Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2728291234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627282930311
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 JjV útlönd stuttar fréttir Hagnaöur hjá banka Hagnaður varð af rekstri Fær- eyjabanka í fyrra, fjórða árið í röð. Að þessu sinni var gróðinn rúmir tveir milljarðar íslenskra króna, að sögn Sosialurin. Chirac stórhrifinn Jacques Chirac Frakklandsfor- seti heimsótti í vikunni lítil há- tækni- og tölvu- fyrirtæki sem hafa komið sér fyrir í sex hæða skrifstofubygg- ingu í París. Skemmst er frá því að segja að forsetinn var | stórhrifinn af því sem fyrir augu bar, enda hefur hann gert sér far um að sýnast nútímamaður. Nautakjöt úr hillum Færeysk heilbrigðisyfirvöld hafa bannað sölu á dönsku nauta- kjöti í kjölfar kúariðutilfellisins sem kom upp í Danmörku um daginn. Býflugur drápu konu Býflugnager varð tæplega fer- tugri konu i Ástralíu að bana á fimmtudag og ungt bam hennar var stungið meira en fimmtíu sinnum. Atvikið átti sér stað í heimilisgarðinum. Enn hærri framlög Bresk stjórnvöld verða að hækka framlög sín til heilbrigðis- kerfisins ef þau ætla að standa við það yfírlýsta markmið að ná öðrum þjóðum í Evrópusamband- inu árið 2006. Fékk 45 ár Stríðsglæpadómstóllinn í Haag hefur dæmt króatíska hershöfð- ingjann Tihomir Blaskic í 45 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi sem framdir voru í átökunum á Balkanskaga. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp hjá dóm- stólnum og aldrei hefur jafnhátt- settur liðsforingi verið dæmdur. Blaskic átti þátt í dauða hund- | raða múslima. Gegn krabbameini Dönsk yfirvöld hafa lagt fram viðamikla baráttuáætlun gegn | krabbameini. Fækka á dauðsfóll- um af völdum sjúkdómsins með því að fá fólk til að hætta að reykja, með betri skurðaðgerðum og meiri endurmenntun lækna, svo eitthvað sé tínt til. Loftbelgsmaöur lendir Bandaríski ævintýramaðurinn Kevin Uliassi, sem ætlaði að verða fyrstur til að fljúga aleinn umhverfis jörðina í loftbelg, lenti óvænt í Burma í gær. Hann er heill á húfi en ekki er vitað hvers vegna hann lenti. Gróft klám í steininum Kynferöisafbrotamenn í sænsku fangelsi eiga þess kost að sjá gróft klám í sjónvarpinu í klefum sínum á hverju einasta kvöldi. Á daginn eru þeir hins vegar í meðferð við kynferðisleg- um ranghugmyndum sínum. Sænska blaðið Aftonbladet 8 greindi frá þessu í gær. Frambjóöendur á skjá Vladímír Pútín, starfandi for- seti Rússlands, ætlar ekki að nýta sér ókeyp- is tíma sem frambjóðendur til forsetaemb- ættisins fá í rússneska sjón- varpinu. Fyrstu auglýs- ingamar birt- ust í gær og í einhverjum þeirra var hnýtt í Pútín fyrir það að Borís Jeltsín, fyrrum forseti, valdi hann sjálfur : sem eftirmann sinn. i ■ Grænlendingar lítt hrifnir af varnaráformum Grænlendingar eru ekkert allt of hrifnir af áformum Bills Clint- ons Banda- ríkjaforseta og stjórnar hans um varnir gegn eldflaugaárás- um þar sem þau fela í sér aukna starf- semi á herstöð- inni í Thule á Grænlandi. Þá eru uppi efasemdir í Danmörku um ágæti þessa. „Það yrði hættulegt fyrir Grænland að leyfa