Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2000, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 6. MARS 2000 r>v Utlönd u ■ Tony Blair leitar til dómstólanna: Stöðvar frásagnir af fjölskyldulífinu Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, fékk liðsinni dómstól- anna um helgina til að koma i veg fyrir að frásögn af fjölskyldulífi hans eftir fyrrum harnfóstru þriggja barna hans kæmi fyrir sjónir al- mennings. Sunnudagsblaðið Mail on Sunday hafði í hyggju að birta kafla úr end- urminningabók sem barnfóstran Rosalind Mark skrifaði. Mark starf- aði fyrir Blair-hjónin á árunum 1994 til 1998. Forráðamenn blaðsins sögðu i gær að þeir myndu áfrýja úrskurðinum. Bamfóstran sagði í gær að hún væri alveg eyðilögð vegna deilunn- ar og ítrekaði að það hefði aldrei verið ætlun hennar að frásögn hennar birtist á prenti. Hún gagn- rýndi blaððið fyrir birtinguna. Blað- ið sagði að hún hefði boðist til að Tony Blair og frú ekki skemmt Mail on Sunday vildi segja frá fjöl- skyldulífinu í Downingstræti 10. aðstoða við fréttina. Blair sagðist standa með Mark og sagði að hún væri góður vinur fjöl- skyldunnar. „Ég veit að hún er góð manneskja sem ætlaði ekki að gera neinum mein og mér þykir miður að níðst hefur verið á góðmennsku hennar," sagði Blair. Talsmaður Blairs sagði að efni greinarinnar í blaðinu hryti í bága við þagnareið sem barnfóstran hefði undirritað, auk þess sem hún hefði ekki haft vitneskju um né leyft birt- ingu á köflum úr óhirtum endur- minningum sinum. Barnfóstran sakaði umboðsmann rithöfunda um að koma endurminn- ingum hennar í hendur blaðsins. Tony Blair hefur lagt gifurlegt kapp á að halda börnunum þremur Qarri kastljósi fjölmiðlanna. Særðir í Grozní Foringi í sérsveitum rússnesku lögreglunnar gengur hjá særöum félögum sinum i Grozní, höfuö- borg Tsjetsjeníu, um helgina. Hundruð féllu í árás Rússa á tsjetjenskt þorp Breska blaðið Observer greindi frá því í gær að rússneski herinn hefði fellt 363 menn í árás á þorp- ið Katír-Júrt í Tsjetsjeníu í síð- asta mánuði. Observer lýsir aðfórunum, þar sem gerð var sprengjuárás á þorp- ið og ráðist var á bílalest flótta- manna, sem einhverjum mestu grimmdarverkum frá því í heims- styrjöldinni siðari. Rússneskur herforingi viður- kenndi í gær aö uppreisnarmenn hefðu fellt 31 rússneskan fallhlíð- arhermann í fjallagljúfri í sunn- anverðri Tsjetsjeníu. Gerhard Schröder Þýskalandskanslari fær sér bjórsopa en drekkur nú minna en áöur. Schröder sendur í megrunarkúr Eiginkona Gerhards Schröders Þýskalandskanslara hefur sent bónda sinn í megrun. Læknir hafði úrskurðað hann of feitan. Frúin sagði í viðtali við þýska blaðið Bild am Sonntag að kanslar- inn væri hættur að drekka áfengi um miðjan dag og hann hefði meira að segja minnkað rauðvínsdrykkj- una á kvöldin. Þykir honum þó sá sopi allgóður. Schröder hefur lést um tvö eða þrjú kíló og hann er ekki nema nokkrum kílóum þyngri nú en þeg- ar hann tók við kanslaraembættinu 1998. Þá var Schröder 78 kíló. Stuö á kjötkveöjuhátíöinni Mikiö var um dýröir á kjötkveöjuhátíöinni I bænum Ivrea á Ítalíu í gær þegar bæjarbúar settu á svip orrustu frá miööldum þegar grimmum kóngi var steypt af stóli. Vopnin voru appelsínur en ekki sverö og lásborgar. John McCain á í vök að verjast: Sakar Bush um óheiðar- lega kosningabaráttu John McCain, öldungardeildar- þingmaður frá Arizona, sakaöi George W. Bush, ríkisstjóra í Texas, um óheiðarlega kosningabaráttu til að tryggja sér útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forseta- kosningarnar í haust. • „Ég myndi ekki reka svona kosn- ingabaráttu," sagði McCain í gær um tvær sjónvarpsauglýsingar úr herbúðum Bush. Þar er annars veg- ar látið að þvi liggja að McCain sé andvígur þvi að fé sé varið til rann- sókna á brjóstakrabba og hins vegar er ráðist á stefnu McCains í um- hverfismálum. Nýjustu skoðanakannanir benda til að Bush muni fara með sigur af hólmi í flestum ríkjunum þar sem forkosningarnar verða haldnar á morgun, þar á meðal í lykilríki á borð við Kaliforníu. Syrtir í álinn fyrir John McCain Skoöanakannanir benda til aö John McCain tapi fyrir George W. Bush I forkosningum í flestum ríkjum þar sem forkosningar veröa á morgun. EVERY GOAL Manchester United ICHAMPIONS % OF EIJROPE r ^ The Official Story of The Greatest Night In British Sport 95 mín. kr. 2.990 SENDIIM I POSTKBOHJ Sillli 5333 VIDEOHQLLIN Á. fyfnui banch LÁGMÚLA 7 • SÍMI 568 53 33

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.