Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 TIV fjölskyldumál Vetrarfrí grunnskólanna Um þessar mundir eru að hefjast vetrarfrí í mörgum grunnskólum landsins. Er þetta vetrarfrí örugg- lega flestum nemendum kærkomið. Þau sleppa þá um stundarsakir út úr skólastofunni og geti hvilt sig vel áður en síðari hluti vorannar- innar hefst. Slík vetrarfrí i skólum eru haldin í flestum nágrannalönd- um okkar og þar er reyndar löng hefð fyrir því að gera hlé á skóla- starfinu um miðjan vetur. En þar er líka sú hefð ríkjandi að foreldr- ar taka sér vetrarfrí um leið og börnin fá fríið í skólanum. Vetrar- frí er þannig vandlega skrifað inn í vetraráætlun allrar íjölskyldunnar. Margir nota tækifærið til þess að fara í smá ferðalag, t.d. sækja Norð- urlandabúar stíft í skíðalöndin í Svíþjóð og Noregi. Þegar fríinu lýk- ur mæta síðan allir endurnærðir aftur til starfa, börnin í skólann og foreldrarnir í vinnuna. Vetrarfríið er þannig hugsað fyrir alla fjöl- skylduna. Hér á landi eru aðstæður aðrar. Það er engin hefð fyrir vetr- arfríi á vinnumarkaðnum eða 1 skólunum. Og vetrarfríiö sem nú er haldið, er ekki heldur upphafið á slíkri hefð. Það er alls ekki haldið vetrarfri vegna bamanna eða fjöl- skyldnanna. Nei, vetrarfríið er haldið til þess að uppfylla einhver ákvæði í kjarasamningi kennara. Það stendur bara þannig á núna í vetur að það verður að bæta inn nokkrum frídögum til þess að kennarar fari ekki fram úr kennsluskyldu sinni, samkvæmt áðurnefndum kjarasamningum. Ekkert sambærilegt vetrarfrí verð- ur á komandi vetri. Næst verður vetrarfrí í skólunum þegar álíka aðstæður skapast á dagatalinu. Af því að engin hefð ríkir hér á landi fyrir vetrarfríi eiga fæstir foreldrar möguleika á því að taka sér auka frí um miðjan vetur. Ekki stendur heldur til að setja vetrarfrí á dagskrá í þeim kjarasamningum sem nú standa yfir, eða hvað? Alla vega hefur vetrarfrí ekki verið hluti af kjarasamningum flestra launamanna og -kvenna á íslandi hingað til. Og þess vegna vandast nú málið þegar vetrarfrí skólanna byrjar. Hvað á að gera við blessuð bömin í fríi grunnskólanna? Flest- ir foreldrar eru útivinnandi og þurfa að mæta í sína vinnu hvort sem börnin eiga frí í skólanum eða ekki. Margir foreldrar lenda þannig í stökustu vandræðum. Það er hætt við að mörg böm lendi líka i vandræðum. Ef enginn getur ver- ið heima hjá yngri börnunum, þá verða þau bara að bjarga sér sjálf. Og hvað á t.d. 6 ára barn að gera eitt heima frá kl. 8.00-16.00? Hið sama gildir að sjálfsögðu með ung- lingana. í vetrarfríinu er enginn sem hefur auga með þeim. Ætli margir unglingarnir kjósa ekki bara að eyða vetrarfríinu á göng- um Kringlunnar eða í öðrum slík- um stórmörkuðum, alla vega hér á höfuðborgarsvæðinu? Ég er ekkert viss um að allir foreldrar séu ánægðir með það, en hvað er hægt að gera í málinu? Skólarnir skella í lás og einhvers staðar verða bless- aðir unglingarnir að vera. Foreldr- ar reyna auðvitað að „redda mál- unum“ hver með sínum hætti. En ekki verða þær reddingar til að minnka stressið á heimilum lands- ins sem er víst nóg fyrir. Og þá læðist að manni spurning- in: Er eitthvað sambandsleysi á milli skólans og heimilanna í land- inu? Skólinn er nefnilega í dag ekki eingöngu fræðslustofnun, heldur er hann líka staður sem annast um „Þaö er alls ekki haldið vetrarfrí vegna barn- anna eða fjölskyldnanna. Nei, vetrarfríið er haldið til þess aó uppfylla ein- hver ákvœði í kjara- samningi kennara“. börnin og unglingana á meðan for- eldrarnir eru í vinnunni. Á flestum heimilum er ekki lengur einhver fullorðinn sem bíður heima eftir börnunum og getur séð um þau þeg- ar skólinn skellur í lás í miðri vinnuviku. Það gerist reyndar oftar að skólar loki en í þessu vetrarfríi sem nú er að hefjast. Fræðsludagar, foreldradagar og aðrir frídagar skól- anna koma oft illa við fjölskyldurn- ar. Auðvitað er gott ef öll fjölskyld- an getur tekið sér vetrarfrí. En á meðan svo er ekki og ef skólafríið er eingöngu til vandræða fyrir börn og foreldra, þá ættu skólayflrvöld að hugsa sinn gang. Þetta var allt f lagi hér áður þegar mamma var heima. En nú er víst öldin önnur. Þórhall- ur Heimisson Ifi/nm breytingar Myndirnar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur fimm atriðum ver- ið breytt. Finnir þú þessi fimm at- riði skaltu merkja við þau með krossi á myndinni til hægri og senda okk- ur hana ásamt nafni þínu og heimilisfangi. Að tveimur vikum liðnum birtum við nöfn sigur- vegaranna. í 1. verðlaun: United-sími með símanúmerabirti frá Sjónvarpsmiðstöðinni, Síðumúla 2, að verðmæti kr. 6.990. 