Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Side 13
13 MÁNUDAGUR 20. MARS 2000_________________________________________________________________________________________ Útlönd Lögmaöur Færeyja er æfur í garð danska forsætisráðherrans: Poul Nyrup ógnar færeysku stjórninni Lögmaður Færeyja, Anfinn Kalls- berg, réðst í gær á Poul Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, sem á fóstudaginn lét fær- eysku landstjórnina halda heim frá Kaupmannahöfn með þau óvæntu skilaboð að fjárstyrkur Dana til Fær- eyja, 10 milljarðar islenskra króna á ári, yrði felldur niður eftir 3-4 ár vildu Færeyingar sjáifstæði. Færey- ingar höfðu gert ráð fyrir mikiu lengri aðlögunartíma. Kallsberg þykir ekki bara meðferð- in sem sendinefnd landstjórnarinnar fékk í Danmörku ögrandi heldur bein- línis ógnandi. „Nyrup tilkynnti afstöðu Dana áð- ur en samningaviðræðurnar voru í Kjell Magne Bondevik Fyrrverandi forsætisráðherra Noregs vill aftur í stjórn. Bondevik langar ekki að fella Stoltenberg Kjell Magne Bondevik hefur hug á því að setjast aftur I stól forsætisráðherra Noregs. Hann hefur þó ekki mikla löngun til að fella Jens Stoltenberg. „Við ætlum ekki að reyna að komast aftur í stjórn á þessu kjör- tímabili," sagði Bondevik á fundi með Kristilega þjóðarflokknum í Kristiansund um helgina. Ungliðar í flokknum og konur föðmuðu Bondevik og hrósuðu honum fyrir afstöðu hans í deil- unni um byggingu gasorkuvera. Bondevik lagði áherslu á að flokk- urinn ætti að stefna að þvi að mynda nýja stjórn að loknum þingkosningum á næsta ári. raun hafnar. Það þykir mér mjög slæmur grundvöllur fyrir samninga- viðræður,“ sagði Kallsberg í viðtali í gær. Hann kvaðst einnig undrandi á því að Nyrup skyldi hafa tryggt harðlinu- stefnu sinni stuðning á þingi áður en viðræðurnar við færeysku landstjórn- ina hófust á fóstudaginn. Kallsberg benti meðal annars á að sá breiði stuðningur sem Nyrup kvaðst hafa sýndi að Danir hefðu engan skilning á sjónarmiðum Færeyinga. Kallsberg lagði jafnframt áherslu á að afstaða Dana sýndi að þeir vildu með valdi hafa ákvörðunarrétt yfir Færeying- um. „Danmörk er brauðryðjandi hvað varðar aðstoð við önnur lönd og hjálp til sjálfshjálpar. En ef það er 100 pró- senta stuðningur við þá afstöðu sem Nyrup sýndi okkur hefur danska þingið ekki sömu stefnu gagnvart Færeyingum sem það hefur gagnvart öðrum þjóðum,“ sagði færeyski lög- maðurinn. Hann gat þess í gær að tillagan að nýjum sáttmála Færeyja og Danmerk- ur, sem Færeyingar kynntu Nyrup á fóstudaginn, yrði gerð opinber 1 upp- hafi þessarar viku. Færeyingar höföu óskað eftir að rætt yrði um málið í trúnaði. Kallsberg kvaðst hins vegar hafa ákveðið að gera alla tillöguna op- inbera þar sem Poul Nyrup hefði kynnt hluta tillögunnar áður en samningaviðræðurnar voru í raun hafnar. Kallsberg sagði enn fremur að landstjórnin hygðist halda áfram við- ræðum samkvæmt áætlun. Næsti fundur Færeyinga og Dana á að verða 6. maí næstkomandi. Gert hafði verið ráð fyrir að samn- ingur yrði tilbúinn fyrir sumarið sem greitt yrði þjóðaratkvæði um í Fær- eyjum í haust. Hogni Hoydal, sjálf- stæðismálaráðherra Færeyja, vildi um helgina ekki tjá sig um niðurstöð- ur þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar viðbragða danskra yfirvalda á