Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 20
- hvað verður um hann þar? Margir hafa velt því fyrir sér hvaö muni gerast með Pinochet í heimalandi sfnu. Hershöföinginn Augusto Pinochet er nú kominn til heimalands síns, Chile, eftir meira en 16 mánaða stofu- fangelsi í Bret- landi. Pinochet var handtekinn þar í október 1998 að beiðni Baltazar Garzón, dómara frá Spáni, sem ákærði hers- höfðingjann fyr- ir ýmsa glæpi, m.a. þjóðar- morð, árin eftir stjómarbylting- una 1973, en þús- undir manna hurfu á því dökka tímabili í sögu landsins. Pinochet var leystur úr haldi vegna þess að heilsu hans hafði hrak- að mikið og læknar töldu hann ekki geta verið viðstaddan réttarhöld á Spáni. Margir hafa velt því fyrir sér hvað muni gerast með Pinochet í heimalandi sínu, nú þegar nýr for- seti, Ricardo Lagos, hefur verið kos- inn; verður hann dæmdur þar fyrir mannréttindabrot eða nýtur hann friðhelgi í skjóli slæmrar heilsu og gamalla valda? Lagos hverfur frá sósíalisma Ricardo Lagos, frambjóðandi mið- vinstri kosningabandalags, vann ný- lega sigur á Joaquín Lavín, frambjóð- anda hægriflokksins, með 51,3% at- kvæða gegn 48,6%. Lagos, sem er menntaður lögfræðingur og hagfræð- ingur, var stuðningsmaður og ráð- gjafi í stjórn sósíalistans Salvador Allende árin 1970-1973. Vegna bak- grunns hans hafa ýmsir haldið því fram að gömul sár, sem ekki virðast fullgróin enn, verði ýfð upp. Lagos var þó duglegur í kosningabaráttunni að sannfæra þjóðina um að á meðan fortíðin væri ekki gleymd heyrði hún sögunni til og að nauðsynlegt væri að horfa til framtíðar og styrkja lýðræð- isþróunina í landinu. Síðan 1973 hef- ur Lagos slakað á hinni gömlu sósial- ísku hugmyndafræði sinni og nú kennir hann sig við evrópska jafnað- arstefnu. Eftir valdatöku herforingja- stjómarinnar fór hann úr landi og vann fyrir sér meðal annars sem kennari viö háskóla í Bandaríkjunum og sem efnahagsráðunautur hjá Sam- einuðu þjóðunum áður en hann sneri aftur til þess að taka þátt í lýðræðis- þróun Chile. Lagos hefur sagt að hann muni fylgja svipaðri efnahagsstefnu og fyr- ir er en beita sér einnig fyrir félags- legum umbótum. Efhahagurinn er sterkur um þessar mundir, um 5% hagvöxtur, verðbólga er næstum eng- in, atvinnuleysi fer minnkandi og rík- isskuldir eru lágar. Chile er þó ekki laust við þau fjölmörgu félagslegu vandamál sem hrjá Rómönsku Ameríku og er talið vera að und- anskilinni Brasil- íu, það land sem hefur mesta félags- lega misskiptingu, en samkvæmt Sameinuðu þjóð- unum býr fimmti hver íbúi þess undir fátæktar- mörkum, auk þess sem yfir 70% af íbúum þjóðarinnar þurfa að lifa við af- leitt heilbrigðis- kerii. Atvinnuleys- isbætur eru ekki til og vinnulöggjöf- inni, sem sett var á í tíð Pinochet í fjarveru þings og verkalýðsfélaga, er mjög ábótavant. Lýðræðið ruddi Pinochet úrvegi Lýðræðisþróunin í Chile hóf göngu sína í lok níunda áratugarins en Pin- ochet vék fyrir lýðræðislega kosnum forseta, Patricio Aylwin, árið 1990. Margir fræðimenn nú álíta að á þess- um 11 árum hafi lýðræðiö styrkst til muna og að erfiðasti hluti umbreyt- inganna frá einræði herforingja- stjórnarinnar sé að baki. Það er þó nauðsynlegt að taka þá afstöðu með fyrirvara