Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Síða 8
8
MÁNUDAGUR 20. MARS 2000
Fréttir
Umsjón: Viðskiptablaðið
Markaðsverðmæti bankanna rýkur upp:
Um 60 milljarða króna
hækkun á 15 mánuðum
Markaðsverðmæti Landsbanka,
Islandsbanka, Búnaðarbanka og
Fjárfestingarbanka atvinnulífsins
(FBA) hefur hækkað um nær 60
milljarða króna frá ársbyrjun 1999.
Þetta þýðir að verðmæti bankanna
hafi hækkað um nær 4,1 milljarð
króna að meðaltali í hverjum mán-
uði eða um 135 milljónir króna á
hverjum degi að meðaltali.
í ársbyrjun 1999 var markaðs-
verðmæti bankanna í heild 54,8
milljarðar króna en síðasta föstudag
var það komið upp í 114,6 milljarða
og hafði því liðlega tvöfalast á tæp-
um 15 mánuðum. Verðmæti FBA
hefur hækkað hlutfallslega mest en
minnst er hækkunin hjá Búnaðan-
arbanka og íslandsbanka. Það sem
af er þessu ári hefur markaðsverð
Islandsbanka hins vegar hækkað
mest bæði í krónutölu og hlutfalls-
lega. Bankinn var metinn á liðlega
30 milljarða við lokun hlutabréfa-
markaðar á fóstudag sem er nær 8,2
milljarða hækkun frá áramótum.
Góö ávöxtun
Ljóst er að fjárfesting í hluta-
bréfum bankanna hefur verið skil-
að góðri ávöxtun. Reikningslegur
hagnaður hluthafa er 60 milljarðar
króna, eins og áður segir, en auk
þess fá hluthafar 2,7 milljarða
Nýtt félag um
rafræn vioskipti
Nýtt fyrirtækið, Span hf„ hefur ver-
ið stofnað en það mun einbeina sér
að smíði lausna fyrir rafræn við-
skipti milli fyrirtækja (business-to-
business e-commerce, B2B) og
rekstri sérstakrar viðskiptamið-
stöðvar sem hleypt verður af stokk-
unum síðar á árinu.
Stofnendur Spans hf. eru Kögun
með 30% hlutafjár, FBA og Lands-
sími íslands með 15% hlutafjár
hvort félag, Vilhjálmur Þorsteinsson
og Örn Karlsson með 7,5% hvor og
BYKO og Orkuveita Reykjavíkur
með 5% hlut hvort. Að auki eru
15% hlutafjár frátekin fyrir lykil-
starfsmenn og tiltekna samstarfsað-
ila.
Afkoma undir væntingum
Tap SR-mjöls á liðnu ári nam 267
milljónum króna og er afkoman
nokkru undir væntingum mark-
aðasaðila. Þetta er versta afkoma í
sögu félagsins og veruleg umskipti
frá fyrra ári þegar félagið hagnað-
ist um 205 milljónir króna. Veltufé
frá rekstri á liðnu ári var 35 millj-
ónir króna á árinu 1999.
SAMfél^gið
með þrju ný umboð
SAMfélagið, sem samanstendur af
SAMbióunum, SAMmyndböndum
og SAMtónlist, hefur fært út kví-
arnar í útgáfu og
dreifíngu mynd-
banda með þremur
nýjum umboðum,
en fyrirtækið hefur
nú gert einkasamn-
inga við hin virtu
kvikmyndafyrir-
tæki Universal,
Dreamworks og
Paramount varð-
andi myndbandaút-
gáfu og -dreifingu á
íslandi.
Með þessari viðbót í myndbanda-
deild SAMfélagsins eykst markaðs-
hlutdeild fyrirtækisins á leigu- og
sölumyndböndum umtalsvert. Auk
nýju umboðanna er SAMfélagið
með einkasamninga fyrir mynd-
bandaútgáfu og dreiflngu á kvik-
myndum Wamer Bros, Walt Disn-
ey, Touchstone og fleiri aðila.
Aukin umsvif
Árni
Samúelsson,
aöaleigandi
SAMfélagsins.
