Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.2000, Blaðsíða 17
17
MÁNUDAGUR 20. MARS 2000_______________________________________________________
ÐV Menning
Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir
Góðir sprettir
Það var frumlegt og áhugavert
að sjá hvemig þýski dansarinn og
bókmenntafræðingurinn Bettina
Rutsch hafði unnið dansverk upp
úr Grettis sögu. í hlutverki sögu-
manns sagði hún frá ævi Grettis
Ásmundssonar frá vöggu til grafar
auk þess að tjá atriði úr ævi hans
með dansi. Áherslan var lögð á
baráttu hans við Glám, dauðann
og myrkrið en kannski ekki síður
við baráttu hans við sig sjáifan og
þá krafta sem í honum bjuggu.
Verkið Grettis saga samanstend-
ur af góðum dansatriðum og
hnyttnum texta en í Loftkastalan-
um á miðvikudagskvöldið náðist
aldrei flæði í sýninguna. Það staf-
aði að mestu af sambandsleysi
flytjandans við áhorfendur. Verk-
inu er skipt í mörg stutt atriði þar
sem skiptust á frásögn, dans og
svo dauður tími á sviðinu þegar
flytjandinn var utan þess að skipta
um búninga eða að sækja nýja
leikmuni.
Dansatriðin voru sá þáttur
verksins sem mest var grípandi.
Hreyfingarnar voru grófar og
óbeislaðar, knúnar fram af innra
afli og gáfu sterka tilfinningu fyrir
óhemjurmi Gretti og hatrammri
baráttu hans við myrkrið, dauð-
ann og drauga. Tónlistin vann vel
með hreyfingunum, ýmist myrk
og dulúðug eða kröftug og hressi-
leg. íslensk kvæði sungin og kveð-
in gáfu verkinu síðan sterkt ís-
lenskt yfirbragð.
Hlutverk sögumannsins var
stórt í sýningunni. Textinn, ýmist
tekinn beint upp úr Grettlu eða
saminn af Rutsch, var allur á
þýsku. Hann fór fyrir ofan garð og
neðan hjá þeim sem ekki skilja
það tungumál en þýskan nær þó
fram réttri stemmningu þegar
fjallað er um harðgeran íslenskan
veruleika. Frásagnarháttur sögu-
mannsins var heldur hversdags-
legur, meira spjall en kyngimögn-
uð frásögn og nokkuð vantaði á að
það héldi athygli áhorfandans.
Búningar og sviðsmynd gáfu
sýningunni umgjörð sem hæfði
þeim tíma þegar Grettir Ásmunds-
son var uppi en ýmislegt í fasi
flytjandans og textanum hafði yfir
sér nútimalegra yflrbragð. Gamal-
dags umgjörðin umvafin nútíma-
legri stemmningu kom skemmti-
lega út og sýndi að efni verksins á
við á öllum tímum.
Sýning Bettínu Rutsch var
áhugaverð þó að hún væri of lang-
dregin. Vonandi fá íslenskir áhorf-
endur að sjá fleiri „öðruvísi“ dans-
sýningar í náinni framtið - svona
upp á tilbreytinguna.
Sesselja G. Magnúsdóttir
Dans - texta - leiksýningin Grettis saga í
Loftkastalanum 15.3. 2000. Leikstjórn,
danshöfundur, búningar og flutningur:
Bettina Rutsch. Tónlist: Thorsten Töpp.
Sviðsmynd: Jens E. Gelbhaar, Bettina
Rutsch. Lýsing: Sigurvald Helgason.
PS
Maður
minjalostans
Ritþing Þórarins Eldjáms í
Gerðubergi 11. mars var minnilega
skemmtilegur viðburður - eins og
fæstum þarf að koma á óvart. Hús-
fyllir var og nötruðu veggir hvað
eftir annað af hlátri gesta
enda ekki aðeins sá sem
allt snerist um þekktur
fyrir afburðatök sín á mál-
inu og árangursríka bar-
áttu við klisjumar heldur
voru spyrlar báðir
skemmtilegir og stjórnand-
inn líka. Eiginlega hefði
þetta vel getað orðið
brandarakeppni en varð
það ekki, mönnum lá of
mikið á hjarta til þess.
Fram kom að Þórarinn
er af skáldaættum hvert
sem litið er, meðal annars
er hann í fóðurætt kominn
af föðurbróður Jónasar
Hallgrimssonar. Þórarinn
lýsti þvi faUega hvernig
hefði verið að alast upp á
Þjóðminjasafninu þar sem
helstu bernskufélagar hans
voru beinagrindur og lítill gutti
sótti hann ómældan fróðleik til
gæslukvennanna í sýningarsölun-
um. Áhrif umhverfisins komu m.a.
fram í því að aðeins átta ára orti
hann kvæði út frá Njálu!
