Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2000, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 4. MARS 2000 UV
útlönd
Rússneski blaöamaöurinn Andrei Babitskí flutti óþægilegar fréttir frá Tsjetsjeníu:
Pyntingar og barsmíðar í
illræmdum fangabúðum
Rússneski blaöamaöurinn Andrei Babitskí hlýöir á spurningar kollega sinna á fundi i Moskvu í vikunni þar sem hann
greindi frá varöhaldi sínu í Tsjetsjeníu í sex vikur eöa svo, fyrst í alræmdum fangabúöum Rússa og síöan á valdi
ókunnra manna sem hann grunar aö tengdir séu rússnesku leyniþjónustunni.
Rússneski blaðamaðurinn Andrei
Babitskí kvartar ekkert undan
meðferðinni í Tsjernokosovó-fanga-
búðum rússneska hersins í
Tsjetsjeníu þar sem mannréttinda-
samtök segja að stundaðar séu pynt-
ingar og barsmíðar á tsjetsjenskum
föngum.
„Ég var ekki barinn nema nokkra
tugi sinnum með kylfu. Það er létt-
væg og venjubundin meðferð sem
allir nýliðar fá og öll merki um
hana hverfa innan tveggja eða
þriggja daga og valda ekki neinum
varanlegum skaða innvortis," segir
hinn 35 ára gamli Babitskí um
tveggja vikna fangavist sína. „Það
er þó ekkert í samanburði við það
sem Tsjetsjenar mega þola. Þeir eru
lúbarðir og pyntaðir."
Tekinn viö Grozní
Babitskí, sem starfaði fyrir út-
varpsstöðina Radio Liberty, sem
bandarísk stjórnvöld fjármagna,
kom til Moskvu í vikubyrjun. Þá
hafði litið sem ekkert spurst til
hans frá því um miðjan janúar þeg-
ar rússneskir hermenn handtóku
hann við Grozni, héraöshöfuðborg
Tsjetsjeníu. Hvarf blaðamannsins
vakti mikla athygli um allan heim
og lágu Rússar undir miklu ámæli
fyrir að gera ekki hreint fyrir sín-
um dyrum.
Stjórnvöld þrættu lengi vel fyrir
það að vita nokkuð um hvar
Babitskí væri niðurkominn þótt
sjónarvottar hefðu greint frá því að
hann væri í haldi rússneskra her-
manna. Það var svo ekki fyrr en 27.
janúar að stjómvöld tilkynntu að
blaðamaðurinn hefði verið handtek-
inn og sakaður um aðild að vopnuð-
um hópi, eins og það var orðað.
Nokkrum dögum síðar var skýring-
in á handtökunni sú að maðurinn
hefði ekki farið að reglum þeim sem
giltu um störf blaðamanna.
Babitskí gat sér gott orð fyrir
fréttaflutning sinn af stríðinu í
Tsjetsjeníu á árunum 1994 til 1996. í
átökunum nú var hann að baki víg-
línunni og flutti fréttir úr búðum
Tsjetsjena. Fréttir hans fóru mjög
fyrir brjóstið á ráðamönnum í
Kreml þar sem þær flettu ofan af
áróðursvél stjórnvalda um gang
mála í átökunum. Babitkí lýsti með-
al annars skefjalausri eyðilegging-
unni af völdum sprengjuárása
Rússa, hörmungum óbreyttra borg-
ara og sagði frá rússnesku her-
mönnunum sem féflu og vori skild-
ir eftir á vígvellinum.
Birtingarform þjáninganna
í viðtölum við fjölmiðla eftir
heimkomuna til Moskvu greindi
Babitskí frá þvi sem hann hafði séð
og heyrt í Tsjemokosovó-fangabúð-
unum.
„Ég heyrði svo mismunandi birt-
ingarform mannlegs sársauka, ekki
bara venjuleg öskur, heldur alls
konar tóna og tilbrigði. Mismun-
andi pyntingaraðferðir, mismun-
andi barsmíðar framköfluðu mis-
munandi viðbrögð," segir Babitskí.
Hann segist til dæmis hafa heyrt
ópin 1 konu nokkurri og að greini-
legt hafi verið að hún sætti frunta-
legum pyntingum i langan tíma. Þá
segist hann hafa heyrt varðmenn-
ina hóta karli í búðunum að skera
af honum útlim og drógu hann inn
eftir gangi á sama tíma og gengið
var í skrokk á öðrum manni. Svo
var það Aslanbek Sjarípov í
Tsjernokosovó. „Hann var laminn
kvölds og morgna og áður en yfir
lauk voru þeir búnir að brjóta í hon-
um allar tennurnar. Þetta voru
sadistar," segir Babitskí og á þar að
sjálfsögðu við verðina i fangabúðun-
um.
Ofan á barsmíðamar máttu fang-
arnir svo stundum þola það að
táragasi væri sprautað inn í klefana
þeirra.
„Aflt sem við lesum um þrælkun-
arbúðir Stalíns, allt sem við vitum
um útrýmingarbúðir Þjóðverja er
að finna þarna,“ segir blaðamaður-
inn um Tsjernokosovófangabúðim-
ar.
í skiptum fyrir dáta
Stjómvöld í Moskvu tilkynntu
þann 3. febrúar að skipt hefði verið
á Andrei Bab-
itskí og nokkrum
rússneskum her-
mönnum sem
uppreisnarmenn
í Tsjetsjeníu
höfðu á valdi
sinu. Fréttinni
frá Moskvu
fylgdi mynd-
bandsupptaka af
fangaskiptunum
sem tekin var af útsendara rúss-
nesku leyniþjónustunnar FSB, arf-
taka hinnar sálugu KGB. Útsendar-
inn ku hafa verið á staðnum fyrir
tilviljun.