- greiða 2,7 milljarða í arð til hluthafa
Góður hagur
Búnaöar- íslands- Lands- FBA Sam-
banki banki banki tals
Útgreiddur aröur 2000 410 462 650 1.180 2.702
Heildarhagnaður 1.221 1.752 1.520 1.206 5.699
Arðgreiðsla í % af hagnaði 33,6% 26,4% 42,8% 97,8% 47,4%
Markaðsvirði 31.12.1999 20.705 21.876 29.640 24.480 96.701
Arður í % af markaösvirði 31.12.1999 2,0% 2,1% 2,2% 4,8% 2,8%
Markaösvirði 31.12.1998 11.644 14.926 15.275 12.988 54.833
Markaðsvirði 17.02. 2000 23.165 30.060 32.175 29.240 114.640
Hækkun á markaösvirði frá 31.12.89 11.521 15.134 16.900 16.252 59.807
Hækkun í % 99% 101% 111% S 125% 109%
Hækkun frá 31.12.1999 2.460 8.184 2.535 4.760 17.939
Hækkun í % 11,9% 37,4% 8,6% 19,4% 18,6%
Útgreiddur aröur alls 1999 og 2000 738 850 1.050 1.724 4.362
króna í arö á þessu ári vegna
rekstrar liðins árs. Á síðasta ári
greiddu bankarnir fjórir hluthöf-
um sínum 1.660 milljónir króna.
Þannig eiga hluthafar bankanna
að hafa fengið í sinn hlut 4.362
milljónir króna í arð síðustu tvö
ár.
FBA greiðir hluthöfum sínum
hæstan arðinn á þessu ári eða
1.200 miUjónir króna sem er um
98% af hagnaði liðins árs og 4,8%
miðað við markaðsvirði bankans í
ársbyrjun. Landsbankinn greiðir
650 milljónir eða 43% hagnaðar og
2,2% miðað við markaðsverð, ís-
íslandsbanki F&M:
Kaupir hlut KEA í
Húsasmiðjunni
- á einn milljarð króna
Kaupfélag Eyfirðinga, KEA, hefur
selt íslandsbanka F&M 20% hlut
sinn í Húsasmiðjunni hf. í fréttatU-
kynningu frá KEA segir að sölu-
hagnaður Kaupfélagsins vegna þess-
ara viðskipta sé verulegur. Kaup-
verð hefur ekki verið gefið upp en
samkvæmt heimildum DV er það
um einn miUjarður króna. Sam-
kvæmt því er markaðsverðmæti
Húsasmiðjunnar um 5 miUjarðar
króna. Eftir þvi sem DV kemst næst
er áætlað að hlutur íslandsbanka
F&M í Húsasmiðjunni fari í sölu á
almennum markaði.
f apríl 1999 sameinaðist Húsa-
Enginn launaauki í Landsbankanum:
Viljum ekki tilviljana
kenndar greiðslur
- segir Halldór J. Kristjánsson bankastjóri
„Við viljum ekki tUviljanakennd-
ar greiðslur sem eru alveg óháðar
skilvirku árangursstjórnunarkerfi
og árangursmælingum sem grund-
veUi slíkra greiðslna. Við vUjum
flýta því að taka upp skUvirkt og
eðlilegt árangursstjómunarkerfi og
árangurstengingu launa í bankan-
um. Við tökum undir með starfs-
mönnum að eðlilegt sé að tengsl séu
miUi afkomu, árangurs og launa en
það verður þá að vera samkvæmt
fyrir fram umsömdu og ákveðnu
kerfi,“ sagði Halldór J. Kristjáns-
son, bankastjóri Landsbankans, í
samtali við DV.
Nokkur kurr hefur verið meðal
starfsmanna Landsbankans vegna
þess að enginn launaauki skyldi
geiddur út vegna góðrar afkomu
eins og í Búnaðarbanka, íslands-
banka og FBA þar sem hagnaðurinn
var á svipuðum nótum. Á aðalfundi
Landsbankans, sem
var í gær, kom fram
að hagnaður bankans
í fyrra hefði numið
1.520 miUjónum
króna. Var ákveðið að
geiða 650 milljónir
króna í arð sem skipt-
ist á miUi hluthafa eft-
ir hlutafjáreign
þeirra.
Halldór sagði að
ákvörðun hefði verið
tekin í bankanum í
fyrrasumar um að
innleiða árangurs-
stjómunarkerfi i hon-
um. Unnið hefði verið
að því að innleiða
grunnþætti slíks kerf-
is í samvinnu við
Royal Bank of
Scotland. -hlh
smiðjan og raflagna- og bygginga-
vöruverslanir KEA á Akureyri, Dal-
vík og Siglufirði og KEA eignaðist
20% hlut sinn í Húsasmiðjunni. Um
leið varð Húsasmiðjan stærsta bygg-
ingar- og heimilisvöruverslun
landsins og þriðja stærsta smásölu-
keðjan. -hlh
HEILDARVIÐSKIPTI 502 m.kr.