endurbætur á ratsjánni í Thule. Óvinir Banda- rikjanna myndu reyna að eyði- leggja hana. Það þýðir að sprengjum yrði varpað á Græn- land,“ sagði Johan Lund Olsen, áhrifamaður innan hins vinstri- sinnaða Inuitaflokks, í græn- lenska þinginu í vikunni. Stjórnvöld í Washington hafa greint dönsku stjórninni, sem fer með utanríkismál Grænlands, frá fyrstu áformum um endurbætur ratsjárinnar ef Clinton ákveður að farið skuli út í eldflaugavarn- ‘arkerfið. Danski utanríkisráðherran sagði um daginn að ekki mætti nota Thule-stöðina í trássi við al- þjóðasamþykktir. Danskir skóla- krakkar drekka meira en aðrir Dönsk skólabörn byrja fyrr að drekka áfengi en jafnaldrar þeirra í öðrum Evrópulöndum og þau drekka jafnframt meira. Heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið 1 að bregðast við þessum tíðindum og ætla, í samvinnu við skólayfjr- völd, að takmarka áfengisneyslu j grunnskólanema. Samkvæmt nýrri könnun höfðu 82 prósent danskra nem- enda í 9. bekk orðið full á síðasta ári en í öðrum Evrópulöndum var talan 48 prósent. Þá fóru 34 j prósent danskra drengja í 9. bekk ; að minnsta kosti tíu sinnum á fyllirí á undangengnu ári. Aðeins fjögur prósent franskra drengja á | sama aldri höfðu hagað sér eins. Skæruliðar í Grozní drápu 20 rússneska dáta Rússneski herinn upplýsti í gær að tsjetsjenskir skæruliðar hefðu drepið tuttugu menn úr úr- valssveitum innanríkisráðuneyt- isins í fyrirsát i útjaðri héraðs- höfuðborgarinnar Grozní. Fyrir- sátin var gerð á svæði sem Rúss- ar töldu sig hafa tryggt. Skæruliðarnir skutu ikveikju- flaugum aö bílalest rússnesku hermannanna og skutu að þeim úr öllum áttum. Tugir hermanna særðust í árásinni. ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, fundaði i gær með ut- anríkisráðherrum ESB og Banda- ríkjanna í Lissabon. Stríðið í Tsjetsjeníu var á dagskrá og lof- aði ívanov að bjóða yfirmanni al- þjóðadeildar Rauða krossins þangað í næstu viku. Bush og Gore sigurstranglegir Ný skoðanakönnun sem gerð var í nokkrum ríkjum Bandaríkj- anna bendir til að George W. Bush ríkis- stjóri og A1 Gore varafor- seti muni nán- ast tryggja sér sigur I kapp- hlaupinu um að verða forsetaefni repúblikana og demókrata á þriðjudag. Þann dag verða haldnar forkosningar í öðrum tug ríkja, þar á meðal í mikilvægum ríkjum eins og Kali- fomíu og New York. Öldungadeildarþingmaöurinn John McCain, sem keppir aö því aö veröa forsetaefni Repúblikanaflokksins í kosning- unum í nóvember, var í New York í gær til aö kynna sjónarmiö sín. McCain gerir sér vonir um aö hófsamir repúblikan- ar í borginni veiti honum brautargengi í forkosningunum á þriðjudaginn kemur. Þó er Ijóst að mjótt verður á mun- unum milli hans og Georges W. Bush, rikisstjóra i Texas. Mannréttindasamtök lofa áframhaldandi baráttu: Pinochet fagnað sem hetju heima Björgunarsveitir í kapphlaupi viö tímann í Mósambík: Óttast að tíu þúsund hafl látist í flóðunum Bamaböm Augustos Pinochets, fyrmm einræðisherra í Chile, kysstu afa gamla þegar hann kom heim í gær eftir meira en hálfs ann- ars árs vist í stofufangelsi í Bret- landi. Stuðningsmenn hershöfðingj- ans fögnuðu