Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Side 2
2
MÁNUDAGUR 6. MARS 2000
J3V
Fréttir
Vélsleðamaður týndur á Langjökli:
Dauðaleit í blindbyl
- björgunarsveitarmenn kallaðir út frá Vík í Mýrdal og allt til Akureyrar
Miklum fjölda björgunarsveitar-
manna á 15 snjóbílum og um 100
vélsleðum var stefnt að Langjökli um
helgina til leitar að vélsleðamanni
sem varð þar viðskila við félaga sinn
síðdegis á laugardaginn. Mennirnir
misstu sjónar hvor af öðrum í af-
spyrnuvondu veðri skömmu eftir að
þeir komu upp á Langjökul á leið
sinni frá Hveravöllum, yfir jökulinn
og niður í Kaldadal. Mennirnir voru
tveir á ferð, báðir þrautreyndir ferða-
menn, að sögn björgunarsveitar-
manna sem leituðu við nær því von-
laus skilyrði á jöklinum i gærkvöldi.
Skyggni var nær því ekkert og veður-
hamurinn ólýsanlegur.
Höfuðstöðvar leitarmanna voru
hjá björgunarsveitinni Oki i Borgar-
firði og þangað var stefnt öllum til-
tækum vélsleðum, allt frá Vík í Mýr-
dal og til Akureyrar. Það sama gilti
bteinr a LangjoKui.
Björgunarsveitarmenn í Vík í Mýrdal leggia af stað á snjóbíl til leitarstarfa á
Langjökli í gær.
Bílslys á Óshlíð:
Stöðvaðist á Ijósastaur
í staö þverhnípis
DV, ísafjaröarbæ:
Bílslys varð á veginum um Óshlíð
rétt utan við gömlu sorpeyðingar-
stöðina á Skarfaskeri á laugardags-
kvöld. Bílstjóri fólksbifreiðar missti
stjórn á bílnum í mikilli hálku og
hafnaði að lokum á ljósastaur.
Þrír voru í bílnum og var farþegi
fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á
ísafirði vegna hugsanlegra háls- og
bakmeiðsla en aðrir sluppu ómeidd-
ir. Bíllinn er stórskemmdur. Það má
teljast lán 1 óláni að bíllinn stöðvað-
ist á staurnum því þarna liggur veg-
urinn hvað hæst um Óshlíðina og
snarbratt í sjó fram. Lögreglunni á
ísafirði barst tilkynning um slysið
kl. 22.50 á laugardagskvöld.
-KS
Bolludagurinn:
Bolluát og flengingar
Bolludagur er I dag. Hann er
ávallt á mánudögum á tímabilinu 2.
febrúar til 8. mars og er því í seinna
lagi nú en er þó alltaf sjö vikum fyr-
ir páska. í kjölfarið kemur sprengi-
dagur og síðan öskudagurinn og
Bollur á hvers manns vörum í dag.
Bollurnar eru stórar á bolludaginn
og rjómamiklar og rjóminn á þaö til
aö fara út á kinnar hjá krökkum
sem hafa beöiö dagsins uppfull af
spenningi.
þann dag hefst langafasta. Algengt
var að menn borðuðu ekki kjöt síð-
ustu tvo dagana fyrir löngufóstu til
þess að venjast léttu mataræði. í
þjóðveldislögum var meira að segja
bannað að borða kjöt þessa síðustu
tvo daga fyrir föstuna.