Tveir grímuklæddir menn tóku
við Babitskí eftir fangaskiptin
leiddu hann að bíl, settu grímu yflr
andlitið á honum og fóru með hann
í þorp eitt þar sem honum var hald-
ið í þrjár vikur, í gæslu tveggja
manna. Þar var hann beittur líkam-
legum og sálfræðilegum þrýstingi
og hann fékk engar upplýsingar.
Hugmyndina um fangaskiptin má
rekja til manns sem kom að máli
við Babitskí í Tsjernokosovó-fanga-
búðunum. Sá sagðist vera fulltrúi
nefndar sem hefði það að markmiði
ao leysa rússneska stríðsfanga í
Tsjetsjeníu úr haldi. Maðurinn
sagði að Tsjetsjenar vfldu fá
Babitskí og væru reiðubúnir að
sleppa rússneskum hermönnum í
staðinn.
„Ég velti þessi
fyrir mér í tíu mín-
útur og komst að
þeirri niöurstöu að
ég væri tilbúinn í
slaginn,“ segir
Babitski.
Hann lagði
áherslu á að han
yrði afhentur tsje-
tsjenskum stríðs-
foringja sem hann
þekkti, Túrpal-ali Atgeríjev.
Brögö í tafli
Blaðamaðurinn Óleg Kúsov, sem
hitti Babitskí í Dagestan í lok síð-
ustu viku, sagði fréttamönnum í
Moskvu að þegar Babitskí hefði séð
grímuklæddu mennina við fanga-
skiptin hefði hann vitaö að þetta
væri ekki Atgeríjev. Hann hefði
reynt að neita að taka þátt í skipt-
unum en það hefði verið of seint.
„Grímuklæddi maðurinn tók
harkalega í höndina á honum og
leiddi hann að bílnum. Þetta voru
nauðungarskipti," segir Kúsov.
Útsendarar stjórnvalda
Babitskí telur að mennirnir sem
tóku við honum 3. febrúar hafi ver-
ið útsendarar rússneskra yflrvalda,
þótt þau haldi því fram að þeir hafi
verið tsjetsjenskir uppreisnarmenn.
„Ég hef engar afgerandi sannanir
en það er margt sem styður þessa
kenningu," segir Babitskí.
Hann segir að Tsjetsjenarnir hafi
kynnt sig sem stuðningsmenn
stríðsherrans Adams Deníevs sem
fylgir stjórnvöldum í Moskvu að
málum. Þeir neituðu að sleppa hon-
um og einhverju sinni þvinguðu
þeir hann til að krefja Radio liberty
útvarpsstöðina um tveggja milljóna
dollara lausnargjald. Hann segir að
mennirnir hafi komið upp um
tengsl sín við leyniþjónustuna með
orðfæri sínu og ýmsu öðru.
„Þeir þvinguðu mig einnig með
byssum sínum til að sverja þess
dýran eið að berjast við Rússa og
Bandaríkjamenn og hótuðu að
drepa mig og fjölskyldu mina ef ég
gengi á bak orða minna," segir
Babitskí.
Alexander Zdanovítsj, talsmaður
leyniþjónustunnar, segir ekkert
hæft í því að rússneskir útsendarar
hafl haft Babitskí i haldi.
Á fóstudag í siöustu viku var
Babitskí lokaður niðri í farangurs-
rými á bifreið af Volgu-gerð og far-
ið með hann til nágrannaríkisins
Dagestans. Ekki reyndist neinum
vandkvæðum bundið að komast í
gegnum allar eftirlitsstöðvar á leið-
inni. í Dagestan fékk Babitskí fals-
aðan aserbaídsjanskan passa með
mynd af honum í og var sagt að fara
yfir til Aserbaídsjan.
Handsamaður á hóteli
Það tókst þó ekki þar sem ein-
hvern stimpil vantaði. Þá var
Babitskí fenginn fylgdarmaður sem
átti að reyna að koma honum yfir
landamærin. Babitskí tókst hins
vegar að sannfæra manninn um að
sleppa honum í bænum Makhat-
sjkala. Hann var svo handtekinn þá
um kvöldið á Kaspíahafshótelinu í
bænum. Á sunnudag var hann
ákærður fyrir að hafa fölsuð skil-
ríki í fórum sínum og á mánudags-
kvöld var hann fluttur fyrirvara-
laust til Moskvu með sérstakri flug-
vél frá innanríkisráðuneytinu. Ekki
einu sinni eiginkona hans og lög-
maður, sem komin voru til
Dagestans, voru látin vita.
Babitskí var svo látinn laus á
mánudag, allþrekaður eftir atburði
undangenginna vikna.
„Ég tengi aflt sem kom fyrir mig
einhverri hryllilegri sögu sem ég fæ
engan botn í. Ég get aðeins getið
mér til hann,“ segir rússneski
blaðamaðurinn Andrei Babitskí,
kvæntur tveggja barna faðir og
textafræðingur að mennt.
Byggt á Le Monde, Libération,
Reuters, Washington Post, AP,
o.fl.
Hér má sjá mynd úr hinni frægu upptöku á fangaskiptunum í febrúarbyrjun.
Þá slepptu rússneskir hermenn blaðamanninum Andrei Babitskí og fengu í
staöinn nokkra úr eigin rööum sem höföu veriö á valdi uppreisnarmanna í
Tsjetsjeníu. Ýmsum sögum fer af því hverjir tóku viö blaöamanninum.
Erlent frétta-
Ijós