Sem fullorðinn maður sagðist
Þórarinn illa haldinn af minjalosta
og er einboðið að sú fikn spretti af
aðstæðum á uppvaxtarárunum. En
firna fer hún vel í skáldskap hans,
sú fikn, þar sem blandast saman
nýtt og gamalt á endalaust frjóan
hátt. Þórarinn sagði raunar að sem
höfundur lítllar þjóðar væri mesti
munur að hafa allar þessar fyrri
aldir til að bæta við samtímann, viö
það fjölgaði íbúunum svo þægilega.
Skólaskáld-
mœringur
Þórarinn og Steinunn Sigurðar-
dóttir spyrill rifjuðu upp mennta-
skólaárin þar sem þau voru í þeim
öfluga og stóra hópi sem hefur haft
andleg og veraldleg völd í landinu
nú um nokkurt skeið. Þórarinn
vildi ekki gera mikið úr stöðu sinni
sem skólaskáld en Steinunn fullyrti
að allir hefðu litið upp til hans og
hann hefði notið einlægrar aðdáun-
ar skólasystkina sinna - ekki síst
fyrir kvæði á borð við „Þú ert sjálf-
ur Guðjón bak við tjöldin". Var
kvartað undan því eftir ritþingið að
æskuárin hefðu ekki fengið nóg
rými í dagskránni, en vonandi bæta
bæði tvö úr því síðar meir með því
að skrifa þykkar bækur um árin í
MR og fyrstu skrefin á rithöfunda-
brautinni.
Eftir stúdentspróf fór Þórarinn í
bókmenntafræði til Svíþjóðar og
dvaldi þcir í áratug. Ekki taldi hann
sig hafa orðið fyrir áhrifum af kenn-
ingasmiðum heldur hefði námið
fyrst og fremst verið afsökun fyrir
að liggja yfir bókum seint og
snemma. Andri Snær Magnason,
stjórnandi þingsins, benti þá á hve
margar sögur Þórarins fjölluðu á
einhvern hátt um fræði og Þórarinn
viðurkenndi að hann heillaðist af
allri fáránlega þröngri sérfræði.
Reyndar hélt hann, eftir nokkra um-
hugsun, að hræðslan við að lenda á
kafi í fræðum og grúski væri
kannski helsta hvötin að skáld-
skapnum!
Berskömmóttur
varð launheitur
Þegar umræðan fór út í fráhvarf
Þórarins frá þeirri opinskáu rót-
tækni sem einkennir fyrstu bækur
hans, Kvæði og Disneyrímur - og
fram kom að Disneyrímur boða
hreinlega byltinguna sjálfa! - þá
vitnaði skáldið til flokkunar Jóns
Sigurðssonar forseta á skáldum sem
kemur fram í bréfi Jóns um íslend-
ingabrag nafna síns Ólafssonar sem
hann segir að sé „eins og eldibrand-
ur væri rekinn í nefið á yfirvöldun-
um og á danska flokkinum“. Hann
vill gjaman fá „hinsegin góð kvæði
og hnyttileg" frá Jóni til að birta í
Félagsritum, „en þau mega ekki vera
svo berskömmótt, heldur launheit."
„Ég var berskömmóttur en nú er
ég launheitur," sagði Þórarinn og
hitti naglann á höfuðið.
Ritþinginu var útvarpað á Rás 1 í
gær og það kemur út á prenti i
haust.
DV-MVND ÞOK
Þórarinn Eldjárn
Aöeins átta ára orti hann kvæöi út frá Njáiu.
AiSf
(^Ericsson T28s ~)
Lítili og fullkominn VIT sími
Styður „Dual Band" 900
og 1800 mhz GSM kerfin
Stærð: 97x50x15 mm
Þyngd: 83 g
Upplýstur skjár með allt að
þremur línum fyrir texta og grafík
250 nöfn og númer í símaskrá
SMS skilaboð, allt að 160 tákn
VIT sími
Tilboðsverð
34.980 kr.
Listaverð 49.900 kr.
( Digitech Victor ~)
Fallegur þráðlaus sími með
endingargóða rafhlöðu
Þyngd handtækis 160 g með rafhlöðu
Rafhlaðan endist u.þ.b. 70 klst.
í bið og 8 klst. í notkun
Handtækið má skrá til notkunar
við allt að fjögur móðurtæki
Við móðurtæki má hafa
allt að sex handtæki
Símtalsflutningur milli handtækja
5 mismunandi hringingar
SEilSiíS
gm
■■■
mm
mk
Skammvalsminni fyrir
20 símanúmer ásamt nöfnum
Móðurstöð með leitarhnapp
Hægt að hafa tímamælingu
á símtölum
Tilboðsverð
6.990 kr.
Listaverð 13.990 kr.
Nú er líf og fjör í Kringlukastinu. Síminn lætur ekki
sitt eftir liggja og býður símtæki á frábæru verði.
Taktu þátt í fjörinu og gerðu góð kaup
( verslun Símans í Kringlunni.
SIMINN-GSM
FÆRIR ÞÉR FRAMTÍÐINA
mars