- Hlutabréf 186 m.kr.
MEST VIÐSKIPTI
Opin kerfi 29,4 m.kr.
Landsbanki íslands 26,9 m.kr.
0 Nýherji 24,0 m.kr.
MESTA HÆKKUN
: o SR-Mjöi 10,6%
O Olíufélagiö 8,4%
O íslenski hugbúnaðarsjóöurinn 8,4%
MESTA LÆKKUN
! O Skýrr 7,92%
©Opin kerfi 5,45%
! © Kaupfélag Eyfiröinga 5,26%
ÚRVALSVÍSITALAN 1.768,14 stig
- Breyting O 1,17 %
landsbanki greiðir 462 miUjónir
eða liðlega 26% hagnaðar og Bún-
aðarbankinn 410 miUjónir og 34%
hagnaðar í arð.
Samanlagður hagnaður bank-
anna nam á liðnu ári nam 5.699
milljónum króna og hefur hagur
þeirra aldrei verið betri.
DV-MYND ÞOK
Enginn launaauki
Halldór J. Kristjánsson segir árangursstjórnunar-
kerfí væntanlegt í Landsbankann.
m.
Gengi hækkar þrátt fyrir
verstu afkoma SR-mjöls
SR-mjöl hf. var rekið með 267
milljóna króna tapi á síðasta ári.
Afkoma SR-mjöls var lítið eitt
lakari en markaðsaðilar höfðu
vænst en í Viðskiptablaðinu
spáðu þeir að meðaltali 236
milljóna króna tapi. Árið 1998
var 205 milljóna króna hagnað-
ur af rekstri SR-mjöls. Afkoma
síðasta árs var hin lakasta í
sögu félagsins. Þrátt fyrir þetta
hækkaði gengi bréfanna um
10,61 % á föstudaginn
Össur
Opin kerfi
Marel
FBA
íslandsbanki
síðastliöna 30 daga
921.483 :
706.981
702.252
677.828
546.610
ÍÁ fÍj.l.'.f ÁV;. ,Q siöastliöna 30 daga
O ísl. hugbúnaöarsjóðurinn 79%
© Össur 65%
! O Skýrr 39%
o Pharmaco 38%
• O Fiskmarkaður Breiðafjarðar 37%
i.’lfi/.l- Hj1i1 jlP siöastliöna 30 daga
\ O Opin kerfi * -72% j
o Samvinnuf. Landsýn -22%
! O Loönuvinnslan -21%
o Flugleiöir -20%
! © Tangi -17%
* lækkun v. útgáfu jöfnunarbréfa
Værð í Evrópu
Seðlabanki Evrópu hækkaði
stýrivexti sína í síðustu viku til
að halda niðri öllum verðbólgu-
þrýstingi. Hlutabréfaverð fór
lækkandi vegna þessa enda hafa
vextir mikil áhrif á ávöxtunar-
kröfu fjárfesta. Á móti vegur
hins vegar að vaxtahækkunin er
hka til komin vegna aukins hag-
vaxtar og það eykur hagnað fyr-
irtækja og því var lækkunin
ekki mikil.
DOW JONES
NIKKEI
ÍS&P
NASDAQ
JFTSE
:Hdax
F" CAC 40
10595,23 O 0,33%
19566,32 O 1,63%
1464,47 O 0,41%
4798,13 O 1,71%
6558,00 O 0,01%
7710,92 O 1,67%
6304,28 O 0,73%
17.3.2000 kl. 14.10
KAUP SALA
jHilDollar 73,330 73,710
IpIPund 115,440 116,030
(jkf Kan. dollar 49,800 50,110
jílS Dönsk kr. 9,5360 9,5890
I— Norsk kr 8,7140 8,7620
nwSænskkr. 8,4470 8,4930
Fl. matk 11,9405 12,0122
Fra. franki 10,8231 10,8881
1 Belg. franki 1,7599 1,7705
Sviss. franki 44,0700 44,3200
Holl. gyllini 32,2160 32,4096
Þýskt mark 36,2991 36,5172
1 lítlíra 0,036670 0,03689
Aust. sch. 5,1594 5,1904
Port. escudo 0,3541 0,3562
’ - Spá. peseti 0,4267 0,4293
• Jap. yen 0,691800 0,69600
írskt pund 90,144 90,686
SDR 98,59000 99,18000
§ECU 70,9948 71,4214