Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.2000, Síða 9
Corey Haim og
Corey Feldman
Sáust síöast sem teymi í vinsœlum
unglingakvikmyndum á borð viö
Lost Boys (‘87) og License to Drive
C88).
Hvað gerðist?
Feldman sat inni fyrir að hafa heróín I fórum
sínum og kvikmyndir Haims áttu sífellt minni
vinsældum að fagna. Nú leika þeir báðir! rusli
sem aldrei kemst inn fyrir þröskuld kvikmynda-
húsa. Þeir leiddu saman hesta sína á ný og
léku saman í nokkrum „klassískum" myndum
á tímabilinum '92-’94, m.a. National
Lampoons Scuba School. Sú mynd náði þeim
einstaka árangri að vera gefin út á myndbandi
hér á landi - samt sem áður sá hana ekki
nokkur sála. í dag er ávallt öruggt að hulstrin
með spólum þeirra eru með því Ijótasta sem
gengur og gerist.
Nútímaútgáfa:
Matt Damon og Ben
Affleck.
Möguleiki á
endurkomu:
Haim 1 á móti 1.000.000, Feldman 1 á móti
1000. Ástæöa þess að Feldman á meiri
möguleika er einfaldlega sú að hann hefur
leikið í betri myndum eins s!ns liðs, myndum
á borð við Stand by Me og Gremlins, svo er
hann líka betri leikari. Samt myndi ég ekki
veðja háum fjárhæðum á hann. Að veðja á
hann er svona állka og að veðja á að Bradford
verði Englandsmeistari. Það að veðja á endur-
komu Haims er eins og að veöja á að Man Utd
falli.
\h)OH
fc. DONOVHM
Jason Donovan
Sást síðast sem Scott Robinson í
Nágrönnum, á toppi breska vin-
sældalistans, í kringum ‘90 og auó-
vitað um árabil sem kœrasti Kylie
Minogue.
Hvað gerðist?
Eftir að hafa verið goð unglingsstelpna í Evr-
ópu og Asíu um árabil sturtaði hann ferlinum
niður í klósettið með því að fara! mál við t!ma-
ritiö FACE vegna greinar tímaritsins þar sem
fullyrt var að hann væri hommi. Þar sem hann
var mjög vinsæll meðal samkynhneigðra, sem
túlkuöu aðgeröir hans sem svo að hann hefði
fordóma gagnvart þeim, minnkuðu vinsældir
hans til muna. Einnig er hægt að kenna því
um að tónlist hans var ömurleg. Hann eyddi
nokkrum árum í að leika sér á brimbrettinu
sinu og að soga kókaln í nös og komst svo !
fréttirnar fyrir að hafa tekið inn of stóran
skammt i afmælisveislu Kate Moss. Þetta gaf
sögusögnum um eiturlyfjaneyslu horrenglunn-
ar Moss byr undir báða vængi og fóru bresku
slúðurblöðin hamförum í lýsingum sínum á
gegndarlausri kókaínneyslu hennar. Þeim var
alveg sama þó að Donovan ætti hlut að máli
þar sem öllum var skítsama um hann. Eftir
þetta lék hann í nokkrum áströlskum kvik-
myndum sem aldrei náðu íslandsströndum.
Nú er hann aö vinna að nýrri plötu (jibbí).
Nútímaútgáfa:
Ronan Keating.
Möguleiki á
endurkomu:
1 á móti 20.000.000. Hann
semur lögin á nýju plötunni sinni sjálfur, sem
hann gerði einnig á síðustu plötu. Hún náði
hæst 103. sæti breska vinsældalistans. Það
eru því meiri llkur á að Bítlarnir komi saman
aftur, með John Lennon ! broddi fylkingar,
heldur en að Jason Donovan nái fyrri vinsæld-
um.
New Kids on the Block
Sáust sióast á svefnherbergisveggj-
um unglingsstelpna um gjörvalla
veröld fyrir og eftir 1990. Segja má
aö þeir hafi hleypt„boy band“-bylt-
ingunni af stokkunum (takk, strák-
ar). Þegar vinsœldir þeirra náöu
sem mestum hœöum voru sýndar
um þá teiknimyndir á Stöö 2. Ég
man nú ekki betur en aö þœr hafi
veriö nokkuð spennandi.
Hvað gerðist?
Vinsældir þeirra döluðu þegar aðdáendhópur
þeirra fór að eldast. Því reyndu þeir að breyta
ímynd sinni og urðu harðir hip hopparar. Þetta
gekk ekki betur en svo að myndbandið við að-
allagið á nýju plötunni þeirra var bannað og
hljómsveitin hálfpartinn leystist upp. Tveir
þeirra, Joe Mclntyre og Jordan Knight, reyndu
að fara sóló, sinn í hvoru horninu, en enginn
vildi gefa tónlist þeirra út. Þeir gáfu þá út á
eigin kostnað og náðu á endanum einhverri
smáathygli. Donnie Wahlberg reyndi fyrir sér
sem leikari og fékk ágætlega bitastætt hlut-
verk í Mel Gibson-myndinni Ransom. Nú þeys-
ist hann um skjáinn á Ðisney-stöðinni banda-
rísku ! hlutverki Indiana Jones (Guð minn al-
máttugur, hvað er aö verða um heiminn?).
