Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Síða 15
15
MÁNUDAGUR 20. MARS 2000
DV
___________Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Hinn ómældi
sköpunarkraftur
Laugardaginn 11. mars var íslandsklukkan frum-
sýnd í félagsheimilinu Brautartungu í Lundarreykja-
dal á vegum leikdeildar Ungmennafélagsins Dagrenn-
ingar. Nítján leikarar taka þátt í sýningunni og að
henni koma um fjörutíu manns sem er lygilegur fjöldi
vegna þess aó íbúar dalsins eru rétt rúmlega helmingi
fleiri. Þarna veröur aö veruleika gamla skrýtlan um
annan helming sveitarinnar sem leikur fyrir hinn. Þó
fer því fjarri aö Lunddœlingar ætli aö láta sér nœgja
slíkt smotterí. Á uppsetningu sína á Sjálfstœöu fólki
fyrir fáeinum árum fengu þeir um 800 áhorfendur og í
þetta sinn er þegar búiö aö selja þúsundasta aögöngu-
miöann á uppsprengdu veröi! Veröur þaö söguleg
stund þegar sá áhorfandi kemur í hús.
Sunnanstúlkan í sveitinnf
Uppfærslan á íslandsklukkunni er eitt viðamesta
verkefni sem leikfélag af þessari stærðargráðu hefur
ráðist í. Undirbúningur hefur staðið lengi og gerði fé-
lagið aðfor að efninu með því að setja upp nokkur at-
riði úr verkinu á hátíðardagskrá fyrir nokkru. Þegar
að alvörunni kom réðu Lunddælingar þó til sín nán-
ast óvanan leikstjóra, Höllu Margréti Jóhannesdóttur
leikkonu sem hafði fram að því aðeins komið að litl-
um sýningum sem leikstjóri eða aðstoðarleikstjóri.
Það kom fullkomlega ílatt upp á hana þegar Gísli Ein-
arsson, formaður leikdeildar UMFD, hringdi til henn-
ar daginn fyrir gamlársdag og bauð henni starfið.
„Þórunn Magnea setti upp Sjálfstætt fólk með þeim
á sínum tíma,“ segir Halla Margrét til skýringar, „það
tókst afar vel og hún ætlaði lika að vera með þeim
núna. Þegar í ljós kom að hún gat ekki sinnt þessu
vildu þau ekki hætta við. Þau voru búin að ganga með
íslandsklukkuna of lengi í maganum til þess að gefast
upp.“
Halla Margrét sló til og settist að á Skaröi II í Lund-
arreykjadal, rannsakaði leikgerð Halldórs Laxness
sjálfs að íslandsklukkunni, stytti hana og fékk lánað-
an forleikinn úr leikgerð Bríetar Héðinsdóttur sem
hún setti upp með Nemendaleikhúsinu á sínum tíma.
Svo var hafist handa. Það voru mikil veður á æfinga-
tímanum og borgarstúlkan fékk meira en forsmekk-
inn af því að búa uppi í sveit að vetrarlagi. „Maður
gerir sér ekki grein fyrir öllu því sem þarf að gera á
sveitaheimili yfir vetr£utímann,“ segir hún. „Kannski
ímyndar maður sér að bændur liggi í dvala á vetrum
en það er til dæmis ekki lítið verk að gefa skepnun-
um og þurfa að velta þessum stóru heyrúllum sem eru
allt upp i þúsund kíló.“
Leikmyndahönnuður líka
„Ég varð bara ein af Lunddælingum," heldur Halla
Margrét áfram, „og sú reynsla var ekki síður stórkost-
leg en að leikstýra í fyrsta sinn. Þeir eru afskaplega
gott fólk.“
Áhugamannafélag á landsbyggðinni sækir sér í
raun og veru aðeins einn fagmann utan hópsins: leik-
stjórann. Allt annaö er gert á staðnum. „Til dæmis
var enginn leikmyndahöfundur og ég ákvað að gerast
það!“ segir Halla Margrét vasklega. „Þegar ég kom í
salinn í Brautartungu í fyrsta skipti fékk ég strax
hugmyndir um hvernig sviðsmyndin ætti að vera. Ég
ákvað að láta leika bæði á sviðinu sjálfu og byggja svo
tungu út í sal meðfram gluggaveggnum og leika þar
líka. Við tjöldum fyrir gluggana nema í atriðum sem
gerast í Kaupmannahöfn; þar drög-
um við frá og fáum alveg nýja
sviösmynd!"
Halla Margrét er óspör á hólið
um manninn sem smíðaði leik-
myndina og er raunar undrandi og
hrifln af hæfileikunum sem reyn-
ast búa í fólki. „Þegar mann vant-
ar eitthvað í sveitinni þá pantar
maður það ekkert heldur er það
bara búið til,“ segir hún. „Hér er
virkjaður þessi sköpunarkraftur
sem er manninum svo eðlislægur.
