Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 62
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
myndbönd
Mvndbanda
Pushing Tin
Titrandi taugahnígur og
testosterón-töffarar
★★* Þessi mynd er ekki lengi að tapa trúverðugleika sínum. Strax í upp-
hafi eru flugumferðarstjóramir kynntir til sögunnar, ýmist sem kaffiþamb-
andi taugahrúgur eða svalir tötfarar sem hafa gaman af að taka áhættu.
Ekki þætti mér það traustvekjandi ef þetta væri raunin.
Nick Falzone er sá alsvalasti á sínum vinnustað, sem ber ábyrgð á flugum-
ferð yfir New York, einu fjölfamasta flugsvæði heimsins. Hann er yfirtöffar-
inn og sá besti í faginu, þ.e. þangað tii mótorhjólatöffarinn fámáli, Russel Bell,
mætir til leiks. Fafzone þykir sér vera ógnað og við tekur gríðarleg
testosterón-barátta þeirra í milli þar sem æ meir er lagt undir.
Eins og áður sagði er sagan ekki mjög trúverðug og framvindan er of yflr-
gengileg tii að hægt sé að taka myndina alvarlega sem karakterdrama. Hitt
má hún eiga að persónumar em skemmtilega skrifaðar, þótt ýktar karl-
mennskupælingamar séu dálítið þreyttar. John Cusack og Biily Bob Thomt-
on, frábærir leikarar báðir tveir, halda myndinni á lofti með leik sínum og
gera það að verkum að hún er aldrei leiðinleg. Þar með er hún fyrir ofan með-
allag, þrátt fyrir gallana.
Útgefandi: Skifan. Leikstjóri: Mike Newell. Aðalhlutverk: John Cusack og Billy Bob
Thornton. Bandarísk, 1999. Lengd: 100 mín. Öllum leyfð. -PJ
Another Day in Paradise
Eyðiland dóps ogglæpa
★★i. Töfif, döpur og góð tónlist. Strax í upphafi
myndarinnar má sjá hvemig hún mun verða. Aðal-
leikamir em kynntir f skömmtum og hvemig tengsl
þeirra myndast inn á við. Saga um heim dóps, kyn-
lífs, blús, glæpa og ímyndað brenglaðs flölskyldulífs.
Bobby og Rosie era mjög ungt par sem hugsa um
það eitt að komast í vímu. Bobby er smákrimmi sem
sér fyrir þeim með innbrotum í smáum stíl fyrir því
sem þau þurfa. Eftir að hafa lent í vandræðum kynn-
ist hann hinum veraldarvana, fágaða og ofursvala Mel sem tekur hann undir
sinn vemdarvæng og kennir honum hina sönnu iðn þjófnaðar. Á meðan sýn-
ir Syd, kærasta Mels, Rosie hvemig á að njóta hlunnindanna af að vera með
vel heppnuðum mönnum.
Sagan er þrungin ömurleika frá upphafi sem nær að snerta smástreng en
lítið meira. Hún missir marks á vissan hátt með óraunsæi þar sem dópistam-
ir líta sjaldnast illa út, þrátt fyrir óhemjumikla neyslu, fyrir utan smáblóð-
dropa hér og þar. Eymdin er allsráðandi en þó á hún sér skemmtilegar hlið-
ar. Sérstaklega þegar saman fléttast skringilegar persónur hinum fjóra hetj-
um neðanjarðaheimsins. Leikaramir ná að halda myndinni saman, sem og
skemmtileg taka leikstjórans. Því er hún ágæt afþreying.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Larry Clark. Aöalhlutverk: James Woods, Melanie
Griffith, Vincent Kartheiser og Natasha Gregson Wagner. Bandarísk, 1998. Lengd:
105 mín. Bönnuð innan 16 ára. -GG
Night Train
Gamaldags krimmi
★ ★i Ekki allir krimmar nú til dags era í tar-
antinska stilnum þótt hann hafi haft gríðarleg
áhrif á þetta kvikmyndaform. Það má m.a.s.
greina örlitla tarantínsku í Night Train, sem fetar
þó fyrir mestan part kunnuglegar slóðir gamal-
dags krimma.
John Hurt leikur hér Michael Poole, eldri borg-
ara sem er nýsloppinn úr fangelsi fyrir fiárdrátt.
Bandóður glæpaforingi er á eftir honum vegna
þess að Poole stal frá honum. Poole kemst undan,
flytur landshluta á milli og leigir herbergi hjá miðaldra konu (Brenda Blet-
hyn). Þau fella hugi saman, en fortíð hans þvælist fyrir og menn glæpaforingj-
ans ná að þefa hann uppi.
