Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Blaðsíða 14
Þann tíunda mars verður gráglettna gamanmyndin Fíaskö frumsýnd, Höfundur handrits og ieik- stjóri er Vestfirðingurinn Ragnar Bragason. Hann er sjálfmenntaður kvikmyndagerðarmaður og myndin er framleidd af Zik Zak kvikmyndum ásamt íslensku kvikmyndasamsteypunni. Auður Jónsdóttir spjallaði við kvikmyndagerðarmanninn um Smuguna, snjóflóð, Fíaskó og galdra, Braut hauskúpuna jöxlunum „Fæðing drengjanna átti að vera sett í gang þriðjudaginn 6. apríl en sá dagur var bókaður fyr- ir stærstu hópsenuna í myndinni og það var engin leið að fresta henni, það er svo erfitt að fá fólk, þetta voru hundrað aukaleikarar og tökustaður sein var ekki hægt að fá aftur. Ég hringdi á mánudegi og spurði lækninn hvort það væri ekki séns að fresta fæðingunni um sólarhring svo ég gæti verið við- staddur og hann tók bara vel í það, sagði beiðnina mjög óvana- lega en hann skyldi gera undan- tekningu," rifjar Ragnar Bragason upp og lítur brosandi á konuna sína, hana Helgu Rós, sem segir góðlátlega: „Maður sagði ekkert við því frekar en öðru á þessu tímabili." Tvíburabræðrunum varð þó ekki meint af og Ragnar er stoltur fjölskyldufaðir í dag. Barði ís og fældi burt ísbirni „Ég var að skrifa annað handrit og fór á sjó til að hafa efni á að sitja heima og skrifa. Á sjónum var maður sem heitir Hilmar Karlsson og er af Suðurnesjunum, svona týpa sem segir óteljandi sögur af sjálfum sér og aldrei sömu söguna. Hann er ótæmandi brunnur af skemmtilegheitum og sagði mér sögu af sjálfum sér sem varð eiginlega til þess að Fíaskó varð til. í rauninni er sagan að- eins eitt atriði í myndinni en i kringum þennan karakter urðu til sex aðrar persónur sem tengdust allar innbyrðis. Ég skrifaði sem sagt fyrstu drögin að handritinu á frystitogaranum Hrafni Svein- bjarnarsyni í Smugunni,“ útskýr- ir Ragnar. í Smugunni eru vaktirnar sex tímar og svo fáið þið frí í sex tíma, er þaö ekki? „Jú, það voru alltaf sex og sex en það var ekkert fískirí. Við gerðum ekkert annað en að berja ís og fæla burtu ísbirni svo ég gat lagt drög að Fíaskó.“ Rammgöldróttir sjómenn „Faðir minn er vélstjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni, hann er menntaður vélstjóri og útgerðar- tæknifræðingur en það snýr að sjálfri útgerðinni. Hins vegar er faðir minn svo mikill sjómaður að hann hefur aldrei tollað lengi í landi og hefur verið, meira og minna, á sjó síðan hann var 12 ára gamall. Eruö þið sjómenn langt aftur í œttir? „Sko, ég er kominn af galdra- mönnum af Vestfjörðum. Ég er fæddur og uppalinn í Súðavík. Og öll föðurættin mín er af Vestfjörð- unum. Langafi minn var sjómað- ur og rammgöldróttur - hann gat gert ýmislegt sem er ekki til frá- sagnar. Megnið af því er hálfó- hugnanlegt. Ég ætla ekki að segja söguna af því - það er fjölskyldu- harmleikur,“ segir Ragnar og brosir svo það skín í tvær fram- stæðar augntennur. Brosið er tví- mælalaust vestfirskt, samanber Hallgrím Helgason, Hannibals- slektið og fleira fólk sem rekur einnig ættir sínar vestur. Ugg- laust hefur þessi munnsvipur sett sterkan vampírublæ á göldrótta forfeður kvikmyndagerðarmanns- ins. Nokkur ættmenni fórust í snjóflóðinu Ragnar er vitanlega spurður um snjóflóðið í Súðavík og hvaða áhrif það hafði á hans líf. „Það kom náttúrlega mjög við mig á sínum tíma. Margt af mínum ætt- mennum býr enn þá þarna og nokkrir ættingja minna fórust í þessu slysi. Þetta er ekki nema 250 manna samfélag. Ég bjó þarna til tiu ára aldurs og maður hugsaði aldrei út í snjóflóðahættu á þeim tíma. Það var eitthvað sem enginn bjóst við og ákveðin mörk á snjóflóðahættusvæðinu lágu í gegnum húsið sem ég bjó í,“ svar- ar hann að bragði. Flóðið hefur ekkert umturnað þinni heimsmynd eða eitthvað slíkt? „Ég myndi kannski ekki segja það. En ég held að þau ár sem ég bjó í Súðavík hafi mótað alla mína ®! Ragnar: „Ég skrifaði sem sagt fyrstu drögin að handritinu á frystitogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni í Smugunni." f Ó k U S 3. mars 2000 14

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.