Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Síða 9
MÁNUDAGUR 20. MARS 2000 I>V 9 Fréttir Nágrannar friölandsins á Hornströndum eru orðnir urrandi illir: Tófan að flæma búendur burtu DV. STRONDUM:_____________________ „Afnema þarf þaö bann sem er við refa- og minkaveiðum í friðlandinu á Homströndum áður en tjónið sem þessi ófognuður veld- ur verður óbætanlegt. Það er alveg borðleggjandi að tófa sem elst þama upp er ekki aðeins komin um alla Vestflrði heldur um Snæfells- nes, Húnaþing og víðar. Allt tal um að refurinn sé staðbundið dýr er í andstöðu við það eðlilega í náttúr- unni - hver tegund færir sig þang- að sem fæðuna er að finna. Það er svo eðlilegur hlutur að ekki þarf að ræða það, sama hvaða titlum menn svo skreyta sig með sem öðru halda fram,“ segir Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfónn í Hólmavíkur- hreppi. Indriði er orðinn langþreyttur á yfirgangi skaðræðisdýra sem hefur fjölgað svo gríðarlega þau sex ár sem friðun hef- ur staðið að vart er búandi við þetta ástand lengur fyrir venjulega sauðfjárbænd- ur og er þá hlutur hlunn- inda- og eyja- bænda sýnu verri. Nýverið skaut Indriði tófu nánast við húsdymar. Hún hafði ver- ið merkt i friðlandinu norður á Homströndum og var hún ekki sú fyrsta sem farið hafði yfir „vamar- línuna". Hann segir að kunnugir grenjaleitarmenn sem fóru um friðlandið á Homströndum á síð- Indriði Aöalsteinsson Skaut tófu úr friðlandinu við bæjardyrnar asta sumri hafi áætlað að um 300 yrðlingar hafi komist þar upp á því eina ári. Við þetta bætist svo að heldur Llla sé unnið að veiðum í Snæfjallahreppi hinum foma sem tilheyrir ísafjaröarbæ. Munurinn sé þó sá að þar megi skjóta. Nú er svo komið að fuglinn hefur nánast hvergi frið. Hlunnindi eins og rjúpnaveiðin, sem hefur verið víða, fer að heyra sögunni til. Ind- riði færi ekki skilið það afskipta- leysi sem hið háa Alþingi sýnir þessu og spyr hvers þeir eigi virki- lega að gjalda sem í nágrenni þessa friðlands búi að þeim skuli búin slík réttarskerðing. „Til ráðstafana verður að grípa og það tafarlaust þvi annars er mik- il hætta á að lífríkinu hér blæði út,“ segir hinn skorinorði bóndi, Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfónn. -GF Fornfrægt hótel fær nýtt líf Hótel Tindastóll á Sauðárkróki hefur verið endurgert á undanförnum mánuð- um og hefur verið opnað að nýju sem hótel. Svona lítur húsið út eftir endurbæturnar. Gistihús í elsta húsi bæjarins DV. SAUDÁRKRÓKI: Gistihúsið Hótel Tindastóll á Sauð- árkróki er tilbúið til notkunar og verður opnað formlega innan fárra daga að sögn Péturs Einarssonar, fyrrverandi flugmálastjóra ríkisins, sem staðið hefur að endurbótum á húsnæðinu ásamt Svanfríði Ingva- dóttur. Það er liðlega ár síðan endurgerð þessa merka húss hófst. Þarna er um að ræða allstórt timburhús, upphaf- lega byggt árið 1835 í Grafarósi. Talið er að það hafi verið flutt til Sauðár- króks árið 1882 og þar hefur það gegnt ýmsum hlutverkum síðan. í því hefur verið sjúkrahús, verslun, íbúðarhús en lengst var þar rekið hótel. Nú eru i húsinu 10 fullkomin tveggja manna herbergi. Kjallari hússins er afar sérstæður þvi hann er hlaðinn úr grjóti. Þar er svokölluð Jarlsstofa, svo nefnd til heiðurs Jóni Eiríkssyni Drangeyjarjarli, frænda Péturs Einarssonar. ÖÞ Það er eitthvað meira við jVIégane Break Verð 1.588.000 kr. Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1220 Mégane Break Grand Comfort Break hefur nú aukið forskotið. Hann státar ekki aðeins af nieiri öryggis- og þægindabúnaði og stærra farangursrými en aðrir skutbílar í sama flokki Iieldur fæst nú í sérstakri Grand Comfort útgáfu; enn betur búinn. Komdu og prófaðu stærri og betur búinn bíl. RENAULT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.