Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 31
DV LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 31 Hér er Hlín stödd í Kerala ásamt starfsmanni Rauöa hálfmánans en ein heilsugæslustööin sem hún sá um endur- byggingu á er í Kerala. bækur eða tímarit gefm út. Það virðist vera útbreidd og almenn skoðun að sú kreppa sem þjóðin er í sé Vesturlöndum og þeirra við- skiptabanni að kenna. Ég heyrði engan gagnrýna forsetann vegna þess.“ Höllin í fæðingarbæ Saddams Því er haldið fram að hann haldi þjóðinni í gíslingu vegna viðskipta- bannsins og svelti alþýðuna í áróð- ursskyni meðan hann sjálfur efli herinn og byggi yfir sig hallir. Sástu einhver merki þess að þetta sé rétt? „Hermenn eru talsvert áberandi fyrir utan ýmsar byggingar sem til- heyra þeim og einnig úti á lands- byggðinni. Mér sýndist þeirra bílar og farartæki vera í sömu niður- níðslu og allt annað og íraskir her- menn voru í snjáðum einkennisbún- ingum sem er sérstakt því íraskir karlmenn eru afar vandlátir í klæðaburði og vilja helst alltaf vera mjög snyrtilegir. Við heyrðum oft þessar sögur um að verið væri að byggja 48 hallir yfir forseta landsins. Ég sá eina þeirra í byggingu í fæðingarbæ hans, Tikrít. Það var glæsilegasta bygging sem ég sá í írak.“ Bensínið kostar næstum ekkert Er smygl mjög áberandi í við- skiptabanninu? „Það er mjög margt sem vantar í samfélaginu fyrir utan mat. Þarna eru varla til tölvur, engir farsímar, ekkert Net eða neitt slikt sem við teljum sjálfsagðan hlut hér á Vest- urlöndum. Það er mjög miklu smyglað þarna af alis konar varn- ingi, sérstaklega í norðurhéruðun- um við landamæri Tyrklands. Þar fannst mér ég sjá þess dæmi að fólk liði ekki eins mikinn skort og í Bagdad. Víða í Bagdad sá ég að verið var að reisa glæsileg einbýlishús þó að byggingarstarfsemi í landinu sé að öðu leyti i lágmarki. Okkur var sagt að þarna byggði fólk sem hefði efn- ast á smygli. Leigubílar ganga reglulega milli Bagdad og Amman í Jórdaníu. Þeir eru allir sérstaklega styrktir að aft- an með risastóra bensíntanka sem eru settir undir bílinn. Síðan er fyllt á tankinn í Bagdad og bensínið selt í Jórdaníu og smyglið skilst mér að sé allt frá Pepsi og Mars-súkkulaði yfir í nauðsynjavörur." 10 milljónir dollara á 5 dögum írak er ekki aðeins vagga menn- ingar heimsins heldur frá fornu fari eitt ríkasta iand í heimi og óumdeil- aniega meðal þeirra ríkustu í sínum heimshluta þó að kreppi að um þessar mundir. En Hlín sá að ríki- dæmi og gjafmildi spyrja ekki um stað eða stund. „Þegar jarðskjálftamir urðu í Tyrklandi síðasta haust fékk Rauði hálfmáninn i írak leyfi til þess að styrkja Tyrki í hörmungum sínum. Þeir dældu yfir landamærin olíu að verðmæti 10 milljónir dollara á að- eins fimm dögum. Á sama tima þurftum við að skríða á hnjánum til að fá fé í okkar verkefni sem var þó aðeins lítið brot af þessari upphæð.“ Hvernig er verðlag i landinu? „Ég gat fyllt LandCruiserinn af súperbensíni fyrir um 100 krónur íslenskar, eða 1,5 dollara. íraskur læknir á heilsugæslustöð hafði þá upphæð í mánaðarlaun. Okkar starfsmenn höfðu 10-15 dollara í mánaðarlaun meðan verkfræðingur okkar var með 30 dollara á mánuði. íraskir verkfræðingar, sem unnu fyrir Sameinuðu þjóðirnar,- fengu horgaða 300 dollara á mánuði. Ég gat farið út að borða fyrir 1 til 1,5 dollara. Flestir voru hins vegar undir þá sök seldir að hafa ekki vinnu og hafa síðan striðinu lauk verið smátt og smátt að selja allar verðmætar eigur sínar til þess eins að eiga fyr- ir mat. Þarna eru mútur eða þjónustu- gjald sjálfsagt mál og hluti af dag- legu lífi. Maður „borgaði fyrir þjón- ustu“ hvar sem maður kom þótt bara væri verið að ná í pakka á pósthúsið. Þessar mútur náðu þó ekki til verktakanna og opinberra embættismanna sem komu að end- urbyggingarverkefnum okkar. Þar er haldið fast um hverja krónu og þarf að gera grein fyrir öllu sem gert er.“ Víð búum í besta landi heims Hlín kom til íslands í stutta heim- sókn í október og síðan alkomin fyr- ir fáum vikum. Hvernig fannst henni ísland eftir írak? „Við búum í besta landi í heimi. Það er hvergi betra að vera en einmitt hér. Það eru ágæt frí í þessu starfi og nauðsynlegt að taka þau því álagið getur verið mikið. Ég fór einu sinni í frí til Jórdaníu og börn- in mín komu þá i heimsókn og við ferðuðumst um. Fyrst eftir að ég kom heim var ég að óskapast yfir öllu sem við kaup- um og hvernig við sóum öllu og hvað er mikill matur í ísskápnum og fleira sem ég lét fara í taugarnar á mér. Ég finn að ég er aö gera rétt og vil halda áfram i þessu hjálpar- starfi og hef farið i nokkur viðtöl vegna næsta verkefnis en veit ekk- ert hvert það verður." Hvað fær maður í staðinn fyrir að hjálpa öðrum? „Maður leggur af stað með það í huga að afreka mikið, hjálpa mörg- um og bjarga mannslífum, helst á hverjum degi. Svo kemur í ljós að þetta er bara venjuleg skrifstofu- vinna með stjórnunarvandamálum, skriffinnsku og öllu sem því fylgir. Oft var ég þreytt og fannst ekkert miða áfram og ég engu koma í verk og spurði sjálfa mig hverjum ég væri eiginlega að hjálpa með öllum þessum bréfaskriftum. En svo verður manni ljóst að þó ekki væri nema með návist sinni þá getur maður látið öðru fólki líða betur i þeirri eymd sem það lifir í. Og það gerir þetta starf hverrar mínútu virði.“ -PÁÁ I 1 | á sviðsljós Disney sýnir ekki Duets Heyrst hefur að nýjustu kvik- mynd Gwyneth Paltrow’s, Duets, sem leikstýrt er af foður hennar, Bruce, hafi verið hafnað af Disn- ey-fyrirtækinu. Áætlaður frum- sýningardagur í Bandaríkjunum var 5. maí næstkomandi en mynd- inni var hafnað af fyrirtækinu á þeim forsendum að hún væri of ofbeldisfull. Disneymenn leita nú logandi ijósi að kvikmyndafyrir- tæki sem er reiðubúið að taka myndina að sér en þess er vænst að þau verði fleiri en eitt og fleiri en tvö þar sem það er ekki á hverjum degi að fullunnin mynd með óskarsverðlaunahafa er færð mönnum á silfurfati. Þetta mun einkum þykja vist þar sem flestir i heimi kvikmyndanna setja sig ekki upp á móti ofbeldi á hvíta tjaldinu eins og Disney gerir. Eru það einkum tvö atriði sem eiga að hafa farið fyrir brjóstið á Disney- samsteypunni en það er annars vegar atriði þar sem afgreiðslu- maður er skotinn til bana og hins vegar atriði þar sem karaoke- keppnismaður er „gatasigtaður" af byssumanni, ef svo mætti segja, eftir að hafa fengið sig fullsaddan af flutningi hans á laginu l Will Survive. Julianna Margulies neitar að koma til hjálpar Sá orðrómur er á kreiki að Juli- anna Margulies, sem leikur fröken Hathaway á Bráðavakt- inni, sé að hætta í þáttunum og renni nú hýru auga til kvik- myndabransans í Hollywood. Þótt leikkonan hafi ekki átt góðu gengi að fagna í kvikmyndaborginni enn sem komið er er ljóst að hún hefur þegar tileinkað sér stjörnu- stæla eins og þeir gerast verstir. Að sögn ónafngreinds aukaleik- ara á Bráðavaktinni á Julianna að hafa hundsað starfsfélaga sinn og neitað að rétta honum hjálpar- hönd á ögurstundu. Aukaleikar- inn segist hafa verið boðinn í gleðskap sem haldinn var af tíma- ritinu InStyle en þegar á staðinn var komið hafi hann uppgötvað að hann hafði gleymt boðskortinu heima. I boðinu voru saman komnir allir helstu fyrirmenn og konur úr kvikmynda- og skemmt- anaiðnaðinum og var þess vand- lega gætt að enginn kæmist inn án passa. Aukaleikarinn prísaði sig því heldur betur sælan þegar hann sá glitta í Juliönnu bak við fíleflda öryggisverði. Á hann að hafa kallað til hennar og beðið hana að staðfesta hver hann væri en hún neitað að hjálpa honum og meira að segja sagt öryggisvörð- unum að hún kannaðist ekkert við kauða. Auðvelt í uppsetniugu Margar lengdir Verð frá kr 2.990,- HUSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.