Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 JDV sakamál Gertrud Heiss var þeirrar skoöunar aö nýi gesturinn væri heiðursmaöur. Hann var líka bæöi alúölegur og kurteis. Gistiheimiliö í Rosenheim þar sem húsfreyjan var myrt meö köldu blóöi. hálsi gömlu konunnar og styrkti þaö þá skoðun manna að handklæð- ið hefði verið notað til voðaverks- ins. Margir grunaðir Málið var erfitt viðureignar. Nú töldu menn sig vitá hvernig gamla konan haföi verið myrt og meö hverju. En hver hafði framið morð- ið? Margir voru taldir koma til greina. Ekki var útilokað að morð- ingjann væri að finna innan fjöl- skyldunnar. Um erfingja hefði getað verið að ræða. Einnig var talið að einhver skjólstæðingar félagsmála- stofnunar bæjarins hefði getað ver- ið að verki. Þeir höfðu stundum fengið húsaskjól hjá frú Heiss. Það var almennt vitað að hún tók það ekki mjög hátíölega þótt lykill að gistiheimilinu hyrfi eða þótt ein- hver gleymdi að skila lykli. Það var eiginlega á síðasta stigi hinnar örvæntingarfullu leitar sem það tókst að finna hinn seka. Og lög- reglan gat fyrst og fremst þakkað Wolfgang Schmitz sjálfum fyrir sönnunargagnið. Fannst með aðstoð Interpol Þar sem hann hafði gefið upp sitt rétta nafn á kránni í Rosenheim gat lögreglan með aðstoð cdþjóðalögregl- unnar Interpol haft uppi á honum á Kanaríeyjum. Þar kvaðst hann vera fasteignasali. Hann var ekki meðal þeirra sem lögreglan taldi helst koma til greina en þar sem hann hafði veriö síðasti gesturinn á gisti- heimilinu þótti hann áhugaverður. Á þessu stigi rannsóknarinnar var lögreglan enn sannfærð um að eld- húshandklæðið væri morðvopnið. Schmitz viðurkenndi að hafa séð hina myrtu liggja á gólfinu. Hann Lögreglunni gekk illa í upphafi morörannsóknarinnar. hefði hins vegar flúið til þess að falla ekki undir grun. Auðvitað hefði hann ekki myrt gömlu húsfreyjuna. En Schmitz gat greint frá því, lögreglumönnunum til mikillar undrunar, að hún hefði verið myrt með belti. Hann afsakaði sig meö því að hann þyrfti að ganga frá mikilvægum viðskiptasamningi en áður teiknaði hann nákvæmt uppkast af morðstaðnum og sýndi hvernig hann hefði fundið hina myrtu. Lögreglumennirnir héldu aftur heim til Rosenheim. Þeir fóru aftur yfir allar niðurstöður rannsóknar sinnar. Allt í einu gátu meinafræðingamir einnig staðfest að frú Hess hefði í raun ekki verið kyrkt með handklæði heldur með belti. Leitaö var hátt og lágt í dagstofunni á ný og fingrafór Wolfgangs Schmitz fundust þá á skrifborðsskúffunni sem hafði verið brotin upp. Wolfgang Schmitz var handtekinn á Kanaríeyjum og síðan framseldur til Þýskalands. Hann hélt fram sakleysi sínu. En í héraðsdómi í Traunstein var hinn fullkomni gestur dæmdur í lífstíðarfangelsi. Engin svipbrigði sáust á Wolfgang Schmitz þegar dómurinn var kveðinn upp. „Þetta er gestur eftir mínu höfði,“ hugsaði Gertrud Heiss þegar Wolf- gang Schmidt flutti inn á gistiheim- ilið hennar í Rosenheim í Þýska- landi. Henni þótti viss stíll yfir hon- um. Hann var alúðlegur og kurteis og svo leit hann út fyrir að vera fjáður. Það gladdi nefnilega for- stöðukonuna, sem var orðin áttræð, að nýi gesturinn hafði greitt næst- um viku fyrirfram viö komu sína. Þetta var sannkallaður heiðursmað- ur. Gertrud Heiss gat hins vegar ekki vitað aö Wolfgang Schmidt var í raun blankur. 300 mörkin, sem hann hafði greitt henni, voru allt sem hann átti. Nú var hann í leit að auðfengnu fé. Það var mat hans að gamla frúin gæti orðið auðveld bráð. Fyrirmyndargestur En fyrst um sinn lék hann fyrir- myndargest. Baðherbergið gljáði eft- ir að hann var búinn að nota það. Hann bjó um rúmið sitt á hverjum degi og þegar frú Hess færði honum morgunkaffi í dagstofuna hrósaði hann henni í hástert. Fyrsta viðvörunin um að Wolf- gang Schmidt væri ef tO vill ekki jafn mikill sjentilmaður og haldið var kom þegar hann gat ekki greitt reikning upp á 47,70 mörk á kránni Bierbrunnen í bænum. Hann lofaði þó að koma þegar næsta dag og greiða reikninginn. Hann kvaðst heita Schmitz og búa hjá frú Hess. Konan, sem rak krána, hringdi í Gertrud Heiss til að fá staðfest að gesturinn byggi hjá henni. Frú Hess þótti hins vegar undarlegt að í hennar bókum hét gesturinn Schmidt en hann haíði gefið upp nafnið Schmitz á kránni. En for- stöðukona gistihússins velti ekki lengi vöngum yfir þessu. Hún þurfti að sinna öðrum og mikilvægari verkefnum og brátt hafði hún gleymt öllu um tvær útgáfur af nafni gestsins. Það átti eftir að kosta hana lífið. í leit að peningum Gertrud Hess var við vinnu í garðinum sínum þegar Wolfgang Schmitz kom heim úr bæjarferð. Án þess að nokkur tæki eftir læsti hann sig inni í húsinu, hann var með lykla, og hóf strax leit að peningum. Hann fór um allt húsiö og í skápi í svefnherbergi húsfreyjunnar fann hann 250 mörk og verðmætan sjón- auka. Hann tók einnig bankabók sem 31 þúsund mörk voru inni á eða um 1 milljón íslenskra króna. 1 dag- stofunni braut hann upp skrifborðs- skúffu, sem var tengd öryggiskerfi, og stal 100 mörkum. Gertrud Hess fór inn í gistiheim- ilið sitt þegar hún heyrði í öryggis- kerfinu. Allt í einu stóð hún and- spænis gestinum sínum sem hafði virkað svo traustvekjandi. Hún stóð hann að verki með höndina niðri í skrifborðsskúffunni. Þegar hún ávarpaði gestinn með hans rétta nafni sortnaði honum fyrir augum. Hann dró af sér beltið og krækti því um háls húsfreyjunnar. Gamia kon- an lést næstum því samstundis. Morðinginn lagöi á flótta. Hann fór með lest frá Rosenheim og síðan með flugvél til Kanaríeyja. Þegar lik gömlu konunnar fannst var morð- ingi hennar löngu kominn í skjól. Þess vegna gekk leit lögreglunnar að morðingjanum illa í byrjun. I eldhúsi gistiheimilisins fann lögreglan rifið handklæði. Talið var að Gertrud Heiss hefði verið kyrkt meö þessu eldhúshandklæði. Þræðir úr handklæðinu höfðu fundist á Verjandinn gat ekki hjálpaö skjólstæðingi sínum sem var dæmdur ■ lífstíöarfangelsi. Húsfreyjunni leist vel á síðasta gest sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.