honum sem hetju en mannréttindafrömuðir, sem gátu ekki dulið hneykslan sína, hétu því að halda áfram baráttu sinni fyrir því að draga hann fyrir dómstóla í heimalandinu. Lúðrasveit lék hergöngulag og hinn 84 ára gamli fyrrum harðstjóri brosti og stóð stirðlega upp úr hjóla- stólnum á flugvellinum til að faðma yfirmann herafla Chile. Flugvélin með Pinochet, sem steypti rétt kjörnum forseta Chile, Salvador Allende, af stóli í valdaráni 1973 og stjórnaði með harðri hendi í sautján ár, lenti á al- Augusto Pinochet veifar til stuön- ingsmanna sinna og velunnara viö komuna heim til Chile í gær. Björgunarsveitir eru nú í gífur- legu kapphlaupi við tímann við að bjarga fómarlömbum flóðanna miklu í Afríkuríkinu Mósambikk. Óttast er að allt að tíu þúsund manns hafi týnt lífí í þessum mestu flóðum í landinu í manna minnum. Hundruð þúsunda hafa misst heim- ili sín í hamförunum. Um þrjátíu þyrlur og flugvélar voru á fleygiferð i gær við að flytja hjálpargögn á flóðasvæðin og bjarga fólki sem hafði leitað skjóls uppi í trjá eða á þökum húsa. Bretar, Bandaríkjamenn, Frakk- ar, Þjóðverjar og Spánverjar sögðu að flutningavélar þeirra væru á leiðinni til Mósambík með fleiri þyrlur og báta sem ættu að vera komin í gagnið á sunnudag. Forráðamenn matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem hafa Fórnarlömb flóöanna í Mósambík veröa aö gera þaö besta úr öllu eins og þessi kona sem eldaöi kjúkling yfir eldi í leifum þorpsins Kari. skipulagt hjálparstarfið undanfarn- ar fjórar vikur, fóru fram á það við þær þjóðir sem ekki heföu þegar sent þyrlur sínar og flugvélar til flóðasvæðanna að halda að sér höndum að sinni. Kallað verður eft- ir þeim ef aftur fer að rigna um helgina. Veðurfræðingar fylgjast nú grannt með fellibylnum Gloríu úti á Indlandshafi, austur af Mósambík. Óttast er að hann geti farið yfir landið og gert enn meiri usla, einmitt þegar flóðin eru byrjuð að réna. íbúar Mósambík börðust við flóð- in í þrjár vikur, með aðstoð Suður- Afríkumanna, áður en þjóðir heims- ins tóku við sér. Þá höfðu myndir af fólki sem hafðist við uppi í trjám og fæddi jafnvel börn þar verið sýndar um allan heim. þjóðaflugvellinum í Santiago skömmu eftir hádegi í gær. Þyrla flutti Pinochet síðan til hersjúkra- húss í miðborg Santiago. Þungvopn- aðir verðir fylgdu fyrrum þjóðar- leiðtoganum eftir og fagnandi mannfjöldinn fyrir utan sjúkrahús- ið kyrjaði þjóðsönginn. Hátíðahöldin vegna heimkomu Pinochets stóðu stutt yfir og voru á lágu nótunum vegna bágrar heilsu hans. Jack Straw, innanríkisráð- herra Bretlands, ákvað einmitt á fimmtudag að Pinochet skyldu lát- inn laus af heilsufarsástæðum. Hann væri of heilsuveill til að koma fyrir rétt vegna glæpa á stjómartíð sinni, eins og Spánveijar og fleiri þjóðir höfðu farið fram á. Um 3000 manns voru drepnir eða hurfu spor- laust á sautján ára valdaferli herfor- ingjastjórnar Pinochets.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 54. tölublað - Helgarblað (04.03.2000)
https://timarit.is/issue/199268

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

54. tölublað - Helgarblað (04.03.2000)

Aðgerðir: