Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000
19
DV
Fréttir
DV-MYND S
Frá undirskrift samninga hestamannafélagsins Andvara og Garöabæjar í gær.
F.v., Ingimundur Sigurpálsson bæjarstjóri, Sveinn Skúiason, formaður Andvara, og Ársæll Hafsteinsson, stjórnarmað-
ur í Andvara.
Hestamannafélagið Andvari og Garðabær:
14 milljóna framkvæmdasamningur
- auk víðtæks rekstrarsamnings til fjögurra ára
í gerð einangrunarglers fyrir
íslenskar aðstæður.
Glerborgargler er framleitt undir gæðaeftirliti
Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins.
GLERBORG
Dalshrauni 5 220 Hafnarfirði Sími 565 0000
í gær var undirritaður í Garðabæ
samningur um öflugan fjárstuöning
bæjarfélagsins við hestamannafé-
lagið Andvara.
Um er að ræða 14 milljóna króna
framkvæmdasamning tU fjögurra
ára þar sem bæjarfélagið mun fjár-
magna 70% af framkvæmdunum. í
samningnum er gert ráð fyrir fram-
kvæmdum við nýjan keppnisvöll,
áhorfendasvæði, reiðgerði, hring-
gerði auk gerðis og aðstöðu við fé-
lagsheimili. í ár greiðir Garðabær
til þessara verkefna 1,8 milljónir
króna.
Þá er einnig gert samkomulag
sem felur það í sér að Garðabær tek-
ur að sér viðhald, lýsingu, snjó-
mokstur og reiðstíga á félagssvæð-
inu í samræmi við fjárhagsáætlun
hverju sinni. Þá samþykkir Garða-
bær að greiða endurbætur á reið-
vegum sem framkvæmdar voru á
vegum Andvara á árinu 1999 og fyr-
irhugaðar eru á árinu 2000, alls kr.
3.000.000. Kemur þessi upphæð til
greiðslu á þessu og næsta ári. Þá er
gert ráð fyrir að heilbrigðisfulltrúi
bæjarins hafi umsjón með að eðli-
legri umhirðu sé sinnt á svæðinu.
Sveinn Skúlason, formaður And-
vara, segir að gott samstarf hafi ver-
ið á milli bæjarfélagsins og hesta-
manna undanfarin ár. Nú sé verið
að bæta um betur og segir Sveinn
að það sé í takt við þá miklu aukn-
ingu sem verið hefur í þessari
Séra Gunnar til
Reykjavíkur
Séra Gunnar Björnsson í Holti í
Önundarfírði mun flytja til Reykja-
víkur 1. apríl
næstkomandi og
sinna sérverkefn-
um fyrir .þjóð-
kirkjuna. Séra
Gunnar gekk á
fund biskups í
gær og að sögn
Þorvaldar Karls
Helgasonar -
bikupsritara ríkti
vinsamlegt and-
rúmsloft á fundin-
um:
„Biskup afhenti
séra Gunnari
ýmsar hugmyndir
að sérverkefnum til skoðunar. Þar
er meðal annars um að ræða þýð-
ingar enda er séra Gunnar frábær
málamaður og hefur einstaklega
góð tök á íslensku máli. Þá er hann
einnig með til skoðunar mjög
spennandi verkefni þar sem tvinn-
ast saman tónlist og guðfræði. Að
öðru leyti get ég ekki frekar tjáð
mig um fund biskups og séra Gunn-
ars,“ sagði Þorvaldur Karl Helga-
son. -EIR
Séra Gunnar
Björnsson.
Hugleiðir tilboð
biskups um sér-
verkefni.
grein. Á undanfornum fimm árum að heilu fjölskyldurnar stundi
hefur orðið 60% fjölgun félaga í hestamennsku sér til gamans en
Andvara. Segir Sveinn að það sé áður var. -HKr.
m.a. vegna þess að meira sé nú um
SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, sími 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, simi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson,
Grænukinn 20, sími 5S5 15 50. Hvammstangi: Bila- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 26 17. Isafjörður: Bilagarður ehf.,Grænagarði, sími 456 30 95.
Keflavik: BG bllakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00. Selfoss: Bílasala Suðurlands, Hrismýri 5, simi 482 37 00.