Bolluát og flengingar bárust til ís-
lands seint á 19. öld og virðast
danskir og norskir bakarar hafa átt
hlut að máli. Bolludagur er hins
vegar talið vera íslenskt heiti á deg-
inum. Siðurinn að vekja fólk með
flengingu er kominn hingað til
lands frá Danmörku. Hann á sér lík-
lega kaþólska fyrirmynd í táknræn-
um hirtingum á öskudag. En vönd-
urinn minnir líka á stökkul sem
notaður var til að dreifa vígðu vatni
á söfnuði í föstubyrjun. Siðurinn að
slá köttinn úr tunnunni á öskudag-
inn er enn í heiðri hafður ásamt
fjöldagöngum bama í grímubúning-
um. -HK
Neyðarkalli svarað
af myndarskap
Fyrir helgi barst Rauða krossi ís-
lands neyðarkall frá Alþjóða Rauða
krossinum vegna flóðanna miklu í
Mósambik en mikil örv'ænting hefur
gripið um sig meðal eitt hundrað þús-
und manna sem bíða þess að þeim
verði forðað úr vatnselgnum. Rauði
kross Islands setti strax af stað söfnun
sem gengið hefur mjög vel og hafa
þegar safnast milljónir króna: „Við
erum afar þakklát fyrir hversu vel
landsmenn hafa brugðist við og þessi
stuðningur er ómetanlegur fyrir fólk
á flóðasvæðunum en líf þess er nú
undir alþjóðlegum stuðningi komið,“
segir Sigrún Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Rauða kross íslands.
Brýnt er hjálp berist sem fyrst á flóða-
svæðin þar sem mikil hætta er á að
farsóttir á borð við kóleru og malaríu
spretti upp og því mikilvægt að út-
vega hreint vatn og mat. -HK
um alla snjóbíla sem til ráðstöfunar
voru á sama svæði. Til dæmis fór
snjóbíll björgunarsveitarinnar í Vík í
Mýrdal af stað síðdegis í gær með
fjóra björgunarsveitarmenn með
stefnuna á Langjökul.
Vélsleðamennirnir urðu viðskila
við Þursaborgir á Langjökli miðjum
um þrjúleytið á laugardag og sáust
ekki eftir það. Annar mannanna
komst yfir jökulinn og náði niður í
Kaldadal í Borgarfirði um kvöldið.
Gerði hann strax viðvart um félaga
sinn og hófust þá björgunaraðgerðir.
Snjóbílar voru á jöklinum í gær-
kvöldi en leitarskilyrði voru afleit og
sáu björgunarsveitarmenn ekki
handa sinna skil. Fjöldi vélsleða og
björgunarsveitarmanna biðu átekta
við jökulröndina og biðu þess að veð-
urofsanum slotaði þannig að fært
yrði upp á jökulinn. Stóðu vonir
manna til þess að vélsleðamaðurinn
týndi hefði grafið sig í fönn og biði
björgunar.
-EIR
DV MVNDIR NJORÐUR HELGASON
Keppinautar
Keppnin var hörð en hér er væntanlegur sigurvegari, María Katrín
Jósepsdóttir, ásamt einum keppinauta sinna.
Ungfrú Suðurland 2000:
Selfossmær vann
18 ára Selfossmær, María Katrín
Jósefsdóttir, var kosin ungfrú Suð-
urland á laugardagskvöldið. Tólf
stúlkur tóku þátt í keppninni. í öðru
sæti varð Hugborg Kjartansdóttir úr
Ölfusi en þriðja varð Sif Jónsdóttir
úr Hveragerði. Var keppnin öU hin
glæsilegasta, stúlkurnar komu
þrisvar fram fyrir krýninguna, í
fatnaði að eigin vali, i bikiní og í
kvöldkjólum. Þær sem urðu í þrem
fyrstu sætunum öðluðust jafnframt
rétt til að taka þátt í keppninni um
titilinn ungfrú ísland. -NH
Skammdegisgjöf RÚV:
Hryllingsmyndir í heila nótt
„Okkur langaði til að
brjóta upp venjulegt laugar-
dagskvöld á þennan hátt og
það má líta á þetta sem
vetrargjöf ríkissjónvarps-
ins til dyggra áhorfenda
sem vissulega eiga skilið
spennandi og skemmtilega
nótt í skammdeginu," sagöi
Bjami Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri ríkissjón-
varpsins, um nýbreytni í
dagskrá Sjónvarpsins um
helgina. Ríkissjónvarpið
sýndi þá hryllingsmyndir
frá því snemma á laugar-
dagskvöldið og fram undir
morgun á sunnudag. Gat
þar að líta hetjur eins og
Tom Craise, Jack Nichol-
son og Brad Pitt í hverri
hryllmgsmyndinni á fætur
annarri.