Okkur vantaði hatta - á biskupinn
og Snæfríði til dæmis - og þá fór
ein konan og lærði að búa til flóka-
hatta. Svo bjó hún til alla hattana
í sýningunni!"
- Það hafa þá verið notaðir bún-
ingar i stíl sögutimans?
„Já,“ segir Halla Margrét, „eitt
af því fyrsta sem mér var sagt eft-
ir að ég kom vestur var að þau
vildu ekki að Jón Hreggviösson
væri í gallabuxum á mótorhjóli!
Þau höfðu býsna mótaðar hug-
myndir um margt fyrirfram sem
ég gekk inn í - þó ekki að öllu
leyti. Til dæmis voru allir á dönsk-
um skóm, ekki sauðskinnskóm -
nema kannski Gudda vinnukona."
Saumaklúbbar, athugið
Frumsýningin gekk vel og var
mikill atburöur í sveitinni. Þangað
DV-MYND E.ÓL.
Halla Margrét Jóhannesdóttir, leikkona og lelkstjóri
„Eitt afþví fyrsta sem mér var sagt eftir aö ég kom vest-
ur var að þau vildu ekki að Jón Hreggviösson væri í
gallabuxum á mótorhjóli!“
komu allir þingmenn Vesturlands og ráðherrar og
forsetinn líka, en Ólafur Ragnar Grímsson á ættir að
rekja í Lundarreykjadal.
„Þessi sýning hefur alla burði til þess að fólk leggi
á sig eins og hálfs tíma akstur til að sjá hana,“ segir
HaUa Margrét, „hún er það góð. Og þetta verk á afar
mikil ítök í okkur.“
Halla Margrét er hæstánægð meö leikarana sína,
Hildi Jósteinsdóttur sem er Ijós og blíð Snæfríður og
þó fóst fyrir, Þór Þorsteinsson sem er myndarlegur
Arnas Arnæus og alla hina - en eftirlætið hennar er
Jón Hreggviðsson sem Sigurður Halldórsson ljær lík-
ama og sál.
„Svona sýning er samvinna," segir Halla Margrét.
„Þegar maður hefur ákveðið að vera með þá má líkja
því við að vera kominn um borð í bát. Svo leggur bát-
urinn af stað og þú stekkur ekkert frá borði. Ég var
skipstjórinn en allir eru mikilvægir í áhöfninni. Þó
þurfa ákveðnir burðarstólpar að vera til staðar, og sá
sem leikur Jón Hreggviðsson hefur í raun og veru
bæði útlit og innihald þeirrar persónu. Sigurður er
hundrað prósent karlmaður og bóndi og það kæmi
mér ekki á óvart þó að saumaklúbbar af mölinni
flykktust í rútu upp í Brautartungu til að sjá þennan
mann!“
„Siguröur er hundraö prósent karlmaöur og bóndi og það kæmi mér ekki á
óvart þó að saumaklúbbar af mölinni flykktust í rútu upp í Brautartungu til aö
sjá þennan mann. “
Köttur úti í mýri...1
...úti er ævintýri.
Atak til að fækka
fTækingsköttum á
Kjalamesi og
í Bústaðahverfi
í samræmi við samþykkt um
kattahald í Reykjavík tilkynnist hér
með að dagana 27. mars til 1.
apríl mun sérstakt átak gert til að
fanga flækingsketti á Kjalamesi og
í Bústaðahverfi frá Kringlu-
mýrarbraut að Reykjanesbraut,
norðan Bústaðavegar og sunnan
Miklubrautar.
Kattaeigendur í hverfinu
eru hvattir til að halda köttum
sínum inni á meðan á átakinu
stendur. Jafnframt em katta-
a'gendur minntirá að merkja ketti
sína með húðflúri (tattóveringu)
á eyrum og skrá upplýsingar
um eiganda, heimilisfang og
símanúmer. Jafngild er
örmerking skv. stöðlum
Alþjóða staðlaráðsins
(ISO 11784 eða 11785).
Oll handsömuð dýr
verða flutt í Kattholt.
Athugið
Kettir verða eingöngu
fangaðirfrá kl. 20:00 að
kvöldi til kl. 07:00 að
morgni.
Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar
Aðalfundur Olíufélagsins hf. verður haldinn
miðvikudaginn 22. mars 2000 á Hótel Loftleiðum,
þingsal 1-3, og hefst fundurinn kl. 14.00.
Dagskrá
1. Venjuleg aðalfundarstörf
skv. 12. gr. samþykkta félagsins.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar
félagsins munu liggja frammi á aðalskrifstofu
félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund.
Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent
á aðalskrifstofu félagsins, Suðurlandsbraut 18,
4. hæð, frá og með 20. mars, fram að
hádegifundardags.
Stjórn Olíufélagsins hf.
AUK k15d11-1489 sia.is