Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 17 Að kveða drundrímur - alit sem þig langaði til að vita um viðrekstur en vissir ekki hvern ætti að spyrja Það reka allir við. Þetta er stað- reynd sem vekur fliss hjá öllum yngri en 10 ára en mörgum eldri líka. Þetta sammannlega athæfi heitir á íslensku að reka við, leysa vind, prumpa, kveða drundrímur og sjálfsagt eitthvað fleira sem ég man ekki í svipinn. í fróðlegri grein um þetta efni sem birtist í Salon Magazine net- tímaritinu nýlega er fjallað um störf og rannsóknir dr. Michael D. Levitt sem er meltingarsérfræðingur sem hefur sérhæft sig í viðrekstrum og ýmsum hliðarverkunum þeirra og orsökum. Dr. Levitt hefur skrifað 275 greinar um viðfangsefni sitt í viðurkennd lækna- og vísindatíma- rit og ber því höfuð og herðar yfir marga aðra á þessu sviði. Of mikið loft er ekki gott Að mati dr. Levitt er eðlilegt að leysa vind að meðaltali 10 sinnum á degi hverjum. Fari tíðni loftskot- anna mikið yfir 20 skipti á dag er ástæða til þess að horfa á matar- venjur og mataræði viðkomandi. Á 40 ára rannsóknarferli sínum hefur dr. Levitt rekist á tvo sjúk- linga sem sköruðu langt fram úr öðrum á þessu sviði. Þetta voru hvor tveggja karlmenn sem leituðu til læknis vegna þess að þeir leystu vind að meðaltali 140 sinnum á dag sem hafði margvísleg óþægindi í för með sér fyrir þá bæði í leik og starfi. Annar þeirra taldi m.a. að kynlíf hans heföi farið að mestu leyti forgörðum vegna þessara aukahljóða. Dr. Levitt leysti vanda þeirra því í ljós kom að þeir höfðu báðir ákveðið óþol fyrir mjólkurvör- um og þegar allt slíkt var fjarlægt úr mataræði þeirra lygndi mjög snarlega. Það geta verið fjórar meginástæö- ur fyrir þvi að fólk leysir vind af meiri styrk og magni en almennt gerist. Of mikil kolvetni í fæðunni er ein ástæða og loft sem gleypt er með mat er önnur ástæða. Síðan getur verið að örverur í innyflum viðkomandi séu annaðhvort ofvirk- ar eða of sljóar. Hvort tveggja leiðir til óhóflegs vindgangs. Meðalfretur er um það bil 110 ml af gasi frá körlum en 80 ml frá kon- um. Þetta þýðir að meðalmaðurinn framleiðir rúman lítra af gasi á dag en meöalkonan um 800 ml. Dr. Levitt segist hafa hitt konur sem segjast aldrei leysa vind en hefur aldrei trúað þeim. Þú fretar eins og þú borðar Það er beint samhengi milli gasmagns sem myndast í innyflum manna við meltingu og þess sem þeir borða. Sá matur sem er efstur á list- anum yfir loftmyndandi fóður eru bakaðar baunir. Þetta á reyndar við um flestar baunategundir. Næst á eft- ir koma ýmsar grænmetistegundir, sérstaklega spergilkál, rósakál, hvít- kál og blómkál. Mjög trefjaríkur mat- ur eykur einnig á vind, s.s. gróft og dökkt brauð. Mataræði sem er talið mjög heilsusamlegt er þannig um leið það sem bætir mest í vindinn. Dr. Levitt segist aldrei hafa hitt neinn sem varð meint af því að halda í sér vindi en telur það engu að síður mjög óráðlegt. Eiturefni í gasinu geta komist út í blóðið og valdið svima og höfuðverk. Best að borða bægt Það er ekki aðeins matartegundir sem hafa áhrif á loftmagn í iðrum okkar heldur ýmislegt tengt neyslu matar. Of mikil gosdrykkjaneysla veldur óhóflegri vindframleiðslu og einnig það að gleypa loft sem flestir gera þegar þeir drekka gegnum rör. Það að borða of hratt og tyggja matinn illa á sinn þátt í að fram- leiða drundrímur og notkun tyggigúmmís veldur því að neytend- ur gleypa loft sem einhvers staðar þarf að komast út. Hreyfmgarleysi á sinn þátt í að auka á gasframleiðslu og verður þannig til þess að sófadýrin freta meira en þeir sem eru á sífelldu iði. Neysla fúkkalyfja setur oft