„Við vildum gjarnan
gera þetta oftar en okkur
skortir fé eins og allir
vita,“ sagði Bjami Guð-
Bjarni Guömundsson. mundsson sem útilokaði
Áhorfendur eiga skilið þó ekkert í þessum efnum
spennandi nótt í - nú yrðu viðbrögö áhorf-
skammdeginu. enda könnuð.
------------- -EIR
Aðaltollhafnir
Fjármálaráðherra ætlar að beita
sér fyrir því að hafnirnar í Þorláks-
höfn og á Höfn í Hornaflrði verði
gerðar að aðaltollhöfnum. Hann til-
kynnti þetta við vígslu nýs tollaf-
greiðsluhúss á hafnarsvæði Þor-
lákshafnar.
5000 á dag
Árið 1999 fóru samtals 1.822.494
flugfarþegar um níu stærstu áætl-
unarflugvelli íslands. Þeir skiptust
þannig að tæplega 480 þúsund flugu
innanlands en rúmlega 1,3 milljónir
í millilandaflugi. Þetta svarar til
þess að 1.371 farþegi hafi flogið inn-
anlands og 3.681 í millilandaflugi
dag hverrí allt árið um kring, að
meðaltali.
Eftirlit brugðist
Guðni Ágústsson
landbúnaðarráð-
herra segir hrein-
leikaímynd íslensks
landbúnaðar hafa
beðið hnekki und-
anfarið og eftirlit
hafa brugðist. Stöð
2 greindi frá.
Oska upplýsinga
Tölvunefnd hefur óskað eftir
upplýsingum um það hvernig
gögn um barnaverndarmál eru
varðveitt. Meðal þess sem á að
kanna er hvort gögn kunni að
leynast í fórum þeirra sem setið
hafa í barnaverndarnefndum.
i RÚV greindi frá.
Fjör á þingi
Fundir Alþingis lágu niðri alla
síðustu viku vegna þess að
nefndavika var hjá
alþingismönnum.
Þingfundir hefjast
í dag og má búast
við fjöri á þingi í
vikunni. Stein-
grímur J. Sigfús-
son, formaður VG,
sagði að strax á þriðjudaginn
vaeru Vinstri grænir búnir að
biðja um utandagskrárumræðu
um Þjóðminjasafnið og uppá-
komurnar þar. Dagur sagði frá.
Ný skýrsla
Stefnt er að því að ný skýrsla um
frummat vegna umhverfisáhrifa ál-
vers á Reyðarfirði verði lögð fýrir
skipulagsstjóra ríkisins í apríl.
Þetta kemur fram á heimasíðu Stór-
iðju á Austurlandi.
Aumingjaskapur
Halldór Björn Runólfsson list-
fræðingur segir að það hafi verið
aumingjaskapur hjá sérfræðingum í
myndlist að ráðast ekki gegn fólsuð-
um málverkum sem boðin voru upp
hér á landi
Fullur sigur
Eigandi nektarstaðarins Club
Clinton vann fullan sigur á borg-
aryfirvöldum þegar úrskurðar-
nefnd skipulags- og bygginga-
mála felldi úr gildi breytingu á
staðfestu deiliskipulagi Kvosar-
innar.
Áleitnar spurningar
Sólveig Péturs-
dóttir dómsmála-
ráðherra segir að
slys í umferðinni
að undanförnu
veki upp áleitnar
spurningar um
hvert stefni í þess-
um málum, þau
séu mikið áhyggjuefni og krefjist
bæði skoðunar og aðgerða. Dagur
greindi frá.
-hdin