Myndin líður fremur hægt áfram og leggur meiri áherslu á að kynna per-
sónumar fyrir áhorfendum en að dreifa athygli þeirra með hasar. Persónum-
ar era nógu vel mótaðar og áhugaverðar til að forða myndinni frá því að vera
langdregin, og má það að einhverju leyti þakka gæðaleikuranum John Hurt og
Brenda Blethyn í aðalhlutverkunum. Hins vegar er sagan sjálf ekkert sérstak-
lega spennandi eða merkileg. Tvisvar eða þrisvar koma hrottaleg ofbeldisatriði
eða nútímaleg hipp-hopp tónlist eins og skrattinn úr sauðarleggnum inn í ann-
ars fremur gamaldags verk. Sennilega eiga þessi stílbrigði að krydda myndina,
en virka fremur klunnaleg, eins og fill í postulínsbúð.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: John Lynch. Aðalhlutverk: John Hurt og Brenda Blet-
hyn. írsk, 1998. Lengd: 92 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ
FeVer
Sótthiti og sturiun íf
★★ Hvað á að gera þegar allt í heiminum er svo
raglað að ekki er hægt að treysta einum eða nein-
um, hvað þá sjálfum sér? í myndinni Fever virðist
leikstjórinn Alex Winter vera að leita að svarinu.
Nick Parker er ungur listmálari og kennir jaih-
framt teikningu í listaskóla. Hann býr einn í íbúð í
hrörlegu fiölbýlishúsi þar sem nágrannamir eru
hver öðrum sérkennilegri. Dag nokkum er
leigusalinn myrtur, maður sem fáum virðist hafa
líkað við, og hver og einn íbúanna gæti verið morðinginn.
Allt er sérlega grátt og guggið i myndinni og það eina sem nær nokkra lffi
er ruglingsleg atburðarás þar sem ímyndun, martraðir og sótthiti lenda í ein-
um graut. Raunveruleiki og óraunveruleiki blandast saman þannig að áhorf-
andinn er skilinn eftir í hálfgerðri óreiðu. Myndin er nokkuð áhugaverð fyr-
ir hvemig hún er sett fram i sínu litleysi en frekar óspennandi sé maður að
leita að hefðbundinni Hollywood spennumynd.
Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Alex Winter. Aðalhlutverk: Henry Thomas, David
O'Hara, Teri Hatcher og Blll Duke. Bandarísk, 1999. Lengd: 85 mín. Bönnuð innan 16
ára. -GG
Billy Bob Thornton:
Sveitalubbi í Hollywood
Billy Bob Thornton þótti sína góöan leik í A Simple Plan.
Það liggur ekki fyrir öllum ung-
um og upprennandi leikurum að slá
strax í gegn. Flestir þurfa að berjast
í bökkum áður en þeir ná að vekja
athygli, ef það þá tekst nokkurn
tíma. Leið Billy Bob Thornton í
stjörnufansinn varð þó kræklóttari
en flestra og hann var orðinn fer-
tugur þegar hann loksins sló I gegn
með sköpunarverki sínu, hinum
geðþekka, þroskahefta morðingja,
Karl Childers í Sling Blade. Þymum
stráð leið hans lá í gegnum margar
misheppnaðar tilraunir til að slá í
gegn sem rokkari, handritahöfund-
ur og leikari, ásamt nokkrum mis-
heppnuðum hjónaböndum og nærri
því banvænu hjartaáfalli.
Erfið ár
Billy Bob Thornton ólst upp í
sárri fátækt í smábænum Alpine í
Arkansas. Þótt faðir hans ynni fyrir
sér sem sögukennari var fjölskyldan
svo fátæk að þau neyddust til að
búa hjá afa hans og ömmu í húsi
þar sem hvorki var rafmagn né
rennandi vatn. Eftir að hafa reynt
fyrir sér á vinnumarkaðnum, gifst
tvítugur, skilið tveimur árum síðar
og gefist upp á háskólanámi í sál-
fræði, ákvað hann að reyna fyrir
sér í rokkhljómsveit með æskuvini
sínum, Tom Epperson. Eftir að ekk-
ert varð úr ætlaðri frægðarför til
New York reyndu þeir fyrir sér í
Kaliforníu. Tónlistarferillinn gekk
lítið sem ekkert, en þeir fóru að
dunda sér við handritasmíðar og
Billy Bob Thornton reyndi fyrir sér
í leiklist. Ekkert gekk og árið 1984
var hann svo aðframkominn af nær-
ingarskorti eftir að hafa ekkert
borðað nema kartöflur svo vikum
vegur frá að hann gæti kallast
stjarna.