þarma- flóruna úr jafnvægi og veldur tima- bundið auknum vindgangi. Hvaða lykt er þetta? Þefurinn er helsta ástæða þess að menn hafa ímugust á fretum en hin- ar efnafræðilegu ástæður hans eru breytilegar. Hér er á ferðinni gas sem er að mestu leyti úr súrefni, koltvísýringi, vetni og metani. Eins og margir lesendur kunna að vita er metanið helsta ástæða þess að um- rætt gas logar ágætlega og brennur með grænbláum loga. Vetnið getur valdið skörpum hvelli þegar eldur kemst að gasinu en veldur því lika að umrætt gas stígur hratt upp í andrúmsloftinu. Það sem gerir lyktina af gasinu óþægilega er brennisteinn. Því meira brennisteinsinnihald, því skarpari lykt. Hægt er að fá ýmsar töflur og lyf sem eiga að draga úr loftmyndun iðra af þessu tagi en dr. Levitt segir að fátt slíkra meðala geri nokkurt gagn. í Ameríku er reyndar hægt að fá sérstakan filter eða síu sem fólk setur á réttan stað og er ætlað að koma í veg fyrir óþægilega lykt. Þessi „Tooter Trapper", eins og gripurinn er kallaður, segir dr. Levitt að hrifi vel en henti ekki öll- um. Sumir lesendur kannast eflaust við að hafa kveikt snöggvast á eld- spýtu til þess að yfirgnæfa eða eyða lykt af þessu tagi. Þessi brella hríf- ur í rauninni ekki með öðrum hætti en því að lyktin af eldspýtunni skyggir eitthvað á hina en eyðir henni ekki. Fretaði franska þjóðsönginn Fretar eða prump á sinn sess í menningarsögu ýmissa þjóða og er skemmst að minnast vinsæls Prumplags sem Heiða úr hljóm- sveitinni Unun söng inn á plötu fyr- ir nokkrum árum og var ætlað börnum. Margir skemmtikraftar hafa byggt dagskrá sína á þessu al- þjóðlega fyrirbæri þó enginn hafi gert það með sama hætti og Joseph Pujol sem varð frægur i Frakklandi og víðar rétt fyrir síðustu aldamót. Pujol tróð fyrst upp i Rauðu myll- unni 1892. Meginuppstaðan í skemmtidagskrá hans voru gríðar- legir fretar sem hann virkjaði til þess að leika á flautu, blása á kerti af tveggja skrefa færi, líkja eftir fall- byssuskotum og leika sína eigin út- setningu á La Marseillaise sem er franski þjóðsöngurinn. Fyrir þessa efnisskrá varð Pujol firna vinsæll og menn ferðuðust um langan veg til að hlýða á „sönglist" hans. Að áiiti sérfræðinga í meltingarferlinu var hér um svolítið svindl að ræða því þeir telja að Pujol hafi ekki nýtt iðragas við skemmtanalist sína heldur hafi hann haft vald á þeirri fágætu kúnst að draga loft inn um endaþarminn í talsverðu magni og nýtt það sem aflgjafa í skemmtun- ina. Aristófanes og Dante Viðrekstrar eru notaðir til að koma fólki til að hlæja í gríska leik- ritinu Skýin eftir Aristófanes og púkar og drísildjöflar í Víti Dantes kveða drundrímur svo bergmálar í veggjum Helvítis. Benjamín Frank- lín gaf út bók af klúrum greinum árið 1776 sem bar nafnið Fart Prou- dly eöa Fretaðu af stolti. Sérkennilegasta dæmið um annað hlutverk þessarar likamsstarfsemi er að finna i bók eftir breska land- könnuðinn Richard Francis Burton sem fullyrti að hann hefði kynnst ættflokki bedúína sem notuðu prump til að senda hver öðrum við- varanir og skilaboð á dulmáli. Prump á Netinu Ef nútímamenn sem eru nettengdir vilja kynna sér hinar ýmsu hliðar fretfræðanna þá er mikið af efni sem fjallar um þetta á Netinu. Þar eru frétta- og umræðu- hópar áhugamanna af ýmsu tagi. Sérstaklega gætu menn þó haft gaman af að skoða vefsíðuna fart.com sem er einkar fjölbreytt og gefur t.d. fjölbreytt tón- eða hljóð- dæmi um vel kveðnar drundrímur. Einnig mætti benda á fartfact- ory.com og fartcd.com þar sem hægt er að kaupa hljóðsöfn af fret- um á geisladiskum. -PÁÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.