fóstu- daginn. Samkvæmt könnun færeyska blaðsins Socialurinn á fimmtudaginn er álíka margir sjáifstæðissinnar og andstæðingar sjáifstæðis í Færeyjum. Clinton boðinn velkominn Indverskir ráðamenn buðu í gær Bill Clinton Bandaríkjaforseta, Chelsea dóttur hans og tengdamóður hans, Dorothy Rodman, velkomin til Indlands. Er þetta í fyrsta skipti í 22 ár sem bandarískur forseti kemur í opinbera heimsókn til Indlands. Clinton mun einnig heimsækja Bangladesh og Pakistan. Tilgangurinn með heimsókninni er að reyna að draga úr spennunni milli Indlands og Pakistans. Nokkrum klukkustundum áður en Clinton kom til Indlands bárust fréttir af skothríð í Kasmír sem Indverjar og Pakistanar deila um. Pinochet Einræðisherrann fyrrverandi er alls ekki með gloppótt minni. Sonur Pinochets segir föður sinn muna alla hluti Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, er með betra minni en Bretar vildu vera láta. Sonur einræðisherrans fyrrverandi, Augusto yngri, hefur lýst því yfir að faðir sinn sé við tiltölulega góða heilsu og muni allt. Pinochet var látinn laus úr stofufangelsi í Bret- landi fyrir tveimur vikum á grund- velli skýrslu breskra lækna sem sögðu hann of elliæran til að geta komið fyrir rétt. Pinochet dvelst nú á einu sveitasetra sinna og skrepp- ur í göngutúra með lífvörðum sínum. Tsjetsjenía: Meintur morðingi hjúkrunarfólks líklegur leiðtogi Maðurinn, sem sakaður er um að hafa staðið á bak við morð á sex hjúkrunarfræðingum Rauða kross- ins 1996, getur orðið nýr leiðtogi Tsjetsjeníu, að því er kom fram í Sunday Times í gær. Bæði útlaga- stjóm Tsjetsjeníu og bandaríska utanríkisráðuneytið telja að Adam Denijev, forseti Tsjetsjensku end- urnýjunarhreyfingarinnar, sé morðingi hjúkrunarfólksins. Nú er Denijev, sem er fæddur í Tsjetsjeníu, í uppáhaldi í Kreml og þykir líklegur til að verða látinn stjórna héraðinu. Að því er Sunday Times greinir frá hefur Denijev náin tengsl við rússnesku leyni- og öryggisþjónustuna, FSB, sem tók við af KGB. Tsjetsjenar höfðu sent Rússum næg sönnunar- gögn um Denijev en yfirvöld í Moskvu neituðu samt að yfirheyra hann. Sjálfur vísar Denijev öllum sakargiftum á bug. Rússneski blaðamaðurinn Andreij Babitskí, sem rússneski herinn tók til fanga í janúar síðastliðnum og sleppti fjórum vikum seinna, fullyrðir að hann haii verið fangi manna Deni- jevs. úrval nofa«Sra bíla af «11 uw s-faer&uw «3 ser^uw / Margar bifreiðar á söiuskrá okkar er hægt að greiða með Visa eða Euro raðgreiðslum VW Passat 1600, f.skrd. 25.09.1999, bsk., 4 dyra, ekinn 16 þ. km, blár. Verðkr. 1.350.000 VW Polo 1400, f.skrd. 27.08.1999, bsk., 5 dyra, ekinn 6 þ. km, grár. Verðkr. 1.190.000 VW Golf CL Variant, f.skrd. 25.07. 1996, bsk., 5 dyra, ekinn 65 þ. km, blár. Verðkr. 930.000 Alfa Romeo 156, f.skrd. 04.09.1998, bsk., 4 dyra, ekinn 33 þ. km, rauður. Verðkr. 1.570.000 Skoda Felicia, f.skrd. 02.03.1999, bsk., 5 dyra, ekinn 15 þ. km, rauður. Verðkr. 750.000 MMC Pajero 2800 dísil, f.skrd. Toyota Hiace 4x4, dísil, f.skrd. 06.09. Toyota Land Cruiser dísil, árgerð 26.06.1998, ssk., 5 dyra, ekinn 40 þ. 1995, bsk., 5 dyra, ekinn 135 þ. km, 1994, ssk., 5 dyra, ekinn 15 þ. km, km, grár. Verð kr. 2.750.000 rauður. Verð kr. 1.190.000 rauður. Verð kr. 2.850.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.