því það virðist gjaman gleymast hvemig staðið var að þess- um umbreytingum. En það var einmitt einræðisstjóm Pinochets sem stóð að þeim. Hershöfðinginn réð þar af leiðandi flestum ákvæðum um hversu hraðar og sannar þær skyldu vera. Herforingjastjórn hans missti því aldrei réttmæti sitt. Lýðræðisþró- unin í Chile var ekki eins og í Argent- ínu þar sem herinn missti réttmæti stjórnar sinnar eftir Falklandseyja- stríðið í byrjun níunda áratugarins með þeim afleiðingum að hann réð ekki þróun umbreytinganna. Þar í landi var því hægt að sækja til saka ýmsa herforingja sem vom ábyrgir fyrir dauða og hvarfi þúsunda Argentínumanna, eftir að borgaraleg stjórn komst á. Herinn sterkur Staða hersins í Chile er því mjög sterk og er það þjóðinni enn í fersku minni þegar Pinochet gaf út yfirlýs- ingu í byrjun lýðræðisumbreytinga þar, að ef einhver af sínum mönnum yrði kallaður til yfirheyrslu til að gera upp fortíðina myndi hann ein- faldlega koma í veg fyrir frekari lýð- ræðisþróun. Síðan em liðin nokkur Augusto Pinochet er nú kominn til heimalands síns, Chile. ár og margt hefur breyst, en þó að hershöfðinginn sé orðinn eldri og borgaraleg öfl sterkari skyldi enginn efast um styrk og völd hersins sem gerir það að verkum að erfitt verður að sækja Pinochet til saka fyrir mannréttindabrot án þess að stofna lýðræðisþróun landsins í hættu. Auk þess nýtur Pinochet friðhelgi þar sem hann er meðlimur í öldungardeild þingsins til lífstíðar. Til þess að af- nema þennan rétt hershöfðingjans þarf að breyta stjómarskránni sem getur orðið ansi torsótt því meirihluti öldungadeildarinnar, sem þarf að samþykkja breytingu af þvi tagi, til- heyrir stuðningsmönnum Pinochets. - Ekki sjálfgefið að hlífa Pinocnet Þegar Lagos hefur verið spurður um mál Pinochets og heimkomu hans hefur nýkjörinn forseti svarað því að mál hershöfðingjans heyri ekki undir forsetaembættið heldur dómstóla landsins. Lagos gerir sér grein fyrir því hve sterk arfleifð hersins er og hefur verið varkár að taka persónu- lega afstöðu í málinu, bæði til að ógna ekki andstæðingum sínum, sem flestir eru stuðningsmenn Pinochets, og særa ekki fjölskyldur þeirra horfnu. Helsta verkefni Lagos er einmitt að brúa bilið milli þessara tveggja hópa Chilebúa, þeirra sem telja Pinochet hafa verið hetju sem frelsaði þjóðina undan hættum kommúnismans og þeirra sem líta á hann sem morðingja og ábyrgan fyrir hvarfi þúsunda saklausra borgara. Þjóðfélagið er því enn tvískipt, með fýrri hópinn enn mjög valdamikinn, og er því ekkert sjálfgefið að haida að Pinochet verði látinn svara fyrir for- tíðina, jafnvel þó að gamall sósíalisti sé nú orðinn forseti. Stefán Á. Guðmimdsson magister í menningarsögu Rómönsku Ameríku B R Æ Ð U R N I R þarf ekki að kosta meira Þú kemst að því þegar þú heimsækir okkur. Með því að auka fjölbreytni í þjónustu okkar viljum við spara húseigendum dýrmætan tíma og fjármuni. Það hefur ótvíræða kosti að geta gengið að gæðunum vísum á sama stað - hvort sem um er að ræða heimilistæki, innréttingar - eða allt hitt sem Bræðurnir Ormsson hafa upp á að bjóða. Glæsilegur sýningarsalur f Lágmúla 8, 3. hæð - líttu við 0+354 5302800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.