Sling Blade
Það breyttist árið 1996 þegar
framleiðandi kom að máli við hann
og vildi gera mynd byggða á stutt-
myndinni um Karl Childers. Billy
Bob Thomton fékk að leikstýra og
Sling Blade sló óvænt í gegn. Hann
fékk óskarsverðlaun fyrir handrit
sitt og var einnig tilnefndur sem
besti leikarinn. Hann mætti á verð-
launahátíðina með fiórðu eiginkon-
una upp á arminn, en þau skildu
skömmu síðar, og hún fékk dómsúr-
skurð um að hann mætti ekki koma
nálægt henni eða börnum þeirra.
Stór hlutverk í stórmyndum eins og
Primary Colors og Armageddon
treystu hann í sessi sem stjörnu, en
aðdáendur hans muna sennilega
betur eftir öflugri frammistöðu í
myndum eins og U-Turn, The
Apostle, A Simple Plan og Pushing
Tin sem kom út á myndbandi í vik-
unni.
Billy Bob Thornton er sem sagt
búinn að treysta stöðu sína í hópi
stjörnuleikara og er að færa út kví-
arnar því hann er með mörg verk-
efni í bígerð, ýmist sem handritshöf-
undur, leikstjóri eða framleiðandi.
Þar ber hæst Daddy and Them, sem
hann skrifar, leikstýrir og leikur að-
alhlutverkið í á móti núverandi
kærustu sinni, Laura Dern, en það
er spurning hvort sambandið lifir
það samstarf af. Ekki hafa þau enst
lengi hingað til. í myndinni, sem er
svört kómedía, sækir hann eins og
svo oft áður á ferlinum í rætur sín-
ar í Arkansas, en það leika fáir suð-
urrikja-sveitalubba af meira innsæi
en hann. Pétur Jónasson
Sling Blade gerði Billy Bobb Thornton frægan. Hér er hann í hlutverki sínu
ásamt J.T. Walsh.
skipti að hann fékk hjartaáfall og
var lagður inn á sjúkrahús.
Leikferillinn kemst af
stað
Hann gafst þó ekki upp og gæfan
fór loksins að snúast honum í vil og
hann fór að fá hlutverk í litlum,
ódýrum myndum. Eftir erfiðan dag
við eina slíka fór hann inn í hús-
vagn sinn og fór að röfla fyrir fram-
an spegilinn i pirringskasti. Þar
fæddist Karl Childers, persóna sem
hann átti eftir að þróa og fullmóta.
Hann kom nokkrum sinnum fram í
sjónvarpsþáttunum Evening Shade
og rættist þar með sú spá móður
hans, sem þóttist hafa skyggnigáfu,
að hann ætti eftir að vinna með
uppáhaldsleikara hennar, Burt
Reynolds. Hann giftist einnig aftur,
en þetta hjónaband varð enn
skammlífara en hið fyrra.
Mikilvæg timamót urðu á ferli
hans árið 1991 þegar hann náði loks-
ins aö selja handrit, dökka glæpa-
sögu um stórborgarglæpona sem
komast í kast við smábæjarskelfa.
Hann lék einnig stórt hlutverk í
myndinni, sem nefndist One False
Move og vakti þónokkra athygli.
Enn giftist hann... og skildi aftur.
Tveimur árum síðar varð hugarfóst-
ur hans, Karl Childers, efni í stutt-
mynd, og hann náði í lítil hlutverk
í stórmyndum eins og Indecent
Proposal og Tombstone. Hann var
að verða þekkt andlit í kvikmynda-
heiminum, en það var þó langur
SÆTI FVRRI VIKA VIKIIR Í LISTA TITILL ÚTGEF. TEG.
1 NV 1 American Pie SAM Myndbönd Gaman
2 2 1 Generals daughter Háskólabíó Spenna
3 1 2 Runaway bride SAM Myndbönd Gaman
4 3 4 Ncver been kissed Skjfan Gaman
5 4 2 Tbe Mummy CIC Myndbönd Spenna
6 7 5 Detrort Rock city Myndform Gaman
7 NV 1 Idlehands Skifan Spenna
8 5 2 Bection CIC Myndbönd Gaman
9 6 6 Analyze this Wamer Myndir Gaman
10 NV 6 Lost & found Wamer Myndir Gaman
11 9 8 Office space Skifan Gaman
12 8 3 Rnn Lola nin Stjömubíó Spenna
13 12 3 Virtual sexuality SUan Gaman
14 11 9 The out-of-towners CIC Myndbönd Gaman
15 10 9 Instinct Myndfarm Spenna
16 13 4 Infemo Hyndísnn Spema
17 15 5 Notting hill Háskólabíó Gaman
18 19 2 Limbo Skifan Draroa
19 17 1 Allt um móður mlna Bergvðt Draroa
20 16 12 The Blair witch project SAM Myndbönd Spenu