Hann lifir auðvitað sem fyrr! skugga eldri bróð-
ur síns, Marks Wahlbergs, sem aldrei var
meðlimur i NKOTB þrátt fyrir orðróm um slíkt.
Hinir tveir, þeir Jonathan Knight og Danny
Wood (sá sem leit út eins og froskur og sagði
aldrei neitt), hafa stilltframadraumum slnum í
hóf. Knight er fasteignasali og Wood vinnur við
tónlistarsenuna í Boston.
Nútímaútgáfa:
Backstreet Boys
(hvað annað).
Möguleiki á
endurkomu:
1 á móti 100.000.000, Enginn áhugi virðist
vera fyrir hendi hjá strákunum á slíku og virð-
ist áhugi almennings á slíku vera álíka lítill.
Gunnar I Krossinum mun sjálfsagt fýrr af-
homma Pál Óskar en Nýju krakkarnir ná aftur
fýrri hæöum.
?
■
Stelpurnar: O
Sandra
Sást síöasta sumar en þá rétt glitti
í hana þegar hún reyndi að meika
það aftur.
Hvað gerðist?
Hin þýska Sandra sló I gegn með laginu Maria
Magdelena um miðjan níunda áratuginn. Þótti
hún einstaklega frið ásýndum og halda lagi
ansi vel. Þ.a.l. átti hún allnokkrum vinsældum
að fagna um nokkurra ára skeið, aðallega þó
í heimalandi sínu. Hún giftist árið '90 mannin-
um á bak við eins manns hljómsveitina
Enigma. Eftir brúðkaupið dró hún sig í hlé og
hafði sig lítið í frammi þar til seinasta sumar
að hún gaf út nýtt lag. Það náöi hæst i
69.sæti þýska smáskífulistans. Hún sleikir nú
sárin í villu sinni í úthverfi Stuttgart. Þess má
geta að í næsta húsi við hana býr Ásgeir Sig-
urvinsson.
Nútímaútgáfa:
Britney Spears
Möguleiki á
endurkomu:
1 á móti 10.000. Henni mistókst seinasta
sumar en aldrei á að vanmeta.þýskt gæöa-
stál.
t
Samantha Fox
Sást síöast á föstu með Paul, söngv-
ara hljómsveitarinnar Kiss, og í
Playboy.
Hvað gerðist?
Snemma á níunda áratugnum fékk Samantha
margan ungan peyjaliminn til að standa blý-
harðan þegar hún sýndi stinnan barminn á
hinni frægu síðu 3 í breska slúðurblaðinu The
Sun. Þá 15 sekúndna frægð sem því fylgdi
náði Samantha að framlengja um fáein ár
með því að gefa út nokkrar plötur. Heldur fór
að halla undan fæti þegar hún hætti aö vilja
sýna á sér brjóstin og auðvitað spilltu einnig
fýrir þau aukakíló sem hún var farin að bæta
á sig. Lét Samantha sig þá algerlega hverfa af
sjónarsviöinu allt þar til Playboy gróf hana upp
árið '96 og tók við hana opnuviðtal. Nú er hún
húsmóöir en kemur þó fram öðru hvoru víðs
vegar um Bretlandseyjar og tekur lagið. Ekki
fer miklum sögum af undirtektunum.
Nútímaútgáfa:
Geri Halliwell
Möguleiki á
endurkomu:
1 á móti 1.000.000.000.
Stjarnfræöilega litlir þar sem hún hafði litla
sem enga hæfileika til að byrja meö, nema
hún nái að slá ! gegn á siðum sorpritsins
„Over 40".
?
®-> Viðvarandi þu
e-pillan er skaðvaldur. Fyrsta
taflan rífur þig upp í tryllings-
legar hæðir, gerviveröld gleði og
stundarbrjálæðis. Þegar áhrifin
dvína, nokkrum klukkustundum
síðar er fatlið hátt niður í
tilgangsleysi og svartsýni.
Með tímanum finnur þú fyrir
framtaksleysi, vanmáttarkennd,
svartsýni ög sektarkennd.
Geðsveiflurnar sem e-taflan
veldur draga þig sífellt neðar,
langt niður fyrir það sem eðlilegt
er. Þar bíður þín þunglyndi og
örvinglan!
e-taflan er hættuleg!
Landlæknir, Ríkislögreglustjórinn, Jafningjafræðslan, ísland án
eituriyfja, Áfengis- og vímuvamaráð, Félag framhaldsskólanema
■
Vanlidan
Vanlídan eykst
3. mars 2000 f ÓkUS
9