls konar lög sem maður hefur aldrei heyrt áður. Skelltu þér á Kleber.net og skoðaðu. wbMlffldi tiiboð' ladkaua ræðubotaretnum um helgina. Ólafur Pórlsson, verslunarstjóri Adonis hefur um árabil starfað með íþróttafólki, næringarfræðingum og vaxtarræktar- fólki með góðum árangri. Hann hefur haldið fyrirlestra og skrifað greinar um næringarfræði og hreyfingu. Nýttu þér sérfræðiþekkingu Ólafs og láttu hann ráðleggja þér við val á fæðubótarefnum. Ólafur Þórisson. Einkaþjálfari og leiðbeinandi í líkamsrœkt. Einkaþjálfunarpróf hjá ISSA (International Sport Scienco Association). SWL (Specialist in Weight Management) ADOfll^ V6RSLUN M6Ð FPGÐUBÓTRR6FNI Kringlunni • sími 588 2988 ww.adonis.is EAS • PERFECT • LEAN BODY • MLG • TWINLAB • AST • LEPPIN • MUSCLETECH 3. mars 2000 f ó k u s 15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.