2. verðlaun: Tvær Úrvalsbækur að verðmæti kr. 1570, Sekur 'eftir Scott Turow og Kólibrísúpan eftir David Parry og Patrick Withrow. Vinningarnir veróa sendir heim. Merkiö umslagiö með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 557 c/o DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Finnur þú fimm breytingar? 557 Ekki gleyma aftur aö nota mýkingarefnið í þvottinn! Naf n:___________________________________■________ Heimili:__________________________________________ Vinningshafar fyrir getraun númer 556 eru: Dómhildur Glassford. Skúlagötu 46.101 Reykjavík. Krístín M. Eggertsdóttir. Starengi 28.02-04.112 Reykjavík. BRETLAND SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Tom Clancy: Rainbow Six. 2. Danielle Steel: The Klone and I. 3. Dick Francis: Reld of Thirteen. 4. Ruth Rendell: A Sight for Sore Eyes. 5. Sebastlan Faulks: Charlotte Grey. 6. James Patterson: When the Wind Blows. 7. Elvi Rhodes: Spring Music. 8. Charlotte Bingham: The Kissing Garden. 9. Nicholas Evans: The Loop. 10. Jane Green: Mr Maybe. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Amanda Foreman: Georgina, Duchess of Devonshire. 2. Chris Stewart: Driving over Lemons. 3. Tony Adams o.fl.: Addicted. 4. Anthony Beevor: Stalingrad. 5. Frank McCourt: Angela's Ashes. 6. Bill Bryson: Notes from a Small Island. 7. John Gray: Men Are from Mars, Women Are from Venus. 8. Richard Branson: Losing My Virginity. 9. Simon Winchester: The Surgeon of Crowthorne. 10. Tony Hawks: Around Ireland with a Fridge. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Dick Francis: Second Wind. 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Danielle Steei: Granny Dan. 4: Roddy Doyle: A Star Called Henry. 5. Penny Vincenzi: Almost a Crime. 6. Ruth Rendell: Harm Done. 7. lain Banks: The Business. 8. Jill Cooper: Score! 9. Kathy Reichs: Death Du Jour. 10. Elizabeth George: In Pursuit of the Proper Sinner. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Alex Ferguson: Managing My Life. 2. John Humphrys: Devil’s Advocate. 3. Simon Singh: The Code Book. 4. Bob Howitt: Graham Henry; Supercoach. 5. Brian Keenan o.fl.: Between Extremes. 6. Lenny McLean: The Guv'nor. (Byggt á The Sunday Times) BANDARÍKIN SKÁLDSÖGUR - KIUUR: 1. Anita Shreve: The Pilot's Wife. 2. Tom Clancy: Rainbow Six. 3. Penelope Fitzgerald: The Blue Flower. 4. Arthur Golden: Memoirs of a Geisha. 5 Judy Blume: Summer Sisters. 6. Patricia Cornwell: Point of Origin, 7. Rebecca Wells: Divine Secrets of the Ya-Ya Sisterhood. 8. Margaret Truman: Murder at Watergate. 9. Sidney Sheldon: Tell Me Your Dreams. 10. Tami Hoag: Still Waters. RIT ALM. EÐLIS - KIUUR: 1. Robert C. Atkins: Dr. Atkins’ New Diet Revolution. 2. Frank McCourt: Angela’s Ashes. 3. John Berendt: Midnight in the Garden of Good and Evil. 4. Michael R. Eades o.fl.: Protein Power. 5. John E. Sarno: Heaiing Back Pain. 6. Jared Diamond: Guns, Germs and Steel. 7. Sebastian Junger: The Perfect Storm. 8. Adeline Yen Mah: Falling Leaves. 9. William L. Ury: Getting Past No. 10. Gary Zukav: The Seat of the Soul. INNBUNDNAR SKÁLDSÖGUR: 1. Patricia Cornwell: Black Notice. 2. Thomas Harris: Hannibal. 3. Melissa Bank: The Girl’s Guide to Hunting and Fishing. 4. Jeffery Deaver: The Devil's Teardrop. 5. Tim F. LaHaye: Assasins. 6. Catherine Coulter: The Edge. INNBUNDIN RIT ALM. EÐLIS: 1. Suzanne Somers: Suzanne. Somers'Get Skinny on Fabulous Food. 2. Mitch Albom: Tuesdays with Morrie. 3. Christopher Andersen: Bill and Hillary: The Marriage. 4. Bill Philips: Body for Life. 5. H. Leighton Steward o.fl.: Sugar Busters. 6. Sally Bedell Smith: Diana, in Search of Herself. (Byggt á The Washington Post)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.